Útsynningur - 01.12.1876, Qupperneq 1

Útsynningur - 01.12.1876, Qupperneq 1
|Hann er svartur, svipillur, | Tieykjavik 1. desbr. |________________________________________samt er partur heiðríkur. Hreggv. Jíjóðin og í»ingið, 3. Yér viljum einnig minnast lítið eitt á frumvörp þau, er stjórnin leggur fyrir þingið. Eins og kunnugt er koma slík frumvörp aldrei fyr en rétt áður en þing byrjar, eru frumvörp þau því alveg ókunnug þjóð- inni. Vér hyggjum því, ef svo mætti vera, að það væri hentugra að frumvörp þessi kæmi t. d. með seinustu gufuskipsferð að haustinu til, áður en þingið kæmisam- an sumarið eptir, þannig að bæði þingmenn og alþýða í sameiningu fengi færi á að kynna sér þau, og sjá það allir, að þá væru menn miklu betur undirbúnir livað gjöra skyldi. þ>að er sjálfsagt, að fulltrúum þings- ins á að vera trúandi fyrir, að taka hið snjallasta ráð, en auðvitað er, að þeim væri þó miklu hægra, þegar þeir gætu vitað vilja kjósenda sinna, og komið þannig 1 veg fyrir vissa óánægju hjá þjóðinni, eins og t. d. liér heíir átt sér stað með launalögin. J>að er engan veginn vor meining með öllu því er vér að framan höfurn sagt um þingið, að vekja neina óvild eða mis- traust þjóðarinnar á þinginu, það er langt um fremur meiningin, að þingið, sem löggjafarþing framvegis, geti komist í það horf, að geta unnið virðingu og hylli þjóðarinnar. En menn verða vel að skilja það, að að- gjörðir þingsins standa undir dómi þjóðarinnar yfir höfuð að tala. [>að væri næsta undarlegt ef hún vildi leiða slíkt fram hjá sér, og ræða hvorki um það lof eður last. Oss fyndist slíkt ljós vottur um áhugaleysi og deyfð þjóðarinnar, því það er nú einmitt þingið, sem þjóðin setur allt sitt traust til. Nú verður ekki með sanni sagt, að pólitíkin sé það málefni, sem hverj- um einstökum og alþýðunni í heild sinni ekki komi við. Eins og vér höfum áður tekið fram, er það í það minnsta skylda hvers kjósanda, bæði að vita hvað gjörzt hefir á þinginu, og nákvæmlega að taka eptir, hvað hver einstakur þingmaður hefir lagt til málanna. þar á byggja rnenn hvernig þingmenn sínir hafa reynzt, og vér megum fullyrða, að það er eitt af því sem menn vantar, að menn lesa ekki nógu ýtarlega þingtíðindin, eða þá alls ekki. það er reyndar sagt, og það kann satt að vera, að slíkt er enginn skemtilestur, en hvað um það, hjá slíkum lestri geta menn ekki komizt, ef menn vilja nokkuð vita út eða inn livað gjöra skal og gjörzt hefir. J>að er því beinlínis skylda hvers eins nianns, sem nokkuð þarf að taka þátt í undirbúningi til þingsins, að lesa meir eða minna þingtíðindin. það er víst, að Alþingistíðindin breiðast allt of lítið út. Yér 25 þekkjum það, að alþýðan er ekki nijög mikið gefin fyrir það að kaupa bækur. J>ingtíðindin kosta reynd- ar ekki nema rúmar tvær krónur, en hér er aðgætandi eins og allir vita, að Alþ.tíð. eru gefin út á landsins kostnað, og verða víst nógu dýr þegar öllu er á botn- inn hvolft; oss finnst því að þjóðin hefði fulla heimild á að fá þingtíðindin gefins ef svo mætti að orði kom- ast, að það geti heitið nokkur gjöf, því að með þessu fyrirkomulagi sem nú er, séu þau seld, má segja að landsmenn borgi þau tvívegis, í það minnsta væri það betra, og langtum betra, en að láta þau jafnvel fúna niður og það þúsundum saman uppi á kirkjuloptinu þar sem þau nú eru geymd, og þar sem ekkert rúm er fyrir þau, og verður jafnvel að kosta peningum ti^ að annast þau og raða þeim niður. J>ó menn nú vildu segja, að þingtíðindin væru eklci lesin að heldur, þá eru þau eins vel komin á meðal þjóðarinnar eins og að liggja í bunka þar sem þau nú eru geymd; og það er þó víst, að einhver mundi kynna sér þau, ef þeim væri útbýtt á meðal landsmanna. Sumum kann nú að virðast, að vér höfum verið þinginu nokkuð nærgöngulir, en það er engan veginn gjört til þess að rýra þess virðingu, en hitt er satt, að mörgum mun hafa þótt aðgjörðir þess miður heppileg- ar í sumu á liinu fyrsta löggjafarþingi, þegar menn einmitt vonuðu eptir, að það mundi taka til óspilltra málanna. |>að er ekki hentugt fyrir oss, eins og hér ástendur, að láta vor mestáríðandi og alvarlegu málefni „bíða morguns“. Einkum hefir mörgum sýnzt þetta hálf undarlegt, þar sem þingið í allri vorri 30 árabar- áttu, hefir vissulega sýnt hina beztu framgöngu í þeim tveimur aðalmálum vorum, fjárliags- og stjórnarbótar- málunum, þrátt fyrir það ofurefli frá stjórninni, er það hefir átt við að berjast. Björninn er nú eklci nema liálfunninn enn þá, vér ætlum nú ekki að sinni að taka fram þær mein- lokur, sem mönnum finnast á Stjórnarskránni, enda hefir góður maður gjört það betur en vér höfum verið færir um. Yér meinum hina ágætu grein í Norðlingi 4 og 5. J>ar er slíkt allt vel og nákvæmlega tekið fram, og ætti hver maður að lesa þá grein, sem nokk- uð þarf eða vill hugsa um málefni vor. Oss ríður ef til vill aldrei meir en nú á, að halda flokki vorum sam- an og um fram allt, að nota vora beztu menn, þá sem vilja draga fram rétt þjóðarinnar. Menn leitast við, sem eðlilegt er, að gjöra hverri einstakann mann, sem 26

x

Útsynningur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útsynningur
https://timarit.is/publication/107

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.