Fréttablaðið - 07.02.2002, Síða 2

Fréttablaðið - 07.02.2002, Síða 2
KJÖRKASSINN m Rúmlega fjórðungur lesenda vísis.is telur að Þorgeir Pálsson flugmálastjóri eigi að segja af sér vegna mistaka við stjómsýslu í máli Árna C. Sigurðs- sonar flugstjóra. Á flugmálastjóri að segja af sér vegna mistaka víð stjómsýslu í máli Áma C. Sigurðssonar flugstjóra? Niðurstöður gaerdagsins á www.visir.is 27% Spurning dagsins í dag: Var rétt af Halldóri Blöndal, forseta Al- þingis, að ávita Ögmund Jónasson fyrir að grípa fram i? Farðu inn á vísi.is og segðu þína skoðun Tóbakssala til unglinga: Úr 68% í 14% tilvika heilbricði Svo virðist sem eftirlit með tóbakssölu til unglinga yngri en 18 ára sé að skila árangri. í það minnsta benda niðurstöður Um- hverfis- og heilbrigðisstofu til þess að á rúmu ári hafi hlutfall þeir- ra staða sem staðnir hafa verið að því að brjóta þessi ákvæði tó- baksvarnarlaga lækkað úr 68% í 14% tilvika. Þessi niðurstaða kom í Ijós þegar þessi tóbakssala var könnuð í lok síð- asta mánaðar. Þá gátu unglingar keypt tóbak á 22 sölustöðum af 160. Hrannar B. Arnarsson formað- ur umhverfis- og heilbrigðis- nefndar Reykjavíkur segist vera ánægður með þessa niðurstöðu og þá ekki síst hvað kaupmenn hafa staðið sig vel. Framkvæmd eftir- litsins í janúar sem leið var með þeim hætti að unglingar í fylgd starfsmanns íþrótta- og tóm- stundaráðs og heilbrigðisfulltrúa fóru á milli sölustaða þar sem unglingarnir óskúðu eftir því að fá keypt tóbak. Færi sala fram fór heilbrigðisfulltrúi inn á staðinn, gerði sölumanni grein fyrir mál- inu, skilaði tóbakinu og skrifaði eftirlitsnótu. Unglingarnir sem þátt tóku í eftirlitinu eru í 9. bekk grunnskóla. Áður hafði verið afl- að samþykkis foreldra fyrir þátt- töku þeirra. ■ HRANNAR B. ARNARSSON Segist vera ánægður með árangurinn og hlut kaupmanna. Jóhannes í Bónus um nýjar reglur frá ESB: Útilokar ekki innflutning á bílum BÍLAR „Það hefur nú ekki komið til greina ennþá. Maður hefur nú stundum hugsað um þetta í gegn- um árin. Það er ekkert sem mælir á móti því ef við sjáum fram á að við getum gert betur en gert hef- urverið," sagði Jóhannes Jónsson í Bónus aðspurður hvort fyrirtæki hans ætli að hefja innflutning og sölu á bílum. Nýjar reglur frá Evrópusambandinu um aukna samkeppni í bílasölu munu brátt taka gildi hér á landi fyrir tilstilli EES samningsins. Samkvæmt þeim verður einkaumboð bílasala afnumið sem þýðir að stórmark- aðir geta boðið upp á bíla til sölu. „Þetta er nú alveg nýtilkomið og við höfum ekki skoðað þetta,“ sagði Jóhannes. Aðspurður hvort fyrirtæki hans myndi bjóða upp á Bónusbíla sagði hann að slíkt hefði ekki verið rætt. „En við skulum bíða og sjá hvort þetta verði að veruleika. Við höfum víða sambönd svo það er aldrei að vita.“ Einnig bls. 8 FRÉTTABLAÐIÐ 7. febrúar 2002 FIMMTUDACUR Sharon hittir Bush í dag: Bush sKti tengslin við Arafat jerúsalem. ap. Ariel Sharon, forsæt- isráðherra Israel, hittir George W. Bush, Bandaríkjaforseta, í dag. Sharon hefur sagt að hann ætli að hvetja Bush til þess að slíta öll tengsl við Yasser Arafat, leiðtoga Palesínumanna. Arafat hefur kvart- að yfir því að Bandaríkjamenn dragi mjög taum ísraela. Bush sé í raun að hvetja þá til að halda áfram árásum á Palestínumenn með því að bjóða Sharon í sína fjórðu heim- sókn á ári. Embættismenn Palest- ínumanna sögðu í gær að Banda- ríkjamenn væru að reyna að semja um vopnahlé á nýjan leik. Varnar- málaráðherra ísrael, Ben-Eliezer, segir Arafat ekki lengur eiga rétt á aðild að viðræðunum. ■ BEN-ELIEZER, VARNARMÁLARÁÐ- HERRA fSRAEL Hann kom til Bandaríkjanna í gær og hitti Dick Cheney, varaforseta Bandaríkjanna, í gær. Ben-Eliezer hvatti Bandaríkjamenn til þess að hefja viðræður við ný leiðtogaefni Palestinumanna og hætta að ræða við Arafat. Ögmundur Jónasson á Alþingi: Víttur fyrir ummæli um háttvísi Híilldórs Blöndal alpinci Halldór Blöndal, forseti Alþingis, vítti Ögmund Jónasson, þingflokksformann VG, fyrir að grípa fram í fyrir sér í ræðu á þingi í gær. Þingmenn VG höfðu deilt á stjórnina fyrir að umræðu um skýrslu Byggðastofnun- ar hefði ekki verið haldið áfram. Hún var til umræðu 11. desember. Þingforseti var í ræðustóli að skýra ástæður fyrir því þegar Ög- mundur greip fram í fyrir VÍTTUR Ögmundur var víttur fyrir að honum. Halldór sagðist hafa grípa frammí fyrir mundur væri víttur fyrir haldið að þingmenn kynnu þingforseta. ummæli sín. I þá háttvísi að grípa ekki frammí fyrir forseta Alþingis þegar hann væri að tala. Ögmundur svaraði því með því að grípa aftur frammí fyrir þingforseta með orð- unum. „Það þekkir hann allavega, háttvísina." Gall þá við frá öðrum þing- manni að réttast væri að víta Ögmund fyrir um- mæli sín. Eftir að hafa gluggað í fundarsköp Al- þingis tók Halldór aftur til máls og tilkynnti að Ög- Rádherra segir sér óheimilt að úrskurða um Atlantsskip Utanríkisráðuneytið segir ráðherra óheimilt að úrskurða um fram- kvæmd Atlantsskipa á sjóflutningum fyrir varnarliðið. Formaður Sjó- mannafélags Reykjavíkur segir svarið Hútúrsnúning“. Lögbann var í gær sett á aðgerðir félagsins í Njarðvíkurhöfn gegn Atlantsskipum. félacsmál Embætti sýslumannsins í Keflavík setti í gær lögbann á að- gerðir Sjómannafélags Reykjavík- ur og Verkalýðs- og Sjómannafé- lags Keflavíkur gegn skipi Atl- antsskipa í Njarðvík. Verkalýðsfélögin hættu því strax aðgerðum til að hindra upp- skipun úr skipinu sem er í sigling- um fyrir Bandaríkjaher. Um er að ræða hollenskt Ieiguskip með er- —4— lendri áhöfn, að Lög og aðrar mestu frá FiJ'PPS- réttarheimildir edum: ,, .Feþgin veiti ráðherra vlfJa aá ahöfnin fai ekki heimild g>;eitt, samkyæmt til að úrskurða lslenskum kJara- um gildi sammngum. ___• Jonas Garðars- . ® .. . son, formaður Sjó- eru^|ð,ra mannafélags miHmkja- Reykjavíkur, seg- samningum. ist telja að lög. —♦.......... bannsúrskurður- inn byggi ekki á málefnalegri af- greiðslu. „Það er ekki sjáanlegt að það sé tekið tillit til málsatvika. Hins vegar verða Atlantsskip nú að höfða staðfestingarmál vegna lög- bannskröfunnar fyrir héraðsdómi innan sjö daga. Við erum spenntir að fá að flytja okkar mál þar,“ seg- ir Jónas. í desember sl. sendi Sjómanna- félag Reykjavíkur stjórnsýslu- kæru til utanríkisráðuneytisins vegna framkvæmdar Atlantsskipa á milliríkjasamningi íslands og SJÓMANNAFORINGI f STÓRRÆÐUM Jónas Carðarsson, formaður Sjómannafélags Reykjavlikur, átti samskipti við lögregluna I Keflavík í gæ vegna Atlantsskipa. Myndin var tekin þegar Jónas ræddi við hafnfirska lögreglumenn vegna aðgerða sjómanna í Straumsvíkurhöfn (fyrra. Bandaríkjanna. Óskað var eftir úrskurði ráðherra um gildi samn- ingsins milli Atlantsskipa og varnaliðsins um sjóflutninga fyrir varnarliðið. Einnig var krafist úr- skurðar um framkvæmd samn- ingsins með tilliti til varnarsátt- málans og samnings þjóðanna um sjóflutningana. Svar barst frá utanríkisráðu- neytinu um mánaðamótin. Þar sagðist ráðuneytið ekki geta orðið við kröfu um úrskurð. M.a. kemur þar fram það álit að lög og aðrar réttarheimildir veiti ráðherra ekki heimild til að úrskurða um gildi samninga sem eru byggðir á milli- ríkjasamningum. Jónas segir svar ráðuneytisins aðeins vera „útúrsnúning". „Ráðu- neytinu ber að úrskurða um fram- kvæmd varnarsamningsins. Þeir koma sér laglega undan því með að taka ekki efnislega á kærunni. Við þurfum því að senda þeim er- indi aftur. Við hljótum að eiga að fá málefnalegt svar,“ segir hann.. Lögbann á aðgerðir sjómanna- félags Reykjavíkur gildir í 21 dag. Næst er von á skipi Atlantshafs- skipa eftir 24 daga. gar@frettabladid.is DÓMSMÁLARÁÐHERRA í lok tímabilsins verði þeir sem slasast al- varleg eða látast innan við 120 á ári. Umferðaöryggisáætlun til næstu 10 ára: Enginn látist í umferðar- slysum uMFERÐARðRYCCi í gær kynnti dómsmálaráðherra, Sólveig Pét- ursdóttir ásamt starfshópi nýja umferðaöryggisáætlun til næstu tíu ára þ.e.2002 til 2012. Megin- markmiðið sem starfshópurinn setti fram er að ísland verði fyrir- myndarland í umferðaröryggis- málum árið 2012. Stefnt verði að því að banaslysum og öðrum al- varlegum slysum fækki um 40% fyrir lok tímabilsins. í máli ráð- herra kom fram að markmið fyrri áætlunar sem gekk í gildi 1997 hefðu náðst að hluta. Ekki væri enn samræmd slysaskráning um landið en það væri í vinnslu að koma henni á. Á hinn bóginn sagði ráðherra að markmið um að færri en 200 myndu látast eða slasast al- varlega á ári fyrir lok viðmiðun- artímabilsins hefði náðst árið 2001 þrátt fyrir verulega fjölgun bifreiða. Óli H. Þórðarson fram- kvæmdastjóri Umferðaráðs sagði meðal annars að skortur væri á tækjum til að geta fylgst með lyfjanotkun ökumanna og í áætl- uninni væri gert ráð fyrir að bætt yrði úr því. Ennfremur sagði Óli að nauðsynlegt væri að stórauka umræðuna um syfju því það væri dulið vandamál í umferðinni. ■ Úrskurðarnefnd vátryggingamála skilar að jafnaði 100 úrskurðum gegn trygginga- félögunum árlega: Brotleg tryggingafélög nafngreind í Danmörku tryccincamál Úrskurðarnefnd í vátryggingamálum skilaði 250 úr- skurðum á síðasta ári. í rúmum þriðjungi málanna var komist að þeirri niðurstöðu að tryggingafé- lag hefði brotið á viðskiptavini sínum. Neytendasamtökin, Sam- band íslenskra tryggingafélaga og viðskiptaráðuneytið stofnuðu nefndina árið 1994. Síðan þá hafa meira en 1.500 úrskurðir gengið sem jafngildir einum úrskurði hvern virkan dag frá stofnun. Rúnar Guðmundsson, lögmað- ur í Fjármálaeftirlitinu og formað- ur nefndarinnar, sagði samkomu- lag hafa orðið við stofnun nefndar- innar að málsaðilar yrðu ekki opinberum gögn- um. Úrskurðirnir væru því birtir án nafngreiningar á heimasíðu Fjár- málaeftirlitsins. Um framkvæmd í nágrannalöndum sagði Rúnar að hjá hliðstæðum nefndum í Dan- mörku væru tryggingafélög nafngreind. Hann tók ekki afstöðu til þess hvort slíkt JÓHANNES GUNNARSSON Nafngreining tryggingafélag- anna gæti haft þýðingu fyrir neytendur. væri eðlilegt hér á landi. Jóhannes Gunnarsson, formað- ur Neytendasamtakanna, er þeirr- ar skoðunar að nafngreining gæti verið neytendum til hagsbóta. „Það er alveg rétt að slíkar upplýs- ingar gætu haft þýðingu fyrir neytendur, en ég minni á þessi regla er samkvæmt samkomulagi við tryggingafélögin," sagði Jó- hannes. „Við ráðum ekki alltaf ferðinni þegar við gerum sam- komulag við aðra og erum að reyna að tryggja hagsmuni neyt- andans. Við náum því ekki alltaf fram sem við hefðum í upphafi óskað.“ Jóhannes tók þó fram að FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ Úrskurðarnefnd vátryggingamála hefur fjallað um hátt í 2.000 mál á sjö árum. Málsskot kostar 5.000 krónur. meginatriði málsins væri að koma nefndum af þessu tagi á stofn. Um 80% mála sem nefndin fjallar um varða árekstra öku- tækja. Rúnar segir að þar séu oft umtalsverðir fjárhagslegir hags- munir í húfi, enda komi líkamstjón mikið við sögu. Nefndin taki þó ekki ákvarðanir um bótafjárhæðir nema með samþykki aðila. í flest- um tilfellum sé aðeins úrskurðað um réttarstöðu. „Þetta er í það minnsta ódýr og tiltölulega fljót- virk leið til að ná fram lausn ágreiningsmála." Sjá einnig bls. 4 mbh@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.