Alþýðublaðið - 18.02.1921, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 18.02.1921, Blaðsíða 2
2 ALÞ YÐUBL A.ÐIÐ .............. .............. "™“1 blaðsins er i Alþýðuhúsina við Ingólfsstræti og Hverfisgöta. 8ímí 988. Anglýsingum sé skilað þangað tða í Gutenberg í síðasta lagi kl. 10 árdegis, þann dag, sem þær eiga að koma í blaðið. Áskriftargjald e i n lc r. á mánuði. Auglýsingaverð kr. i,$o cm. eindáikuð. Utsölumenn beðnir að gera skil til afgreiðslunnar, að minsta kosti ársijórðungslega. Lækjargötu Skólabrú, Tillaga um að kalla þetta alt Kirkjutorg feld. P&U Erlingsson sagði i gær upp starfi sínu, sem sundkennari Og eftirlitsmaður lauganna. Ástæð- an heilsubilun. Páll er búinn að gegna starfi þessu um mjög langt skeið, með mikilli alúð, og metur bæjarstjórnin sennilega starf hans að verðleikum, með því að veita honum hæfileg eftirlaun. Húsnæðisleysið í Reyhjavík! Á bæjarstjórnarfundi í gær sagði einn bæjarfulltrúinn, sem dæmi þess hve húsaleigulögin væru ó- þörf, að þingmönnunum hefði gengið ágætlega að fá húsnæði hér í bænum. En hann gleymdi að geta þess með hvaða verði húsnæðið fæst, Kannske hefir hann ekki vitað það? En hér skal hann fræddur á því, að tvö herbergi voru til leigu á einum stað í bænum íyrir 200 kr. á raánuði og ýmsir þingmennirnir hafa lítil herbergi án Ijóss og hita fyrir 100 kr. á mánuði. Skyldi það vera eingöngu fyrir það, að svo ilt sé að losna við leigendurna, að bæði hann og ýmsir húsabraskarar í bænum vilja afnema húsaleigulögin, eða gera þau að minsta kosti einkis virðií Ónei, ætli það sé ekki heldur hitt, að þessir háu herrar vilja fá lagaheimild fyrir því, að þeir megi hækka ieiguna? Eeikniugsdæmi. Þegar ]i meter af ngardfnum“ kostar 10 kr. í „Magasin du Nord" í Kaupmanna- höfn, og kaupandi fær 100 —200°/o afslátt, hvað kostar þá 10 metrarr (Sbr. Kaupmannahafnarbréf Þorf. Kristjánssonar í „Lögröttu" 9. febrúar þ. á.). Bvdarloka. Stðrþrotabtí í Hew-York. Alstaðar um heiminn, einkum í stórbæjunum, fer hvert verzlunar- húsið og hver „gulllaxinn“ á fæt- ur öðrum á hausinn. Allskonar dýrtíðar- og stríðsbrask hefir ver- ið lifibrauð ýmsra samvizkulausra gróðabralismanna. Þeir hafa hrúg- að saman auðæfum á skömmum tíma, en auðurinn var iila fenginn og blessaðist því misjafnlega vel. Fégirndin var líka gengdarlaus og teygði þessa veslinga lengra og lengra út á braskbrautina og nú eru afleiðingarnar íarnar að sýna sig, ekki aðeins í Evrópu, heldur engu síður i Ameríku. Mikia eftirtekt hefir það vakið, að nýlega er félegið „The Genaral Motor Corporation" farið á höf- uðið. Meðal stjórnenda þess var peningapokinn Morgan, einn af auðugustu mönnum Ameríku. Framkvæmdarstjórinn hét Durant og gafst upp á því að stjórna félaginu, svo Morgan varð að taka við stjórninni, en það kostaði hann 77 milj. dollara. Hundruð féiaga hafa oltið í Ameríku, og fleiri koma á eftir. Astandið f New-York er lítið betra en í Dublin og Belfast á Irlandi. Borgarstjórinn hefir látið það boð út ganga, að þeir menn megi ganga vopnaðir, sem hafi meðferð- is vísar fjárhæðir. Sumir stórbæ- irnir amerísku fá heimsóknir ræn- ingjahópa, sem ræna og rupla um hábjartan dag. Og kaupsýslu- mönnum er ráðið til þess, að hafa leyniiögreglumenn við hend- ina, þegar þeir senda menn í bankana. Svona er nú ástandið í hinni „frjálsu" Ameríku og er þó þetta fátt eitt af því, sem þar gerist. Margt er þar fleira af sér gengið, en verzlunin og réttiætis- tiifinning manna. Og hvergi í víðri veröld er þó til meiri auður á höndum einstakra manna en þar. Auðvaldið hefir þar tögl og hagldir og ríkir þar með ailri sinni ofboðslegu og svívirðilegu óstjórn og ósanngirni. ^vað er mentun? Nú á tímum er eitt orð öllum öðrum orðum öflugra. Þetta orð, sem laðar svo börn 20. aldarinnar á íslandi sem annarsstaðar, er orðið mentun. Mentunin er það seguimagn, sem seiðir og töfrar hugi æskunnar. Og mentun eða menning er sá eiginieiki er allir menn vilja hafa til að bers. Og flestir munu líka haida að þeir hafi hann, svona nokkurnveginn. Sönn mentun er líka það sem sannarlega er vert að sækjast eftir; því hún hefir gildi fyrir framtiðina, og veitir hverjum er hefir bæði manngild: og ánægju. En í hverju er þá mentunin fólgin? Það er atriði, sem öllum mönnurn riður mest á að vita um, og skilja rétt, þar eð allir verða að kannast við mikilvægi hennar. Mentunin getur verið á ýmsu stigi og haft ýmsar hliðar. Sú hiið mentunarinnar sem mestu skiftir, er góður og göfugur hugsunarhátt- ur og honum samfara breytni. Það lýsir sér glögt hvernig sem annárs er ástatt fyrir rnanninum, að sé hugsunarháttur hans göfug- ur, þá er maðurinn látiaus, iítillát- ur, nærgætinn, hjálpsamur, huguil og híuttekningarsamur við alla, þó sér í lagi við barn og gamal- menni, og alla þá er á einhvern hátt eru lægra settir I mannfélag- inu. Sú hlið mentunarinnar, sem nefn- ist ytri háttprýði hefir líka mikla þýðingu, samfara innra eðii manns- ins. En því miður er þó til fólk, sem hefir lært að sýnast en ekki að vera. En slíkt er að gera sig að skrípamyndum menningar. Mentunin byggist mikið á þekk- ingu og kunnáttu, það er því al- veg ómissandi atriði. Alment virðist litið svo á, að orðin mentaður og skólagenginn þýði hið sama. En það er sá mesti misskilningur sem hugsast getur. Er það ekki heldur léttara, eða eitthvað annað, að sitja nokkur ár á skólabekk og taka nokkur próf,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.