Alþýðublaðið - 25.02.1921, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 25.02.1921, Blaðsíða 3
ALÞYÐUBLAÐIÐ 3 6ummis6lar og hælar beztir og óiýrastir hjá Qvannbergsbrslrnm. með 58,000 meðlimum Greinir þar ekkert á, nema brottrekstur- inn. Nýi flokkurinn (Partitio com- munista Italiano) gekk þegar í gja Internationale, en samkvæmt lög- um þess verður hinum flokknum (Partítio socialista Itaiiano) vikið brott, Samt eru þeir hreinir bylt- ingamenn. Fyrir skömmu samþyktu spansk- ir socialistar að ganga í jja Xnt- ernationale, sama gerðu og skoð- anabræður þeirra í Uruguay. í haust gekk meirihiuti þýskra ó háðra socialista í kommúnista- flokkinn þar (Die komm. Partei Deutschlands). Norskir socialistar eru allir í 3ja Iatern., í Danmörku er nýstofnaður flokkur (Danmarks konimunistiske Parti) sem hyllir jja Xnternationale. Aðalblað brezkra verkamanna, ,The Daily Herald", er stjórnað af kommúnista o. s frv., enda eru nú flestir alþ.flokkar úti í heimi í 3ja Internationale. Þetta vildi eg benda Mgbl. á. 23. febr. Vinsamlegast Hendrik J. S. Ottósson. £ista tnanna sty rkurinn. Eg býst við að fleirum hafi orð- ið svo en mér, er þeir lásu i blöð- unum skrá yfir þá, er listamanna- styrk tengu þetta ár, að þeir hafi fylst undrun. Þar vantar tvo af þeim, er mest og bezt hafa lagt til málanna hin sfðurtu missiri, nefnilega Jóhannes Kfarval og Davíð Stefánsson. Hvað þarf tif þess að öðlast skerf af listamanna- styrkoum, úr því að þessir menn fá hann ekki? Þarf snild? Hver vili neita því, að þessir tveir menn eigi snild? Kjarvai er einmitt nú á síðustu missirum búinn að ávinna sér af* dráttarlausa viðurkenningu i Dan- irnörku meðal vitmanna á list; t. d. er hann í öllum blöðum talinn óyfirstfganiegur rauðkrítarteiknari, og fyrir myndir sínar úr Ítalíuför- iinnt fákk hann mikið hrós. Og hér á tandi hafa myndir eins og Skóg- arhöil brotið niður alUr mótbárur. Alls ekki er ofmælt að láta f ljósi þá eftirvæntingu, að Kjarval verði frægastur núlifandi fslenzkra mál- ara, verði hann ekki bældur fjár- hagslega Hvað Davíð snertir, þá er eins og dembt sé yfir mann fötu af köldu vatni. þegar maður uppgötv- ar að hann er ekki á skránni. Þegar tnaður hugsar til hinna fá- gætu ritdóma, sem hann fékk fyr- ir Ijóðabók sfna i fyrra, þá munu menn varla Iá mér þótt eg taki svo til orða. Því ritdómarnir voru fágætir um byrjanda, og hann að eins 24 ára gamlan. Og eg ímynda mér, að framtiðin muni ekki áfella ritdómendurna fyrir, að þeir hafi verið of ósparir á lofið. Þegar litið er til þessara tveggja manna, verður því naumast séð. að hin háttvirta úthlutunarnefnd hafi haft mjög stöðuga hliðsjón af snildinni, er þeir útbýttu styrkn um, — hvorki eins og hún er þegar komin í ljós, né heldur eins og gera má sér vonir um að hún verði — nema nefndin hafi álitið mennina vel efnum búna? Þó ekkil Slíkt getur ekki komið til mála: Kjarval er fjölskyldumaður, alveg nýbúinn að ávinna sér viðurkenn- ingu, og því ekki farinn að hafa þær tekjur af myndum sfnum, sem búast má við að seinna verði; auk þess nýbúinn að leggja í ferða- kostnað, þó að hann hafi haft til þess nokkurn styrk. Og Davíð staddur á kostnaðarsömu ferðalagi utanlands, beinlfnis til þess að leit- ast við að þroska gáfu sína og auðga anda sinn. Slíka viðleitni ætti að virða — að manni finst. Hún sýnir að hinn ungi maður ætlar ekki góðviljugiega að láta pund sitt fúna f jörðu, Og að endingu: Hvenær er helzt ástæða til að styrkja skáld og listamenn? Eg veit ekki hvort úthlutunarnefndin hefir sett sér nokkra slíka reglu, en mér finst hún Iiggja í augum uppi: Það er þegar þeir í æsku slökkvá öllu nið- ur um stundarsakir, fyrir því einu að gera eitthvað fyrir gáfu sína, sem þeir geti búið að alla æfi. Þá virðist mér vera hinn rétti tími til að styrkja listamanninn — ef menn hafa trú á honum. Þegar hann er sestur um kyrt og farinn að vinna fyrir sér, hvort heldur er með list sinni eða á annan hátt, þá virðist ástæðan minni. Fyrir þessu virtist nefndin hafa opin augun f fyrra, er hún veitti til- tölulega háan styrk til ferðalaga, jafnvei fólki sem annars var ekki vant að fá ríkisstyrk. Nú telur nefndin sig Ifklega hafa haft of lítið úr að spila, og f því væri eg sammála henni. En — svo eg endurtaki það — fyrst, skyldu menn ætla, er að sinna þeim, er í þann svipinn klffa þrftugan ham- arinn fyrir list sína, og síðan hinum. Stúdent. Matyöruvojfzl. „Von“ hefir fengið nýjar vörur. Jökulfisk, steinbftsrikling, þurran saltaðan þorsk, smjör fslenzkt, osta, kæfu, hangikjöt, saltað dilkakjöt, viður- kent gott, heil-mais mjög ódýran, allar nauðsynlegar kornvörur, kart- öflur, kaffii, export, strausykur, grænsápa, sódi, sólskinssápa, marg- ar tegundir af handsápum, niður- suða, margar tegundir, kjöt og fiskur, dósamjólk, rúsínur, sveskj- ur, appricots, epli, bláber, kart- öflumjöl, steinolíu, sólarljós, 74 au. pr. Htri. Gjörið svo vel og kynn- ist viðskiftunum í ,Von“. Vínsaml. Gunnai? Sigupðsson. ^lþýÖuMadid er ódýrasta, íjölbreyttasta og bezta dagblað landsins. Kaup- ið það og lesið, þá getið þið aldrei án þess verið. F»ði fæst. Einnig einstakar máltfðir. — Café Fjallkonan. Alþbl. er blað allrar alþýðu. Ritstjóri og ábyrgðarmaður : ólafur Friðriksson. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.