Suðri - 23.04.1884, Qupperneq 1

Suðri - 23.04.1884, Qupperneq 1
Af Suðra koma 3 blöð út á mánufti. Uppsögn meft 3 mán. fyrirvara frá ára- mótum. Árgangurinn 34 blöft kostar 3 kr. (erlendis 4 kr.), sem borgist fyrir ágústlok ár hvert.. 2- árg. S v a r u})}> á si’eiii séra Lárnsar Halldórs- sonar í lllí. til 120. bl. Fróða. I grein pessari hefur séra Lárus ritað «um hreifingar í kyrkjumálum á Austurlandi». Eptir fjrrirsögninni að dæma, mátti húast við, að tildrög, or- saldr og afleiðingar pessara hreifinga væru par sagðar og skýrðar með Ijós- um, einföldum og leiðbeinandi rökum. En petta er pó eigi á pann veg, pví að ritgjörð séra L. er að mestu leyti hnútukast til tveggja fréttaritara, ann- ars í Nf. og hins í Suðra, að ógleymd- um biskupinum. Sér í lagi er pað pó fréttaritari Suðra, er hann virðist purfa að svala sér á, og er á öllu auðséð, að hann hefur ætlað sér að kveða pann draug niður til fulls og aðra pá, er eigi liafa fallist á aðferð hans né Reið- firðinga1 í kyrkjumálinu, og sem, eptir hans áliti, «hafa nóg af ófrelsishug- hugmyndum, en lítið af sjálfstæðri liugsun». J>aðereinsog hann álíti alla pá hugsun ófrelsislega og ósjálfstæða, er ekki samrýmist hans eigin skoðun- um, peim er hann hefur lýst yfir í kyrkjumálunum. En sé pessi ritgjörð hans lesin ofan í kjölinn, pá virðist hún bera pað með sér — líkt og in langa gr. lians 1 Nf. í sumar — að hún sé fremur rituð í peim tilgangi, að halda vörn uppi (gegn almenningsá- litinu) fyrir gjörðum sínum og afleið- ingum peirra í pessu máli, með peirri orðkringi og útúrsnúningi, sem honum virðist vera svo lagið, heldur en til pess að leiða sannleikann í Ijós 1 kyrkju- málinu yfir höfuð. En pað er minna en ætlast mætti til af öðrum eins manni og honum að ímynda sér að slíkt mál sem kyrkjumálið eða al- gjörð breyting á skipulagi kyrkjunnar verði sótt og unnið með orðkrókum einum. Séra L. virðist vera hissa á peirri «djörfung eða réttara að segja fífl- dirfsku» fréttar., er hann fari að «slá um sig með lögunum» sér í lagi par sem hann komist svo orði að pað sé pýðingarlaust «að segja sig úr lögum við lögin nema með nýjum lögum» og er auðséð að hann vill gjöra höfund- inn hlægilegan fyrir «allan lagaslátt- inn». Yér skulum nú blátt áfram skýra frá, hvað fyrir féttaritaranum 1 Suðra vakti, er hann sló pannig um 1) Reiðfirðingar = fríkyrkjumennirnir f Hólmasókn. Reykjavík 23. apríl 1884. sig með lögunum og mun pað eigi ó- fróðlegt fyrir almenning að sjá, livort pesssi lagasláttur lýsir nokkru minna «skynbragði» á lögunum heldur en pær innvitnanir í lögin, er séra L. kemur með í Fróðagreininni. |>að er kunnugt, að Reiðfirðingar sögðu sig úr pjóðkyrkjunni (o: hættu að nota inn skipaða pjóðkyrkjuprest) að eins fyrir pá sök, að peim presti, er peir æsktu eptir, var eigi veitt brauðið. Nú voru pað lög, að peir réðu veitingunni er brauðið veittu, en eigi Reiðfirðingar; pegar nú Reiðfirð- ingar fengu eigi að ráða pví, sem peir engin ráð áttu á að lögum, pá tóku peir sig út úr söfnuðinum. Að segja sig úr lögum við lögin verður pví liér ið sama sem að segja skilið við söfn- uðinn og lög hans sem safnaðar og gjörast með pví flokkur, sem vildi standa fyrir utan pau lög, er til voru, en sem peir pó enn standa undir. J>að er pví sagt rétt til að slá um sig og beint út í loptið, er séra L. spyr: «Hvar eru lög fyrir pví, að hver mað- ur á íslandi sé skyldur til að vera í pjóðkyrkjunni?» pví að pað er sitt livað, að vera ekki skyldur til að vera í pjóðkyrkjunni og liitt að segja sig úr löguin við lögin. Eða getur séra L. sannað, að Reiðfirðingar séu úr lög- um við pjóðkyrkjuna, pótt peir liafi sagt sig úr lienni? Nei, séra Lárus! pað dugir ekki forvígsmönnum frí- kyrkjumálsins að «æpa hátt» um rang- indi við «trú og kristindóm» og pré- dika óstjórnarhugmyndir móti «lögum og gömlum venjum» nema reikning- arnir milli beggja málsparta, pjóð- kyrkju og fríkyrkju, séu gjörðir vel upp áður. Séra L. segir «að pað sé eigi sam- boðið neinum öðrum, en eins ófrjáls- lega hugsandi, römmum ríkiskyrkju- manni, eins og Suðrahöf. virðist vera», að segja «að kristnir menn o. s. frv., sem liafa myndað hjá sér lögbundið (!) safnaðarfélag o. s. frv. séu ekki neitt». Með pessu slær hann smiðshöggið á orðkringi sína, pví að Suðrahöf. hafði aldrei sagt né viðurkennt, að (inir svo nefndu) fríkyrkjumenn í Reiðarfirði væri «lögbundið safnaðarfélag» og vér skorum á hann að sanna, ef hann get- ur, að peir hafi verið pað, pá er frétta- greinin í Suðra var rituð í marzmán. 1883. Að bera annað eins á borð fyr- ir almenning og petta, er varla sam- boðið öðrum en peim, sem er miður 10. blað. vandur en vera ætti að meðölum, til að styrlcja málstað sinn með. Á einum stað segir séra L. «Sann- leikurinn í pessu efni» (að segja sig úr pjóðk.) «er auðsær bæði af eðli hlutarins og stjórnarskránni, sá sann- leikur, að sérhverjum inanni á íslandi er frjálst hvort hann vill vera í pjóð- kyrkjunni eða ekki». Hér er auðsjá- anlega átt við 46. gr. stjórnarskrárinn- ar: «Landsmenn eiga rétt á að stofna félög til að þjóna guði með peim hætti, sem bezt á við sannfæringu hvers eins». þegar vér berum nú petta sam- an við orsök pess, að Reiðf. sögðu sig úr pjóðkyrkjunni og sem vér höfum tekið fram áður að var sú ein, að peir fengu eigi að ráða hverjum brauðið var veitt, pá viljum vér spyrja séra L.: Er pað að fá „að þjóna guði“ o. s. frv. ið sama sem að fá að ráða pví hverj- um presti brauðið er veitt ?! Mun pá séra L. pora að ábyrgjast að veiting- arvald safnaðanna' «sé pað hellubjarg, sem kyrkja Jesú lvrists er byggð á»?! Enn er séra L. svo hróðugur yfir pví, að skoðun fréttaritarans í Suðra «sé srottin af pví, að pað er mest gildi hefur í augum hans í pjóðkyrkj- unni séu tekjurnar* og par af leiðandi skapar hann honum pá hugsun, að «peningar séu ekki réttindi». En par sem fréttar. í Suðra sagði, að «Reiðf. væru í lögum við hvorttveggja eins eptir sem áður, bæði kyrkjuna og prest- inn», pá er pað svo að skilja, ef séra L. hefur eigi skilið pað áður, að á meðan þeir eða hver annar söfnuður, er eins stæði á fyrir, væru eigi orðnir lög- bundið og (hvað pá heldur) löghelgað fríkyrlijufélag með sérstökum réttind- um eða undanpágum (frá lögum) sem slíkt, pá hefði pað enga praktiska pýð- ingu fyrir pá og þeir gætu eigi öðlast neinn praktiskan rétt með pví, að hafa sagt sig úr þjóðkyrkjunni. En með pessn er alls eigi sagt að tekjuspursmálið sé álitið aðalatriði í pjóðkj'rkjunni yfir höfuð, enda mun tírninn skera úr pví, hvor nærgætnari hafi verið og heilráð- ari Reiðf., Suðrahöf. eða séra L., par sem liann gefur í skyn 1 Eróða að dómstólarnir muni dæma peirn í vil um gjaldskylduspursmálið til pjóð- 1) petta er að eins sagt til þess, aft sýna hve hæpin röksemdaleiðsla séra L. er og hvernig paft lftur út, er orðkringi hans er snúið upp 4 sjáifan hann, en alls eigi til að gjöra lítið úr þvf, aft söfnuftir fái meiri hlut- deild 1 veitingarvaldinu en áftur. 39

x

Suðri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Suðri
https://timarit.is/publication/118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.