Norðlingur - 23.08.1876, Qupperneq 4

Norðlingur - 23.08.1876, Qupperneq 4
31 32 næma tilfinningu tn’i og þekkingu á hinum algóða, og hans sístarfandi eilífa krapti. 2, íilgang og þýðingu tvöldmáltíðarsakramentisins. 3, um fæðingu, líferni, eptírdæmi, kenningar, kraptaverk, pínai, dauða, upp- risu og himnaför Frelsarans. Jafnframt þessu verður mað- ur að kenna barninu að hugsa rðtt, og fylgir því mikill vandi; það verður í hvert sinn sem maður kennir, livað litla grein sem er, að örfa huga barnsins, með auðveldum og rétt frambornum spurs- málum, og gjöra það aptur og aptur með nýjum og nyjum orðum geðfeldum og liprum, og taka greinina fyrir frá ýmsum hliðum ept- ir því sem bún frekast hljóðar um; sé þetta gjört opt en lítið í hvert sinn á öllum þeim tímum, sem barnið er meðtækilegast fyr- ir kensluna, sem ekki ríður minst á að athuga, þá er ólíklegt að hvert það barn, sem hefir óskert vit, hvað tornæmt sem er, geti ekki um fermingaraldur sinn, þekt, skilið og gjört grein fyrir trú sinni, sé þessu nákvæmlega og vel fylgt, af þeim sem kenna. Eg tek það hér fram, að þessi fáu orð mín ná ekki til hinna mentuðu og upplýstu, sem sjálfir hafa lykil vizkunnar, heldur er það bending til þeirra dæma sem eg hefi bæði reynt og séð, að til eru hjá okkur bændunum; já bæði reynt og séð, að þau börn, sem tornæm eru og ekki taka sig að nokkru leyti sjálf fram með uppfræðingu sína í kristindómi sínuum, þau eru of mörg látin al- ast upp tilsagnarlaus ár eptir ár, þangað til komið er í þann mesta ótíma; þetta á sér stað, bæði hjá einstöku foreldrum við sín eigin börn og líka einstöku húsbændum við þau vandalausu, á þessu þarf stórkostleg Iagfæring því það getur hver séð sem hugsar rétt um þetta, þegar barnið er komið á 13. og 14. aldurs ár, veit ekkert, skilur ekkert og hefir enga þekkingu á nokkurri andlegri hugsun, hvað það muni létt að kenna því þó ekki sé nema það minsta sem hugsast getur, til að koma á það einhverri fermingarmynd, um það geta þeir bezt borið sem það hafa reynt, hvað það krenkir hugann, og liggur eins og bjarg á andanum. Eg vil að endingu leyfa mér að benda á eitt þessu máli til staðfestu. Prestar hafa nú þegar útnefnt sér meðhjálpara í hverri sókn, og mun það vera eplir boði biskupsins , og er ekki annað hægt að álíta, en að þess gjörist full þörf, eplir þeirri reglu og formi sem nú er orðið á með brauða sameiningar, og fleira því um líkt, þegar á flestum útkirkjum mun nú vera föst regla, að preslurinn messar þriðja hvern sunnudag á sumrum, og sumstað- ar ekki nema fjórða hvern á vetrum, þá er hægt að ímynda sér hvað uppfræðingin verður mikil, á þeim hörnum sem hér ræðir um, og spurningartími vanalegast frá byrjun langaföstu, og þegar bezt er til hvítasunnu; eg tek það hér enn fram, þetta má ekki leng- ur eiga sér stað sem verið hefir, prestarnir þurfa, eptir embættis- skyldu sinni, að koma á föstu og bindandi lögmáli, með uppfræð- ingu ungdómsins, og mun ekki mögulegt, að fá betri reglu fyrir því en það sem sira Gunnar sálugi prófastur á Svalbarði gaf, og kom út í Nf. árin 1872—73, þessi þjóðmæringur andlegu stéttar- innar, og eg vil segja sá fyrsti og bezti sem verið hefir á hinum næstliðna mannsaldri, þó við nytum hans stutta stund , þá geta verk hans og ráð orðið okkur ógleymanleg fyrirmynd, því hver af andlegu stéttinni hefir starfað meira og geíið af sér þvílík dæmi sem hann, ekki á lengri embætlistíð? Yið skulum, samkristnu bræð- ur, þræða sem beinast feril þessa elskuverða bróðurs og vinar, því hann var það í raun og sannleika. Með því að þessir áminstu menn, meðhjálpararnir fengju út- nefningu og erindisbréf hjá prestunum fyrir því sem þeim ber að framkvæma, þá myndast með því nokkurskonar kristniboðs félag, eins og síra Gunnar sál. að orðikemst,og erþar kröptuglega fram tekið, að barna uppfræðingin skuli vera sú fyrsta skylda sem þeim ber að rækja í sínum verkahring, þá mundi það fljótt lagast, sem eg get sannað að á sér stað á víð og dreif i kristnum söfnuði, að þér sumir foreldrar látið börn yðar alast upp hjá yður án þess þér kennið þeim nokkuð af því sem heyrir til hinni réttu og sönnu trú, og þér húsbændur sem þetta nær ?til, létuð ekki vandalausu börnin alast upp bjá yður þangað til alt er komið í þann mesta ólíma, og einstöku mönnum svo gjört að skyldu að troða í þau á litlum líma, það sem ekki er hægt að gjöra á minna enn heilum ára tug ef vel á að vera gjört. IVIér verður að spyrja: Ilvaða verk á að sitja I fyrirrúmi fyrir því, að þér beinið' veg börnum yðar til sálubjálpar og guðsótta? með því betri meðvilund getum við allir séð þeirn á bak fram á þeirra huldu leiðir. Eg læt hér nú staðar uema í þetta sinn með þeirri viðkvæmu bæn til Drottins, að hann gefi okkur öllum góðan skilning á sínum heilögu boðorðum. í>. Halldórsson. SKIPKOMUR. Ilingað hefir þeosa dagana verði mikil sigling; fyrstkom Grána með timburfarm frá Noregi; hún affermdi og fermdi aptur á viku; nú er hún farin fyrir rúmri viku til Hafnar. Er svo til ætlað að hún komj á Siglufjörð í haust með nauðsynjavörur; en hingað er von á öðru haustskipi til Gránuverzlunar á Oddeyri. Nokkru síðar en Grána, kom hingað lausakaupmaður Pred- björn með nokkrar vöruleyfar, en kaupmenn keyptu alt samstund- is, og er það síst að lasta, þegar héraðsmenn hafa engin samtök til þess að sæta góðum kaupum. þann 16. þ. m. kom hingað briggskipið Iíerlha frá Skagaströnd og Blönduós, þar sem hún hafði verið til lausakaupa. Með Herthu kom hingað stórkaupmaður B. Steincke, sigldi hann aptur með henni héðan eptir aðeins tveggja daga dvöl til Hafnar, og er það jafnaa sem vér eigum að sjá á bak dugandi og góðum Islending er hann fer héðan. Fyrir fám dögum hafnaði sig hér norskt timburskip, er þeir stórkaupmennirnir Gudmann og Höpfner hafa ferrot hingað; og að kvöidi hins sama dags jakt frá þeim sömu, alfermd af nauð- synjavöru, og urðu henni margir fegnir, því margt var héraðþrot- um komið af nauðsynjavörum. Hér er og kominn lausakaupmað- ur Fogh (frá Borgundarhólmi) með töluvert af vöruleyfum er kaup- menn hafa að vanda setið fyrir kaupum á. í dag hafnaði sig hjer verzlunarskip til Höpfners og Gudmanns verzlana hér á staðnum. Landsliöfðinginu og Sæforingi Wandel. Laridshöfðinginn komst þó austur með Fyllu svo snemma að hann getur vel náð i Díönu er héðan á að fara þann 25. þ m. Helir herra landshöfðinginn nú ferðast um land alt og höfum vér hvervetna heyrt embættismenn Ijúka jafnt upp einum munni um skyldurækt hans sem góðgirni, en öll alþýða rnanna bregður því við, hve lipur lrann sö og Ijúfmannlegur við hvern sem í hlut á, lrefir honum því verið hvervetna fagnað, ekki að eins sem æðsta valdsmanni landsins, heldur sem kærkomnum gesti. Landshöfð- inginn ætlar héðan með Díönu suður til Reykjavíkur vestan um land. Hún kemur í þessari leiðinni á allar þær hafnir þar, sem í fyrri ferð, og vonum vér að henni farnist eins vel þessi f'erðín sem hin fyrri, þar sem heita mátti að öll ferðaáætlun stæði sem stafur á bók, og er það meira en maður getur venjulega sagt um þóst- gufuskipsferðir og póstferðir hér til lands; en það er líka hinn inesti munur hver á heldur. Yér íslendingar höfum verið svo hepnir að fá hinn ágætasta formann f'yrir þetta okkar fyrsta póstskip þar sem er sæforingi Wandel, því að vér gátum varla kosið á betri mann, því að hann er kurteys við farþega sem við má búast af jafn mentuöum manni og hann er, hefir hann auk annars samið ágætan ritling um her- förinaí Mexikó, er hann sjálfurtók þátt í. Ilann er hinn umhyggju- samasti, og má sem eilt dæmi þess telja það, að þá er Díana fékk ofviðrið á suðurleiðinni undir Snæfelsjökli, og hlaut að beita þar í mótslríðnm stormi, þá fór hann ekki afklæðum 3 sólarhringa, en var jafnan á þyljum í ofsanum, og er það því aðdáanlegra sem herra Wandel er heldur heilsulasinn, því bæði er hann nokkuð inn- vortis veikur og hefir fengið stór sár í hernaði, því auk herferðar- inr.ar til Mexikó hefir hann barizt bæði heima fyrir föðurland sitt og í Afríku undir forustu Mac Mahons Frakkaforseta með svo fræg- um orðstýr, að hann var hvergi nærri myndugur, er hann var sæmd- ur virðingarmerki Heiðurfylkingarinnar. þá þótti oss ekki minst um vert um hinn hlýja hng er herra Wandel bar til Iramfara íslands og einkum og sérílagi til gufuskipsferðanna kringum landið, er hann, eins og líka má, áleit ómissandi; enda hefir hiu fyrsta ferð gufuskipsins sýnt og sannað það fyllilega, að á þeim var brýnasta nauðsyn því skipið hafði heðan fullan farrn til Hafnar, og frá Ilvík tóku sér hér um bil 40 manns far með því. J>að sást og á liver- vetna, er Díana kom, að menn voru fegnir komu hennar, bæði á því, hversu kaupmenn færðu sér ferðina í hag og landsmenn fjölmenntu á milli hafna, en alstaðar var skipi og farþegum tekið sem bezt mátti vera, en þó skutum vér lengst bregða Vestfirðingum við fyr- ir þeirra dæmafáu mannúð og gestrisni. Jjví má nærri geta að jafn ágætur skipstjóri og herra Wandel muni ekki velja sér skipsböfnina af verri endanum , enda má um hana segja að «eptir höfðinu dansa limirnir» , en einkum viljum vér taka fram lieutenant Hol'mann fyrir hans Ijúfmennsku og stýri- mann Janzen fyrir dugnað sinn. Að öðru leytí er öll aðbúð á skipinu hin bezta. Díana kom hingað í gær, og hafði henni farnast vel. Með henni kom dóttir landshöfðingjans og frú Magnússen frá Skarði, og fleiri farþegar _ Landshöfðinginn kom hér til bæjarins í gærdag (22.), og póstmeistari 0. Finsen. Með Díönu spurðist aukning ófriðarins í suðausturhluta álfu vorrar, hal'a Serbar og Svartfellingar gengið í lið með uppreistar- mönnum og sagt Tyrkjum stríð á hendur, en þó hefir þeim, einkum Serbum, veitt örðugt liingað til. Eigandi og ábyrgðarmaður: Síiajiti «#«isepssoii, cand. phil. Alcureyri 1876. Prentari: B. M. Stephdnston,

x

Norðlingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðlingur
https://timarit.is/publication/106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.