Norðlingur - 31.03.1876, Blaðsíða 4

Norðlingur - 31.03.1876, Blaðsíða 4
185 18G "IIVAÐ IIÖFÐITVGJARMR IIAFAST Aí), IlIiN'IR ÆTLA SÉR LEYFIST I>Aл. Á næstl. sumri , þegar alþingismaðurinn minn kom af þingi heim til sín, fór eg strax að finna hann til þess að spyrja fréttaaf þinginu, þ\í mig langaði mjög til að heyra , hvernig málalyktir hefðu orðið á þeim málum, sem þar komu til umræðu, því það eina sem hlöðin þá höfðu frætt okkur á — að undanteknum Norðl- ingi, sem ritað hafði velj.og ýtarlega um einhver helztu þingmálin; kláða- og launamálið —, var fyrir það mesta, hverjir hefðu ver- ið kosnir í nefndir o. s. frv. þingmaðurinn saddi forvitni mína að miklu leyti, hann sagði niér t a. m. ýmislegt sem fyrir hafði komið á þinginu í ræðum mælskumannanna, en tvent var það, sem mér lá við að trúa ekki, og var það fyrst; að 1. þing- maður Iíjósar- og Gullbringusýsiu hefði í einni sinrti snjöllu ræðu sagt að «síðastl. ár hefði viðgengizt ekki lítil óregla (drykkjuskap- ur) meðal stúdenta við mentastofnanirnar í Reykjavík, og það ann- að; að landshöfðinginn, þegar hann reis öndverður á móti fjárkláða- frumvarpinu, hefði sagt hérumbil á þá leið «að svo mikil brögð væru að undandrætti Sunnlendinga, að sauðíé á milli Hvítánna mundi reynast, tvöfalt ef ekki þrcfult að lölu við það, sem það væri talið í tíundartöflunum1. ílefði eg ekki verið búinn að reyna þingmanninn að sannsögli, hefði eg sagt að hann mundi kríta liðugt eða misminna þetta hvortveggja, en nú sé eg af bréfi landshöfðingjans til stiptsyfir- valdanua 25. september síðastl. að orð dr. Gr. Thomsens eru rétt hermd; slík ummæli hefir þessi þingmaður haft og landshöfðing- inn þessvegna fundið ástæðu til að leiða athygli stiptsyfirvaldanna sérstaklega að þessu efni, vegna þess að «nefnd ummæli hafi varla getað komið svo fram á alþingi, að ekki hafi verið einhver átyila fyrir þeim». þetta finst mér alveg rétt gjört af landshöfðingja, að taka tillit til þess þegar einhver þingmaður opinberlega kemur með slík um- mæli, því hryggíiegl væri ef alþýðan, sem að nokkru leyti kostar nám prestaefna og læknaefna, yrði einungis aðnjótandi þess lær- dóms, sem þeir hefðu sótt á flöskubotninn. En sé það nú rélt af iandshöfðingja að leggja orð þingmanna til grundvallar fyrir embættisráðstöfunum sínum, þá hlýtur það að vera rangt að taka ekki eins mikið tillit tii þess, sem hann sjálfur talar á þinginu; eg þykist viss um að landsh. hafi ekki kom- ið fram með nefnd ummæli, nema hann liafi vitað einhverja átyllu fyrir að stórkostlegur undandráttur á fjárframtali á nefndu svæði hafi átt og eigi sér stað. Eg hef á öilum hreppaskilum heyrt hreppstjórann minn brýna fyrir bændum að telja rétt fram, að tíunðarsvik væri glæpur sem varðaði sektum og yfirhilming í þeim efnum væri engu betri, þessu hef eg fyrir mitt leyti trúað eins og nýu neti, en nú fór eg að veikjast í trúnni þegar æðsti embættismaður iandsins hefir grun um hin stórkostiegustu tíundarsvik ; lýsir þessum grun sínum opinber- lega fyrir fulltrúum þjóðarinnar, og gjörir ekkert svo menn viti til að koma í veg fyrir þau; lætur til sín taka ummæli eins þíng- 1) Oss furfear atiírl. á því, a?> þeir sem hér eiga lilut aí) máli liafa ekki reki?) af sér meihyrbln. En hvab skólann suertir, þá skulnm vér geta þess, ab einn af hinum merkustn kennurum hans heflr nýl. látib mjög vel af hegtmn pilta vib oss. Eitst. manns, en virðir sín eigin orð að veltugi. Ilefði landsh. látið birt- ast í stjórnartíðindunum bréf til amtmannsins yflr Suður- og Vest- uramtinu þess efnis, að sökum þess, að þegar fjárkláðmálið varrætt í neðri deild alþingis, hefði verið tekið fram af landshöfðingja, að sauðfé á milli Hvítánna mundi reynast tvöfalt ef ekki þrefalt við það sem talið væri í tíundartöfiunum, þá findi liann ástæðu til o. s. frv., þá hefði landsh. gjört skyldu sína sem æðsti embættis- maður landsins og jafnframt metið sín orð jafnt og hverra ann- ara þingmanna, einnig gefið amlinanninum yfir Suður- og Vestur- amtinu tækifæri til með rbggsamleéri cmbættisfærzlu að auka nokkr- um lárviðarlaufum við þann hlómsveig (krans) sem hann þegar hefir áunnið sér i íjárkláðamálinu sem embættismaður. Eg fyrir mitt leiti fæ ekki skilið í hvaða tilgangi landsh. hefir haft þessi urnmæli; var það til að láta þingmönnum vaxa í augum skaðabæturnar fyrir féð, sem sumir vildu láta skera niður milli Hvít- ánna, eða liafði liann virkilega grun um svona stórkostleg tíundar- svik? þessu getur enginn svarað nema hann sjálfur. Ekki hefir yfirmaður lians ráðgjafinn lagt hontim þessi orð í munn, eins og sagt er að gjört liafi verið, þegar konungsfulltrúi lofaði alþingi 1807 samþykkisatkvæði i stjórnarbótarmálinu, en hlaut að taka þetta loforð sitt aptur 18G9, því ekki hefir herra lands- höfðinginn tekið þessi orð sín opinberlega aptur; nei hittmun það vera að þegar landsh. talaði þetta hefir hann gjört það í skjóli ábyrgðarleysisins, enn þrátt fyrir það þó hann hafi enga ábyrgð fyrir þjóðinni á orðum sinum og gjörðum sem embættismaður, þá getur liann ekki sem slíkur vonast eptir að sleppa undan lofi hennar eða lasti. þessi ummæli landah. munu máske mörgum finnast ekki mjög þýðingarmikil, en eg er hræddur um að komi þessi orð landsh. í þingtíðindunum, eins og þingmaðurinn sagði mér þau hefðu verið og eg hef sagt hér að framan, að þau þó æfinlega verði til þess, að hreppstjórarnir, sem eiga að sjá um að rétt sé talið fram til tíund- ar verði ekki eins eptirgangsamir í þeim efnum hér eptir sem hing- að til, þeim mun detta sarna í hug og mér þegar eg heyrði þetta: «hvað höfðingjarnir hafast að», o. s. frv., enn kannske landsh. hafi aldrei taiað það sem hér um ræðir, og þá skal eg fara að dæmi ýmsra hárra herra að taka alltsaman aptur. R. Q. Auglýsingar. Vib 3 uppbot), er lialdin veréa fimtudagana þann 6. og 20. apríl og 4. maím. næstkomandi kl 12. á íiádegi veriur bobib upp og selt hús þaé meb tilheyrandi grunni hér í bænurn er sfb> ast átt hefir Madarna sál. Maria Grum. Hin tvö fyrstu uppbobin verba haldin hér á skrifstofunni en hib þribja f húsinu er seljast á. Skrifstofu bæarfúgeta á Akureyri 18, marz 1876. S. Thorarensen. — Til kaups fæst hjá undirskrifnbum í hákallaskipinu „Hring- ur“ ; skipib er 5 ára gamalt, bygt af furuvibj, tæpt 10 lesta rúm ab etærb, og ab öllu leyti vel lagab til veitiskapar og eitt hib ram- gjörfasta. Akuieyri 17. inarz 1876. Edílon Grímsson. Eigandi og ábyrgðarmaður: Nkuitti .fitísc?pss«m, cand. phil. Akureyrt 1»76. Preniari: B, M. S t rph á /< ,v s o n. |>etta er mjög grunsamlegt. Takið hann fastan, þennan ó- 6vífna þræl! skipaði bæjargreifinn, og lögreglumennirnir þrifuþeg- ar fyrir brjóst vagnstjóranum. Jeg skal ekki strjúka frá ykkur, sagði manngarmurinn og brá sjer eigi við; og jeg skal sitja svo fastur, sem þið einu sinni vilj- ið, ef þið látið mig bara fá eitthvað að jeta og eitt eða tvö staup rneð. Jeg bíð hjer svo lengi sem ykkur þóknast, en fyrir ferð mína og tímatöf vil jeg hafa borgun. — það spurði mig enginn maður að því, hvort nokkuð væri í vagninum , og það varðaði ekki heldur neinn um það. Jeg sagði að það ætti að Ijúka vagn- inum upp að innanverðu og það skal jeg stauda við. }>að mátti Ijúka honum upp bæði að utan og innan. Ujerna eru lrandarhöld- in hjá mjer. Jeg skrúfa þau gjarnan frá og læt þau í vasa minn, þar sem jeg ek einn á náttarþeli með þvílíkan stamp og vil lialla mjer út af; ella kynni jeg að fá meðferðis annaðhvort meira eða minna hlass, enn jeg hirði um. IVeyndar sagði jeg líka að það Væru vasabissur í vagninum, og jeg veit það er satt; jeg hef ckið honum áður; en þessar bissur eru aldrei hlaðnar. Sleppið þið lionum piltar! Ijúkið þið upp fyrir honum hliðinu, kjaplaskúmnum þeim arna! — kallaði nú bæjargreifinn í bræði sinni; og ef hann vill hafa annað í kaup enn barinn bakhlut fyrir hrekk- ina úr sjer, þá getur hann átt urn það við mig. það skal fara einhvern veginn, mælti vagnstjórinn og hló við. Ef einhvcr verður mjer of nærgöngull, þá hef jeg allstinna hncfa fyr- ir mig að bera, og húsbóndi minn sendir, vona jeg, bæjargreif- anum reikninginn — Síðaa tók hann að blistra og ætlaði sjer nú að beita hestana fyrir vagninn aptur, en í því bili heyrðist hljóð framan frá hinu dimina hiiði, og lögreglumennirnir lilupu þangað. Iljer cr einhver fantur, flugumaður eða umrenningur, æplu þeir, húskarlinn og lögreglumennirnir, livor framan í annan og toguðu með sjer mann mikinn vcxti. þekkti bæjargreifinn þegar, að það var Iíristinn IMokk; þótti honum þetta að vísu undar- legt, en varð þó feginn að geta nú svalað á honum hefnd sinni og er hann sá töskuna á baki lians, þá var sem þungum steini, væri Ijett af hjarta honum. Jæja, góðurinn minn! gátum við þá loksins fest hendur á þjer, mælti hann og var hinn hróðugasti. Guði sje lof! sagði hann um leið og stundi þungan af klökku lijarta, en þótt hann að vísu væri eigi heint að liugsa til Guðs þetta augnablikið. Leysið þið þegar af honum töskuna, piltar, og fáið mjer hana! Svo skal hann fara tafarlaust í herbergið þriðja; heyrið þið það? Ef hann sleppur hjá ykkur á leiðinni, þá skuluð þið hitta ykkur sjálfa fyrir. (Framhald).

x

Norðlingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðlingur
https://timarit.is/publication/106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.