Útsynningur - 19.10.1876, Blaðsíða 3

Útsynningur - 19.10.1876, Blaðsíða 3
—ÚTSYNNINGUK. viðskipti um því nær allan heim, eru þeir líka afl og hjdlp- aruppspretta hvers lands sérstaklega, en að þessu sinni ætl- um vér ekki að fara fleiri orðum um ágæti þeirra. Anflvari tímarit liins íslenzka pjóðvinafjelags III. dr. Yér finnum oss skylt, að minnast með fáeinum orð- um á þetta ágæta tímarit vort, sem nú kemur í priðja sinn, og vildum vér sérstaklega benda mönnum á mjög fróðlega ritgjörð um félagið sjálft eptir forseta félagsins riddara Jón Sigurðsson. Aðalefni ritgjörðarinnar er að lýsa fyrir löndum vorum störfum félagsins síðan pað Lyrjaði, einnig skýra fyrir mönnum aðal verkahring félagsins sem sé að halda uppi þjóðréttindum vorum, efla samheldi og stuðla til framfara landsins og þjóðar- innar í öllum greinum. Augnamið fólagsins er nægilegt til jjess að vér ættum allir að keppast eptir að leggja fram vorn litla skerf, auk þess sem jjað er svo j)jóð- legt í allri stefnu og nær jiar að auki yfir allt land. Yér endurtökum upp mottó félagsins sem hljóðar pann- ig: „Margar hendur vinna létt verk“. Með pví allir samhuga sem góðir Islendingar að styrkja felagið, get- ur jjað átt mikla og nytsama framtíð. Yér getum ekki verið jjekktir fyrir að láta slíkt félag krókna út af sökum áhugaleysis og ósamheldni sjálfra vor, sem svo vel cr hugsað frá byrjuninni. Látum pað fá vöxt og viðgang, jJvi pað getur með pví, orðíð ágætt vopn í vorri eigin liendi. í pessu tímariti er einnig vel skrif- uð og fróðleg grein um rétt íslenzkrar tungu — um tilbúning á mjólk, smjöri og ostum — 'um gylfastraum- inn og löndin í kring, bréf Eggerts Olafssonar og nokkur kvæði. Tímaritið er svo ódýrt og fæst hjá öll- um fulltrúum félagsins, og pví vonum vér að sem flestir kaupi jjað. Professor Johnstrup Ojj lians jarðfræðis- legu rannsóknir. Eins og flestum mun kuimugt, ferðaðist pessi nátt- úrufræðingur hér í sumar, meiri part til pess að skoða Dyngjufjöllin, par sem eldgosið var seinast — jjegar hann kom aptur til Keykjavíkur, liélt hann fyrirlestra um ferðir sínar fyrir Reykjavíkurbúiun, og skýrði frá rann- sóknum sínum, eins og lesa má í 22. og 23. blaðí ísa- foldar. — Allt pað sem hann hefir frætt oss á viðvíkj- andi eldgosinu og stöðvum pess álítum vér mikið fróð- legt, en pegar liann í niðurlagi ræðunnar fer að tala um pað, að hjer finnist engir málmar, liverki gull, silf- ur kopar eða blý, og jafnvel ekki kol, pá verðum vér að álíta professorinn, liversu lærður sem hann kann að vera, ekki færan um að dæma slíkt. Með eintómri tlieo- retiskri menntun getur einn náttúrufræðingur elcki sagt livað eitt land kann að hafa í fylgsnum jarðarmnar, og allrasízt maður eins og professor Johnstrup, sem hefir ekki ferðast nærri um allt landið. pað er eins og hann vilji leitast við að draga úr mönnum alla viðleitni til að finna málma eður kol, og er pví ekki að undra, pó hann væri næsta vinsæll hjá pessum varkáru apturhaldsmönn- tun her. Eins og lítið dæmi upp á, hvernig professorn- um getur skeikað, pá lét jcg uppleysa járnstein frá Yesturlandi árið 1871 í Lundúnum af hinum beztu Analysistum við Enska bankann og reyndist sá járnsteinn að innihalda 35j} af járni, jjar sem prófessorinn segir að jánisteinar almennt inmhaldi ekki nema 10—12{} (sjá ísafold bls. 23). p>að parf praktiskari náttúrufræðing, lieldur en hr. Johnstrup til pess að geta undir eins sagt, hvað ísland hefir að innihalda, bæði livað mábna og kol snertir, og oss væri pægð í að vera fríir við slíka sleggjudóma, á meðan ekki fleiri merkilegir nátt- úrufræðingar og praktiskir námumenn hafa kannað landið, Oss getur ekki fundist j>að eiga sérlega vel við á pess- um tímiun, par sem menn eru alvarlega farnir að hugsa um að fara út úr landinu, að leitast við að draga úr mönnum allan kjark og viðleitni til pess að nota sér allt pað sem fósturjörð vor kann að hafa, enda eru nú komnir peir tímar, að vér ekki pegjandi tökum slíkum prédikunum, liverjir sem lilut eiga að máli. Án peninga-Banka getur ekkert land komist neitt á veg. Jafnhliða pví, sem oss ríður svo sérlega mikið á að hafa vakandi áhuga á pví, að setja oss vel inn í alla stjórn landsins, svo hún fari vel úr hendi, ríður oss ekki síður á pví, að útvega oss fé, til pess að geta unnið með. Án verkandi Capitals eða peninga getur ekkert land komist neitt á veg. Yér finnum allir bæði æðri sem lægri hvernig peningaskorturinn hnekkir öllum framförum. Yér rekum oss á jjetta á hverjum degi, og ár eptir ár, og pó erum vér ekki komnir enn svo langt, að landið eigi banka, eða nokkra pá pen- ingastofnun, er geti alvarlega bætt úr pessum jjörfum landsmanna. Sumir sem ættu einmitt að hvetja menn til jjess að koma upp banka, draga úr mönnum kjark- inn og einurðina til p.ess — peirra motto er: farið var- lega, pví enn pá er ekki kominn tíminn til slíks — peir hræða menn með alls konar grýlum, og taka jafnvel einstök dæmi sem komið hafa fyrir að bankar hafa orðið gjaldprota, eins og pað sé nokkur ástæða til pess eða sönnun fyrir pví, að bankar geti ekki staðist. Fyrir nokkrum árum síðan féll eitt stórt bankahús í Lundún- um upp á 9 milliónir pund sterling, sökum pess hvað stjórnendurnir voru skeytingarlausir og kærulausir með fje annara, og vildu einungis líta á sinn eiginn hag, en jjar fyrir hefir víst engum Englending dottið í hug, að pað væri hættulegt að halda við slíkum stofnunum. Nei, jjað er öðru nær, jjví peir eru svo skynsamir menn, að jjeir sjá, að öll verzlun og viðskipti manna eru ó- möguleg án peninga. Svo eru nokkrir sem halda pað, að banki ekki mundi geta staðist hér, sökum pess að liann hefði svo lítinn verkahring —- landið sé svo strjál- byggt og samgöngur allar svo örðugar. p>eir sem segja svo, hafa nokkuð til síns máls, en með peningunum sköpum vér samgöngurnar. Á meðan vér höfum engan banka og ekkert verkandi peninga-Capital, liggjum vér par sem vér erum komnir, og komumst ekkert á leið. En á hinn bóginn er oss líka gefið að sníða stakk eptir vexti, og hafa ekki bankann mjög stórann í fyrstu, en banka verðum vér að fá hið allra fyrsta, livað sem pað kostar. 22

x

Útsynningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útsynningur
https://timarit.is/publication/107

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.