Suðri - 07.05.1884, Blaðsíða 3

Suðri - 07.05.1884, Blaðsíða 3
45 yfirstigið alla mótstöðu og kváðust peir mundu leita atkvæðis þjóðarinn- ar, er liðið væri heim komið. Nii voru herforingjanum send orð oghrást hann skjótt við og kom þangað til pess að taka hollustu-eiða af Merv-húum. En rétt um sama leyti kom liðið að sunnan og vildi ekkert heyra um holl- ustu-eiða talað. Settist pað þegar um horgina, því Rússar höfðu sezt þar að. Ií ússar voru nú komnir í illa klípu; þeir reyndu til að brjótast út úr borg- inni en það mistókst. Hefði þá verið úti um þá ef eigi hefði lið komið að norðan þeim til hjálpar. Málalokin urðu þau, að þeir kúguðu Merv-búa, með mestu grimmd og neyddu þá til að sverja keisaranum hollustu, en það var allt annað en af íúsum vilja gert Er þetta lítið dæmi þess, hvernig Eússar auka landeign sína þar eystra. Úr hrjefi írá Kaupmaimaliölii 'v* 1884. Ljótt er eitt með öðru að sjá skröksemi «J>jóðólfs» viðvíkjandi Is- lendingafélagi og Tryggva. Svona er málið vaxið: Flokkur einn hefurvald- ið óeyrðum í félaginu. Finnur Jóns- son var einn forsprakkanna og á ein- um fundi stakk hann upp á að setja stjórnina af. Uppástungunni var tek- ið með lófaklappi af öðrum flokknum en áköfum móthárum af hinum. Ekki var gengið til atkvæða. J>eir Finnur fóru út og náðu með sér nokkrum af hókum félagsins og settu nýjan fund annarstaðar; þóttust þeir hafa afsett stjórnina með lófaklappinu og völdu nýja stjórn. Hinir (Tryggvi og þeir sem honum fylgdu) héldu náttúrlega áfram félaginu og voru 52 á fundi næst — sézt á því, hvort félagið dó þó þeir Finnur færu. Annari bókinni hefur Finnur skilað fyrir sáttanefnd, en mál er fyrir «Hof- og staðsréttin- um» um hina bókina, sem þeir vildu ekki sleppa. J>eir kalla sig enn ís- lendingafélag og eru þau félög þá tvö. Tryggvi er eim forseti þess félags, sem hann hefur stjórnað hingað til og hélt félagið honum veizlu í gær- kvöldi til að þakka honum aðgerðir lians, en í liinu félaginu hefur hann aldrei verið. Menn segja Jón Jakobs- son sé formaður þess og meðstjórar Emil Schov og einhver Arenz. Ilafnar-deildin. Kaupmannahafnar-deild Bókmennta- félagsins mun hafa goldið fyrirfram ritlaun að uppliæð 1732 krónur. |>essi uppliæð mun vera borguð á árunum 1872—1883 til forseta Hafnardeildar- innar og annara félaga í Kaupmanna- höin, en enginn stafur hefur enn sést á prenti fyrir peningana. — Prentari einn hér í bænum, sem fekk ávísun fyrir prentunarkostnað lijá Reykjavík- ur deildinni upp á Hafnardeildina, hef- ur sagt oss að Hafnardeildin haíi neitaé að horga ávísunina. J>ó sagði féhyrðir Hafnardeildarinnar á Bókmenntafélags- fundi hér í fyrra vor, að það skyldi aldrei koma fyrir að Hafnardeildin neitaði að horga ávísun frá Eeykjavík- urdeildinni. í 7. tölublaði «I>jóðólfs» þ. á., fer hreppsnefndaroddviti Strandarhrepps mörgum orðum um úrslit fiskiveiða- fundarhaldsins, er fram fór að Narfa- koti (ekki Njarðvík) 29. janúar þ. á. Sveigir hann þar ýmsum meiðyrðum að ýmsum íbúum Eosmhvalanesshrepps; vér viljum ekki rekja upp alla hans löngu rollu, því sumt er ekki svara- vert, vér viljum að eins, eptir því sem oss er kunnugt, skýra mönnum frá ýmsu, er oddvitanum hefur að likind- um gleymst að geta, svo sem því, er hann sjálfan snertir, þó fullkominn og gallalausan álíti sig. Fyrst kemur hann fram með Hríshólavörðu (ekki Kolbeinsstaðavörðu) og miðar hana við Útskála, og hefur hann með því teldð strik að sjá á Snæfellsjökul, liversu langt hann þá hefur öslað vestur djúp- ið er oss ei kurinugt, en við næsta orð í grein sinni er hann búinn að taka strikið «Hamarin fastan», sér er núhver stórfisksfartin. Að sýslunefndarmaður Eosmhvalanesshreppshafiölsað um allan hreppinn eru ósannindi, því hann átti engan sérstakari þátt í undirbúnings- fundarhaldi hreppsbúa, það var almennt samkomulag þeirra að tala sig niður á fyrirkomulagi, er bjargað gæti hrepps- buum frá áleitni Strandarhreppsbúa með að koma á nokkrum takmörkum við fiskiveiðar Garðmanna. Garðmönn- um fannst slíkt óviðkomandi Strandar- lir.eppshúum og reglulegur slettureku- skapur að skipta sér nokkurn hlut af þeirra atvinnu fyrir þeirra eigin landi og létu á fundinum í Ijósi, að þeir vildu óska að sjóróðramenn Strandar- hrepps kæmu hér sem sjaldnast, því þeir væru engir föðurhetringar annara að- komumanna í misjöfnum atferlum á sjónum hér. |>á tekur hann fram, að þá sýslumaðurinn kom á héraðsfund- inn hafi hann fyrst haft nóg að starfa að athuga kjörskrána, sem hreppstjór- inn í Rosmhvalanesshreppi hafi haft með ‘ sér að færa, og strika út af henni marga, er ekki hafi átt atkvæð- isrétt á fundinum; «smátt er það sem tungan finnur ekki». Yér höfun heyrt að hreppstjórinn hafi bent sýslumann- inum á þá Kirkjubólshverfismenn, er hann hafi sett á skrána, því hann hafi álitið að þeir ættu kosningarrétt á fundinum, þar þeir séu árið um kring innan Skaga, og stunduðu þar allan sinn sjáfaratvinnuveg; vér erum hrepp- stjóranum samdóma í því að það sé rétt álitið, því í fiskiveiðalögunum frá 14. des. 1877 2. gr. stendur: «Og eiga atkvæðisrétt á þeim fundi allir menn í héraðinu, er samþykktin nær yfir». J>að stendur ekki búsettur 1 héraðinu, einungis: eru í héraðinu; nú eru Kirkjubólshverfismenn í héraðinu við þennan sinn eina aðalársatvinnuveg, því getur verið spursmál um, hvað á- hrærir þessa menn, hvort sýslumaður- inn hafi gert rétt í að vísa þeim frá kosningu. J>essi glósa hygejum vér að sé komin frá oddvitanum af þeirri á- stæðu, að hann varð eptir þrjú á- hlaup að láta undan hreppstjóranum í Rosmhvalaneshreppi með að koma nýja lækninum að kosniugu, og hafði þó oddvitinn sína löghók opna fyrir sér á borðinu, hann hefur máske þurft að setja upp tvenn gleraugu. eins og bóndinn forðum, á Hjalla, og samt sá hann ekki. Oddvitinn hefur gleymt að geta þeirrar upphefðar, er hann varð fyrir á umræddum fundi, scm sé að komast svo hátt upp yfir fundarstjór- ann að hafa hann íyrir skrifara siim, þá hann var að tína saman ýmsa fugla er eptir áttu að hafa orðið í lians lireppi að komast á skrána, og varði fundar- stjóri nokkrum tíma til að hnoða þeim aptan á skrána, því nóg har að frá oddvitanum, en pappírinn var óríflega tillagður. J>ví næst kemur oddvitinn fram með þær smánarlegu samlíkingar um sýslunefndarin. Eosmhvalanesshr.) er liann líkir honum saman við hræ- fugla og húsdýr, er lói afkvæm- um sínum. En hversu skynsamlega fórst oddvitanum þegar honum um árið tókst að blinda svo augun á kunningjanum að fá hann til að leyfa sér að taka viðbót úr félagseigninni í Jarnes Fovvn og liversu heiðarlega hann muni hafa svarað umkvörtun- um H., það mun kunnugt P. En þá seldar voru leifar af því félagstimbri uppálagði P., er var umsjónarmaður fé- lagsmanninsH., hreppstjóranum í Rosm- hvalanesshr. að halda opinbert uppboð á því burtflutta timbri, er oddvitinn hafði heim til sín fært; kallaði þá hreppstjórinn upp að gera hoð í timb- ur er flutt væri heim að Landakoti af oddvitanum þar (vér sem heyrðum á þetta tal gátum vorkennt kunningjan- um engu síður en oddvitinn þykist hafa getað vorkennt þeim vesalingum, er

x

Suðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðri
https://timarit.is/publication/118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.