Suðri - 29.03.1884, Blaðsíða 2

Suðri - 29.03.1884, Blaðsíða 2
32 bamaskóla, en styrkurinn yrði að pví fullkomnari notum, sem honum væri kostað upp á menn með fullproskuð- um skilningi, og sem jafnframt væru að menntast verklega og pannig ger- ast hæfilegir til innar pýðingarmiklu hændastöðu; en pað pykir almenn- ingi að gagnfræðaskólanum, að lær- lingarnir nái par ekki nógu praktiskri menntun fyrir bændalífið. Eg ætla skólahaldaranum sjálfum að kenna ágrip af jarðyrkjufræðinni með fyrirlestrum, og að lærisveinar borgi fæðið um pann tíma, sem peir njóta bóklegrar kennslu. Yér purfum að auka menntun bændastéttarinnar bæði fræðilega og verklega, en með tilliti til kostnaðar- ins verðum vér að sníða oss stakk ept- ir vexti. Eg álít pví nóg fyrir svo fámenna og fátæka pjóð að hafa einn vísindalegan bímaðarskola. En úr pekkingarskortinum 1 inu verklega ættu jarðyrhjuskblarnir að bæta. Og gagnfrœðakennsluna hygg eg að mætti auka á sem kostnaðarminnstan og hag- feldastan hátt, eins og að framan er á bent. Með pessu fyrirkomulagi væri held- ur ekkert lagt á hættu; pví jarðyrkju- skólahaldararnir pyrftu ekki að hafa fleiri lærisveina, en peir sæu sér vel fært, og gagnfræðiskennslan væri eigi kostuð af inu opinbera nema við pá af skólum pessum, sem hefðu tiltekna lærlingatölu (t. d. 10 minnst); ann- ars ætla eg skólahaldaranum sjálf- um að komast yfir að kenna læri- sveinum sínum ágrip af pví, sem nauð- synlegast er að vita, til að geta skilið tilgang pess, sem peim er kennt að gera. En að kunna að vinna ogvita ástœðurnar fyrir vinnuaðferðinni álít eg að sé nóg krafizt af jarðyrkju- lærlingum. Ið víðtækara nám heyrir til vísindalegri búfræði og gagnfræði, og geta jarðyrkjulærlingarnir máske stundað pað á undan, samhliða eða eptir á. En einkum virðist mér nú ríða á pví, að menn læri að vinna. Bréf frá fréttaritara Suðra við Eyjafjörð. Veðráttan hefur í vetur fram und- ir petta verið ákaflega óstillt, svo slíks eru fá dæmi. Fyrri lilut vetrarins gengu ákafar rigningar og krapahríðar aptur ogaptur, og einatt keyrði niður allmikinn bleytusnjó, einkum til fjalla og í inum hálendari sveitum, en tíð- in var jafnframt mjög frostalítil, svo mikið af peim snjó, sem féll, piðnaði jafnóðum aptur. LTm áramótin var mikill hlákustormur og rigning, en svo komu úr nýjárinu fáeinir logndagar, inir einu á vetrinum allt fram að síð- ustu dögum, sem hafa verið stilltir með liægu frosti. Nú eru sveitirnar hér nærlendis mjög misjafnar yfir að líta; 1 sumum tiltölulega lítill snjór, en ísalög mikil á flatlendi, aptur er í sumurn allmikil fannfergi og annað- hvort haglítið eða haglaust fyrir ailar skepnur. J>egar á allt er litið, hafa mikil liey gengið upp hjá bændum til pessa, jafnvel par sem snjólítið hefur optast verið, pví flestir vita vel, að pað nægir elcki skepnunum, pó jörðin sé auð, ef veðrið er illt, pvískepnurn- ar horast niður, ef pær eru látnar hrekjast úti 1 illviðrum, og að missa haustholdin af peim fyrri hluta vetr- ar, er að stofna öllum búpeningi í voða; pví pó menn kappgefi skepnunum, eptir að pær eitt sinn hafa misst hold- in, pá kemur pað fyrir ekki. J>að er ekki neitt kynlegt, pó sjúkdómar í fé manna og ef til vill fjárfellir, hallæri og margs konar volæði heimsæki pau héruð, par sem lítið er gætt peirrar rcglu, að láta fénaðinn ekkert missa af haustholdum fram á útmánuði; en pótt hann megrist pá talsvert síðast á vetrinum, sakar margfalt minna, ef að eins megurðartími sá er ekki langur. Á pessum árstíma er hér venjulega ekki um sjávarafla að tala, enda er pað heldur ekki nú. f essa daga er hér talsverð hreyf- ing í sveitunum við Eyjafjörð út af ýmsri óreglu, lagabrotum og refjum, er á næstliðnu sumri hafa átt sér stað af hálfu norskra síldarmanna. Hrepps- nefndir sveitanna, er að firðinum liggja, hafa snúið sér til yfirvaldanna og stjómarinnar með röksamlega kæru yfir pessu og áskorun um, að betra eptirlit verði haft hér eptir en hingað til með inu útlenda fiskimannastóði, er ingað flykkist nú á penna fjörð hvert sumar, svo hundruðum eða jafnvel púsundum skiptir. |>ó margir í pess- um sæg séu heiðarlegir og reglusamir menn, pá er, sem vænta má, «misjafn sauður 1 mörgu fé», og ekki fáir, sem purfa eptirlits og aga. En petta ept- irlit hefur verið harla lítið og aginn pví minni, enda er ekki svo auðvelt að koma pessu við, nema settur sé einn maður eða fleiri við fjörðinn, sem hafi pann starfa á hendi, að líta eptir síldarveiðunum á sumrin, og vald til að aga, pá sem óreglu hafa í frammi. J>ó ekki séu mörg ár síðan inir útlendu síldarmenn fóru að leita hing- að, pá er meira enn sýnilegur munur á pví, hvað peir hafa fært sig upp á skaptið með ýmsa óreglu, ójöfnuð og ósvífni á pessum fáu árum. Fjörður- inn lítur út sem berjaskyr, pegar mörg hundruð báta eru um hann allan að elta síldina. J>a.r sem peir svo verða varir við hana, kasta peir nótum sín- um. Bændur eiga margir síldarlagnet, sem peir láta liggja í sjónum, og eru pá pessi net peirra einatt rifin upp og illa meðfarin, pví til pess að taka úr vegi frá sér veiðarfæri landsmanna,. pykjast pessir utanríkismenn hafa góð- an rétt. Svo er nú síldin veidd parna í netlögum, tekin upp í báta öldungis ómæld, flutt í eitthvert utanríkis skip- ið og söltuð par niður í tunnur, en allopt engin grein gerð fyrir landshlut úr henni, heldur farið á burt með alla veiðina, einatt yfir fjörðinn í annað lögsagnarumdæmi. J>ó bændur fari með vinnumenn sína frá orfinu og rói út í pessi skip, til að heimta landshlut sinn eða verð fyrir hann, pá verður pað ósjaldan árangurslaust. J>eim er ef til vill ekki einu sinni svarað, eða þeim er svarað einhverju, sem peir ekki skilja, og sem stundum er, pegar einhver er svo fær, að hann skilur pað, tómar vöflur og vífilengj- ur, eða ef til vill eitthvað ekki betra. Ef peim er ekki synjað um landshlut gjörsamlega, af peirri ástæðu, að nót- in hafi elcki verið fest við land, pá er poim mjög opt sagt, að svo og svo margir eigi veiðina í félagi, sinn á hverju skipi, er liggnr sitt í hverri áttinni, poir verði að sækja til livers peirra pann hlutann, sem honum beri að greiða, nema ef peir vilji pá held- ur bíða svo og svo lengi, pangað til greiðendur séu viðlátnir að sendapeim pað. J>ennan kost neyðast pá margir til að taka, heldur enn að verja mörg- um dögum til að leita uppi pá, sem peim er vísað til, og aldrei er að vita, hvar hægt sé að hitta, par sem skip- in liggja á víð og dreif um allan fjörð og færa sig pegar minnst varirúrein- um stað í annan, eru einn daginn út við Hrísey, en annan inn á Akureyr- arpolli o. s. frv. En biðin eptir borg- un fyrir landshlutinn verður stundum löng, og pegar bónda fer ekki að lít- ast á blikuna, og hann fer loksins að leita uppi skuldunauta sína, eru peir ef til vill allir á burtu. Norðurljósíifærin á Esjunni. Eptir Sophus Tromholt. Eptir tilmælum ritstjórans skal eg skýra hér stuttlega frá færum peim, sem eg reisti uppi á Esjunni. Próf. Lemström frá Helsingjafossi, formaður rannsóknarstöðvanna «So- dankylá» norðarlega í Finnlandi, gerði í fyrra vetur nokkrar tilraunir,

x

Suðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðri
https://timarit.is/publication/118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.