Útsynningur - 04.09.1876, Blaðsíða 3

Útsynningur - 04.09.1876, Blaðsíða 3
—ÚTSYNNINGUR— Fiskprisarnir á ísafirði og kaupmennirnir. Verzlunin hjá oss Tslendingum, er opt og einatt þeim annmörkum bundin, að ekki er hægt að setja strax fastann prís á íslenzkn vöruna; kaupmenn láta pví,sem eðlilegt er dragast sem lengst að gefa upp prísana, pangað til aðalkauptíðin byrjar; því opt eiga peir á hættu alveg hvernig varan muni seljast í útlöndum. Fiskileysið á Suðurlandi olli því, að margir kaupmenn sendu skip sín til lausakaupa víðsvegar um landið, þar á meðal sendi kaupmaður W. Fischer til ísafjarðar og Arnarfjarðar. Á ísafirði eru fleiri kaupmenn, en stærsta verzlun þar hefir Hans A. Clausen í Khöfn, enda mun óvíða þurfa að spyrja að því hvaða maður hann se —• því flestir, í það minnsta fyrir norðan Breiða- fjörð munu kannast við nafnið.—Á Isafirði var mikið til af fiski, enda var eigi sparað að gefa fyrir hann jafnvel það hæsta verð, sem nokkurn tíma hefir verið. J>egar lausakaupmaður kaupmanns Fisohers kom þang- að, voru kaupmenn á ísafirði búnir að bjóða 60 krón- ur fyrir Skippundið, og var það verð skrifað upp í öll- um búðum á tanganum, og undirskrifað af kaup- mönnum sjálfum. Lausakanpmaður frá Thomsen er þar var fyrir hækkaði fiskinn upp í 62 krónur. Með þetta verð voru allir bændur vel ánægðir, og í öllu falli var engin orsök til að hækka verð fisksins upp úr t. d. 64 krónum. J>ó mátti heyra einhverjar dylgjur um það, að faktor Clausens hefði fengið ef til vill Telegram (hraðfregn) frá Kaupmannahöfn, líklegast með einhverj- um ósýnilegum rafsegulþræði, að ágætlega liti út fyrir sölu á fiski bæði í Spaníu og annarstaðar, var því auðséð að faktorinn vildi ekki lengi bíða boðanna, heldur þá þegar gjöra kallmannlega atlögu að öllum fiskistökkum við allt Isafjarðardjúp. Eins og annar kænn stjórnvitringur áleit hann þö" hyggilegast að hafa stórveldin í ráðum með sér, og boðaði því kaupmönn- unum herra Ásgeiri Asgeirssyni og Hjálmari Jónssyni frá Önundarfirði á fund með sér. J>etta gjörðist síðla dags, en ráðstefnan mun hafa varað langt fram á nótt. |>egar sól roðaði á fjöll voru kapparnir viðbúnir til orrustu, enda var þá fiskurinn stiginn upp í 70 krón- ur. J>ó hér væri vel um hnútana búið, vöruðu ekki þessir herrar sig á því, að óvinurinn kom í opna skjöldu, og einmitt þaðan, er þá síztvarði. J>eim hafði yfirsézt að bjóða hinum kaupmönnunum á Tanganum að vera með á ráðstefnunni. J>eir bjuggust við, að þeir myndu strax skrifa undir þessa nýju prísa,—því vér einir höfum valdið rétt, verður að standa það höfum sett,—þetta þótti hinum, sem eðlilegt var miður kurt- eislega að sér farið, og í staðinn fyrir að samþykkja þessa prísa, kom í þá þrjóska, og hækkuðu fiskinn enn þá meira nefnilega upp í 75 krónur. Niðurstaðan á öllu þessu varð því sú, að þetta skaðaði þá mest sjálfa er höfðu orðið frumkvöðlarnir. J>að er sjálfsagt að þeir agent Clausen og faktor hans, hafa mestan heið- urinn af þessu, en. sá heiður hefði getað ef til vill orð- ið þeim fullkeyptur, og líklegt er að agentinn láti ekki framvegis slíka ókaupmannlega keppni olla því, að við- skiptamenn hans á Börsinum í Khöfn verði að álíta sem svo, að nú gjörist agentinn gamall, og því megi menn ekki undrast yfir slíku. Vér getum bætt því við, að bændum kæmi það betur, að það væri minna og jafnara, því þótt faktor Clausens og þeir Ásgeir og 13 Hjálmar hafi ætlað að gjöra öll fyrverandi viðskipti góð með þessu bragði, þá ætlum vér að bændur muni eígi vera svo búnir að gleyma því sem áður er komið. Hvað bændur sjálfa snertir, getum vér þakkað þeim fyrir viðskiptin í sumar, og um leið fullvissað þá um, að valla muni þess konar hnikkir kaupmannanna á ísa- firði aptra lausakaupmönnum frá að verzla við þá framvegis. Fáein orð til kennara læknaskólans. Eins og landsmönnum er kunnugt, höfum vér ný^ lega fengið læknaskóla, og er það mest fyrir fram^ göngu dr. Hjaltalín, hvernig sem reynslan verður, samt efumst vér ekki um, að hann óski þess ásamt með- kennurum sínum, að skólinn verði landinu til gagns og sóma. Ver höfum frétt að kennarar skól- ans hafi engan veginn verið ánægðir með, hvernig stiptsyfirvöldin hafi eins og tekið fram fyrir hendurnar á þeim, þegar þeir af áhuga (interesse) fyrir velferð skólans, neyddust til að beita þeim aga, sem lands- höfðingjabréfið til prestaskólans og læknaskólans gaf þeim fulla heimild til. Sé þetta svo, finnum vér oss til knúða til, að skora á þá, að láta ekki slíkt leggjast í þagnargildi, ekki sízt ef her skyldi vera um drykkju- skap að tala. J>að er nú þegar kominn sá orðrómur út um landið, að hér muni þurfa að taka betur í taunv ana, ef vel á að fara. Vér leyfum oss því að bæta því við, að vér höfum þá tiltrú til kennara skólans, að þeir ekki veiti þeim examen, sem að þeir fyrir guði og samvizku sinni álíta í alla staði óhæfa til, að hafa jaíh ábyrgðarmikla stöðu á hendi eins og lækna-embættið er; því ef það er í alla staði skaðlegt fyrir prestaefni, að gjöra sig opt seka í of mikilli nautn áfengra drykkja, þá er það ekki síður fyrir læknaefnin, er opt og ein- att hafa líf manna í hendi sér. Nú hafa kennararnir ekki annað að gjöra, en fylgja samviskusamlega hinni nýju reglugjörð skólans, sem tekur það ljóst fram, að gjöri einn lærisveinn sig sekann í drykkjuskap eður annari óreglu optar en þrisvar sinnum, og þrátt fyrir aðvaranir, þá skuli vísa honum burt úr skólanum. J>að dugar nú ekki fyrir kennarana her eptir, að láta aga og aðhald á lærisveinunum slarka svona eptir því sem bezt má, þeir hafa mikla ábyrgð fyrir þingi og þjóð, og bæði skólans og sinn eigin heiður í veði ef út af er brugðið. Dagblöð vor J>jóðólíur, ísafold og INorðl- ingur. Oss finnst það vera skylda við lesendur vora að minnast fáeinum orðum á dagblöð vor, en um leið skulum vér geta þess, að hvert sem Útsynningur á sér lengri eður skemmri aldur, skal hann aldrei gjöra sig sekan í persónulegum skömmum við nokkurn mann. Hvað þjóðólf snertir, er hefur tekið sér það nafn, að kalla sig þjóðblað, þá verðum vér að segja honum í bróðerni, að hann hefir ekkert leyfi til í nafni þjóðarinnar eður fyrir hennar hönd, að gefa það í skyn að hún sé hliðholl eða samdóma hægri mönnum í Danmörku, og níða niður vinstri menn. Til þess að þóknast vini sinum Dr. Eosenberg, getur J>jóð- ólfur hælt hægri mönnum svo mikið sem hann vill fyrir sína persónu. En sannleikurinn er, að vinstri 14

x

Útsynningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útsynningur
https://timarit.is/publication/107

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.