Alþýðublaðið - 17.02.1921, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 17.02.1921, Blaðsíða 2
2 ALÞYÐUBLAÐIÐ Aígreidsla blaðsias er í Alþýðuteúsinu við íagólfsstræti og Hverfisgöto. Sími 988. AagSýsiagum sé sidlað þangað eða f Gutenberg í síðasta lagi kl 10 árdegis, þann dag, sem þær eiga að koma í biaðið. Áskriftargjald e i » k r. á mánuði. Auglýsingaverð kr. 1,50 cm. eindálkuð. Utsöiumenn beðnir að gera skil tii afgreiðsiunnar, að minsta kosti ársQórðungslega. Ensk úrvalsrit. Gengið á enskri mynt hefir nú um fullkomlega eins árs skeið ver- ið svo afskaplega hátt, að flestir hafa hliðrað sér hjá því að kaupa bækur frá Englandi, aðrar en hin- ar ailra nauðsyulegustu, orðabæk ur, námsbækur, sérfræðisrit og slíkt. Afleiðingarnar hafa því orð ið þær, að menn sem lesa útlend mál hafa aðallega keypt danskar bækur til lesturs, því á þeim heflr aidrei verið neinri hörgull. Að vísu eru danskar bækur ekki ódýr- ari en enskar, þrátt fyrir verðhækk- un þá sem á hinar síðari iegst vegna gengismunar; en menn voru því vanir að fá enskar bækur svo ódýrar, að þeim hrýs hugur við þegar þær kornast í sama verð og danskar, sem áður voru altaf dýrári. Þetta er af ýmsum ástæð- um mjög óheppilegt. Fyrsta ástæð- an er sú, að ailur sá fjöidi af ungu fólki sem nú stundar ensku- nám, hefir af þessum sökum ekki átt kost á að fá þá iðkun við lestur, sem öllum er nauðsynleg er tungumál læra. Maður kemst skamt í erlendu máli með því að halda sig statt og stöðugt við les- bækurnar, og þeirra svið flestra er svo þröngt, að Iítið víkkar það sjóndeiidarhringinn. Sá sem vill verða vel að sér í einhverju máli, verður að lesa mikið á því og margskonar efnis. Þetta skilst öll- um, sem mál hafá lært. Örrnur á- stæða, og engu ógildari, er sú, að við höfum nú um margar aldir sótt svo að segja alla okkar er- lendu menningu til Dma, og af þeitn orsökum heflr okkar litla menning fengið á sig helzti ein hliða mót og hugsunarhættinum verið stakkurinn svo þröngskorinn, að í honum hefír varla komist fytir nema Danmörk og ísiand Það er harla óheppilegt fytir þjóð, sem sjálf á iitlar og fáskrúðugar bókmentir, að svo að segja öll erlendu bókmentaáhrifin komi frá aðeins einni þjóð, og það frá þjóð sem er langt frá því að skara nokkuð fram úr í bókmentaheim inum. Nú hefir um stundarsakir verið bætt nokkuð úr skorti þeim, sem verið hefir á góðum og ódýrum bókum enskum, sem fólk gæti haft til skemtilesturs í tómstund um sfnum, því Ársæll Árnason bóksali hefir nýlega fengið frá Þýzkalandi yfir 800 bindi af hinu nafnkunna safni enskra og amer- ískra rithöfunda, sem kent er við barón Tauchnitz, Þessar bækur — sem aitaf voru ódýrar — mun hann selja við svipuðu verði og á þeim var fyrir ófriðinn, og því góðum mun ódýrari en enskar bækur yfirleitt eru seldar hér nú, enda þótt það sé furða hve ódýr- ar sumar bækur frá Eaglandi eru hér ennþá, t. d. hinar ágætu fræði bækur Home University Library, sem ávalt hafa fengist í Bókaverzl un Sigfúsar Eymundssonar. Ríthöfundasafn Tauchnitz er svo vel þekt að óþarft er að ræða um bækurnar í því. Þær eru eðlilega harla mismunandi að gæðum, en upp í það eru þó ekki tekin önn- ur rit en þau sem viðurkend eru standard works, og mörg af þeim eru sígild. Vegna þess að Ársæli mun hafa gert þessi kaup að nokkru fyrir mfnar tiliögur, hefi eg þó ekki viljað láta hjá líða að láta almenning með þessum línum vita um bækurnar. Sn, J, jldatthias. Hlýi og snjaili hreimurinn — hans — fékk allra iotning; harmar faliinn svaninn sinn sóiarfjalla drotning. Jón S, Bergmann. Þetta og hitt. Laglegnr karl. Nýiega hafa komist upp svik í Þýzkálandi um mann að nafni Oerthel. Hann kallaði sig barón von Egioffstein og hafði búið sér til falska pappíra upp á þ&ð nafn. Eftir byltinguna komst hann inn í hermannaráðið í Dresden, og varð yfirmaður fangaherbúðanna í „Kolzminden", en f þeim voru aðallega franskir og belgiskir herforingjar. Líkaði þeim ágætlega við yfirmann herbúðanna, og þeg- ar þeim var siept fór hann með þeim á fund Foch marskállcs, sem tók honum ágætlega. Fékk hann hjá Foch meðmælabréi til franska hershöfðingjans Dupont í Berlfn, sem hatði yfirumsjónina með frönskum föngum í Þýzkalandi. Varð hann nú kjörinn meðlimur nefndar þeirrar er stjórnaði mái- um Bandamanna í Miðevrópu, og var loks gerður út sem fulltrúi þeirra til þess að semja við stjórn- arvöldin í Buda Pest: Það komst að iokum upp um hann er hann ætlaði að reyna að smygia kokaine inn í Þýzkalaad, því þá var farið að rannsaka fortíð hans. Varahlutir í grammófóna, fjaðrir o. fl. fæst f Hljóðfærahúsi Rvíkur Laugaveg x8. grent og ntalað kaffi Export (kaffikvörnin) — Laukur — Kartöfiur — Skorið neftóbak og margt fleira nýkomið í verzlun Kristinar ]. tgagbari Laugaveg 26. B’seöi geta nokkrir menn feng- ið yfir skemmri eða lengri tíma. Einnig einstakar máitíðir á Baldursgötu 32.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.