Alþýðublaðið - 02.04.1960, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 02.04.1960, Blaðsíða 3
Tónleikar ivyunu i Sturlaugur BöSvars- son, útgerðarmaður á Akranesi, hefur í mörg ár haft mikinn áhuga á því að smíðað verði frum- byggt fiskiskip til veiða hér við land. — Hjálm- ar R. Bárðarson, skipa- skoðunarstjóri, hefur enn fremur mikinn áhuga á þessu máli. Hann hefur nú teiknað slíkt skip fyr- ir Harald Böðvarsson & Co. Það er um 220 lestir og er gert m. a. fyrir línu- veiðar, síldveiðar með kraftblökk, togveiðar og reknetaveiðar. Myndin sýnir teikningu af skip- inu, en vegna mikils rúm- leysis í blaðinu verður síðar að skýra nánar frá þessu stórmerka máli. 20 milljóna fyrirtæki í RÁÐI ER að reisa hérlendis verksmiðju til spónplötugerðar. Bráðabirgðarannsókn hefur í Ijós leitt, að þetta er mögulegt, en í sumar fara fram mælingar og ítarlegar athuganir til þess að fá örugga vissu fyrir því, að slík verksmiðja geti borið sig hér. Alþjóðlegi glæpamaðurinn" hænsnaleiðangri í Kópavogi FRÁSÖGNIN um „alþjóðlega glæpamanninn11 á 3. síðu blaðs- ins í gær var vitanlega 1. apríl frétt. Það er einlæg von Alþýðu- blaðsins að einhver hafi bitið á. Kona hringdi á annan rit- stjóra blaðsins snemma í gær- morgun og kvaðst hafa orðið „alþjóðlega glæpamannsins“ vör. Hún lýsti honum nákvæm- • lega, hafði þá um morguninn séð hann stela hænsnum suður í Kópavogi, og var ekki annað að heyra en að henni væri mik- ið niðri fyrir. En áður en samtalinu lauk, kom í ljós, að hún var að minnsta kosti eins hraðlygin og fréttamaðurinn, sem samdi apr- ílfréttina. Hún var bara að borga fyrir sig með því að láta ritstjórann hlaupa apríl. Slík verksmiðja til spónplötu gerðar yrði mikið fyrirtæki, er kosta mundi um 20 milljónir króna. Líklegast þykir, að hún verði staðsett á Akureyri. Há- kon Bjarnason, skógræktar- stjóri, tjáði Alþýðublaðinu í gær, áð þessi hugmynd verði áthuguð til hlítar í allt sumar, enda verður ekki ráðizt í fram- kvæmdir nema örugglega sé vitað, að verksmiðjan gæti bor- ið sig. Verksmiðja þessi mundi fram leiða spón úr úrgangi úr ís- lenzku birki. Hún væri fyrsta stórfyrirtækið, sem ynni úr ís- lenzkum trjáviði. Er hér því um að ræða mjög merkilegt málefni. Fulltrúafundur skóg- ræktarfélaganna samþykkti t. d. eftirfarandi á fundi sínum um síðustu helgi: „Telur fund- urinn þetta svo þýðingarmikið mál, að leita beri allra ráða til þess að framkvæmdir geti haf- NÚ eru að verða síðustu for- vöð að sjá sýningu Valtýs Pét- urssonar listmálara, Henni verð ur lokað kl. 22 á sunnudags- , kvöld. Aðsókn hefur verið góð | og sýningunni vel tekið, og ell- | efu myndir selzt. izt þegar, er rannsókn hefur leitt í ljós, að öruggur grund- völlur sé fyrir rekstri slíkrar verksmiðju". ÞRIÐJU afmælistónleikar Sinfóníuhljómsveitar íslands tókust afbragðs vel, eins og hin ir fyrri. Að þessu sinni stjórn- aði hinn ágæti, gamli stjórnandi sveitarinnar Olav Kielland og virðist hafa verið fljótur að taka upp þráðinn. Millispilið úr Lohengrin tókst með miklum á- gætum og 4- sinfónía Brahms var ágætlega spiluð, þó að mér fyndist gæta dálítils taugaó- styrks í fyrsta kafla. í heild naut þetta erfiða og gullfallega verk sín afbragðs vel. Rússneski píanóleikarinn Mik hail Voskrensenski lék einleik í píanókonsert nr. 3 ef'tir Beet- hoven með slíkum glæsibrag að sjaldgæff er að heyra jafnvel í ágætustu konsertsölum erlend- is. Þessi ungi píanóleikari á vafalaust eftir að sigra heiminn með leik sínum, og við megum þakka fyrir að hafa fengið for- smekkinn af því, spm hlýtur að koma. Þetta voru mjög ánægjulegir tónleikar. G. G. RÍKISSTJÓRNIN hefur ákveð- ið, að skömmtun á smjöri og smjörlíki skuli afnumin frá og með 1. apríl, Framvegis verður allt smjör sömu tegundar selt á einu og sama verði og sömuleiðis allt smjörlíki. Nýja verðið er með- alverð skammtaðrar og ó- skammtaðrar vöru í vísitölu framfærslukostnaðar. Heildar- upphæð niðurgreiðslna breyt- ist ekki. „Bláa svalan seld a morgun Á MORGUN efnir Bláa band ið til fjársöfnunar til styrktar starfsemi sinni á sviði frjálsra drykkjulækninga. Verður merki samtakanna, Bláa sval- an, selt í Reykjavík, Hafnar- firði, Siglufirði, Sauðárkróki og víðar. Hefur Bláa handið fengið leyfi stjórnarvalda til að efna til merkjasölu fyrsta sunnudag í apríl framvegis. Stjórn Bláa bandsins ræddi við fréttamenn í fyrradag og skýrði frá starfseminni í stór um dráttum. Árbók samtak- anna kemur út í dag og verður seld ásamt merkinu. Það var árið 1955, sem Bláa bandið keypti húseignina Flókagötu 29, og hafa síðan um 1000 manns komið þangað til dval- ar, 3—4 vikur í senn. Fljótlega kom í ljós, að tvær tegundir drykkjumanna var sérlega erfitt að eiga við. 1) Þá, sem voru alveg athvarfs lausir. Því var Flókagata 31 tekin á leigu árið 1957 og þar opnað dvalarheimili. Er það ætlað til 3—4 mánaða dvalar og allt upp í 1—2 ár. Vistmenn1 eru í vinnu úti í bæ, en greiða þarna fyrir mat og húsnæði. 2) Þá, sem þurfa lengri tíma til að læknast af ofdrykkju en hægt er að láta í té á hjúkrun arheimilinu, og jafnframt að vinna. Því keypti Bláa bandið ÁRSHÁTÍÐ Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur hefst með er í kvöld borðhaldi í Iðnó í kvöld kl. 7.30. Eggert G. Þorsteinsson lalþingismaður setur skemmtun- ina; Kristinn Hallsson óperusöngvari syngur einsöng; Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráðherra flytur ræðu; leikararnir Bessi Bjarnason og Gunnar Eyjólfsson koma með skemmti þátt, og !að lokum verður dansað fram eftir nóttu. Það, sem eftir er af miðum, verður selt á flokksskrifstof- unni fyrir hádegi í dag, en eftir kl. 1 í Iðnó, þar sem ósóttar pantanir verða einnig seldar. Borð tekin frá í Iðnó eftir klukkan 1. PS. Sigga Vigga (Margrét Guðmundsdóttir leikkona) kemur í iheimsókn og spjallar við gesti. Alþýðublaðið — 2. apríl 1960 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.