Alþýðublaðið - 14.02.1921, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 14.02.1921, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBL AÐIÐ Frá Landssímanum 12. febr. 1921. Frá 14. þ. m. má senda símskeyti gega lægra gjaldi en bú, til Bandarlkjanna I Norður-Ameriku, Canada, Mexico, Suður-Ameríku, Vesturindía og Ástralasíu, þannig að skeytin séu send „via Marcoai' þ. e. a. s. afgreidd at loftskeytastöðvum Marconifélagsins í Englandi til stöðva í móttökulöndunum. Sendendur símskeyta ákveða hvort skeytin skuli send þannig eða á venjulegan hátt með sæsímum. Sím- skeytagjöld til Bandaríkjanna og Canada eru frá 30 til 40 aurum lægri fyrir hvert orð „via Mareoni“ en með sæsímum. Muniö eftir hljómleikunum á Fjailkonunni hvern dag frá kl. 5—6 og 9—11V2, og á sunnudögum frá 4—6 og 9—11 lji. Virðingarfyllst. — Dahlstedt. JfLSogÆ pandinru Amensk /andnemasaga. (Framh.) „Ekkert, nema fyrir mín orð," svaraði Braxley Hann teygði út hendina eftir Edith, en á sama augnabiiki gripu tveir brúnir, sterklegir handleggir heljartökum utan um líkama hans, og slengdu honum til jarðar. Hann fann, að kné íylgdi kviði, hendin greip um háis honum og þumlung frá aug- um hans blikaði á hníf, um leið og rödd hvíslaði að honum: „Eitt einasta orð, og þú ert dauðans matur!" Þessi snögga árás var ómót- stæðileg og bar svo bráðan að, að Braxley hugsaði ekki um að verja sig. Fjandmaður hans lagði hnífinn frá sér, tók upp langa leðuról og batt hann á höndum og fótum. Því næst var hann keflaður og ólin fest um háls honum, því næst tók sigurvegar- inn eríðaskrána úr vasa hans og stakk henni á sig. Loks bar hann fantinn út í horu, huldi hann með skinnum, svo hvergi sást í hann og lét hann eiga sig. Þetta skeði í svo snöggri svipan, að Braxley gat varla litið á mót- stöðumann sinn, en þegar hann sá hann, minkaði ekki ótti hans, er hann sá I málað andlit hans, hendur og háls, og hélt að þar væri kominn rauðskinni. En hann fékk engan tima til þess, að at- huga þetta nánar, því áður en varði, var hann kominn út í hornið. Meðan þessu fór fram, var ótti Edithar ekki minni, unz sigur- vegarinn hvísiaði hughreystandi að hennil „Óttastu ekki. Á fætur og af stað!“ Er hann sá, að hún gat ekki staðið, tók hann hana í fang sér og bar hana út úr tjaldinu. firólfur gcrir enn þá axarsköft. Nóttin var orðin enn þá svart- ari; bál rauðskinnanna á ráðstefnu- svæðinu var aiveg útdautt, og svo hátt kvein I vindinum, að ekki heyrðist íótatak Nathans; þvi eins og lesarinn mun hafa rent grun i, var það enginn annar en hann, sem bjargað hafði Edith. Hann var varla kominn ut júr tjaldinu með byrgði sfna, þegar hann heyrðí alt I einu ógurlegan há- vaða skamt frá svæðinu; það var engu líkara, en hópur af björnum hefði ráðist inn I hestaréttina og hestarnir þytu nú ærðir af ótta inn í þorpið. Hann kastaði sér niður í kjarrið, um leið og hann varð var við hávaðann, en þegar hann heyrði að hann færðist nær og nær, og hermennirnir á svæð- inu voru að vakna, stökk hann aftur á fætur, sveipaði kápu sinni um Edith og hugsaði sér aðnota náttmyrkrið til þess að flýja. Það var engum tíma að eyða. Svefn rauðskinnanna, sem er mjög Iaus, jafnvel þó ölæði bætist ofan á, stóðst ekki svona óvenjulega truflun. Undrunarópin margfölduð- ust og hljómuðu um alt þorpið og blandaðist inn í þau köllin: „Langhnífarl Langhnífar!“ Tilkynning frá verzluninni „Von“, til minna mörgu og góðu viðskiptavina, sel eg fyrst um sinn: Steinolíu, Sóiarljós, 77 pr. líter, ekta steinbítsrikling, rauðan og faliegan, hertan I hjöilum á vesturlandi, hinar velþektu góðu kartöflur, einnig ekta Saltkjöt, ailar fáaniegar kornvörur, þurann Saltfisk, Sauðatólg, hinir Ijúffengu niðursoðnu ávextir, gerpúiver, sí- trónolíu og VaniIIe. — Komið og gerið hin hagfeldu viðskipti yðar í matvöruverzluninni „Von“. Sími 448. Vinsamlegast| Gunnar Sigurðsson. Laukur og kartöflur fást í verzl. „Björg“. - F’seöi geta nokkrir raenn fengið um lengri eða [skemmri tíma, einnig/'' einstakar máltiðir á Baldursgötu 32. Sólarljósolía er nú aft- ur komin I verzl. „Björg“. Stúlka óskast til innanbús- starfa nú þegar. Uppl. á afgr. bl. Pvottasápur og sápu- duft mjög ódýrt í verzl. „Björg“. Dósamjólk fæst I verzl. „Björg“. Ltokkar, nýir til sölu. og gamlir teknir til viðgerðar. Ails- konar remnismíðar leystar af hendi á Bjargarstíg 6. Alþýdubladid er óðýrasta, íjölbreyttaata og bezta dagblað landsins. Kaup- ið það og lesið, þá getið þið aldrei án þess verið. Ritstjóri og ábyrgðarmaður : ólafur Friðriksson. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.