Suðri - 18.03.1884, Blaðsíða 1

Suðri - 18.03.1884, Blaðsíða 1
Af Suðra koma 3 blóð út á mánuði. Uppsögn með 3 mán. fyrirvara frá ára- mótum. Árgangurinn 34 blöð kostar 3 kr. (erlendis 4 kr.). sem borgist fyrir ágústlok ár hvert.. 2. árg. Útlendar fréttir fra fréttaritara vorura í Kaupraannaliöfn. England og Egyptaland. í síðustu útlendu fréttum í «Suðra»var þarkom- ið sögunni á Egyptalandi, að «spá- maðurinn» hafði unnið allmikinn bug á Egyptajarli, en biskupinn í Mekka hafði í annan stað lýst pví yfir, að spámaðurinn væri falsspámaður. Ekki verður pó séð, að honum hafi orðið mein að þvi, heldur stóð hann jafn- réttur eptir sem áður. Ensku stjórn- inni fór þá engan veginn að lítast á hlikuna, og tók hún pað ráð, að senda Gordon hershöfðingja pangað suður og sjá hversu honum yrði ágengt. Gerði hún pað hæði af pví, að mótstöðu- menn hennar heima fyrir létu næsta ófriðlega og ásökuðu hana um að- gerðarleysi, og eins til pess að gera nokkuð til pess, að sjá Norðurálfu- mönnum þar syðra borgið. Englend- ingar fengu Gordon 100,000 punda' til ferðarinnar, en pó var svo látið heita, að hann skyldi vera í þjónustu Egypta- jarls. 24. dag janúarmán. kom hann til Kairo, og lagði þaðan af stað tveim dögum síðar suður á leið til Sudan, til þess að leitast við að koma friði á og samningum við «spámanninn». Nú fréttist lítið paðan nokkra daga og voru fréttirnar mjög óljósar pangað til sú frétt kom, að Baker pascha hefði beðið ósigur fyrir mönnum spámanns- ins, og var það 4. dag febrúarmán. Hann hafði farið til liðveizlu við þá í Tokar með 5000 manna. Fjandmenn þeirra komu að þeim óvörum og réð- ust fyrst á þá til vinstri handar; skutu þeir pá á pá og leituðu hinir undan, en að vörmu spori ráðast þeir á brjóst og hægri arm herliðsins, og sóttu fast að. pá riðluðust fylkingar Egypta, en gátu þó rétt við bardagann lítið eitt með því að skjóta á tigulfylkingu, en úlfaldar þeir, er þeir höfðu meðferðis, gerðu þeim sjálfum mikinn óskunda og rugluðu raðir þeirra. |>á lögðu riddarar Egypta á fiótta og sló þá svo miklum ótta og skelfingu á fótgöngu- liðið, að það skaut jafnt á vini sína sem óvini, og lá við sjálft, að foringi þeirra fengi bana af. Eótgönguliðið egypzka kastaði síðan vopnum sínum og fleygði sér á kné og bað óvini sína 1) 1 pund == 18 kr. Reykjavík 18. marz 1884. 7. blað. vægðar, en liðsmenn spámannsins drápu það miskunarlaust. peir voru að sögn að eins 1000 og höfðu miklu verri vopn en herfiokkur Egypta, og má af pví sjá, hversu ónýtir hermenn Egypt- ar eru. |>ar misstu Egyptar 2250 manna og 96 af peim voru herforingj- ar. Bardagi þessi er kenndur við Teb. Af þessu hefur leitt, að margir bæir þar syðra hafa orðið að ganga á vald spámannsins og hefur hann og hans menn víða farið fram með mikilli grimmd. Hvernig fer með Sudan er enn þá ekki fullséð. Gordon er nú kominn suður til Khartum, og gerir það hann getnr til að koma lagi á. Sagt er, að hann hafi leyft þrælaverzl- unina þar syðra, en vonandi er, að það sé að eins bragð úr honum fyrst um sinn. Northcote, foringi Tory- flokksins í neðri málstofu Englend- inga, hefur gert fyrirspurn um það til Gladstone á þinginu, og hann heldur færst undan að svara því fullkomlega. Annars er sagt, að í miðhluta Egypta- lands séu menn almennt hræddir við spámanninn, og ætli hann jafnvel voldugri en Englendinga; er því svo álitið, að mótstaða manna þar mundi verða lítil, ef hann kæmist þangað norður. pingið enska var sett 5. febrúar, og síðan hafa umræðurnar einkum verið um egypzka málið. Toryar of- sækja Gladstone og stjórn hans ákaf- lega. Salisbury lávarður fékk því fram komið í efri málstofunni, að hún sam- þykkti yfirlýsingu um vantraust sitt á stjórninni með 181 atkvæði gegn 81. petta var þó enginn fullnaðarsigur, því neðri málstofan var enn eptir ó- unnin, en þar leiddu þeir saman hesta sína Northcote og Gladstone. Málið var rætt í fulla viku, áður gengið var til atkvæða. En þegar sá dagur kom, að málinu skyldi lokið, þusti afar- mikill mannngrúi saman til að hlusta á, svo fæstir náðu inngöngu. Kæður voru haldnar langt fram á nótt'. Loks var tillagan felld, og hafði Gladstone 49 atkvæði fieiri en hinir. — Brad- laugh er enn endurkosinn til þings og vex kjósenda-tala hans við hverja kosn- ingu. Cetevajo konungur Zulukaffa dó 8. febrúar. Hann var samstjórnarmaður 27 föður síns, Umpanda, frá því árið 1858 og þangað til faðir hans dó 1873, að hann varð einvaldur. pegar hann hafði í 5 ár ráðið einn ríki sínu, fór Englendingum að þykja nóg um herlið hans og óskuðu þess, að hann veitti viðtöku sendiherra frá sér, en hann svaraði þeim engu. Englend- ingar sendu þá her inn í land hans og fóru fyrst halloka, en þó tókst þeim eptir nokkurn tíma að vinna Cetevajo að fullu og öllu. Höfðu þeir hann fyrst í fangelsi, en síðan létu þeir hann lausan og gáfu honum ráð yfir nokkru af landinu. Gerði hann þá uppreisn, en beið fullan ósigur, og eptir pað fóru litlar sem engar sögur af honum. Erakkland. Af Frakklandi er fátt að frétta, sem heimstíðindi megi heita. Erakkar auka her sinn í Tonkin, en síðan peir tóku Sontay, hefur ekki mikið gerzt. Kínverjar hafa sent lið suður að landamærum sínum. — 2. febrúar dó Kouher, «varakeisarinn» sem kallaður var forðum. Hann var fædd- ur 1814. Hann varð ráðgjafi hjá Erökkum 1849, og studdi þá þegar mjög málstað Napoleons (III.) og fylgdi hann honum ávallt síðan, og eptir lát hans var hann einn af in- um duglegustu Napoleonssinnum, og margir telja, að hann hafi verið eini maðurinn, sem fær var um að halda þeim fiokk saman. Hershöfð- ingjarnir Schramm og Wimpffen dóu fyrir nokkrum dögum. Schramm var 94 ára gamall; hann var í orustunni við Austerlitz og liðsforingi í Rúss- landsferð Napoleons 1812. Wimpffen tók við yfirstjórn Frakkahers við Sedan eptir Mac Mahon. Rússland. Rússar þoka ser jafnt og þétt austur eptir í Asíu sunnan- verðri og nær eignum Englendinga á Indlandi. 11. febrúar gengu 4 Túrkó- mannahöfðingjar í Mcrv undir yfirráð Rússakeisara og sóru honum hollustu- eiða. Ná nú eignir Rússa alveg að Afghanistan, en þar sem því landi sleppir, tekur við ið indverska keisara- dæmi Bretadrottningar. Rússa hefur, eins og kunnugt er, lengi langað til að ráða lögum og lofum hjá Tyrkjum, en Englendingar hafa hingað til orðið til að bjarga þeim úr heljarklóm

x

Suðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðri
https://timarit.is/publication/118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.