Útsynningur - 01.12.1876, Blaðsíða 2

Útsynningur - 01.12.1876, Blaðsíða 2
—ÚTSYNNINGUR frjálsastann gagnvart öÖrum, en því undarlegra íinnst manni, að lieilar þjóðir skuli vera bundnar á Idafa — í slíku getur þö engin samkvæmni verið — því réttur heillrar þjóðar lilýtur þó að vera enn nú helgari, lield- ur en réttur hversu einstaks, liversu sjálfsagður sem hann er. það hlýtur hver skynsamur maður að sjá og játa, að vér sem þjóð, þó lítil sé, höfum fullkomna lieimt- ingu á, að fá öll þau þjóðréttindi. sem hyggð eru á fornum rétti vorum. Danir hafa hvorki numið hér eða byggt land, og lieldur ekki tekið oss með herskildi í fornöld, og þó svo hefði verið, þá hefði slíkur réttur litla þýðingu eptir öllum frjálslegum og eðlilegum mannrétti. Yér megum ekki láta slíkar grílur fæla oss, þó þær komi fram á þinginu, að vér fáum ekki þetta eða þetta lögleitt, nema það sé sniðið svo eða svo eptir vilja stjórnarinnar. Yér eigum einungis að hafa það hugfast, að hver skynsamleg og eðlileg krafa þjóðarinnar, hlýtur þó sigur fyr eða síðar. Menn geta búizt við því, eins hér eptir sem áður hefir verið, að ýmsir menn skjótist ef til vill úr flokki vorum, og gjörist liðhlaupar — en þá hina sömu á þjóðin sjálf að læra að þekkja úr, án þess henni sé bent á þá — það væri íllt ef það væri sagt um þjóðina, að hún vissi eigi hvort að sér sneri handarbak eða lófi. J>að vonum vér, að slíkt verði aldrei sagt með sönnu. Yér liöfum nú hér að framan minnst lítið eitt á embættismenn vora, en þó, þegar rétt er aðgætt, af engum kala til þeirra, vér höfum bent á, að takmörk- uð væri laun vissra manna meir en gjört liefir verið; en enginn mun geta sagt, að þeir annaðhvort séu eða hafi verið nein olboga börn þjóðarinnar — þvert á móti — ísland sýnist að hafa verið og er sannarlegt mjólkur- hús þeirra að sumu leyti, t. d. undir eins og menn eru skroppnir frá kennsluskólunum, jafnvel lítið eitt yfir tvítugt, eru menn vígðir til embætta, hver svo sem þau eru, opt í sömu vikunni, reyndar þó einkunn þeirra sé ekki sem allra bezt, og trúað fyrir vaudasömustu störfum þá þegar. Svo kann nú á að liittast á stund- um, að þetta geti gengið, en beri menn nú þetta sam- an við það sem er í Danmörku, eiga þeir þar töluvert örðugra uppdráttar, þar mega candidatar opt með bezta vitnisburði bíða, vér viljum til taka frá 5, 10—15 ára og hafa sjálfir ofan af fyrir sér, uns þeir þá að síð- ustu geta fengið góð embætti með því þó að sýna góðar meðmælingar, bæði fyrir reglusemi og árvekni í þeirri stöðu, sem þeir hafa verið í. Ef menn nú vilja vita, hvað það kostar landið, að búa til hvern embætt- ismann, þá er það ekki svo lítið fé, sem margur kann að hyggja. Yér viljum fyrst taka til hvað það kostar, að gjöra mann að stúdenti. Samkvæmt Alþingistíðind- unum kostar Latinuskólinn fyrir næstkomandi ár 1877 30872 kr. með 4 pC. vöxtum á ári, verður það allt til samans 32104 kr. Ef vér nú gjörum ráð fyrir, að meðaltalí, að 60 piltar séu í skólanum, og hver piltur sé 6 ár, pá kostar hver piltur landið (fyrir utan alla þá peninga, sem foreldrar og vandamenn kosta) 3210 krónur. Jegar nú prestaskólinn bætist við kostar liann á ári 12840 kr., þá sjá menn að þetta er ekki lítið 27 fé. Hvað læknaskólinn árlega kostar út af fyrir sig, verður ekki séð enn sem komið er. Eari rnenn nú til háskólans í Khöfn, verður liér nokkru öðru máli að gegna. Allir vita hvaða hlunnindi stúdentar hafa þar, en það fé er nú ekki beinlínis tekið úr landssjóði, en vita megum vér, að Danir vita hvað þeir gjöra; þeir vi]ja víst gjarnan liafa nokkuð fyrir snúð sinn og snældu, þeir liafa búið sér til margan góðan liðs- mann á þann hátt. J>að er nú ekki svo að skilja, að vér teljum fé þetta eptir, eða jafnvel ekki álítum því vel varið, þegar vér fáum pjóðholla og góða em- bættismenn fyrir alla peningana, en svo mikið er víst, að hver einstakur sem hér á hlut að máli, hlýtur að finna skyldur sínar gagnvart þjóðinni. Fáein orð nm menntun kvenna. Eitt af því, sem nú á seinni tímum hefur mikið verið talað um bæði í ræðum og ritum í öllum hinum menntuðu löndum, er menntun kvenna. Menn eru loksins farnir að sjá það æ betur og betur, hversu þær bafa setið á hakanum fyrir allri menntun, og enn þá á það langt í land þangað til þær fá jafnrétti við karlmenn í þessu efni. Á Englandi sjálfu, þar sem yfir höfuð er þó farið vel með kvennfólk, hefir menntun þess fyrrum verið á mjög svo lágu stígi, nema hjá ríkisfólki, óg það hefir ekki verið gaumur að þéssu gefinn alvarlega þangað til nú á seinni árum. Jafnframt því sem ýmsir af á- gætismönnum þeirra, hafa látið til sín taka í þessu efni, hafa þeir mætt sterkri mótspyrnu frá sumum, er þykjast sjá það fyrir, að verði farið alvarlega að mennta kvennmanninn, þá muni hún gleyma ætlunarverki því, er Skaparinn hefir ætlað lienni, verði óliæíileg til þess að verða kona og móðir, og jafn- vel að síðustu taka öll ráðin af karlmönnunum, svo öll stjórn og allt skipulag fari á ringulreið — það er því ckki að furða, þó slíkir piltar, sem hugsa þannig yrðu óðir og uppvægir, þegar alvarlega var farið að tala um það að stofna kvenna- skóla alstaðar út um landið, og jafnvel háskóla í borgum. Einn sómamaður í London að nafni Holloway gaf stóra bygg- ingu, og lét þar með fylgja fallega bókhlöðu, og nægilegan sjóð til þess að launa 6 kennurum. J>essi bygging er nú há- skóli fyrir kvennfólk. þó vér séum alls ekki á þeirri skoðun, að það væri æskilegt að allt kvennfólk yrði sprenglært, og færi að leggja sig eptir alls konar vísindum eins og karlmenn, þá álítum vér það eins heillaríkt fyrir mannfélagið, að kvenn- maðurinn fái þá menntun sem á við hennar hæfi og stöðu í lífinu, því hún er einkar vandasöm bæði sem móðir, kona, systir og þjónusta. Af meðferð þeirri, sem margur einn kvenn- maður hefir orðið að líða frá karlmannanna hálfu, hefir hún haft fulla orsök til að álíta, að maðurinn skoði hana sem þjón- ustu en ekki sem jafningja, og má segja að sambúðin hafl orðið, sem von er, að því skapi opt óskemmtileg og óeðlileg. það sem vér helzt vildum taka fram með þessum fáu orðum, er að brýna fyrir rnönnum hér á landi órétt þann, sem kvenn- fólk okkar hefir orðið að bera með þögn og þolinmæði núna í mörg hundruð ár, og nú er kominn meir en tími að ráða bót á slíku. það er sjálfsagt, að nú er farið að votta fyrir áhuga manna í þessu efni, og er það sannarlega gleðilegt, þar sem nú eru stofnaðir kvennaskólar bæði í Reykjavík og á Ak- ureyri — og óskum vér þeim allrar hamingju og blessunar. Eptir því sem til hagar hjá oss, getur verið mikið spursmál um, hvort ekki væri betra að hafa kvennaskólana upp í sveit, þar sem stúlkurnar gætu lært hið verklega um leið, bæði mat- artilbúning og fleira, og er vonandi þeir komi með tímanum, en enginn mun samt geta neitað því, að þær læri margt nyt- samlegt í þessum litla skóla, sem hér er stofnaður. það verð- ur ekki strax á allt kosið. Foreldrar sem eiga dætur jafn- framt því sem þeir eiga syni, mega ekki gleyma því, að 28

x

Útsynningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útsynningur
https://timarit.is/publication/107

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.