Fróði - 06.07.1887, Blaðsíða 2

Fróði - 06.07.1887, Blaðsíða 2
FEÓÐL 40 41 sje að bjarga lífi íátækra landsmanna pegar á liggur. Harfur dómur mundi verða feldur af almenninsíi yfir þann mann, sem hefði morg þúsund krónur í kistu sinni en væri svo niskur eða skeytingarlaus, að hann eigi hirti um að kaupa bjargiæði til bús síns svo skyldulið hans dæi úr harðrjetti. Færist nú þinginu og nmráðamönnnm landssjóðsins, sem á nálæ'»t 900,000 kr., ekki nokkuð áþekkt þessum manni, ef menn næsta vor, þar sem ástandið er nú verst, dæu úr harðrjetti fyrir það að þeir, sem forsjá áttu að hafa, ekki gættu skyldu sinnar. Sumir kunna að segja, að hjer komi fram óþörf hræðsla fyrir ástandi manna, því svo sögðu sumir af embættismönnura og sýslunefndarmönnum í fyrra vor. þeg- ar talað var við þá um ástandið sem þá var, en reynzlan sýndi þó næstl. vor, að í Skagaf.,- Húnav,- og Stranda-sýslum, sá á fólki af megurð og nokkrir misstu ^ifið fyrir skort og óholla fæðu. Að taka hallærislán er sjálfsagt nyndisúr- ræði. en þó verðnr raeira að metalif manna. javí miður mun það sannast næsta voi-, að hyggilegra væri, að þingið og vfirvöld- in gerðu ráðstöfun til þess í sumar að að forðabúr af matvöru væru til áður en veturinn gengur í garð, á þeim kauptún- um, er næst liggja sveitum þeim, er bág- ast eru staddar. — Ef betur rætist úr. en nú er útlit fyrir, svo ekki þurfi að taka til þessa forða. þá mundu kaupm. eður sveitafjelög kaupa vörurnar næstn vor með litlum afföllum og fyrir borgun sama ár, svo landsjóður þyrfti litið fjár- tjón að líða við þetta, pað verður nú fróðlegt að frjetta, hvort þingið ver lengri tíma til nð ræða um stjórnarskrármálið, eða um það, hvern- ig bezt verði afstýrt vandræðum og af- leiðingunum af margra undanfarinna ára harðindum. — Líklega má búast við að sumum málagörpunum þvki meira varið í, að halda lífinu i stjórnmálaþrasi sínu, en lífinu í nokkrum fátæklingum. Ir. G. Jarðarförin. (Niðurl.) Jeg tek ætíð svari Bakkusar, seg- ir Jón stóri sannleikur. f>ið eruð all- ir i búskapnum og hugsið einungis um peninga, munn og maga. Jeg er andans maður, „maður lifir t-kki af einu- saman brauði“, hvað gagnar það þó við eigum full ílát með spað og blóðmörs. keppi, ef við erum ekki pólitískt frjálsir og höíum ekki dálílið af spritti til að lífga andann. Frelsi! það er upphaf og endir fyrir mjer, með ofurlitiu „tári11 aptan í. Sigurður. Jeg vil líka vera frjáls, en lrelsið er skoðað á margan hátt. Jeg vil vera frjáls á minu heimili, í allri iög- legri atvinnu. Jeg vil engin óeðlileg höpt, sem hindra mig frá að ieita mjer líisbjargar á sjó eða landi, þegat' það eigi kemur í bága við annara hag. Jeg vil hugunarfrelsi bæði í orði og á prenti, trúarfrelsi og fundat’reisi, og jeg vil bæta því við, að jeg vil eiga það sem jeg hefi handa á milli, svo jeg sje frjáls að fara með það eins og mjer sýnist, og svo aðr- ir taki það ekki af mjer upp í skuldir þegar minnst' varir, í öllu þessu get jeg ekki sjeð að landslögin standi okkur nokkurstaðar í vegi. Ef við legðum all- ann áhuga á, að færa okkur í nyt það sem lögin leyfa í þessa átt, í stað þess að seilast eptir því, sem lengra Iiggur frá, þá mundi sveit okkar betur vegna. j>órður: Yið erum á ferð frá jarðar- för, sem til allrar lukku ekki var jarð- arför. Margir voru hugsunarlausir og kaldir eins og ísuhausar og aðrir glaðir eins og á hvalljöru, þegar þeir frjettu að okkar eina innlenda verzlunarfjelag var gengið til grafar. Menn tala um frelsi, en jeg vil fyrst vora efnalega frjáls, hvaða ; gleði hefir sá af innlendum ráðgjöfum, sem ekki á til næsta máls og ekki sjer fram úr vandræðunum fyrir sig og sína; en hvað styður meira að velmegun manna í hverju landi sem er, en eðlileg og hag- felld verzlun. Menn tala um framfara- tálmun af útlendri landstjórn, en skyldi útlend stjórn í verzlunarefnum vera minna skaðleg landinu? j>að er fráleitt, að menn skuli ekki vilja af ýtrustu efnum reyna til að eiga atkvæði um verzlun sína og vöruverð það, er kaupmenn setja, og sem landsbúar árlega verða að búa við; en geta landsmenn átt það atkvæði á annan hátt, en með öflugum fjelögum, sem hata krapt til að setja vöruverðið jafuhliða út- lendum kaupmönnum. það er næstum ótrúleg ósamkvæmni hjá mönnum, ef þeir vilja kasta sjer í faðm útlendra kaup- manna á sama ári, sem landstjórn og fiest annað á að dragast inn í landið. Menn snúast kringum sjálfa sig eins og höfuðsóttarskepnur við lækjarbunu, enda eru margir forustusauðirnir vankaðir með bjöllu í horninu, sem ekki finna veginn fyrir sjálfa sig, auk heldur þeir geti vis- að öðrum til vegar, Jón stóri sannl.: Jeg skaljátaþað, að jeg hefi ekkert vit á verzlun, jeg h.efi að eins lagt mig eptir þessari háu púlitík. Stórpólitikin og þetta stjórnlega frelsi, það er mitt lífs og sálar yndi, þetta hvers- dagslega er svo lágt. J-að er auðvitað frjálslegast að hafa engin bönd á verzl- uninni — allt frjálst — svo að hver ein- asti maður í laudinu, sem væri kominn til vits og ára, væri kaupmaður, og að verzlað væri á landi og sjó í hierri ein- ustu vík kringum allt land, og til fjalla svo langt sem byggð nær; ,en jeg sje dá- litinn agnúa við þetta. Við þurfum að aftaka alla beina skatta í landiuu, þeir eru gamaldags, og setja tolla á verzlun- iua í staðjnn, en þá verður dýrt að hafa tollþjóna í hverri vík, og svo verður ó- mögulegt að fá innlenda toiípjóna þegar hvert mannsbarn í landinu er orðið kaup- maður, en útlenda menn megum við ekki hafa við embætti að undanskyldum land- stjóranum. ífem sagt, jeg finn ekki botninn í þessari láu pólitík. Jeg skal játa: að jeg er ekki ánægður með þessar fiskiveiðasamþykktir, sem sveitirnar eru að myndast við að búa til, heldur ekki með sveitastjórnirnar, sýslunefndir og amtsráðin, nje bankastjórnina nýju. þ>etta allt saman er nú ekki eins og það ætti að vera. En einmitt af því að ekkert í heiminum er eins , þa er jeg viss ura, að þetta getur ekki haldið áfram upp í gegn, og því er jeg sannfærður um að sú efsta stjórn — jeg meina ráðgjafa- stjórnin —, verður hvers manns hugljúfi, sem að eins vill frelsi, fjör og framfarir í landinu, En þó svo færi, að útaf þessu brigði svoleiðis, að einhver af ráðgjöfun- um yrði spar á frelsiuu, þá er hægurinn hjá, fyrir þing og þjóð, að kasta honum á dyr og setja hann á eptirlaun; ekki þarf annað en bæta við tolium, svo ekki minnki í kassanum. þau gjöld sem koma fram í tollum munar landsmenn ékkert um. jpetta er nú mín pólitík. Jeg vona að þið skiljið hana. Sigurður: Nei! segi jeg fyrir minn part, jeg skil ekki þesssa háu pólitík, jeg hefi hugsað um bú mitt og reynt að vera sjálfbjarga. Og það hefir mjer lukk- ast að þessu. Af því litia, sem jeg hef lesið í ver'aldarsögunni hefi jeg sjeð, að niu af tíu tilfellum hafa óeyrðir og upp- reistir hjá þjóðunum verið af óánægju við innlenda stjórnarmenn en ekki útlenda, svo jeg held að óánægja með stjórnina geti komi upp þó hún sitji í landinu og ekki væri óþurft að búa svo uin hnútana, að þessi tilvonandi irmlenda stjórn ekki misbrúki va!d það, sern henni er fengið í hendur, en jeg sje ekki að sleginn sje neinn varnagli við því, í þessari góðu nýju st.iórnarskrá, enda leiði jeg það hjá mjer jeg ætla eins og hingað til, að hugsa um að hressa við kofana mína og gjöra við túnskekilinn og mýrarnar, eu þó einkum reyna að styðja að því, að við bændurn- ir verðum þó ekki alveg atkvæðalausir um verzlanina og vöruvrðið, þvi þó jeg sje ekki inn í pólitík, þá finn jeg það, að innleggið mitt vcrður ódrjúgt í kaupstaðn- um þegar prísarnir eru lágir. Undan- farandi harðinda ár hafa reynzt þjóðinni dýrir „verk- og viudeyðandi dropar“, en vonandi er, svq be.isk sem þau hafa ver- ið. að þau eyði uppþembunni í bráð og komi landsmönnum til að hugsa um al- varlega hluti, svo þeir sem t'yrst geti kastað af sjer skuldaviðjunum, og aukið svo bústofn sinn, að þeir þurtí ekki sí- fellt að lifa á bónbjörg við sult og seyru. Jón st. saanl.: Et'jeg sæti ekki á þess- um biudindis-Hóli þá skyldi jeg taka upp í’erðapelann miun og drekka. skál nýju ráðgjafa.uua. það verður íslands sólar- uppkoma þegar roðar á Ijöllum fyrir þeim.

x

Fróði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fróði
https://timarit.is/publication/115

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.