Suðri - 18.03.1884, Blaðsíða 4

Suðri - 18.03.1884, Blaðsíða 4
30 og varð ágóðinn 164 kr. 75 a., sem gefinn var ekkjum og munaðarleysing- um eptir mannskaðann í vetur. Jón- as organisti hefur stofnað Hörpu fyr- ir 20 árum og staðið fyrir henni síð- an og í pví sem öðru sýnt dugnað mikinn. Hann á yfir höfuð miklar pakkir skildar fyrir pað, hvað hann hefur reynt til að efla sönglist hér á landi, svo sem pekking hans ogkunn- átta í þeirri grein frekast hafa leyft. Samsöngurinn gekk yfir höfuð allvel. J>að var auðheyrt, að í söngflokknum höfðu eigi fáir góð liljóð, einstakir menn enda prýðisgóð; ef finna skyldi að einstökum röddum, mætti geta þess, að «primo-bassinn» var helzt til sterkur gagnvart hinum röddunum í sumum lögum. Allmikið vantaði líkaá, að söngurinn væri fluttur fágurlega (að «foredragið» væri gott), enda er tæp- lega við slíku að búast hér á landi enn sem komið er. En það sem lang - óheppilegast var við samsöng- inn, var að hr. Jónas lék með á fíólín tvö lögin. J>að var hrap- arlegt samræmi með karlmannsrödd- unum og fíólininu, eins og við var að búast, enda er Jónas, eins og vonlegt er, enginn snillingur á fíólin, þó hann spili lögin rétt og ófalskt. Söngstjórnin fórst hr. Jónasi betur úr hendi í þetta sinn en áður, er hann hefur stýrt samsöng Hörpu fyrir almenningi. Segjum vér það hr. Jónasi til hróss, að það var auðséð, að hann í þessu efni hafði lært eigi lítið af þeim hr. Steingrími Johnsen og hr. Birni Kristj- ánssyni, og er það virðingarvert þegar inir eldri menn taka það eptir yngri mönnum sem betur má fara. Einung fröken hér i bæ, Guðrún Waage, söng ein tvö lög. Hún söng þau að mörgu leyti mjög vel og hefur falleg hljóð; það sem kynni að mega finna að hljóð- um hennar nú er allt þess kyns, að góð tilsögn og stöðug ástundun getur lagað það að fullu og öllu með tím- anum. |>að var heldur engin furða þó hún væri fremur feimin og ekki laus við beig, þar sem þetta er í fyrsta sinni sem hún syngur ein fyrir almenningi og kvennfólkið hérá landi er alltof óvant við það að koma eitt síns liðs fram á leiksviðið, til þess að menn geti láð því, þó það hafi dálít- inn hjartslátt í fyrstu. J>egar fröken Waage syngur næst fyrir almenningi, vonum vér að hún verði hugaðri og öruggari og langt komin með að leggja það niður, sem nokkuð óprýddi söng hennar í þetta sinn. Tfir höfuð þótti mönnum allgóð skemmtun að sam- söngnum og Hörpu takast góðummun betur en að undanförnu, þegar hún liefur sungið fyrír almenningi; mun það einkum því að þakka, að nú söng kvennfólk með, en það ráð hefur hr. Jónas lært af þeim hr. Steingrími og hr. Birni. J>að er bæði óskandi og vonandi, að söngskemmtun hér í bæ verði sem mest og bezt, enda er þess full von, þar sem söngflokkarnir nú eru tveir, og ástæða er til að ætla, að hvor um sig láti ekkert eptir liggja, til þess að söngurinn verði sem beztur. Fiskaí'li varð mjög góður í net í Garðsjó nú um síðustu helgi. Einnig er farið að verða vart í net hér á Inn- Nesjum. Að austau Austanpóstur kom hingað 12. þ. m. Með honum bárust oss þessar fréttir: Skaptafellssýslu, Meðallandi, bréf dags. 2 marz: Stormar og hretviðri má heita að hafi gengið fram úr hófi, en sjaldan mikil f'rost. Hér var víð-' ast hvar fjalls og fjöru milli gefið frá hér um bil 18. jan. til þess í þriðju viku þorra, að sönnu var fullorðnu fé og hrossum ekki gefið allan þennan tíma á sumum bæjum í Eljótshverfi. Hagleysinu ollu mest áfreðar en eigi snjóþyngsli Síðan í þriðju viku þorra til þess nú hefur verið hagstæð veður- átt og þíð jörð að mestu leyti. En vegna hretviðranna er fénaður, einkum hross, orðinn magur. Yerði tíðin hag- stæð, hygg eg að ekki þurfi að óttast heyleysi hjá almenningi. Aptur lítur báglega út með lífsbjörg hér um slóð- ir. Eg held að svo megi að orði kveða, að allur helmingur manna sé að þrot- um kominn með bjargræði. Nú á að fara að skipta gjafakorni, 35 tunnum, á meðal búenda hreppsins — Leið- vallahrepps — og þó það hjálpi mikið, nær það skammt til að bæta að f'ullu þarfirnar. Án gjafakornsins get eg ekki séð, að hægt hefði verið að koma í veg fyrir mannfelli. Ekkert liefur enn borið að landi af sjó, hvorki trjá- við né neitt matarkyns. Hér er annars útlit ið hættulegasta, ef ekki aflast af sjó þegar fram á vertíðina kemur. Engir nafnkenndir hafa dáið hér nema próf'astur vor, séra Jón Sig- urðsson. Hann var á ferð sunnan úr Landbrotum heim til sín, en hestur féll með hann niður í Skaptá. Fylgd- armaður hans gat bjargað honum upp úr ánni með líli, sótti svo menn til að flytja prófast til bæjar, en á leiðinni lézt séra Jón. Hamjárvallasf/slu, 4. marz: Und- ir Austur-Eyjafjöllum hefur orðið hálf- gert uppþot út úr gjafakorninu. J>or- valdur í Núpakoti og Jón félagi hans í Skógum hafa allmikið af hveiti, sem þeir eru fúsir að hjálpa þurfandi ná- ungurn um t. d. fyrir gjafapeningana. Ýmsum þykir líka hveitið ljúffengara og hægra að ná því en gjafakorninu á Eyrarbakka. í staðinn fyrir að vitja um 20 tunnur af gjafakorni, sem þeir áttu á Eyrarbakka, skiptu þeir því við þá J>orvald fyrir heimflutt hveiti með 8 tunna afföllum fyrir flutninginn. Auk þess lánuðu þeir J>orvaldur tals- vert hveiti móti því að taka við til- vonandi gjafapeningum. En oddviti og fleiri í sveitarnefndinni samþykktu þetta ekki. Urðu nú fundarhöld all- mikil og deilur, en svo mun hafa lok- ið, að 500 kr. styrk þeim, sem Lands- höfðingi veitti hreppnum, var þó varið allt öðruvísi en til hveitiborgunar eða hveitikaupa. Jeg kannast ekki við, að hafa selt sálmabókina óbundna með því verði sem ritstjóri J>jóðólfs talar um í 10. blaði «J>jóðólfs». Einar pórðarson. ÆuLglýsiiigar\ Hérmeð skal auglýst fyrir almenn- ingi, að yfirréttarmálaflutningsmanni Jóhannesi Ólafssyni hefir verið falið á hendur, að inn heimta skuldir í þrota- búi kaupmanns Jóns Guðnasonar í Reykjavík, svo og að út gefa reikn- inga til viðskiptamanna hans. Skrifstofu bæjarfógeta í Reykjavík 8. marz 1884. E. Th. Jónassen. Samkvæmt ofanprentaðri anglýsingu skora eg á alla viðskiptamenn Jóns kaupmanns Guðnasonar að snúa sér til mín. J>eir af skuldunautum þrota- búsins, er ekki greiða mér skuldir sín- ar innan þess tíma, er settur verður í reikningunum, munu tafarlaust lögsótt- ir. Mig er að hitta í húsi H. E. Helge- sen skólastjóra hvern virkan dag kl. 4 til 5. e. m. Reykjavík 8. marz 1884. Jóhannes Ólafsson. 2 herbergi samliliða(6 áln. á hvern veg hvort um sig) fást til leigu í miðj- um bænum. Ritstjóri þessa blaðs vísar á. LEIÐBÉTTINO. 1 auglýsingu Jóels kaupmanns Sigurðssonar, sem stóð íS.bl.“Suðra,, þ. á., stendur ,fyrir marz næstkom- andi“, en á að vera: „fyrir Ið.marz næstkomandi11.___________________ líitstjóri og ábyrgðarmaður: Gestur Pálsson. Útgefandi og prentari: Einar Ýórðarson.

x

Suðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðri
https://timarit.is/publication/118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.