Útsynningur - 04.09.1876, Blaðsíða 4

Útsynningur - 04.09.1876, Blaðsíða 4
—ÚTSYNNINGUB.- menn í Danmörku hafa hingað til verið oss miklu vin- veittari en hægri menn, og vér getum ekki tekið pað of ljóslega fram, að pað var fyrst og fremst konungi vorum að pakka, og pví næst fylgi vinstri manna, að vér fengum gufuskipsferðirnar í kring um landið. Vér getum ekki séð betur á grein Rosenbergs í 26. blaði pjóðóifs p. á. en að honum sé orðið eins og næsta flökurt af öllum pessum pólítiska jötunmóð, sem hann hefir færst í, pví hann segir með berum orðum, að hann sé hvorki hægri- né vinstri maður, og bætir pví svo við, að hann gefi hægri dauðann og vinstri djöful- inn, pað er með öðrum orðum, hann eiðileggur parna með einu höggi báða flokkana, og hver á pá að pressa út úr landinu margar milíónir til pess að byggja kastala í kring um alla Khöfn. Oss finnst ráðlegast fyrir kunningja vorn pjóðólf, að fara ekki of langt út í stjórnfræðina hjá Dönum, pegar hann aldrei eða mjög sjaldan minnist á vora eigin stjórnfræði (politik). Isafold fer nú öðruvísi að, hún getur ekki verið að sitja heima svona um hásumarið. Hún fræðir les- endur sína á heilum æfintýrum um Tyrkjann og Sold- áninn. Jpað eru sumsé 6 dálkar í seinasta blaðinu, nr. 21, um Tyrkjann. Jeg vona flestir kannist við kallinn, sem einu sinni rændi og drap á Vestmanna- eyjum. Ef einhverjum af kaupendum blaðsins skyldi nú detta í hug pessi spurning: Til hvers er nú rit- stjórinn að fylla blað sitt með slíkan óparfa, pá getum vér sagt honum pað. — Orsökin er sú, að ritstjórinn nennir ekki að vera að mæða lesendur sína á stjórnfræð- inni íslenzku; pví nú álítur hann sem svo, að bezt sé að taka á sig náðir, í pað minnsta um stund, og svo hugsar hann sem svo|, að bara kaupendur fái að heyra eitthvað annaðhvort um Tyrkja eður Tartara, pá sé peim vel borgið. f>á skal minnst með fá- einum orðum á Norðling, í 4. númeri hans p. á., stendur grein með pessari fyrirsögu: „Á einhverjum bæ (eptir bréfi)". Jpessi grein er meistaraverk í sinni röð. Eithöfundurinn ætlar að vera ógurlega fyndinn, er að skrafa um einhvern ópverra Dorra, sem hafi verið í keitubaði í 20 ár. Vér skiljum ekki að slíkt rugl og pvaður geti verið nokkrum af lesendum blaðsins til fróð- leiks, og sizt ritstjóranum til sóma, sem á að gæta að pví, að enginn maður sé svívirtur eður vanvirtur í blaði sínu. pví pað má lesa í gegnum lín- urnar, að pað hefir verið tilgangur rithöfundarins, pó hann skýli sig nokkurskonar dularbúningi. pér getið reitt yður á pað landar góðir, að af slíkum greinum hafið pér aldrei nein not; pær miða aldrei til pess að færa neitt í lag sem miður fer, pær eru hverju heiðvirðu blaði til minnkunnar, og sannarleg misbrúk- un á prentfrelsi, auk pess sem pær eru og hljóta að vera viðurstyggilegar fyrir hvern vandaðann og heið- virðan lesara. Vér vonum samt að ritstjórarnir misskilji ekki meiningu vora, pví pessar athugasemdir eru eng- anveginn gjörðar til pess, að rýra álit peirra, sem í mörgu eru nýtir menn, heldur bendum vér í bróðerni á pað, sem oss finnst vera ábótavant, og betur mætti fara ef öðruvísi væri farið að. Oss pætti vænt um, að fá fleiri slikar greinir eins og stóðu í þjóðólfi um ferða- kostnað alpingismanna, og vér treystum pví, að ísafold einnig vilji styrkja að pví er lýtur að hinu sama, pví margt er enn ótekið fram af pess kyns. J>að hafa líka 15 komið margar góðár ritgjörðir í Norðlingi, og væntum vér að sjá fleiri af pví tægi, sem til uppbyggingar og gagns má verða. Gufnskipsferðirnar Jtrinftum Jandið. M er Díana bráðum búin að fara tvær ferðirnar, eins og ætlast var til á þessu sumri, og hefir hún vel getað kom- ið á hinum tiltekna tíma á alla staðina, eins og eðlilegt er, því þó fyrrum hafi opt og einatt verið mikið gjört úr því, hversu strendur íslands væru hættulegar fyrir skip og sjóferðir, þá hefir þetta verið mest i munninum, og helzt hjá þeim, sem álíta ísland eins og eitthvert olnbogabarn heimsins, sem aldrei geti fylgt með í neinu. Sannleikurinn mun samt reynast sá, að með ótulum skipstjóra og góðu skipi, eru strendur íslands ekki eins, eður ekki meir hættulegar en strendurnar í kring- um England. pað er gleðilegt hversu margir farþegar hafa nú þegar notað tækifærið og ferðast með skipinu hafna á milli, og mun það fara í vöxt ár frá ári; með þessu eykst líf og samgöngur, sem hefir svo margt gott í för með sjer. í sambandi við þessar gufuskipsferðir vildum vér geta þess, að mestur kostnaður skipsins er innifalinn í kol- unum, sem verður að kaupa dýrum dómum í öðr- um löndum og flytja til íslands, — þá liggur beinast við, að vér íslendingar sýnum nú nokkra viðleitni í að leita að kolum hjá sjálfum oss. — þær tilraunir, sem hingað til hafa verið gjörðar, eru ónógar. Vildum vér því stinga upp á því, að nokkrir veMIjaðir framfaramenn skytu nokkru fé saman, og fengju svo sem 12 menn til þess að grafa nokkrar mann- hæðir ofan í námuna á Hreðavatni, til þess að vita, hvort ekki finnast brúkanleg kol þar. Öll þessi theoretiska þekking sumra náttúrufræðinga, sem hingað hafa komið, dugar ekki fyrir tvo skildinga, þó sumir þeirra álíti sig sjálfa svo spreng- lærða í jarðfræðinni, að þeir utan á fjóllunum geti séð, hvað þau haíi að geyma að innan. Slíkir spekingar vinna landinu aldrei mikið gagn. Jpað er fyrst með því að grafa og leita, að menn finna — þetta hefir orðið reynzla Englendinga, sem manna bezt þekkja, hvernig á að finna námur. Vér er- um sannfærðir um, að margir af embættismönnum vorum sem vel eru launaðir, myndu ekki skorast undan að leggja sinn skerf í þenna kolaleitasjóð, sem gæti orðið öllu landinu til heilla. Máske sýslumaðurinn í Borgarfjarðar- ogMýrasýslu ^rildi taka þetta að sér, og gangast fyrir því, þar hann er svo gott sem rétt hjá námunum á Hreðavatni. Ef hann vill byrja á þessu í haust, má hann eiga von á 25 kr. frá Útsynningi — og svo koma fleiri með. — Stutt svar upp á grein i Tsafold III, 17. Eins og kunnugt er, skrifaði eg lítilfjörlega grein i 17. blaði pjóð- ólfs um stofnun á banka. petta gjörði jeg í beztu meiningu, því það getur engum dulizt, aB spursniálið þurfti að vekjast á einhvern hátt. — pað má vel vera að sumum þyki, að eg hafi ekki verið sem heppnagtur með, upp á hvern hátt að bankinn skyldi stofnast, og eg ætlaði heldur aldrei annað með svo stuttri grein en vekja máls á þessu fyrirtæki svo málið stæði opið fyrir þeim, er betur þættust færir að skrifa um pað. Arni Thorsteinson landfógeti hefirnú búið tillanga grein um þetta efni, og á. hann sannarlega þakkir skilið fyrir, að hann hefirfrætt oss svoýt- arlega, sem nær yfir 3 eða 4 ísafoldir. Að sinni ætlum vér ekki að fara neitt nákvæmar inn í aðalefni greinarinnar, enda hyggjum vér að í henni kunni margt nýtt að vera. pó hefðum vér treyst oss tii að skilja aðalefnið, þó hún hefði verið einum dálki styttri. það er einungis eitt er vér vildum minnast á i upphafi greinarinnar, þar sem höfundurinn talar um_ óskastundina og segir, hvað hann mundi samgleðjast oss efvér gætum hitt á hana, og tiltekur hann þá ýmislegt er vér myndum óska oss, þar á meðal að landið væri komið á annan stað á hnettinum og svo líka það, að jóklarnir eða fjöllin væru komin burt. Vér erum ekki alveg sömu meiningar um þetta og höfundurinn, sízt með það síðar talda, þvi vér viljum engir fiatlendingar verða fyrir það fyrsta. Oss finnst eins og höfundurinn hafi viljað gjöra þetta alvarlega mál hálf kýmilegt með öllu þessu. Hann talar einnig um einhverskonar veiði á pólítískum marhnút- um, og sem vér þá neyddumst ef til vildi að kasta fyrir borð, en þá vilj- um vér geta þess. að þá vildum vér láta fylgja með nokkra óþægðar- pinkla, svo vér þá gætum orðið af með þá um leið og rnarhniitana. Að svo mæltu kveðjum vér höfundinn að sinni. Úig. Ábyrgðarmaður: pOBLÁKUR Ó. JOHNSON, Prentaður í prentsmiðju ísiands, hjá Einaki Póeðaesyni. 16

x

Útsynningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útsynningur
https://timarit.is/publication/107

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.