Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.02.2002, Qupperneq 14

Fréttablaðið - 07.02.2002, Qupperneq 14
FRAMUNDAN HJÁ JÓNI ARNARI Enski bikarinn: Chelsea sig- ur á loka- mínúturmi fótbolti Chelsea vann nauman 3-2 sigur á West Ham á útivelli í fjórðu umferð Ensku bikarkeppninnar í gær. Varnarmaðurinn John Terry tryggði liðinu sæti í fimmtu umferð með marki á 93. mínútu, en hann gerði sjálfsmark í fyrri hálfleik. Eiður Smári Guðjohnsen náði ekki að skora og var skipt útaf á 60. mínútu fyrir Mikael Forsell. Sá nýtti tækifærið vel og skoraði eitt mark. Hasselbaink skoraði fyrsta mark Chelsea beint úr aukaspyrnu. Defoe skoraði annað mark West Ham. Stoke burstaði Cambridge 5-0 í ensku 2. deildinni í gær. ■ ENCIN UNDANBRÖGÐ Forseti Alþjóða hnefaleikaráðsins segir Lewis verða að berjast næst við Tyson. Annars mun heimurinn áfram vera í vafa um hvor er betri. Forseti WBF um Lennox: Tyson næst! hnefaleikar Alþjóðlega hnefa- leikaráðið, WBF, er reiðubúið til að stöðva það að Lennox Lewis mæti næst Chris Byrd en ekki Mike Tyson. Þegar Tyson missti hnefaleikaleyfið í Nevada fylki sagði Lewis að allar líkur væru á að hann myndi ekki berjast við hann fyrr en seinna á árinu, eftir bardaga við Byrd. Jose Sulaiman, forseti WBF, segir Lewis verða að verja titla sína gegn Tyson áður en hann getur valið sér andstæðing. „Við getum ekki leyft þetta. Á árs- fundinum 2000 ákváð stjórn WBF að Mike Tyson væri fyrsti áskor- andi. Við töluðum lengi um þetta mál og náðum sameiginlegri nið- urstöðu. Á fundi í fyrra var bar- dagi meistarans og Tyson ákveð- inn. Við vissum að báðir aðilar vildu berjast," segir Sulaiman. Honum finnst að boxararnir tveir eigi að finna nýjan stað og berj- ast í apríl. Los Angeles, Manila og Suður-Afríka eru líklegustu staðirnir til að halda bardagann. „Við höfum aldrei tjáð okkur um hvar bardaginn eigi að fara fram. Þegar skipuleggjendur hans töluðu við okkur kom stað- setning hans aldrei til umræðu. Lennox Lewis skuldar sjálfum sér þá ánægju að sigra Tyson og sýna heiminum að hann er meist- ari vorra tíma. Ég veit að Tyson er sannfærður um að hann geti sigrað Lewis.“ „Þetta er bardaginn sem fólk vill sjá. Hann verður að fara fram. Ef Lennox Lewis berst ekki og sigrar Tyson mun heimurinn enn vera í óvissu hvor þeirra er betri." ■ FRÉTTABLAÐIÐ 7. febrúar 2002 FIMMTUDACUR FÓTBOLTI Heimsmet hjá Feofanovu: Valaí síðasta sæti frjálsar Iþróttir Hin rússneska Svetlana Feofanova bætti eigið heimsmet í stangarstökki innan- húss um 1 sentimetra á alþjóð- legu frjálsíþróttamóti í Globen í Stokkhólmi í gær. Vala Flosa- dóttir náði sér ekki á strik. Hún stökk 4,15 m og varð í síðasta sæti af átta keppendum. Feofanova stökk 4,72 m í gærdag en á sunnudaginn stökk hún 4,71. Stacy Dragila frá Bandaríkjunum sem hefur stokkið 4,70, varð í öðru sæti með 4,47 m. ■ Afríkubikarinn: Undanúrslit í Malí í dag FÓTBOLTI Þrjú af sterkustu liðum Afríku eru í undanúrslitum Afr- íkubikarsins. Það er hinsvegar undir fjórða liðinu komið, heima- mönnunum í Mali, hvort keppnin býður upp á óvæntan úrslitaleik. Mali mætir í dag sigurstrangleg- asta liði keppninnar, Kamerún. Hinn leikurinn er á milli Nígeríu og Senegal. Kamerún eru núverandi meistarar. Liðinu hefur gengið betur en nokkru öðru afrísku liði á Heimsmeistarakeppni og hefur unnið Afríkubikarinn þrisvar sinnum. Kamerún er búið að vinna alla fjóra leiki sína í keppn- inni. Það er búið að skora sex mörk og hefur ekki fengið neitt á sig. „Kamerún er besta liðið í keppninni," segir kamerúnski framherjinn Samuel Eto. „Ég finn að úrslitin eru rétt handan hcrnsins." Kamerún er í 37. sæti á styrkleikalista FIFA. Það er fjórða sterkasta liðið í Afríku, nú- verandi Ólympíumeistari og tek- ur þátt á HM í sumar. Það keppir í Japan og er í riðli með Þýska- landi, Saudi-Arabíu og írlandi. Mali er í 104. sæti á styrk- leikalistanum, 21. sterkasta lið Afríku. Mali hefur einu sinni komist í úrslit Afríkubikarsins. Það tapaði fyrir Kongó 1972. Það náði ekki að komast í úrslita- keppni HM. Leikmenn liðsins eru samt bjartsýnir á móti Kamerún, enda er leikurinn í dag á þeirra heimavelli. „Við getum sigrað hvaða afríska lið sem er,“ segir David Coulibaly hjá Mali. Kamerún teflir fram marka- skorurunum Patrick Mboma og Samuel Eto. Mboma er leikmaður ársins í Afríku. Hann skoraði sig- urmark Kamerún í fjórðungsúr- slitum á móti Egyptum. Mali tefl- ir fram Bassala Toure. Hann er GARY FINNUR SINN INNRI MANN Cary Lineker, fyrrum leikmað- ur Everton, er hér í hlutverki mömmu mark- varðar Arsenal, David Seaman. Lineker lék Ferrari í vanda: Schumacher á gömlum bíl formúLA i Ferrari kynnti í gær liðið sitt í Maranello á Ítalíu. Þar skýrði yfirmaður liðsins, Jean Todt, frá því að miklar líkur voru á því að bíllinn síðan í fyrra, F2001, verði notaður í fyrstu keppnirnar. Ákvörðun um málið verður tekin þegar búið er að prófa nýja bílinn, E2002, til fulln- ustu. Málið ætti að skýrast innan þriggja vikna. Tekið var skýrt fram að gamli bíllinn væri ein- ungis bráðabirgðaúrræði. „Gamli bíllinn er ekki keppnis- hæfur að eilífu," sagði Todt. „Við notum hann kannski í fyrstu kappökstrunum en ekki alla keppnina. Allar mælingar sýna að nýji bíllinn er hraðari. Þess vegna smíðuðum við hann.“ F2001 var kosinn bíll ársins í Formúlunni í fyrra. F2002 er endurgerð á honum. Hann er með nýjum gírkassa, er léttari, með lægri jafnvægispunkt og meira vélarafl. ■ SCHUMI í CÆR Virtist vera búinn að jafna sig eftir slysið á Spáni um daginn. Jón Arnar Magnússon var annar í tugþraut á sterku móti í Eistlandi um helgina. Hann er fullur bjartsýni á komandi keppnistímabil og telur sig vera lausan við þau meiðsl sem lengi hafí hrjáð hann. mömmuna í auglýsingu. Risastór leik- mynd og blekkj- andi kvik- myndataka var notuð til að láta Seaman líta út sem smádreng. Hann lætur mömmu þvo óhreinu fötin. „Gary minnti mig á nokkur mörk sem hann skoraði á móti mér," sagði Seaman. „Hann myndi aldrei skora á móti mér núna." Lineker sagðist hafa skemmt sér konunglega, fyrir utan óþægindin af þröngum sokkabuxum. frjálsar Jón Arnar Magnússon var í öðru sæti í tugþraut á móti í Eistlandi um síðustu helgi. Mótið var í boði eistlenska tugþrauta- meistarans Erki Nool og að sögn Jóns Arnars voru á þessu móti flestir sterkustu tugþrautarmenn Evrópu. „Ég er þokkalega ánægð- ur með minn árangur á þessu móti miðað við það sem á undan er gengið. Síðast liðin þrjú ár hef ég átt við meiðsli að stríða og það var frábært að komast í gegnum þetta mót án þess að finna til þeir- ra,“ sagði Jón Arnar í samtali við Fréttablaðið. Jón sagði ennfrem- ur að þessi árangur hefði tryggt honum þátttökurétt á Evrópu- meistaramótið innanhúss sem haldið verður í Vín í byrjun mars. „Síðan verður Evrópumeistara- mót utanhús í sumar og ýmis verkefni með landsliðinu." Eftir síðustu Ólympíuleika var Jón Arnar tekinn af A-styrk Af- rekssjóðs ÍSÍ og lækkaður niður í B-styrk. „Það kom að sjálfu sér ekki á óvart því ég vissi að árang- ur minn hafði ekki verið góður. Vissulega var það leiðinlegt en það var ekki um annað að ræða en leita sér að vinnu. Ég var svo lán- samur að fá vinnu í World Class og hef yfirumsjón með salnum í Nwankwo Kanu frá Nígeríu sleppur hér með boltann framhjá leikmönnum Ghana I fjórð- ungsúrslitum Afríkubikarsins á sunnudaginn. Nlgería keppir við Senegal I dag. búinn að skora tvö mörk í keppn- inni, þ.á.m. fyrsta markið í fjórð- ungsúrslitasigri á Suður-Afríku. I hinum leiknum mætast Ní- gería og Senegal. „Okkar mark- mið var að komast í undanúrslit. Það tókst," segir El-Hadji Diouf hjá Senegal. Nígería verður að teljast sigurstranglegra. Það tefl- ir fram Nwankwo Kanu hjá Arsenal, sem hefur tvisvar sinn- um verið leikmaður ársins í Afr- íku, og Julius Aghaowa. Bæði lið- in taka þátt á HM í sumar. Senegal komst í úrslitakeppnina í fyrsta skipti og er í riðli með heimsmeisturum Frakka, Úrúg- væ og Danmörku. Nígería er í Dauðariðlinum svokallaða, með Argentínu, Englandi og Svíþjóð. Það var fyrsta afríska liðið til að vinna stóra alþjóðlega keppni þegar það fékk gull á Ólympíu- leikunum í Atlanta 1996. Önnur sterk Afríkulið sem taka þátt á HM í sumar en eru dottin út úr Afríkubikarnum eru Túnis og Suður-Afríka. Úrslita- leikur keppninnar fer fram á sunnudaginn. ■ VISSULEGA SÁR Jón Arnar segist ekki neita því að leiðinlegt hafi verið að falla niður I B-flokk afreksmannasjóðs (SÍ en ekki getað búist við örðu. Austurstræti. Björn er mjög góð- ur vinnuveitandi og hefur sýnt mér mikinn skilning og verið sveigjanlegur með vinnutíma. Því hef ég getað stundað íþróttina og æft eins og ég hef þurft," segir Jón Arnar Hann viðurkennir að þau sálrænu áhrif sem það hafi á sig að falla niður um flokk sé að hann muni leggja sig enn betur fram. „Ég er mannlegur að því leyti, er ekki af baki dottinn og hofi björtum augum fram á veg- inn. Eftir vonbrigði síðasta árs • Evrópumót innanhúss í Vín í byrjun mars. • Frjálsíþróttamót í Götqis f Frakklandi í byrjun júní • Evrópubikarkeppni utanhúss i Tallin í Eistlandi í enda júni • Evrópumeistaramót i Munchen í Þýskalandi f ágúst • Fjálsíþróttamót í Talance í Frakklandi i ágúst • Bikarkeppni FRÍI Reykjavik i ágúst. fór ég rólega af stað við æfinar í haust. Þegar líða tók á vetur fann ég að þetta var allt að koma og ég held að ég hafi náð mér að þeim meiðslum sem hafa verið að há mér undanfarin ár.“ Jón telur sig ekki vera komin í sitt besta form en það líði óðum að því og hann er bjartsýnn á góðan árangur á ár- inu. „Vöðvar og liðir hafa fengið þá hvíld sem nauðsynleg er til að vinna bug á meiðslum. Því er ekki annað að gera en spýta í lófana og halda áfrarn." bergljot@frettabladid.is Ekki annað að gera en spýta í lófana

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.