Norðlingur - 31.10.1878, Side 4

Norðlingur - 31.10.1878, Side 4
47 48 stjórninni þungar átölur, því að hann hafði vænt sér svo mikils af þessum ófriði; en meiri hluti alþýðu þar í landi rnun þó hafa verið orðinn þreyttur á stríðinu, enda orðinn tómur vasi stjórnar- innar. Stjóruin hefir og nógu margs að gæta heima fyrir, því að það úir og griiir um alt Rússaveldi hér í álfu af heimuglegum fé- lögum, sem ekki nægir minna en að umsteypa allri þeirri stjórn er nú er þar og eru í þessum leyndarfélögum jafnt konur sem karlar, og eru ýngismeyjarnar jafnvei ákafastar, og ber margt vott um að þessi óánægja sé megn og leyndarfélögin mjög almenn. Rétt á eptir það að Rússar höfðu unnið fullan sigur á Tyrkjum varð upp- hlaup í Udessa, einhverjum merkasta bæ ríkisins; skömmu síðar særir kona nokkur um hábjartan dag á götunum í Pétursborg hershöfðingja, Trepow að nafni, er var höfuðlögreglustjóri ríkis- ins, og er það eitthvert æðsta embætti þar í landi, því að hann á að ábyrgjast líf keisarans, og frið og ró ríkisins. Is’okkru síðar var eptirmaður Trepows myrtur. Iiviðddmurinn er féll í máli því er höfðað var gegn stúlkunni, Vera Sassulitch, er nærri því hafði skotið general Trepow til bana, er allmerkilegur, og sýnir, hve þessi umsteypufélög eru almenn þar: Iíviðdómurinn dæmdi nefnilega stúlkuna alsýkna, og þó hafa — að minsta kosti allir æðri embættismenn — verið álitnir svo að segja hálfguðir á Rúss- landi; og lýðurinn í Pétursborg fagnaði dóminum. Að það skuli nú á Rússlandi vera sá 12 manna dómur til, er dæmi þann al- sýknan, er sært hefir einhvern æðsta einbættismann ríkísins anær því til ólíös, og jafnvel játað að hafa gjört það með ásettu ráði, því mundi enginn hafa trúað, en það sýnir að kviðdómurinn hefir verið Vera Sassalitch samdóma. Epttr dóminn tók stjórnin til sinna ráða: Vera Sassalitch hvarf, þ. e. hún var send til Sí- beríu. En þó stjórnin geti ennþá sem kornið er sent þessa ó- aldarseggi til Síberíu, þá er hún litlu nær, því hún sefar ekki með því hina megnu óánægju og tryltu áform hjá fjölda manna og fé- laga, jafnt æðri sem lægri. Stjórnin hafði vonað að sigurinn gjörði enda á óánægjunni, en því fer fjærri. þá er Rússar biðu ósigr- ana við Plevna var þjóðinni lofað frelsi og öllu fögru, en nú, þeg- ar sigurinn er unninn, hafa stjórnendur gleymt öllum hinum fögru loforðum, en hin kúgaða, óánægða þjóð man þau þeim mun betur. Rússastjórn þykist ætla að bæta kjör Bulgara, Serba og allra kristinna manna þar eystra, en henui væri nær að hugsa fyrst um hinn mjög svo óánægða lýð í Pétursborg, Moskva, Tver, Kaz- an, Odcssa og Saratof, og halda betur loforð sín við þjóðina, því ella mun verr fara. Rumænir una hið versta við málalokin, enda hafa Rússar leikið þá illa. Fyrst neyddu þeir þá til sambands við sig og not- uðu land þeirra, járnbrautir og eigur, sem sjálHr ættu. Síðan otuðu þeir þeim á Tyrki við Plevna, og féllu þeir þar unnvörpum fyrir Osmann Pascha. Svo þegar sigurinn var loks unninn, þá taka þeir af þeim þvernauðugum einhvern bezta landshlutaun, en láta þá hafa aptur óræktarflóa fyrir sunnan Dóná fram með Svarta haflnu, og hafa Rússar afsakað þetta landrán aðeius með því að æra þeirra feðga, Nikulásar og Alexanders keisara, sem mistu það í Krímstríðinu, krefðist þess, og er þá svo sem sjálfsagt að virða að vettugi vilja og ósk þjóðanna. Austurríki vex reyndar tölnvert að löndum, en þó er sá landauki Ungverjum næsta ógeðfeldur, og eru þeir hræddir um að Slöfurn vaxi nrn of fiskur um hrygg, en þeir eru þeim mjög óþjálir. í fyrstunni leit út fyrir að Austurríkismönnum mundi veita hægt að leggja Bosníu og llerzegovína undir sig og náðu þeir höfuðborg- inni í Bosníu, Serajewo, eptir litla vörn. En þegar austar dróg í landið óx uppreistin óðum, enda eru þar dalirþröngir og Ijallaskörð mjó og gott til varnar; sóttu uppreistarmenu þar að þeim öllumeg- inn allfjölmennir og vel vopnaðir, svo Austurríkismenn urðu að hörfa aptur að sinni. |>að eru ekki einungis Tyrkir sem gripið hafa til vopna. Auslurríkismenn hata fyrir satt að Serbar efli þá bæði að vopnum og hermönnum, og svo mnn þjóðernisflokkurinn á Rússlandi veita uppreistarmönnum eptir inegni, því að hann er eins og áður er um getið, mjög óánægður með Berlinarfriðinn, og mun nú með sífeldum uppreistum þar eystra reyna að halda Aust- ræna málinu vakandi. Svartfellingar kvarta um að þeir nái því ekki úr klóm Tyrkjans er þeim var skamtað á Berlínarfundinum, og búast til að taka það með vopnum, en það er hægra sagt en gjört, þar sem vígi eru jafn traust og Sputs og Podgoritza.—þess ergetiðí síðasta Norðlingi, að íbúar þeirra Iandshluta, er Grikkir skyldu hafa sunnan af Thessalíu þverneita að skilja við Tyrki enda erTyrkj- um ekki um að selja þá í hendur Grikkjum, hafa Tyrkir kært Grikki fyrir stórveldunum, og segja þeir þá óseðjandi, því þeir hafa látið sér um munn fara, að þeir tækju við þessum laudskika í bráðina og gjörðu það aðeins að vilja stórveldanna að heimta ekki meira rétt í þetta skiptið, en þeir muni minnast forns fjandskapar, er færi gefst og þykir Tyrkjum þvílikir nágrannar lieldur ótryggilegir, og hraða sér því ekki að skila þeim landi því er þeim var þó ætlað í Berlín. — Á Krítarey er enn ósefuð uppreistin og vilja eyjar- skeggjar nú sem fyrri fyrir hvern mun sameinast Grikkjum á meg- inlandinu. Stórveldin hafa reynt að koma á miðluu, en orðið lítt ágengt. — Tyrkir hafa fyrir nokkru haöð allfjölmenna uppreist í fjöll- um þcim er llodhope eru nefnd, og eru nokkru sunnar en Balk- anfjöll og hefir Rússum veitt fullörðugt að sefa uppreistina. — íbúar hins nýja fylkis fyrir sunnan Balkanfjöll, er nefnt er Austur-Rú- melia, eru mjög óánægðir með að vera aðskildir frá Iðndum sín- um fyrir norðan fjöllin, og hafa þeir sent kveinstafi sína til Niku- lásar keisarasonar, sendiherra Rússa í Miklagarði og Aksakovs, sem er íorgöngumaður slavneska flokksins á Rússlandi og sem mun róa hér uudir óánægjuna, einsog víðast annarstaðar þar syðra. Hinu enska blaði «Atenæum» telst svo til, að Tyrkir hafi i Norðurálfunni einni mist að mestu yfirráð yfir rúmum 88,000 £7 mílna enskra (ensk míla er tæpur fjórðungur úr danskri mílu) og búa í þeim löndum c. 4,882,000 menn. Rumænia hefir fengið c. 5,385 enskar £7 mílur með 246,000 íbúum og eru þaraf 142,000 Tyrkir. Serbía hefir fengið 4326 [J mílur með 264,000 íbúa; þar af 75,000 Tyrkir. Grikkland 5300 £7 mílur með 750,000 íbúa; þaraf 75,000 Tyrkir. Austurríki 28,000 UJ mílur. Bulgaría er 24,405 JJ mílur, og Austur-Rumelía 13,646 £7 milur á stærð. En er eitt land, og það eitt af stórveldum álfu vorrnr, er unir hið versta við málalokin í Berlín, og er það Ítalía; hefir öll al- þýða manna, eiukum þó á Suður-Ítalíu og Sikiley veitt sendiherra sínum á Berlínarfundinum, greifa Gorti hinar þyngstu átölur fyrir frammistöðuna og væntust þeir eptir að mata þar krókinn sem aðrir, og vildu þeir ná í þau lönd fyrir norðan og austan Adria- haf, er enn þá iúta veldi Austurríkiskeisara, þó í þeim búi þjóðir að miklu leyti af ítalskri ætt og sem tala ítalska tungu að mestu ieyti, og er það einkum Litorale (strandlengja) og jafnvel Dalmatia er þeim leikur hugur á (en hvorki Bosnia eða Herzegovina er ekki ná held- ur að sjó, því Dínarisku Alpafjöllin skilja þau frá Adriahafi), en hinir sendiherrarnir, einkum Bismarck, þaggaði niður í sendiherr- um þeirra á fundinum og sagði hann þeim, að ærið væri nóg ófrið- arefni þó eigi bættist nú fleira við á sjálfum sáttafundinum og &á gæti ekki elskað friðinn er færi þvílíku fram. Tóku hin stórveldin undir með houum og urðu sendiboðar ítala að láta sér það líka, og engin vandræði munu að sinni standa af óánægju ítala og voru þeir þegar síðast fréttist farnir að hugga sig við að <>geymt væri eigi gleymt». I Asíu hafa íbúarnir í Batum og þjóðflokkur sá er býr í há- lendinu þar umhverfis gripið til vopna. þeir er þar búa eru nefndir Lazer og eru hinir herskáustu, þeir hafa og nóg af vopnum, vistum og peningum, og færa tyrknest skip þeim nýjar birgðir til Batum. þeir hafa og góða loringja, er koma frá Mikla- garði og úr liði Derwisch Pascha. Höfuðl'oringi þeirra heitir Ab- dullah Bey og er sagt að hann hafi 24,000 þúsund vopnaðra manna, og er allbúið að þeir standi töluvert í Rússum, því land er fjöllótt og torsótt, og hafallússar mátt kenna á því fyrriþar suður í Kaukasus. Af því ofagreinda sjá lesendur Norðlings £að það er naum- ast á kominn friður að nafninu, auk heldur meira, þar sem ná- lega allar þjóðirnar á Balkanskaga eru undir vopnum, og þó að það takist að drekkja uppreistunum í blóði lítilmagnanna, þá mun sá nauðungarfriður tæplega lengi standa, — þeir ein.u sem riðið hafa feitum hesti að Berlinarfundinum eru sendiherrar Englendinga, þeir lorðarnir, Beaconsfield og Salisbury. þeir höíðu að mestu samið friðinn eins og hann nú er við Rússa áður en á fund var gengið. En jafnframt og þeir þokuðu alt hvað þeir gátu að Rússum um íriðarskilmálana, sömdu þeir á laun við alla við Tyrki um að fá Cyprusey til umráða eg mega hafa þar her og flotastöð; hafa þeir og tílsjón með allri stjórn Tyrkja á löndum þeirra í Asíu. þeir hafa og gjört samband við Tyrki um að verja þá hver sem á þá leitaði, og er Tyrkjum að þessu hinn mesti styrkur2, og hag- ur mikill fyrir Englendinga, því þess mun skairit að bíða að þeir leggi járnbraut frá Miðjarðarhafinu austur að Persaflóa í gegnum Mesopotamiu-láglendið, og flýtir það mjög leiðinni til lndlands, en þar er liðsafli Englendinga mestur, eru þeir því óðar til taks ef Ilússar sýna ilt af sér hvar sem er í löndum Tyrkja í ^síu. — þegar þeir Beaconsfieid og Salisbury komu heim af Ber- línarfundinum tók þjóðin þeim með allra mesta dálæti og eins drottningin, er sæmdi þá báða Sokkabandsorðunni, og þegar Bea- consfield skýrði frá á þjóðþinginu aðgjörðum stjórnarinnar í Aust- ræna málinu þá ætlaði lófaklappið og fögnuðurinn aldrei að taka enda, og komast nú mótstöðumenn þeirrar stjórnar, er nú situr að völduui ekki upp fyrir lofi og dýrð lord Beaconsfield. Nýlega hefir hann gjört marqiann af Lorne, elzta son hertogans af Ar- gyll, tengdason Victoriu drottningar að Vícikonungi í Canada í slað lord Dufferin, er hér ferðaðist og mest hefir hælt íslending- um í Nýja-íslandi og reynzt þeim fremur vel. Eigandi og ábyrgðarmaður: Ska|)ti Jóseinson, cand. phil. Alcurepri 1B78, Prentari: B. M, Stephdnsson.

x

Norðlingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðlingur
https://timarit.is/publication/106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.