Suðri - 18.03.1884, Blaðsíða 2

Suðri - 18.03.1884, Blaðsíða 2
28 Kússa. En með pessu nábfli við Englendinga í Asíu hafa Rússar fengið eigi lítið keyri á þá, pví að emírinn í Kabúl í Afghanistan, Abd-ar-Rhaman khan, er líka vinur peirra mikill; pykir mönnum ekki ólíklegt, að Rúss- ar fari nú að gerast ráðríkari heima á Balkanskaga og í Litlu-Asíu, og geri Englendingar peim pá skráveifur nokkr- ar, muni þeir hleypa emírnum upp til ófriðar og ef til vill með hans tilstyrk ráðast á Indland. pannig getur veldi Englendinga í Asíu verið hætta búin af uppgangi Rússa par eystra. Meðan Beaconsfield var stjórnar- forseti Englendinga, hóf hann ófrið gegn Afghanistan, pví að hann vildi geta bannað Rússum leiðina til Ind- lands. En pegar Gladstone tók við, lét hann herinn óðara fara burt frá Kabúl og Kandahar, og gerði Rússa- vininn Abd-ar-Rhaman khan að emír. I innanlandsstjórn Rússa stendur allt við sama; svo má að orði kveða, að varla nokkur maður geti verið ó- hultur um líf sitt og frelsi, annað- hvort fyrir byltingamönnunum eða pá fyrir lögregluliðinu og njósnarmönn- um pess. |>að er eins og skelfileg og voðaleg tortryggð hafi gagntekið alla, svo að enginn megi um frjálst höfuð strjúka. Eðlileg afleiðing slíks er dag- legur uppljóstur og dagleg njósn, og pá er eigi að undra, pó að saklausir verði opt og tíðum fyrir hallanum, en inir seku sleppi óhegndir. Nokkr- um dögum eptir að Sudeikin var myrtur, sem vér gátum um í síðustu útlendu fréttum vorum, komu nokkrir lögreglumenn allt í einu 1 rannsóknar- för til eins af inum efnilegustu af ungum listamönnum Rússa; sá hét Friese og var málari. Yar hann ný- kominn lieim frá Rómaborg og bjó hjá móður sinni, sem hann ól önn fyrir í elli hennar. Hann póttist ekk- ert illt eða ískyggilegt hafa aðhafst og sagði lögreglumönnunum að peir skyldu bara leita svo vel sem peim væri unnt. Lögreglumennirnir leituðu nú, en fundu ekkert, pangað til peir hittu fyrir sér forsiglaðan bréfastranga fyrir ofan bóka- skápinn. |>eir spurðu málarann hvað í honum væri, en hann sagðist ekkert vita um pað; kunningi sinn hefði beðið sig fyrir bréfastrangann fyrir tveimur árum, áður en hann fór til Rómaborgar, og gætu peir séð á inn- siglinu, að stranginn hefði ekki verið rifinn upp. Nú var stranginn rifinn upp og fannst pá 1 honum gamalt uppreistarblað; petta blað var reyndar fyrir löngu hætt að koma út. En pað var uppreistarblað, og hver sem geymir slíkt í húsum sínum á eptir hegningarlögum Rússa að sæta að minnsta kosti 8 ára Síberíuvist. Mál- arinn vissi hvað við lá. Hann gekk inn í næsta herbergi og skaut sig til bana. Lögreglumennirnir fóru burt með uppreistarstrangann, en móðiriu sat eptir örvasa yfir líki sonar síns. Um nýjársleitið, pegar höfðingjar ríkisins komu til keisarans til að óska honum gleðilegs nýjárs, tókhannfram í ræðu sinni, að aðalsmennirnir væru peir, sem hann treysti til pess, að styrkja sig mest og bezt í pví að koma lagi á 1 ríkinu. Eins og að líkindum lætur, gerðu aðalsmenn góðan róm að slíkriræðu, og aðalsmennirnir íMoskófu, en par búa elztu og göfugusta höfð- ingjaættir Rússa, sendu keisara skjal eitt til að lýsa yfir hollustu sinni og vilja á pví, að gera allt sem hægt væri til að efla frið og ró. En hætt er við, að peir séu ekki færir um að stilla hér til friðar. Noregur. Mjög er mönnum tíð- rætt um Noreg nær pví í öllum blöð- um Evrópu, pví nú er nýbúið að kveða upp dóminn yfir Selmer ráðherraforseta. Dómurinn var kveðinn upp 27. febr., og var Selmer dæmdur frá embætti sínu sem stjórnarforseti og ráðherra konungs og til að greiða í málskostn- að um 18,000 kr. Selmer var orðinn gjaldprota áður en dómurinn var kveð- inn upp, og pegar eptir málsúrslitin ferðaðist hann úr landi. Eigi er enn búið að dæma hina ráðherrana, sem stórpingið hefur látið höfða mál móti, en enginn efi leikur á pví, að peir muni einnig verða dómfelldir á líkan hátt og Selmer. Allt er óvíst um hvað konungur muni gera. Nefnd manna átti að flytja honum úrslit málsins og biðja hann að láta full- nægja dóminum. Spá nú sumir menn pví, að hann muni taka Sverdrup pingforseta fyrir ráðherraforseta sinn, en peir eru fleiri, sem ætla að hann enn á ný velji sér hægrimenn eina að ráðherrum. Er pá við pví búið, að öllu fari inu sama fram og ríkispingið neyti ríkisréttarins aptur. Blöð beggja flokkanna í Noregi eiga í sífelldum og áköfum illdeilum. Hægriblöðin segja, að ríkisrétturinn sé ólöglegur og ein- ungis dómstóll, sem einn flokkur skipi félögum sínum til pess að dæma mótstöðumenn sína. En vinstriblöðin svara pví, að allir menn í Noregi liafi ávallt viðurkennt ríkisréttinn og lög- gildi hans, enda hafi hægrimenn sýnt pað í verkinu, að peir væru sömu skoðunar, par sem peir hefðu látið verja mál ráðherranna fyrir ríkisrétt- inum og ætíð titlað hann æðsta dóm- stól ríkisins. Danmörk. Skömmu fyrir jólin komst pað upp um tvo menn í Kaup- mannahöfn, bóksala og prentara, sem voru í félagi, að peir höfðu búið til peningaseðla, sem gilda 100 kr., svo marga, að pessi seðlaeign peirra numdi um 100 pús. kr. Seðlar peirra voru furðu-vel gerðir, svo líkir seðlum pjóð- bankans, að varla var hægt að pekkja pá frá peim. En allt komst upp af peim sökum, að peir urðu svo fljótt að grípa tíl nýju seðlanna til að borga með skuldir sínar, að peir voru ekki einu sinni orðnir vel purrir úr press- unni. Báðir reyndu bófarnir að strjúka burtu, pegar peir vissu, að allt var komið upp, en báðum mistókst pað, og voru peir handsamaðir. Nú er dómur fallinn í málinu, og eru peir hvor um sig dæmdir í 6 ára betrunar- húsvinnu. Danir hafa eigi misst fáa merkis- menn síðan síðustu útlendu fréttir komu í «Suðra». Má par fremstan telja Martensen, Sjálandsbyskup, sem dó 3. íebrúar. Hann var 75 'lt árs, er hann lézt, og hafði pá fengið lausn frá byskupsdómi fyrir fáeinum dögum, en byskup hafði hann verið í 30 ár, eða síðan Mynster dó. Martensen má eflaust telja með fremri gáfumönnum Dana á pessari öld; hann hefur ritað ýms guðfræðisrit, svo sem kristilega trúarfræði og siðafræði; siðafræði hans pykir bera mjög af slíkum ritum flestum. Martensen var spakur mað- ur að viti, djúpsær og skarpur; hann ritaði fagurlega og var jafnvandur að hugsun og búningi. Eptir hann er Eog, byskup í Árósi, orðinn Sjálands- byskup. — Einnig er Gebauer, tón- skáld, dáinn; hann mun kunnur hér á landi, pví Guðjohnsen sál. organisti pýddi á íslenzku söngfræði hans. — Enn er Hofímeyer, veðurfræðingur, dáinn. Hann var forstöðumaður veð- urfræðisstofnunarinnar í Kaupmanna- höfn, en pað var honum að pakka, að sú stofnun komst á fót. Hann var jafnan mjög hlynntur pví, að mál- pi'áður kæmist á til íslands, pví hann sá að slíkt mundi hafa ina mestu pýðingu fyrir veðurfræðina. Dóstskipið ,,Laura“ kom hingað 13. p. m. Staðfest lög. Konungur vor hefur 29. febrúar staðfest lög er breyta til- skipan 5. septJrr. 1794 (um skottu- lækna). Málþráður til íslands. Skrifað er frá Kaupmannahöfn, að maður einn í Lundúnum hafi beiðzt leyfis ráðherr- ans fyrir ísland til að leggja málpráð yfir ísland til Ameríku. Hafi ráð-

x

Suðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðri
https://timarit.is/publication/118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.