Útsynningur - 19.10.1876, Blaðsíða 4

Útsynningur - 19.10.1876, Blaðsíða 4
—ÚTSYNNINGUE.— Sparisjóðurinn í Reykjavík, sem einnig er ein teg- und af banka, er búin að sýna pað, að menn vilja nota peningana á meðan peir fást, en liann er alveg ónógur að fullnægja núverandi kröfnm. Yér köllum hann ó- nógan, pegar með fullu veði eða ábyrgðarmönnum, pá fást opt og einatt ekki 200 krónur, pó líf liggi við. Hvað á nú petta lengi að gauga — máske pangað til priðjungurinn af öllu fólkinu er flutt búferlum til vest- urheims — pá verður, ef til vill, hægra að fara að stofna bankann. Eins og nú stendur, eru menn eins og bundnir á klafa sökum peningaskortsins. Einn bóndi sem hefir vöru til verzlunar fyrir t. d. 1000 kr., getur opt og einatt ekki pínt út úr kaupmanninum 100 kr. í peningum, og pað pó liann sé honum ekkert skuldugur áður. p>etta sjá menn að getur ekki gengið. Til hvers er að vera að tala um að bændurnir, sem margir eru við lítil efni, geti bætt jarðir sínar svo að nokkurt gagn sé í, pegar peir hvergi geta fengið peningana til pess að vinna með. Einn bóndi getur átt jörðina sem hann býr á, og par með gott bú. Nú vill hann gjöra veru- legar bætur á jörðunni; hann parf peninga til að launa vinnuna; hann parf peninga til pess að draga að sér ýmislegt, er par til útheimtist; pó hann setji bæði bú og jörð í pant, fær liann pá ekki, pví peir eru ekki til, og endirinn er pví að menn geta ekki og gera ekki neitt; pað parf ekki að brýna petta fyrir mönnum — petta sjá og reyna allir. — |>á er nú næst að tala um með fáum orðum, hvernig vér eigum að koma upp banka, og viljum vér hér nefna tvo vegu: Annar er sá, ef lielztu jarðeigendur gengju 1 Actiufélag, og létu jarðir sínar í veð fyrir vissri peningaupphæð, er peir lánuðu erlendis, stofnuðu síðan bankann, og leigðu svo út pen- ingana á móti föstu og lausu veði; pað er óefað, að slikur banki gæti vel staðizt. En sökum pess, að sam- heldnin er á mjög lágu stigi hjá oss, pá vildum vér heldur kjósa liina aðferðina, sem er, að stofnaður væri nokkurs konar pjóðbanki, og pingið setti allar stólsjarðirnar í veð fyrir pví fje eptir pví sem pær næðu til. petta má ske yrði of lítið, en lítill banki er pó miklu betri en enginn banki. Sá sem ekki er með mér hann er á móti mer. Frá einum kaupanda pjóðólfs. í 27. blaði pjóðólfs þ. á., kemur ritstjórinn með alllanga grein um kandídat Magnús Eiríksson í tilefni af veizlu, er nokkrir landar héldu Magnúsi í heiðursskyni, sem gömlum öld- ungi og góðum félagsbróður, og mátti þess vel geta með fá- einum orðum, en að koma með aðra eins sleggjudóma í lausu lopti eins og ritstjórinn, þar sem hann segir «að hann (o: Magnús) sé og verði talinn einn af hinum merkustu guðfræð- ingum, sem ísland hefir borið», undir það viljum vér ekki skrifa nú þegar. Yér getum frætt alla landa vora, sem ekki vita það, að kand. Magnús Eiríksson hefir gengið í berhögg við hina háleitustu lærdóma kristilegrar trúar; hann hefir með þeim mesta ofsa og svívirðilegustu orðum opinberlega þóttst geta sannað það, að friðþægingar kenningin um Krist væri tómt bull og vitleysa. Sú kenning er nú búin að standa í margar aldir, og hefir átt að mæta jafnmiklum görpum og Magnúsi, og stendur enn og mun standa, þó Magnús frá blautu barnsbeini hafi haft eða hafi komizt seinna á slíka sannfær- ingu, þá hefir hann ekkert leyfitil að dragaþað niður í fyrir- litningu og vansæmi, sem aðrir álíta heilagt, í það minnsta 23 verður hann að gjöra það með sæmilegri orðum, ef hann vill vinna nokkra sál á sitt mál. pó stóra bókin hans hafi áunn- ið honum nokkuð álit í Danmörku, Svíþjóð og pýzkalandi og það einungis eptir sögusögn pjóðólfs, þá segir það lítið, því Magnús er hvergi nefndur á nafn hvorki á Englandi, Frakk- landi né í Ameríku, sem merkilegur guðfræðingur og eru það þó þessi lönd, sem mikið kveður að í trúarefnum sem öðru. Vér þekkjum Magnús Eiríksson sem sómamann í öllu sínu «privat»dagfari, og berum því engann persónulegann kala til hans, en hvað hans fiestu trúarlegu rit snertir, þá eru þau flest öll búin til eptir aðra, og öfl hans reformatiska stefna gengur ei út á annað, en rífa allt niður, en byggja ekkert upp í staðinn. Bréf ráðgjafans fyrir ísland til landshöfðingja um kærur út af lagabrotum útlendra fiski- manna. petta bréf ráðgjafans má lesa í stjórnartíðindunum 1876, blaðsíðu 81., og er það einkar fróðlegt, þegar menn athuga allan þann óskunda, er Frakkar nú í mörg undanfarin ár hafa sýnt oss, með því að liggj a hér ár eptir ár, og fiska inn á fjörðum, svo það nemur mörgum þúsundum króna, án þess að gjalda nokkuð til landsins þarfa, auk þess, sem þeir opt og einatt bæta því ofan á, að þeir gjöra ýms spillvirki bæði á æðarvarpi og öðrum eigum manna. pó er allra fróðlegast að heyra kveinstafi hins danska ráðgjafa út af þeirri fyrirhöfn, er hann þykist hafa vegna umkvartana íslendinga gegn yfirgangi Frakka. A þessu bréfi er líka að sjá að hinn danski ráðgjafi hafi ekki afrekað stórt, oss til handa í þessu efni. Vér sem óskundann líðum erum ekki minna leiðir yfir hans kvörtun- um, en hann er yfir vorum — en eins og vér erum staddir, og staða vor er nú, höfum vér rétt á að slík málefni verði tekin til meðferðar, jafnvel þó vér vitum það opt og einatt komi fyrir lítið, Fylla kemur hér á hverju ári, og liggur hér mánuðum saman hingað og þangað inn á höfnum, en það gagn sem hún gjörir oss, verðum vér lítt varir við enn þá, annars er þetta fiskiveiðamál fyrir oss íslendinga ekkertkæru- leysismál. Hér í suðurparti Faxafióa hefir nú alveg verið nærfellt aflalaust í heilt ár, og virðist svo sem fiskurinn sé lagstur frá, hvort slíkt er að kenna yfirgangi útlendra fiskimanna getum vér ekki sagt með vissu, en hitt er víst, að enginn veit betur hvar skórinn kreppir að, en sá sem hefir hann á fæti. Krónublaðið. Vér verðum enn þá að skora á alla góða menn er óska þess að krónublaðið komist á fót eins og áður hefir verið um- getið í Útsynningi, að senda oss nöfn þeirra er vilja gefa actiur, svo vér getum í tíma leitað oss að ritstjóra, og upp á annan hátt hagað svo ráðstöfunum vorum að blaðið geti bvrjað að sumri komandi. Auglýsing. Með því að senda peninga, eður áreiðanlega innskript til kaupmanns W. Fischer í Reykjavík, geta þeir sern vilja pant- að hjá mér þessar vörur, sem búnar eru til úr Electro-Plate (nýsilfri), og sem almennt er farið að brúka í öllum heimin- um í staðinn fyrir silfur, bæði af því að það er eins fallegt, en miklu ódýrara. Presenterbakka, Brauðkörfur, Saltker, Fiska- spaða Sáldskeiðar, Rjómaskeiðar, Ivaffiskeiðar, Súpuskeiðar, Smjörkönnur, Kaffikönnur, Rjómakönnur, Sykurker, Plat de menager, Matskeiðar, Theskeiðar, Borðhnífa og gaffala og Ser- viethringi o. s. frv. Reykjavík 17. okt. 1876. Porlákur Ó Johmon. Ábyrgðarmaður: pORLÁKUR Ó. JOIINSON. Prentabur í prentsmiSju íslands, bjá Einaki Póebaksyni. 25

x

Útsynningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útsynningur
https://timarit.is/publication/107

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.