Alþýðublaðið - 22.02.1921, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 22.02.1921, Blaðsíða 1
1921 Alþingi. (í gær ) EM ðeild. i. uraræða um stjórnarfrumvörp- in: um breyting á Iögum um stofnun vátryggingarfélags fyrir fiskiskip, um íriðun rjúpna, um breyting á lögum um sóknargjöld, um veiting ríkisborgarréttar. Málunum vísað til nefnda. Neðri deild. ii mál voru á dagskrá: At- vinwumálaráðherra mælti með frumv., er fer í bá átt, að gera Landsbankann að aðal peninga- stofnun landsius. Fjármálaráðherra naælti fram með frumv. um auka- tekjur ríkissjóðs, um útfiutnings- gjald af sfld o fi., um stirapilgjald, um hreppsskilaþing, um verðlag, nm bifreiðaskatt, um tekjuskatt, um eignaskatt, um breyting á þeim tfma hvenær msnntalsþing skulu háð. ÓHum þessum frumv. var vísað til 2. umræðu og fjárhags- nefndar, umræðulaust, nerna frv. um útflutningsgjöld af síld, sem Jón A. Jónsson kvaðst vera á móti og mundi síðar flytja frv., er færi í þá átt, að afnema öll útflutnings- gjöld af innlendum vörum. At- vihnumálaráðh. mælti með frumv. til íaga um umboð þjóðjarða, Vfsað til annarar umr. og alls- herjarnefndur. 8. mál á dagskrá tekið út af henni. Eins og lög mæla fyrir, hefir nú legið íramfni almenningi til sýnis kjörskrá til alþingiskosninga sem gildir fyrir límabllið frá i. júH 1921 — 30. júní 1922; og sem einnig Iögum samkvæmt er samin af borgarstjóra Reykjavíkur, eða undir hans efíirliti, Við fljóta athugun kemur það Ijóst í Ijós, Þriðjudaginn 22 febrúar. að þessi alþ kjörskiá er samskon ar snildarvetk(!) og aðrar kjörskrár er þar hafa vertð samdar hin sfð- ari ár. Eg kom þangað einu sinni að atbuga nöfn nokkurra kunsingja minna víðsvegar um bæinn. Kom þá strsx í ijós, að hér var hver vitleysan annari verri, skulu hér nefnd nokkur dæmi: Guðrounds son fyrir Guðjónsson, Einarsdóttir fyrir Eirfksdóttir o. s. frv. og sutn um hafði verið alveg slept, er þar eiga að vera. En svo koma götu- nöfnin: Brekkugata og Bakkastfg- ur standa þar öfugt við manna- nöfnin, og svo húsnúmerin, þar kastar tóifunum, t. d. 31 í stað 13, 24 f stað 42 o. s. frv. og nr. 1A skrifað með skýrum stöfum »19*. A öðrum stað stendur Brunnstfg fyrir Barónsst. Þar var líka komið húsnúmer við eina götu sem ennþá ekki er ti! í Reykjavík og mun varla verða á næstu árum. — Þegar eg sá slíkt, hætti eg við yfirlitið og fór. Mér verður nú á að spyrja: Hvcrnig stendur á slfku? Eins og allir vita eru nú fyrir höndum hinar ítarleg- ustu upplýsingar um hvert einasta mannsbarn sem í bænum var 1. des., samið af hæfustu og dygg- ustu mönnum þessa bæjar, og sem iesið var saman við hið vana- lega haustmanatal á skrifstofu !ög- regiustjóra, og sá samanburður leiðréttur af trúverðum manni, sem um bæinn var sendur. Hvern- ig stendur þá á ölium þessum vit- leysum, sem að Ifkindum eru ó- teljandi á kjörskránni, og sem ó- efað kostar jafn mikinn fjölda kjósenda réttindamissi — og fýiu- för á kjördegi, það muna margir kjósendur frá 5. febr. s. 1. Á einum bæjarstjórnarfundi í vet- ur sagði borgarstióri, að kjörskrár framvegis mundu verða betur samdar en áður hefði verið, því nú væri búið að semja spjaldskrá yfir alla kjósendur bæjarins. Jú, þetta mun rétt vera. Spjaidskrá var satnin. En — með leyfi að 43 tölubl. spyrja — var sú spjildskrá og manntalið (með leiðréttingum) nokkurntíma lesið saman (komfe- rerað)? Og var svo spjaldskráin og hin nýja kjörskrá Iesin saman? Hafi þetta ekki verið gert, er hér um ófyrirgefanlegaa trassaskap Og hirðuieysi að ræða. En aftur á raóti, hafi saman- burður átt sér stað, hlýtur það að vera gjálffis- og stjórnleysisstarf, sem heldur ekki er hægt að íyrir- gefa, hvorttveggja er jafa óaísak- anlegt, því „verkið lofat meistar- ann.“ Áður en eg iýk máli mfnu, vi! eg hér með leyfa mér að skora á hið háa alþingi, sem nú situr á rökstólum, að reyna til að forða okkur borgurum þessa bæjar frá réttarráni annara. Til þess var gerð vísvitandi tilraun 1918, en setn fyrir aðstoð góðra manna var afstýrt. Háttvirta alþingil Vér kjósendur vonum að þér veitið slfkum réttar- ránsmönnum verðskuldaða ámiun- ingu og semjið lög, sem ekki heimila slíkum „trúnaðarmönnum “ að vinna ábyrgðariaust framvegis. Óst. E!m dagimji vegii. Bíðin. Nýja bfó sýnir: „Haturs- höll“, ameríska lögreglumynd af- ar spennandi, 3. og 4. kafla. Gamla bíó sýnir: „Ágirnd", aðal- leikari er Mae Marsh. Gnðniundnr Friðjónsson skáld frá Sandi heldur fyrirlestur í kvöld í Iðnó. Guðmundur er maður vel raáli farinn og orðheppinn, og eigi ósennilegt að honum hrjóti margt smellið af vörum. Gnllfoss kom f gær að vestan. Meðai farþega var Helgi Sveins- son bankastjóri, sem mun dveija hér nokkurn tíma. Skipið fer i fyrramálið kl. ri til útianda.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.