Suðri - 02.02.1884, Blaðsíða 1

Suðri - 02.02.1884, Blaðsíða 1
OEFINS VIÐAUKABLAÐ. Af Suðra koma 3 blöð út á mánuði. Uppsögn meS 3 mán. fyrirvara frá ára- mótum. 1 .Vrgangurinn 34 blöð kostar 3 kr (erlendis 4 kr.), sem borgist fyrir ágústlok ár hvert.. 2. árg. Otáf” Ritstjbra „SUÐRA“, Gest Pálsson, er að hitta í húsi Jahobs Sveinssonar, r'ett við tjörnina, nálœgt lcirkjunni, hvern virkan dag kl. 3— 4 e. ni. Utgefanda og afgreiðanda „SUÐRA“, Einar ]>órðarsou, er að hitta í þrentstofu hans hvern virkan dag. Hann tekur á möti ollum borgunum fyrir blaðið, einnig mbti ollum útistandandi skuldum fyrir 1. árganginn. Auglýsingar eru teknar í blaðið fyrir töluvert íninua verð en í hin sunnlenzku blöðin, 8 a. fyrir prent- aða meginmálslínu og 10 a. fyrir prentaða smálínu. Utbreiðslu mun „SUÐR1“ hafa nokkuð líkt og hin blöðin. Nœrsveitamenn eru beðnir að vitja blaðsins „Suðra“ á afgreiðslu- stofu lians, í prentsmiðju Finars pórðarsonar. Útlendiir fréttir. Frá fréttaritara „Suðra“ f Kaupmannahöfn. Héðan úr Danmörku er fátt að frétta; þing og stjórn situr hvort um sig .við sinn keip og vill engu til- slaka enn sem komið er. Nú hafa hægrimenn stofnað félag víða um land í pví skyni, að efla sem mest flokk sinn til pingkosninga, líkt og vinstrimenn hafa áður gert. Á. síð- ari tímum hafa eigi svo fáir hægri- menn snúizt móti ráðaneyti Estrups; má par einna fremstan í flokki nefna Klein, er einu sinni var Islands- ráðgjafi; vilja peir koma Estrup og ráðgjöfum peim, er með honum sitja að völdum, úr sessi, en skipa nýtt ráðaneyti hóflyndum og lagkænum mönnum úr háðum flokkunum. ]>essir menn liafa nú ásamt með vinstri- mönnum stofnað félag hér í Kaup- mannahöfn til pess að ná sem flest- nm kjördæmum borgarinnar frá Est- rups mönnum; petta kemur vinstri- mönnum vel, pví einir sins liðs mega peir sín ekki mikið hér í bænum. Skömmu fyrir jólin var altalað í allri horginni, að Estrup og félagar hans ættu að leggja niður völdin og Berg, foringi vinstrimanna, að verða ráð- herraforseti í inu nýja ráðaneyti. En Reykjavík 2. febrúar 1884. petta var flugufregn ein og situr Estrup sem fastast. Um nýjárið urðu pau tíðindi með vinstrimönnum, að tveir af ritstjórum «Morgunblaðsins», aðalblaðs vinstrimanna, fóru frá pví, Edvard Brandes (bróðir skáldfræðings- ins mikla) og Hörup, en Berg sat einn eptir. Yar petta skilið svo, sem Berg mundi nú ætla að lækka seglin nokk- uð, enda mundi honum pykja ráð- herrasessinn «fagur á að líta og girni- legt til fróðleiks». Síðan um nýjárið pykir «Morgunblaðið» mjög hneigjast að Grundtvigssinnum; pess parf eigi að geta, að bræðurnir Georg og Edvard Brandes og flestir af inum ungu og efnilegustu skáldum og rit- höfundum Dana, sem áður rituðu all- mikið í «Morgunblaðið», hafa nú sagt pví upp trú og hollustu. TTm nýjársleitið dó hæstaréttarmál- færslumaður Hendrichsen; meðal ann- ars hafði hann um mörg ár verið for- maður bæjarfulltrúanna í Kaupmanna- höfn. Einnig er Yilhelm Wielie, á- gætur leikari, nýdáinn. Hann pótti bezt af öllum leika fornaldarhetjurnar í sorgarleikjum Oehlenschlagers síðan bróðir hans, meistari allra leikara í peirri grein, dó. A Rússlandi eru byltingamenn farnir að gera vart við sig aptur og er 1 almæli, að peir hafi veitt keisara atför nokkra, er hann dag einn ók í sleða sínum fyrir utan borgina. Víst er um pað, að keisarinn slasaðist, meiddist í annari öxlinni og á höfð- inu og lá rúmfastur um stund. En látið er í veðri vaka, að keisarinn hafi orðið fyrir pví óhappi, að sleði sá, er hann ók í, haft oltið um á hraðaferð, keisarinn hrotið úr lionum og meiðzt svo, sem nú var frá sagt. Getur vel verið, að petta sé satt, og á hinn bóg- inn er sennilegt, að alpýða manna eigni hyltingamönnum allt pað sem keisaranum verður til miska, par sem peir eru búnir að dæma hann til dauða. Skömmu eptir pennan atburð varð pað til tíðinda, að foringi ins leynilega lögregluliðs í Pétursborg var drepinn; morðingjarnir komust undan í hráð,' en náðust pó síðar og kvað enginn efi vera á pví, að peir séu úr flokki byltingamannanna. Inn drepni lögregluforingi hét Sudeikin og var í Viðaukablað. miklum kærleikum við keisarann; var pað mál manna, að enginn væri sem hann kunnugur öllum hrögðum, fylgsn- um og glæparáðum byltingamanna. Óttast menn pví mjög, að byltinga- menn verði öllu djarfari, par sem hann er af dögum ráðinn. Alexander keisari III. er, eins og áður liefur verið getið um í «Suðra», vandaðasti maður og vill af einlægum hug koma öllu á hetra veg í Rússlandi, en liann er eigi slíkur skörungur, sem Pétur mikli forfaðir hans, að hann geti á skömmum tíma umskapað ið mikla Rússaveldi, og svo lítur út, sem eng- inn af peim, er mestu ráða með keis- aranum, séu færir um að koma lagi á. Hitt játa allir, sem nokkuð pekkja til par í landi, að aldrei hafi stjórn- vitringar álfu vorrar átt slíkt vanda- verk af hendi að leysa, sem inir rúss- nesku nú á dögum. í Noregi er enn eigi leitt til lykta mál pað, er pingið lét höfða gegn ráðherrunum og lesendum "Suðra» er kunnugt frá útlendum fréttum blaðs- ins. Nú sem stendur er verið að halda vörn uppi fyrir ráðherrana. öll lík- indi eru til, að máhð verði útkljáð á vori komandi. í Noregi hefur fundizt gullnáma mikil skammt frá Haugasundi. Eræg- ur enskur námufræðingur var fenginn til að skoða hana og lét liann í ljósi, að svo virtist sem náma pessi væri einhver in stærsta gullnáma er fundizt hefði; rétthjá pessarinámu hefurönn- ur gullnáma fundizt, en sú er miklu minni. Uin pjissar mundir gengur mikið á í Noregi, par sem verið er að stofna félög til pess að grafa upp gullið. Milli Frakka og Kínverja lítur fremur ófriðlega út. Frakkar neyddu stjórnina í Anam til pess 25. ág. í fyrra sumar að láta Anam ganga und- ir verndarvæng Frakka, fela Frökkum á hendur að annast mál sín við aðrar pjóðir bæði í Asíu og annarstaðar og draga her sinn burtu frá Tonkin. Apt- ur skyldu Frakkar reka paðan víkinga pá er kalla sig «svarta fánann». Nú risu Kínverjar öndverðir gegn pessum samningum; sögðust hafa yfirráð yfir Anam, par sem ríki petta væri skatt- skylt Kínverjakeisara og væru pví allir r 13

x

Suðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðri
https://timarit.is/publication/118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.