Alþýðublaðið - 15.02.1921, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 15.02.1921, Blaðsíða 2
2 ALÞYÐUBLAÐIÐ Aígreiðsla blaðsias er f Alþýðuhúsinu við tngólfsstræti og Hverfisgötu. Sími 988. Aaglýsingum sé skilað þangað eða í Gutenberg f síðasta iagi kl 10 árdegis, þann dag, sem þær eiga að koma < biaðið, Askriftargjaid ein r • á mánuði. Auglýsingaverð kr. 1,50 cm. eindálkuð. Utsölumenn beðnir að gera skil til afgreiðslunnar, að minsta kosti ársfjórðungslega. ..... ■ ji'jjaHHJBil'Uli.l.'gLiH!;"!! því er ýmsir fullyrða, hringdi énginn kallarinn, enda leit svo út fyrir, því kl. 9lÞ hringir maður i síma, heiman að frá sér á bruna- stöðina, og var það íyrsta tll- kynningin sem stöðin fékk. Skkert ratn. Tækin í ólagi. Þegar slökkviliðið kom á vett- vang var húsið aleida að kalla og var fólkið þá flest komið út úr eldinum. Nú var farið að opna vatns- hanann og festa slöngurnar á, en eins og í haust, þegar húsbruninn varð þá, var vatnið ekkert, eða sama sem, — örlítil og afllaus spræna, sem náði skamt upp fyrir höfuð þeirra, sem á slöngunum héldu. Og það sem þó var verra, og er ófyrirgefanlegt, af hverju sem það stafar, stóra bifdælan fór aldrei af stað — hún var í ólagi, biluð. í sambandi við vatnsleysið, skal þess getið, að illa gekk, eins og oftar, að haía upp á þeim eina manni, sem hefir umsjón með vatnsveitu bæjarins. Þetta kemur fyrir við hvern einasta bruna og ætfð er bent á, hve fjarri öllu lagi það sé, að brunaliðið viti ekki hvernig loka beri fyrir vatns- æðarnar, svo vatnið streymi að vísum stað, og að það hafi áhöld til að vinna þetta verk. Þetta kemst sennilega ekki í lag fyr en skift hefir verið um slökkviliðs- stjóra, sem sýnilega er ekki því vaxinn að vera stjórnandi fjöl- menns flokks manna. Slökkviliðið sjálft, er skipað dugandi mönnum, og gengur vel fram; en „höfuð- laus her" blessast aldrei, hversu röskir sem liðsmennirnir eru. Næstu hús skemdust lítið, — vegna þess þau stóðu langt frá og voru úr steini eða járnvarin —, nema húsið nr. 7 við 3pítalastíg. í því kviknaði og lá við sjálft, að það btynni, en á síðustu stundu kom minni bifdælan og með henni tókst að slökkva eldinn. Þvf hvort tveggja hjálpaðist að, að vindur all snarpur beygði eldinn til norð* urs — húsið var vestan við nr, 9 — og nr. 9 fétl mjög bráðlega. Nr. 7 skemdist all mikið, bæði af eldinum beinlínis og af vatni. Eins og vant er við bruna, skemdist meira og minna af mun um þeim, sem bornir voru ut úr húsunum í kring, og er slfkt vafa- Iaust mikið því að kenna, að of fáir menn eru til taks til þess, að veita björguninni forstöðu. Úr húsinu sera brann bjargaðist ekkert, en eitthvað var Iítið skemt að sögn af verkfærum, sem voru í gullsmíðavinnustofu þeirra bræðra Baldvins og Björnstjerne Björns- sona í kjallaranum. flm daginn og Teginn. Pilskipin eru nú sem óðast að búast til vertíðarinnar. Frá Duusverzlun munu eiga að ganga 4 skip: Björgvin, Keflavík, Sea- gull og Miily. Frá Th. Th., Sig- ríður, og Ester frá P. J. Thor- steinsson. Margir aðkomandi sjó- menn eru staddir í bænum, sem taka ætla þátt í vertiðarsjó- menskunni. Emhættisprófl í guðfræði hafa þeir Iokið: Hálfdán Helga- son með 1. einkunn, Eyjólfur Melan með 11. einkunn og Sigur- jón Árnason með 1. einkunn. JPingsetning var í dág kl. 1, og sté síra Árni Björnsson í stólinn. Húsfyllir var á fyrirlestri Þór- bergs Þórðarsonar í fyrradag, sem var vel fluttur. Gerðu áheyrendur góðan róm að máli hans. Fyrirlestur um radínmlækn- ingar flytur Gunni. Claessen læknir í kvöld í Iðnó kl. 9. Skipaferðir. Lagarfoss kom f gær frá Ameríku hlaðinn olíu til H. í S. Gullfoss kom einnig.í gær frá útlöndum og fer til ísafjarðar á morgun. Um 30 farþegar komu á skipinu, þar á meðal Jón Árnason prentari og Ingimar Jónsson hlaup- ari. Öskupokarnir. Einhver karlægur piparsveinc(f), sem kallar sig „ Alþýðumann** verður öskuvondur vegna þess, að einhver heflr orðið til þess að senda honum útsaumaðann ösku- poka á öskudaginn. Það virðist þó ekki vera öskurykið, sem gerir hann ærðann, heldur hitt, að hann hefir orðið að svara út 16 aur* um(l) í póstsjóð fyrir pokann. Þessi góði maður lætur mjög af því, hve afaróheilbrigt það væri, ef haldið væri áfram þeim sið, að stúlkur sendi mönnum laglega saumaða öskupoka í pósti. Hann gerir mikið út þvf hve mikið fé fari í þessa „nýju iðn", sem hann kallar svo, en hvað viðvíkur t. d. áteiknun, gerir hann hana ekki meira en 3—4 dýrari en hún er(I) og pokana helmingi dýraril! Og svo tíminn, sem í þetta ferl Jú, hann er ekki lítillll Það er að segja, ef þessi velæruverðugi herra ætti að vinna verkið. En því er hann að eyða sínum dýrmæta tfma í það, að skrifa jafn vel hugsaða 11 grein um ösku- pokana okkar. Honum hefði víst verið betra, að hugsa hana einu ári lengur, svo eitthvert skyn- samlegt vit hefði verið í henni. Ánnars situr það illa á karl- mönnunum, að vera að setja ofan í við okkur kvenfólkið, þó við einu sinni á ári eyðum nokkrum aurum okkar til skemtunar, þegar þeir eyða stórfé á ári í tóbak, og að eg nú ekki tali um þvott- inn á öllum tóbaksklútunum þeirra og fleiru slíku. Stúlka.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.