Suðri - 18.03.1884, Blaðsíða 3

Suðri - 18.03.1884, Blaðsíða 3
29 herrann sent honum skilmálana fyrir J)ví að leyfið yrði veitt, en svar frá beiðandanum eigi verið komið aptur til Kaupmannahafnar, pegar póstskip nú fór paðan. Emhættispróf í lögum við háskól- ann í Kaupmannahöfn tók í janúarmán. Skúli (Jónsson skáldsins, svslumanns á Leirá) Thóroddsen með bezta vitn- isburði. Saltfiskur íslenzkur var fallinn niður í 30 kr. skpd. er póstskip fór frá Kaupmannahöfn. Elliðaáamálið (kistuhrotsmálið) var dæmt 1 hæstarétti 18. jan. p. á. oger dómurinn svo hljóðandi: Yaldimar As- mundarson og Arni Arnason skulu í máli pessu sýknir vera. Bergsteinn Jónsson, Marteinn Jónsson, J>orbjörg Sveinsdóttir og Arni Jónsson sæti 8 daga einföldu fangelsi hvort um sig. Að pví er snertir ina aðra 27 ákærðu, skal in verðskuldaða hegning burt falla. Málskostnað, par á meðal máls- færslulaun pau sem ákveðin eru í kommisiónsdóm inu m, málsfærslulaun til aðvókatanna Halkiers og Hinden- burgs fyrir hæstarétti, 100 kr. til hvors, svo og 20 kr. til ins síðarnefnda fyrir borguð utgjöld, greiði Bergsteinn Jóns- son, Marteinn Jónsson, J>orbjörg Sveins- dóttir og Arni Jónsson að fjórðungi, öll fyrir eitt og eitt fyrir öll; hinir prír fjórðungar greiðist úr opinberum sjóði. Ýmislegt frá útlöndnm. F'ilsspámaðurinn, sem getið erum hér að framan, heitir fullu nafni Ma- homed Achmed, en er venjulegast kall- aður Malidi (Messías). Hann er fædd- ur í héraðinn Dongola og var faðir hans timburmaður og átti 4 sonu og 1 dóttur. Syni sínum Mahomed Ach- med kom hann til skipstjóra nokkurs; par undi hann ekki lengi en fiúði burtu eptir skamma dvöl til Hoghali. sem er smábær einn nálægt Khartum. J>ar gerðist hann munkur. Settist hann nú að á eyjunni Abba í hvítu Níl, gróf sér par holu, ákallaði 4 tíma á degi hverjum nafn ins hæsta, fastaði, bað og brenndi reykelsi. Menn söfn- uðust saman utan um inn helga mann; lærisveinum hans fjölgaði dag frá degi, efni hans uxu og kvennabúr d/rðlings- ings var alltáf fullt. Hann var líka séður maður; hann tók sér fyrir konur einungis dætur ríkismanna, sem áttu mikið af liestum og fjölda kvíkfénaðar. Hann breytti líka stranglega eptir boð- um lcóransins1 í pví efni, að eiga eigi 1) Iíóraninn hafa Múhamebstrúarmenn í bib- líustað. nema fjórar konur; hann hafði aldrei fleiri í einu; pegar hann sá ungar stúlkur, fríðar sýnum og vel að efn- um búnar, sem einskis óskuðu frem- ur en að bindast inum heilaga manni, pá gat dýrðlingurinn ekki á sér setið að giptast peim, en rak pá ætíð eldri konur sínar burtu og setti inar ungu í peirra sæti. J>annig urðu giptingar ins heilaga manns fjölda-margar, en konurnar urðu aldrei nema fjórar fyrir pað. J>að eru ekki nema 2 ár síðan hann varð spámaður. J>á fyrst varð honum ljóst hver köllun hans væri hér í heimi. Hann sagði pá einum af lærisveinum sínum frá pví, að hann væri Mahdi (Messias) sá, sein Múhmeð hefði lofað að senda í heiminn; lærisveinninn trúði pví strax og svo varð um fleiri. Fólkið hafði práð spámann í margar aldir og paut nú upp til handa og fóta til að fá bót og lækning allra sinna sálarmeina hjá honum. Og eptir skamma hríð var spámaðurinn búinn að fá ofurefli liðs í flokk með sér og pað varð strax að lögum í flokknum, að hver sem ekki tryði á Mahdi skyldi vægðarlaust drepinn, hvort sem hann væri kristinn, Gyðingur, heiðingi eða Múhameðsmaður. Nú er sagt, að spá- maðurinn hafi 300 púsundir manna í liði sínu. Er pví engin furða pó Egyptajarli veiti allörðugt að buga spámanninn. Gj ðingurinn gangandi. Jóhann Klotz veit ekki livenær hann er fædd- ur, hvar hann er fæddur, hverjir eru foreldrar hans eða hverrar trúar hann er. Móður sína, sem ferðaðist um með leikarafélagi einu, missti hann pegar hann var barn að aldri. Svo var hann um stund hjá timburmanni einum á Jjýzkalandi; en svo varð hann að fara paðan, pví hann hafði engan passa og enga pappíra, sem s/ndu hver hann væri eða hvaðan hann væri. Hann fékk hvergi að vera nema skamma hríð, pví öll sveitarfélög voru hrædd um, ef hann dveldi stundu lengur í sveitinni, að pá lenti á peim sú skylda að ala önn fyrir honum. J>annig fór hann sveit úr sveit og borg úr borg um alla Mið-Evrópu. Úr Svisslandi var hann rekinn til Bæjaralands og paðan var hann sendur til Prússlands. Nú var Klotz orðinn fulltíða maður, en kunni hvorki að lesa né skrifa og enga vinnu. Frá Prússlandi var hann rekinn til Austurríkis og paðan aptur til Rússlands. En úr Rússlandi var hann rekinn strax um hæl til Prúss- lands. J>ar stal hann og komst í bet- runarhúsið og pað eru peir sælustu dagar, sem aumingja Klotz hefur átt á allri æfi sinni; hann fekk sæmilega að borða og var laus við alla flutninga og ofsóknir. J>egar Klotz minnist á betrunarhúsvist sína, pá segir hann ætíð, að pað hafi verið paradísin í lífi sínu, um leið og honum vöknar um augun af söknuði. En eptir nokkur ár var hann látinn laus úr betrunar- húsinu; pá bjrrjaði sama lífið aptur, pví sama daginn og hann varð laus, var hann sendur beina leið til Austur- ríkis. Núna skömmu fyrir jólin stóð maður fyrir dómstólnum í bæ einum litlum á Saxlandi; pað var Klotz. Hann var nú dæmdur fyrir pað að vera snúinn aptur til Saxlands og fyrir að hafa flakkað par. Jafnvel dómararnir urðu að vikna, pegar vesa- lings Klotz sagði peim grátandi, að liann væri einmitt snúinn aptur til J>ýzkalands til pess að vita hvert hann ætti að fara eða hvar hann ætti að vera. J>egar svo Klotz er búinn að taka út hegninguna í Saxlandi, ligg- ekkert annað fyrir honum, en að send- ast enn á n/ eitthvað út úr landinu. Innleiular fréttir. Prófastur í Suður-J>ingeyjarpró- fastsdæmi var séra Kjartan Einarsson á Húsavík skipaður 3. p. m. af bisk- upi landsins. Búnaðarskólainálið uyðra. Lands- höfðingi liefur 2. febr. sampykkt, að Húnavatnss/slu verði afhentur tiltölu- legur hluti af búnaðarskólasjóði norð- ur- og austuramtsins og einnig fengið í hendur umráð yfir búnaðarskóla- gjaldi sínu eptirleiðis, pegar sýslu- nefndin í Húnavatnssýslu æskir pess, eptir að hafa tekið skýlausa ályktun um að ganga í samband við Skaga- fjarðarsýslu um búnaðarskóla (á Hól- um). Aptur vill landshöfðinginn ekki að sinni sampyklrja, að Eyjafjarðar- sýsla fái sinn hluta af nefndu fé til umráða, með pví að hann verður «að vera sömu skoðunar og amtsráðið um pað, að heppilegra sé, að liún gangi í samband við J>ingeyjarsýslu um bún- aðarskóla lieldur en við Húnavatns- og Skagafjarðarsýslur, og er ekki enn útséð um, nema pað geti orðið». (Stjórnartíðindin). Stjrkuv úr landssjóði til vega- bóta. Veittar 300 kr. til endurbóta á vegarkaflanum milli Grænumýrar- tungu og Mela í Hrútafirði. (Stj.tíð). Samsöngur. Söngíélagið Harpa hélt undir forstöðu Jónasar Helga- sonar organista samsöng á hótellinu íslandi 9. og 10. p. m. Samsöngur- I inn var prýðilega sóttur bæði kvöldin,

x

Suðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðri
https://timarit.is/publication/118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.