Alþýðublaðið - 11.02.1921, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 11.02.1921, Blaðsíða 1
1921 Föstudaginn n. febrúar. 34. tölubl. £y|jaeinkasalan. Frumvarp stjórnarinnar. Eins og minst hefir verið á hér í blaðinu, leggur landsstjórnin fyrir þingið frumvarp um einka- sölu á lyfjum. Aðaléfni þessa frumvarps, sem er í 13. greinum, er þetta: Frá 1. jan. 1922 taki landsstjórnin að sér allan innflutning frá útlöndura á lyfjum, umbúðmn og kjúkrunar- gögnum, sem talin eru á lyfja- skránni, en einstökum mönnum er banaaður innflutaingur á þess- um vörum og sektir við (alt að 10 þús. kr.) ef út af er brugðið, og jafnframt verða vörurnar gerð- ar upptækar. En með málið skal farið, sem alment lögreglumál; Lyfin sem landsstjórnin flytur. inn selur h«u eingöngu i keild- s'ölu, þ. e. eingöngu til Iyfjabúða og lækna, sem hafa rétt til lyfja- sölu. Fyrir þessari landsverzlun með iyf, á að standa maður, sem hefir lyfsalapróf, og á hann jafnframt að hafa á hendi eftiríit með iyfja- búðunum. Verksvið hans á að ákveða nánar í erindisbréfi, sem stjórnarráðið gefur út. Tveir menn eiga að hafa á hendi endurskoðun allra reikninga verzlunarinnar og setur stjórnarráðið einnig þeim erindisbréf. Verzlunin á að hafa nægan forða af lyfjum fyrirliggjandi f Eeykja- vík, en hún getur líka Iátið senda vörurnar viðskiftamönnum út um land, beina leið frá útlöndum. Það fé, sem þarf til þessa verzl- unarreksturs, íeggur landssjóður fram, og er stjórninni heimilt að taka það að láni. Landsstjórnin ákveður útsöluverð á vörunum, og skal leggja á þær hæfilegt hundraðsálag, þó aldrei yfir 50 aura á hverja krónu, miðað við verð vörunnar kominnar í hús hér, en án tolis, ef tollur er á henni. Tolla- og imifiutningsgjöld á verzl- unin að greiða, en leggja það aftur á þær vörur, sem tollar eða innflutningsgjald er á. Ágóðinn af lyfjaverzluninni á að renna í landssjóð, Hog telst með tekjum hans* segir f frumvarpinu. Aftan við frumvarpið er þess getið, að iandlæknir hafi samið það, og að það sé komið írá hon- um, svo og athugasemdiraar, er frumvarpinu fylgja. En í athugasemdunum segir landlæknir meðaí annars þetta: „Lyfjaverzlunin er ótvírætt eitt mikilvægasta atriðið í heilbrigðis- málefnum þjóðarinnar. Liggur það f augum uppi, að hér ríður um fram alt á þvf, að tryggja sér það sem alíra bezt, að öll Jyí, um- búðir og bjúkrunargögn, sem flutt eru inn í iandið séu óskemdar vömr og ósviknar, að jafnan séu tií nægar birgðir af þeim vörum hjá iyfsölum og Iæknum, og þær seldar almenningi við hæfilegu verði, svo enginn óhæfilegur ágóði af þeirri verzlun renni í vasa ein- stakra manna“. „Nú er því svo háttað, að síðan styrjöldin hófst hefir veitt mjög örðugt að afia ýmsra þeirra nauðsynja, sem hér tilheyra, og eg hef smám saman orðið þess var, að vörugæðin eru heldur ekki éins ábyggileg og áður gerðist“. Landlæknir segist þó ekki geta verið því samþykkur, að Iandið eignist lyfjabúðirnar til þess að bæta úr þessu, aðallega af þvf að til þess þyrfti Iandið á stórfé að halda til reksturs og af þvf hann áíítur að vafasamt sé hvort minni lyfjabúðir beri sig nema verzlað sé jafnframt í þeim með krydd- vörur, tóbak o. fí. En að verzla með þessar vörutegundir telur hann auðsjáanlega mikinn gaidur, því hann segist teija það mesta hættuspil fyrir rfkið að fara að vasast f þesskonar atvinnurekstri. Þar sem hinsvegar sé afar erfitt að tryggja sér það, að þær vörur setn lyfsaíarnir flytja inn, séu jafn- Karlmenn. Allir karlmenn, sem eru í Sjúkrasamlagi Reykja- víkur, eru beðnir að mæta í Nýja Bíó laugardaginnl2. þ. m. kl. 7 e. h. stundvísl. Pétur Hansson. an ósviknar og óskemdar og f aila staði svo vandaðar sem vera ber, og jafnfraœt erfitt fyrir hesl- brigðisstjórn að ákveða útsöíuverð á lyfjum, svo þau vcrði hvorki óþarfiega dýr sé hag lýfssianna sé þröngvað, þá kemst hann að þeirri niðutstöðu, „að það horfi þjóðinni í aila st?.ði ótvírætt til heilla, að rfkið taki í sínar hend- ur alían innflutning og alia stór- söiu á íyfjum, umbúðum og hjúkr- unargögnum “ Landlæknir gerir ráð fyrir að lyfjaverzlunin mundi nema 3/4 til 1 miljón króna, og að hún geti óefað orðið til hagnaðar fytir iands- sjóð, án þess að hcekka þyrfti út- söluverð á lyjjum. Segir hann að þegar allar þessar nauðsynjar þjóð- arinnar séu keyptar í einu lagi, muni oft vera hægt að komast að betri kaupum en nú er unt fyrir hvern einstakan lyfsala. í sarabandi við verzlunina megi og hafa stóra og vandaða efnavinnustofu, eg mætti þar búa til margar þær samsetningar, sem nú eru keyptar tilbúnar frá útlöndum, og hafa hagnað af. 1 hlaðinu á morgun verður frum- varp þetta athugað frá sjónarmiðt jafnaðarmanna. Míhcftnftmdur á morgun. Inn- setning embættismanna.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.