Fréttablaðið - 21.08.2001, Page 22

Fréttablaðið - 21.08.2001, Page 22
22 FRÉTTABLAÐIÐ 21. ágúst 2001 ÞRIÐIUDAGUR HRAÐSODIÐ BERCÞÓRA VALSDÓTTIR framkvæmdastjóri . Samráð er lykilatriði HVAÐA reglur gilda um útivistartíma barna? Þaö er ósköp einfalt. Börn tólf ára og yngri mega ekki vera ein á al- mannafæri eftir kl. 20 á veturnar, eða frá og með fyrsta september til fyrsta maí og eftir klukkan 22 á sumrin. Börn á aldrinum 13-16 ára mega ekki vera úti eftir klukkan 22 á veturnar og eftir klukkan 23 á sumrin. Undantekningarnar frá þessu eru ef að börn eru á heimleið frá skólasamkomum eða íþróttaæf- ingum. Þrátt fyrir að íþróttafélög reyni að ljúka æfingum innan úti- vistartíma þá er svo mikil aðsókn að það hefur ekki gengið alveg upp. Sömuleiðis er það ekki brot á regl- um ef krakkar eru að koma úr heim- sókn frá vinum sínum, ef þau fara beinustu leið heim. HVERNIG er best fyrir foreldra að fylgja reglunum eftir? Þessar reglur verður að halda eins og aðrar reglur samfélagsins. Sam- ráð er lykilorðið hér og foreldrar verða að gera með sér samkomulag um að vera löghlýðnir borgarar í þessum efnum sem öðrum. Mikil- vægt er að foreldrar ræði um úti- vistartíma í upphafi skólaársins. Foreldrar verða að vera sjálfum sér samkvæmir og fylgja reglunum eft- ir alveg frá upphafi skólagöngunnar. Það þýðir lítið að ætla að fara að setja krökkum reglur þegar þau eru komin á unglingsaldur. HVERS vegna er haustið mikilvægur tími er kemur að útivistarreglum? Á haustin safnast krakkarnir saman eftir sumarið, þegar krakkar eru meira í sitthvoru lagi. Eins og eðli- legt er þá er vilja krakkar oft prófa rammana á þeim tíma og ábyrgð for- eldranna því mikil. HVERT er mikilvægi reglna um úti- vistartíma? Þær eru börnunum okkar fyrir bestu, það er ekki flóknara en það. Við höfum lagt áherslu á þessa nálg- un. Það er mjög mikilvægt að börn skilji að það er alls ekki verið að refsa þeim með því að setja slíkar reglur. Fjöldi ofbeldisverka og nauð- gana og þess háttar sýnir okkur að samfélagið í dag er alls ekki það sama og var fyrir tuttugu árum síð- an og reglur um útivist því nauðsyn- legar. HAFA reglurnar skilað árangri? Já það er óhætt að segja það. Það er sífellt meiri samhugur í foreldrum um málið sem er mikilvægt. For- eldrar mega alls ekki falla í þá gryfju að hlusta á þegar börn fara að bera sig saman við önnur börn og segja að þau megi vera úti lengur. Það er fylgir unglingsárunum að reyna á mörkin og það er okkar for- eldranna að setja þau mörk. ■ Bergþóra V/alsdóttir er framkvæmdastjóri Sam- foks, Samtaka foreldrafélaga og foreldraráða í grunnskólum Reykjavíkur. Donald Woods látinn: Barðist gegn aðskilnaðar- stefnunni höfðaborc. ap. Donald Woods, blaðamaður, sem barðist hat- rammri baráttu gegn aðskilnaðar- stefnunni í Suður-Afríku, lést sl. sunnudag. Woods, sem var 67 ára gamall, lést af völdum krabba- meins. Nelson Mandela, fyrrum forseti Suður-Afríku, minntist Woods í gær og sagði hann hafa verið óþreytandi í baráttunni gegn kynþáttahatri og mismunun. Woods stofnaði og ritstýrði dagblaðinu Daily Dispatch í S-Afríku. Hann var góður vinur Steves Bikos, leið- IFRÉTTIR AF FÓLKII Lesendur vefritsins Deiglunnar eru varaðir við heimasíðu tó- baksverslunarinnar Bjarkar í Bankastræti í nýrri frétt. Bent er á að þar sem upplýsingar um vöruúrval verslunarinnar sé að finna á síðunni sé innihald hennar ólöglegt, „ólöglegra en argasta klám,“ segir í fréttinni sem skrif- uð er í hæðnistón. Gluggi tóbaks- verslunarinnar var notaður í listaverk á Menningarnótt sem vakti mikla athygli en listamaður- inn deildi í því á nýju tóbaksvarn- arlögin sem hafa verið nokkuð umdeild í þjóðfélaginu. Margir hjólakappar leynast á Vestf jörðum, svo mikið er víst. Sl. sunnudag tóku tólf sig til og hjóluðu upp á Straumnesfjall sem er í Hornstrandafriðlandi á milli Aðalvíkur og Rekavíkur, bak við Látur. Að því er fram kemur á fréttavef Bæjarins besta, voru þeir fljótustu eina og hálfa klukkustund en þeir sem lengstan tíma tóku voru fjórar klukku- stundir. Ekki fer sögum af hvaða kappar voru á ferð en hugmyndin mun hafa komið frá Henrý Bær- ingssyni sem starfar hjá Horn- ströndum ehf. Hljómsveitin Coldplay er væntanleg innan tíðar til fs- lands en hún heldur tónleika í Laugardalshöll á miðvikudags- kvöld. Þrátt fyrir að eiga sér stóran aðdáendahóp hér á landi, eins og sjá má á plötusölu sveitarinnar, þá er áhuginn ekkert í líkingu við áhug- ann sem var á tónleikum þýsku hljómsveitarinnar Rammstein fyrr í sumar. Eins og kunnugt er þá seldist upp á tvenna tónleika Rammsteiri á stuttum tíma en enn eru lausir miðar á Coldplay. Suðurnesjabúar geta nú keyrt Gokart-bíla allan sólarhring- inn, segir Stefán Guðmundsson, eigandi Reis-bíla, sem er fyrir- tækið sem rekur gokartbrautina í Reykjanesbæ. Að því er fram kemur í Víkurfréttum er nefni- lega búið að setja upp nýja ljósastaura við brautina og hefur lýsingin batnað um 70%. Ekki fylgir þó sögunni hvort að opnun- artími brautarinnar hafi verið lengdur. Mikið átak hefur staðið undan- farin ár til að bæta húsakost grunnskóla til að unnt sé að ein- setja þá eins og gert er ráð fyrir í grunnskólalögum frá árinu 1996. A þessu hausti verða tveir grunn- skólar í Reykjavík, Álftamýrar- skóli og Ártúnsskóli einsetnir. Þá eru 90% grunnskóla Reykjavíkur einsetnir en fjórir skólar af fjöru- tíu eru enn tvísetnir. að vakti athygli sjálfstæðis- manna sem ætluðu að taka þátt í undirbúningi landsfundar að í auglýsingu í Morgunblaðinu þar sem áhugasamir voru hvattir Cagnrýni Woods á aðskilnaðarstefnu s- afrískra stjórnvalda varð til þess að hann hraktist úr landi. toga hreyfingar blökkumanna í landinu, sem lést af völdum pynt- inga í fangelsi. Vinátta þeirra var meginefni myndar Richards Atten- borough, Cry Freedom, sem frum- sýnd var 1987. ■ Delta Kappa Gamma: Evrópuþing í Svíþjóð EVRÓPUÞINC. Ellefu ís- lenskar konur sóttu í ágústbyrjun Evrópu- þing Delta Kappa Gamma, sem eru al- þjóðasamtök kvenna í fræðslustörfum. Sigrún Jóhannsdótt- ir, fyrrverandi for- seti Landssamtak- anna, flutti erindi um fullorðins- fræðslu á íslandi. Sigrún greindi ein- nig frá íslenskri rannsókn um gæði samstarfs karla og kvenna í ákvarðanatöku. Markmið samtak- anna er að efla tengsl kvenna í fSLENSKU ÞÁTTTAKENDURNIR. Á myndinni má sjá fyrir miðju Sigrúnu Jóhannsdóttur og Ás- laugu Brynjólfsdóttur, núverandi formann landssamtakanna. fræðslustörfum og stuðla að auknum fræðilegum og persónu- legum þroska þeirra. ■ Einleikur undra- barns í Sydney Ungur Keflvíkingur spilar í tónleikahöllum út um allann heim með amerískri sinfóníuhljómsveit. Kláraði stúdentinn 18 ára af raungreina- og tónlistarsviði. Fyllir í skörð hjá Sinfóníuhljómsveit Islands ef með þarf. unprabarn Þegar hornleikari sin- fóníuhljómsveitarinnar New Eng- land Youth Enfamble frá Was- hington D.C. í Bandaríkjunum veiktist fimm dögum fyrir tón- leikareisu um Skandinavíu og Rússland voru góð ráð dýr. Stjórnandi hljómsveitarinnar gat ekki hugsað sér að spila án hans og hafði heyrt af ungum manni á íslandi sem gæti mögulega fyllt upp í skarðið sem svo skyndilega hafði myndast. Það var haft sam- band við Sturlaug Björnsson - þá 15 ára pilt úr Keflavík - og hann spurður hvort að hann gæti ekki slegist með í reisuna þegar vél hljómsveitarinnar myndi milli- lenda á íslandi. Sturlaugur sló til og síðan eru liðin fjögur ár og fimm tónleikaferðir þar sem stað- ir á borð við Carnegie Hall í New York og litlar sveitakirkjur hafa verið lagðar að velli. „Ég spila á franskt horn og hef verið að gera það í þó nokkuð langan tíma,“ sagði Sturlaugur þegar Fréttablaöiöhafði samband við hann í gær. „í þessarri tón- leikaferð var ég að spila 1. horn- stöðu með hljómsveitinni og þetta er í fyrsta skipti sem að ég geri það,“ sagði Sturlaugur um tón- leikaferð sem nú er nýafstaðin. Það eru fáir íslendingar sem hafa stigið fæti inn í það hús sem Sturlaugur spilaði í nú síðast og vafalítið enn færri sem hafa tekið sig til og fengið að spila einleik. Hvorki meira né minna en óperu- húsið í Sydney dugði til og voru þar um 700 manns sem hlýddu á hann og klöppuðu svo upp. Sturlaugur er sannkallað undrabarn í tónlist því ásamt því að spila fyrir New England Youth Ensamble þá hefur hann tekið að Á TOPPNUM Sturlaugur kláraði stúdentinn aðeins 18 ára gamall af raungreina- og tónlistarsviði. „Borgar sig ekki að sóa neinum tíma," sagði hann metnaðarfullur þegar hann var spurður hvort að það væri ekki methraði. I dag er hann enn að nema tónlist ásamt því sem hann tekur til sín nemendur og spilar í tónleikahöllum út um allann heim. sér að fylla skörð sem stundum myndast hjá Sinfóníuhljómsveit íslands. Þá kennir hann einnig tónlist meðfara námi hjá Tónlist- arskóla Reykjavíkur. En er einhver staður sem þig dreymir um að spila á? „Ég get ekki sagt það. Fyrir mig þá skiptir það jafn miklu máli að spila í stórri tónleikahöll og að spila í lítilli kirkju. Það er fyrst og fremst tónlistin sem skiptir máli - ekki vettvangurinn. Ilann er aukaatriði," sagði Stur- laugur. omarr@frettabladid.is til málefnastarfs var þess hvergi getið að utanríkismálanefnd ætti að starfa á landsfundinum. Ein- hverjir flokksmenn veltu því fyr- ir sér hvort samstarfið í stjórnar- liðinu væri svo náið að framsókn- armönnum væru alfarið látin ut- anríkismálin eftir. Svo er ekki því við getum upplýst að innan skamms verður tilkynnt um hvernig undirbúningi fyrir utan- ríkismálastarf landsfundarins verður háttað. Gunnar Eyþórsson blaðamaður lést á heimili sínu í Reykja- vík á laugardaginn. Hann var 61 árs að aldri. Gunnar starfaði lengi á fréttastofu útvarps en vann sjálfstætt við ritstörf síð- ustu ár og ritaði m.a. reglulega greinar um erlend málefni í DV. Eftirlifandi sambýliskona hans er Hjördís Guðbjartsdóttir. „Hver var að taka til í her- berginu mínu?!"

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.