Alþýðublaðið - 19.02.1921, Síða 1

Alþýðublaðið - 19.02.1921, Síða 1
Alþýðublaðið O-eíIö' sit af 1921 Laugardagiaa 19. febrúar. 41. tölubl. Pórbergur Pórðarson endurtebur eftir ó=k margra fyrirlestur sinn um Yoga-lífsspekina í Iðnaðarmannahúsinu kí. 5 á sunnudsgskvöldið. Húsið opnað kl. 41/*. :: :: :: :: ínngangseyrir 1 kr. :::::::: Alþingi. (I gær.) Efri deild. 7 stjórnarfrutnvörp voru þar til 1. umræðu í gær og öll tekin íyrir nieð afbrigðum. Forsætisráðherra mæltifram með „Sifjalögimum", sem ekki er orðin vanþörf á að breyta, og með af- námi laga um það, að fslenzk lög verði eftirieiðis aðeins gefin út á íslenzku. (Lög sem auðvitað eru alveg þýðingarlaus) Atvinnumálaráðherra roælti með lögunum um hlutafélög, breytingu á fátækralögunum og frumv. um verzlun með tilbúinn áburð og fóðurbæti. Neðri deild. Fjárhagsnefnd kosin: Hákon Kristófersson, Jakob Möller. Magn- ús J. Kristjánsson, Þórarinn Jóns- son, Jón A. Jónsson, Sveinn í Firði, Þorleifur Guðmundsson. Magnús Guðmundsson fjármála- ráðherra skýrði frá hag landsins í langri ræðu, og varði gerðir stjórnarinnar í peaingamálunum. Tekjur landsins höfðu verið áætl- aðar 5,429,000 kr. árlð 1920, en þær urðu 15,253,000. Gjöldin hækkuðu að sama skapi. Á lands- verzlun er gróðinn um lh miljón, auk varasjóðs hennar, sem er um 2 miliónir. En landssjóðsútgerðin hefir á þessu ári túmlega borið sig. J. Möller tók til máls á eftir ráðherranum og þóttist þurfa að svara ýmsu er ráðh. hefði beint sétstaklega að honum. Var ræða Möllers að þessu sinni stutt, enda ekki annað en það sem Vísir hans hefir flutt: Skammir um stjórnina, og hefði hann þó átt að geta hald- ið hér góða ræðu! J. Þorláksson benti meðal ann- ars á, að vegna innflutningshaft- anaa, hefði gjaldeyrisverzlunin far- ið framhjá bönkunum, en slíkt hefði skapað ótrú á viðskiftum við ísland. Kvað hann kaupmenn að- aliega vera mótfallna höftunum. Málinu frestað og vísað til fjár- hagsnefndar. Engar umræður um önnur mál á dagskrá, og fjárlagafrumv. ásamt vörutollsfrv. og breytingum á toll- lögunum vísað til fjárhagsnefndar. Þingfundir eru f báðum deildum í dag. €rlenð simskeyti. Khöfn, 17. febr. Vínbannið í Noregi. Sfmað er frá Kristjaníu, að frumvarp hafi komið fram um það, að framlengja bannið á inn- flutningi og tilbúningi víns ofan við i2°/o vínandastyrkleika. For- sætisráðherrann álítur að það verði samþykt. Herbúnaðnr Japana. Blaðið Chicago Tribune segir, að þing Japana hafi með 285 at- kvæðum gegn 38 neitað að draga úr herskipaútbúnaði ríkisins. Að gefnn tilefni skal almenn- ingi bent á það, að engum öðr- um en blaðamönnutn er heimill aðgangur að blaðamannaherberg- inu við Neðrideildar þingsalinn. Ætti raunar ekki að þurfa að benda mönnum á þetta, því þetta er skírt tekið fram á hurðinni. Morgun blaðiö og Eyfirðingar. Morgunblaðinu kemur sýnilega illa samþyktir þær, sem gerðar voru á Akureyri og í Eyjafirði á þingmáiafundum þar. Einkum er þvf mjög tfðræít um samþyktirn- ar á Akureyrt um Landsverziun- ina, og reynir að sýna fram á það, hvernig á þeim standi. I einu blaðinu getur það líka um samþýktina á Isafirði, sem hafði engu minni byr en sú á Akureyri. En Mogga iáist að útskýra það hvers vegna ísfirðingar Ifta sömu augutn á málið og Akureyringar. Þar er nefnilega enginn lands- verzlunarforstjóri þingmaður og kornungt kaupíélag, sem enn þá hefir vafalaust ekki mikil áhrif. Morgunblaðinu ferst yfirleitt heldur óhönduglega þarna, eins og endrar nær, það reynir að slá ryki f augu manna hér í höfuð- staðnurn, með því að segja, að fylgi við landsverzlunina sé ekki eins mikið út um land og raun ber vitni um. Að kurr sé f mönn- um í Eyjafirði og að fundirnir þar hafi verið lélegir. Sannieikurinn er sá, að Mgbl. getur ekkert fundið að fundunum og fundarsamþyktunum, en grípur þá til þess ráðs, að skamma Ey- firðinga fyrir samfeeldni og heil- brigða skynsemi. Margoft er búið að sýna fram á það, að landsverzlunin hefir blessast vel, og miklu betur en búast hefði mátt við á þeím tím- um, sem hún tekur ti! starfa á. Hver staðhæfingin eftir aðra, er

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.