Suðri - 29.03.1884, Page 1

Suðri - 29.03.1884, Page 1
A.f Suðra koma 3 blöð út á mánuði. Uppsögn með 3 mán. fyrirvara frá ára- mótum. Árgangurinn 34 blöð kostar 3 kr. (erlendis 4 kr.), scm borgist fyrir ágústlok ár kvert.. 2. árg. Urn fyrirkomulag Mfræðiskennsl- unnar hér á landi. (Eptir ungan bónda). J>að má opt lieyra á bændam, að peim pykir lítið gert til að mennta bændastéttina, í samanburði við aðrar stéttir landsmanna, enda pótt hún sé fjölmennust og pýðingarmest sem undir- staða allra hinna. Hafa peir líka rnikið til síns máls, að pví leyti, að svo má heita, að búfræðismenntun sé bér í byrjun og barndómi, og pað semverst er í pví falli: útlitið er heldur eigi gott með hana framvegis með peirri stefnu sem tekin hefur verið og virð- ist eiga að halda áfram, nfl. að koma upp mörgum búnaðarskólum víðsvegar um land með árstillagi af almanna fé. Er nú (að nafninu til) búið að koma upp prem slíkum skólum, sínum í hverjum fjórðungi nema sunnlend- ingafjórðungi. Tveir af peim eru svo ungir, að eigi verður dæmt umliversu peir gefast, en um vestfirzka skólann veit almenningur eigi annað en pað, að skólahaldarinn sé lipur maður og góður kennari, að hann haldi nokkra pilta á meðgjöf og gefi út nokkra bú- fræðinga árlega. Yæri petta pað eina sem gert er fyrir menntun bændastéttarinnar, pá væri óánægjan á rökum byggð; en bæði barnaskólarnir, alpýðuskólarnir og gagnfræðaskólinn eru líka bænda- menntunarstofnanir, pó eigi sé í bú- fræði; og með pví að auka og bæta pessa skóla, væri mikið bætt úr fyrir bændastéttinni. En fyrirkomulag búfræðiskennsl- unnar parf einnig að laga. Vér purf- um að fá eiim búuaðarskóla fyrir landið og nokkra jarðyrkjuskóla. Eg skal nákvæmar gera grein fyr- ir pessari hugmynd minni. A búnaðarskóla á að kenna mönn- um aðferðina við öll þau landbúnað- arstörf sem búast má við að borgi sig liér á landi. Við liann parf að gera ýmsar tilraunir, til að leiða í ljós, hvort petta eða hitt, sem áður er ó- reynt eða lítt pekkt, muni vera tilvinn- andi, bæði hvað snertir yrking jarð- arinnar og ræktun ýmissa jurta not- kun verkfæra, meðferð fóðurs og fénað- ar o. s. frv. Til að gera margar slík- Reykjavík 29. marz 1884. ar tilraunir parf skólinn fé, og einn landsbúnaðarskóii getur í pví falli komizt af með ið sama, sem hver fjórðungs- eða sýsluskólanna pyrfti til slíkra tilrauna. Eg tek dæmi: Til að reyna hvort einhver korntegund mundi prífast, er sáð í 1 dagsláttu- blett; pað misheppnast, og er reynt í annað sinn í von um betri á- rangur, en misheppnast enn. Nú liefur skólinn tapað verði útsæðisins, vinnunni og 1 dagsláttu frá gagni í 2 ár. þessi kostnaður verður pá prefaldur á 3 skólum við pað sem hann er á ein- um. En til slíks hefur land vort eigi peningaráð. Eg álít nóg að gjöra til- raunirnar við einn skóla og á hann að opinbera árangur tilrauna sinna fyrir almenningi í skýrslum sínum eða á annan hátt. A búnaðarskóla á að kenna bókl. ágrip af öllum þeim vísindagreinum er snerta landbúnað- inn', og liggur pað 1 augum uppi, að kennslukostnaðurinn yrði lítið meiri á pessum eina sltóla en á hverjum hinna, ef kennslan ætti að vera in sama. Einn slíkan skóla vil eg að land- ið eigi, og kosti á líkan hátt og lat- ínuskólann og ina aðra vísindalegu skóla landsins, án pess að takmarka lærisveinatöluna. Slíkur skóli gæti nefnzt landsbúnaóarskóli. Jarðyrkjuskóla vil eg fá einn í fjórðungi hverjum eða fieiri, en alla algjörlega prívata sem slíka; pað álít eg skilyrði fyrir prifum peirra svo margra; og slíkir prívatskólar eiga að geta prifizt. Jarðyrkjuskóla slíka ættu peir búfræðingar að lialda algjörlega á sinn kostnað, er lært hafa erlendis eða á landsbúnaðarskólanum hérlendis, og ættu peir að kenna mönnum verklega búfræði, eða aðferðina við öll in helztu landbúnaðarstörf hér á landi, og eigi hleypa sér í neinn pann kostnað við- víkjandi kennslunni, er peir eigi álitu sér berilegan. Lærisveinatöluna yrðu 1) Eg tok til dæmis: stærðfræði, mælingar- fræði, dráttlist, náttúrufræði með sér- stöku tilliti til landbúnaðarins, almenn jarðyrkjufræði og garðyrkjufr.; alidýra- rækt, meðferð mjólkurinnar og annars manníæðis, eldsneytis o. fl ; læknisráð i algengustu sjúkdómum alidýranna; um búnaðarháttu, búnaðarlega liagfræði og reikningsfærslu o. s. frv. 31 8. blað. peir að takmarka við sitt hæfi hver, og svo, að lærisveinum yrði skólaveran sem kostnaðarminnst. Álít eg tveggja ára tíma hæfilegan við slíka skóla; pó ætti pað að vera alveg frjálst. I inu verklega erum v'er verst á vegi staddir, og þurfuiu sérstaklega að menntast í því. Fæstir af oss bændum kunna að hirða um áburðinn eða að jafna púfu í túni sínu o. s. frv. Menn munu nú segja, að fæstir búfræðinga vorra hafi efni á að færast pað í fang, að halda slíkan jarðyrkju- skóla. Til pess á að hjálpa peim með pví að lána peim með vægum kjörum fé til að koma fótum undir bú sítt. En sjálfir eiga peir að kunna að verja fénu og ávaxta pað, og síðan að geta endurborgað lánið smásaman. Sýslu- nefndir eða amtsráð ættu að standa fyrir láninu handa peim búfræðingum, er bezt traust væri borið til. Og peg- ar peir væru búnir að koma sér svo fyr- ir, að peir gætu tekið að sér nokkra læri- sveina til jarðyrkjukennslu, ættu sýslun. eða amtsráðið (fjórðungsráðið) af gefa meðmæli sín tíl landstjórnarinnar um, að skólum pessum yrði veittur auka- kennslutsyrkur með pví að útvega þeim tímakennara í nokkrum grein- um gagnfræðinnar, og launa honum. Eg geng að pví vísu, að alpingi mundi í fjárlögunum veita fé til slíkra skóla á líkan hátt og til alpýðuskóla og barnaskóla nú. Eg skal taka til dæmis, að við einn slíkan jarðyrkjuskóla væru 10 læri- sveinar ráðnir til 2 ára. Skólinn full- nægði að öðru leyti peim skilyrðum fyrir fjárstyrk, er sett kynnu að verða, og ætti sýslun. par sem skólinn væri, að gefa vottorð um pað, og mæla fram með að hann fengi kennslustyrk til- tekið skólatímabil. Kennaranum væri ætlað að kenna íslenzku, stærðafræði, ágrip af landafræði og sögu, og nátt- úrufræðis-ágrip (einkum með tilliti til landbúnaðar). Geri eg ráð fyrir að kennarann pyrfti að haldá 5 mán. að vetrinum, og að hann fengi 500 kr. í kaup, eða 1000 kr. bæði árin (= 100 kr. fyrir hvern lærisvein). Hygg eg að pannig lagaður styrkur mundi koma að beztum notum, og verða alpýðu pokkasælastur. Ið opinbera kostaði pá ekki meiru til slíks skóla en meðal-

x

Suðri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Suðri
https://timarit.is/publication/118

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.