Fréttablaðið - 07.02.2002, Síða 8

Fréttablaðið - 07.02.2002, Síða 8
8 FRÉTTABLAÐIÐ 7. febrúar 2002 FIMMTUDAGUR [lögreglufréttir Þrjú minniháttar umferðar- óhöpp urðu í Kópavogi í gær. Engin meiðsl urðu á fólki en nokkrar skemmdir urðu á farartækjunum sem í hlut áttu. „Það er eins og snjórinn komi fólki alltaf jafn mikið á óvart,“ sagði varðstjóri hjá lögreglunni í Kópavogi. ..... Ekið var á hross klukkan korter í fimm á Sauðár- króksbraut í Skagafirði í gær- morgun. Hrossið drapst en öku- manninn, sem var einn á ferð, sakaði ekki. Bíll hans var hins vegar óökufær og stórskemm- dur eftir ákeyrsluna, að sögn lögreglunnar. Grafið undan samkeppnislögum: Verslunarráð gagnrýnt á þingi stjórnmál Hart var deilt á Verslun- arráð og Vilhjálm Egilsson, for- mann efnahags- og viðskipta- nefndar og framkvæmdastjóra Verslunarráðs, í byrjun þingfund- ar á Alþingi í gær. Lúðvík Berg- vinsson, þingmaður Samfylkingar, gagnrýndi Verslunarráð fyrir að krefjast þess að viðskiptaráðherra tæki fram fyrir hendurnar á dóm- stólum og lögreglu með því að úr- skurða um lögmæti húsrannsóknar Samkeppnisstofnunar hjá olíufé- lögunum. Lúðvík sagði því líkast að menn undirbyggju aðför að samkeppnislögum. Valgerður Sverrisdóttir, iðnað- ar- og viðskiptaráðherra, sagði ráðuneytið vera að fara yfir hvort erindi Verslunarráðs væri þess eðlis að ráðuneytið ætti að kanna aðgerðir Samkeppnisráðs. Slíkt kæmi í ljós á næstu dögum. Fyrr væri of snemmt að segja hvort far- ið yrði að beiðni Verslunarráðs. Ýmsir þingmenn gagnrýndu Verslunarráð og Vilhjálm. Bar hann loks hönd fyrir höfuð sér. Sagði hann athyglisvert að þing- mönnum Samfylkingar virtust vera þeirrar skoðunar að ráðherr- ar ættu ekkert að skipta sér af þó mörgum þætti pottur brotinn hjá stofnun sem undir þá heyrði. Hús- rannsóknin væri lögreglurannsókn og vegið hefði verið að einkalífi starfsmanna. ■ Vilhjálmur Egilsson var harkalega gagn- rýndur af þingmönnum stjórnarandstöðu. Markaðsstjóri Toyota: Verið að gera kerfið flóknara bílar „Við heyrðum af þessu fyr- ir um fimm til sex árum en vitum í raun og veru mjög lítið hvaða áhrif þetta hefur. Við höfum ver- ið að undirbúa okkur fyrir þessar reglur og erum vel í stakk búnir að takast á við þær,“ sagði Björn Víglundsson, markaðsstjóri P. Samúelsson sem flytur inn Toyota bifreiðar. Fyrirhugaðar eru breytingar á reglum um bíla- sölu hjá Evrópusambandinu sem taka einnig gildi á EES svæðinu. Með breytingunum þarf P. Samúelsson að selja öllum bíla sem vilji kaupa. Áður mátti fyrir- tækið t.d. ekki selja öðrum dreif- ingaraðila. Björn telur að nýju reglurnar muni fyrst og fremst hafa áhrif á þá sem eigi umframlager, þar sem kostnaðurinn við að halda úti slíkum lager sé mikill. Björn seg- ist lítið vita um hvaða áhrif þetta hafa á samkeppni en hingað til hafi hver sem er geta flutt inn Toyota bifreiðar. P. Samúelsson beri hinsvegar ekki ábyrgð á vör- um sem þeir selji ekki. Aðspurður um hvort þetta muni lækka verð á bílum sagði Björn. „Það eru vangaveltur um það. Við höfum okkar upplýsing- ar fyrst og fremst frá Toyota og þeir vilja meina að það verði eng- in sparnaður til með þessum reglum. Það er verið að gera kerfið miklu flóknara ef eitthvað er og þá er erfitt að átta sig á því hvar sparnaður verður." ■ Tilboð á þvottavélum mámrnm. Tricity Bendix 52.990 kr þvottavél 1000sn. tekur 4,5 kg Verð áður: 65.990 kr. mm HÚSASMIÐJAN Sími 525 3000 • www.husa.is Launamunur á milli kynja hefur minnkað Launakönnun VR. Vinnutími hefur styst um rúma klukkustund á viku. Laun afgreiðslufólks á kassa hækkuðu um 18%. kjaramál í niðurstöðum könnunar á launum félagsmanna í Verslunar- mannafélagi Reykjavíkur fyrir árið 2001 kemur fram að launa- munur kynjanna hefur minnkað úr 18 í 16% frá könnuninni árið 2000. Vinnutími hefur styst um rúmlega eina klukkustund á viku, laun af- greiðslufólks á kassa hafa hækkað um 18% en meðallaun verslunar- # manna hækkað um , .. 8%. Hins vegar Launakonnun- hafa hæstu laun in symr að staðið í stað á milli verulegur ar- ara. ^ sama tíma angur hefur 0g þessar hækkan- náðst í þeim lr hafa att sér stað málum sem hækkaði launavísi- VR hefur lagt talan um 9,14% frá áherslu á. hausti 2000 til —+— sama tíma í fyrra. Það var Félagsvís- indastofnun sem vann þessa könn- un fyrir VR. Alls bárust 3.637 svör, eða frá 26,6% félagsmanna. Þetta var í fjórða skipti sem launakönn- un sem þessi er gerð á vegum VR. Magnús L. Sveinsson formaður VR segir að þessi launakönnun sýnir að verulegur árangur hafi náðst í þeim málum sem félagið hefur lagt áherslu á. Það er hækk- un læstu launa og baráttuna gegn launamun kynjanna. Hann segir að það sé full ástæða fyrir konur að endurmeta launakröfur sínar. Það sé vegna þess að í könnuninni kem- ur fram að karlar meta störf sín 15% hærri til launa en konur. Hann FORUSTA VR Þeir Magnús L. Sveinson formaður VR og Cunnar Páll Pálsson verðandi formaður félags- ins eru ánægðir með niðurstöðu launakönnunarinnar. vekur einnig athygli á því að sam- kvæmt könnuninni hefur meiri- hluti félagsmanna sem farið hefur í launaviðtal samkvæmt ákvæðum kjarasamnings fengið breytingar á kjörum sínum til hækkunar. Þótt meðallaun afgreiðslufólks á kassa hafi hækkað að meðaltali úr 136 þúsund í 161 þúsund krónur á mánuði telur Gunnar Páll Páls- son verðandi formaður VR að ungt fólk sem er að byrja sé á taxtalaun- um. Þar eru lágmarkslaun um 90 þúsund krónur. Hann segir að þessi laun hækki fljótlega með hækkandi starfsaldri. Þá telur hann að þenslan á vinnumarkaði sl. ár hafi einnig haft áhrif til að hækka laun þeirra lægst launuðu. Athygli vekur að starfsmenn minni fyrirtækja eru sáttari við launin sín en þeir sem vinna hjá stórum fyrirtækjum þótt laun í smærri fyrirtækjum séu einatt lægri. grh@frettabladid.is „Stingdu mig núna auminginn þinn“: Vægari dómur því fórnardýr manaði dómsmál Maður sem skar annan með hnífi á hálsi og handlegg fékk vægari dóm en ella þar sem fórn- arlambið manaði hann til verksins. „Stingdu mig núna auminginn þinn,“ sagði fórnardýrið þar sem það lá undir árásarmanninum. Báðir voru þeir skipverjar á fisk- veiðiskipi. Skipið lá í Hafnarfjarð- arhöfn þegar atburðurinn varð í fyrravor. Arásarmaðurinn skar fé- laga sinn tveimur skurðum á fram- handlegg og þriðja skurðinum frá hálsslagæð niður undir barkakýli. gMunen 11 ii — HÉRAÐSDÓMUR REYKJANES Þó dómarinn hafi talið að taka bæri tilliti til áskorunar fórnarlambsins segir hann ekki hægt að horfa framhjá þvi að atlagan var stórháskaleg og aðeins tilviljun að ekki fór verr. Hnífamaðurinn var dæmdur í 15 mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness, þar af eru tólf mán- uðir skilorðsbundnir til fimm ára. Til viðbótar á hann að greiða fórnarlambinu 417 þúsund krón- ur í bætur og allan sakarkostnað. Þó dómarinn hafi talið að taka bæri tilliti til áðurnefndrar áskorunar fórnarlambsins segir hann ekki hægt að horfa framhjá því að atlagan var stórháskaleg og aðeins tilviljun að ekki fór verr. ■ rns Aniarssonar í prófkjöri ioö Reykjavíkulistans. í forystu í neytendavcrnd Fnmjmislaðíi Hr:\rniars Bjijnis Aniarssonar í bort»arstjórn Reykjavílvtir sannar |ð jiað skiptir máli hverjir stándá'á verðinum. ilanh Íiefnr vcrið í forystu fyrif Úmlivcrfis- ög licilbrigðisnefnd Reykjavíkur sem tókst meðal annars námist að útnma mcnguðmn kjiíklingum úr kjörhorðum verslana. Reykvíkingar geta einnig Jiakkað Hrannari og Íiðsmöhnum hans að liafa rofið Jiagnanmirinn í kringum kjiitinnfiutning frá kúariðusv.Tðiim og jiannig rutt braiitina í ncytcndavcrnd.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.