Suðri - 07.06.1884, Blaðsíða 1

Suðri - 07.06.1884, Blaðsíða 1
Af Suðra koma 3 blöð út á mánuði. Uppsögn með 3 mán. fyrirvara frá ára- mótum. Suðri. 2. árg. Reykjavík 7. júní 1884. Árgangurinn 34 blöð kostar 3 kr. (erlendis 4 kr.), som borgist fyrir ágústlok ár hvert 14. Mað. FJÁRKLÁDINN i norður- og austurnmdæmiuu. —»«— Með póstinum í marzmánuði í vet- ur barst sú fregn hingað suður, að næmur fjárkláði væri kominn upp í Norður-Múlasýslu, en af pví peirrar fréttar var að eins lauslega getið í blöðunum, setjnm ver hér ágrip af skýrslu hlutaðeigandi sýslumanns til amtmannsins, en sem amtmaðurinn aptur sendi landshöfðingja. Jpegar í haust varð vart við ein- hver óprif í fé bóndans á Eyjaseli í Jökuldals- og Hlíðarhreppi, og mögn- uðust pau, eptir pví sem á haustið leið. Kétt fyrir jólin fundust 3 kindur veikar á næsta bæ, Hnitbjörgum, sem taldar voru sýktar fyrir samgöngur við Eyjaselsféð. Var pá héraðslæknir- inn, J>orvarður Kjerúlf, af sýslumanni látinn skoða féð, og taldi hann kláða pennan sóttnæman. Sýslumaðurinn lagði pá fyrir, að skera skyldi allar hinar kláðsjúku kindur á báðum pessum bæjum, en hafa skyldi allt hið ósjúka fé í strangri gæzlu, og sendi sýslu- maður jafnframt baðlyf til að hafa við liið ósjúka fe, en lagði jafnframt fyr- ir, að héraðslæknirinn skyldi skoða féð við og við, og yrði sú reyndin á, að fleira sýktist, skyldi skera allt féð á báðum bæjunum. Jpessar ráðstafanir sampykkti amtmaðurinn, og lagðijafn- framt fyrir, að hreppsbúar skyldu kjósa 2 bændur til að vera í ráðum með sýslumanni ásamt alpingismanm |>orvarði Kjerúlf um pær ráðstafanir, sem gjöra pyrfti, ef kláðans yrði viðar vart, einkum að pví leyti, hvort við skyldi hafa niðurskurð eða lækningar. Enn fremur skrifaði amtmaður kaup- stjóra Tryggva Gunnarssyni, og bað hann að senda til verzlunar sinnar á Seyðisfirði nægt af baðlyfjum, olíusætu- baði og karbólsýru. Síðan pessar ráðstafanir vorugjörð- ar, hafa engar áreiðanlegar fréttir kom- ið hingað suður um, hvort kláðinn hafi breiðzt út eða ekki, eða hverjar frekari ráðstafanir gjörðar hafa verið út úr honum, en skrifað hefur verið hingað suður, að kláði pessi mundi útdauður. Nú með hinum síðasta pósti bár- ust pær fregnir, að næmur fjárkláði væri kominn upp á ýmsum bæjum í Jungeyjarsýslu, og hefur amtmaðurinn í norður- og austuramtinu ritað lands- höfðingja skýrslu um kláða pennan, dags. 14. dag f. m., og setjum vér hér ágrip af skýrslu pessari. |>á er amtmaðurinn fékk skýrsluna um kláðann í Norður-Múlasýslu, skor- aði hann á amtsbúa, að hafa fram al- mennar skoðanir á sauðfé í aprílmán- uði, og við pær skoðanir kom pað fram, að reglulegur fjárkláði væri kom- inn upp í nokkrum sveitum J>ingeyj- arsýslu, og einkum á Geiteyjartrönd við Mývatn, og reyndust par 18 kindur kláðsjúkar. 1 Helgastaðahrepp reynd- ist kláði á 18 bæjum, en eigi nema á kind og kind á hverjum bænum fyrir sig, eða alls 13 kindum á pessum 11 bæjum. Með pví búið var að baða sumar af hinum kláðsjúku kindum, pá er pær voru skoðaðar, fannst eigi maur í peim, en í peim flestum, sem læknirinn í J>ingeyjarsýslu skoðaði ó- baðaðar, fann hann rnaur. Enn fremur fundu skoðunarmenn kláða á nokkrum bæjum í Hálshreppi, en pann kláða taldi læknirinn á Akureyri felli- lúsarkláða eða óprifakláða. Káðstafanir pær, sem gjörðar hafa verið gegn sýkinni, eru pær, sem nú skal greina: 1. J>ær kindur hafa verið skornar, sem fundizt hafa með kláðavotti, og fyrir skipaður niðurskurður fyrst um sinn, pangað til fé væri komið úr ullu, á peim kindum, sem fyndust með kláðavotti við skoðanir pær, sem fyrir skipað var að fram skyldu fara að minnsta kosti 14. hvern dag á tilteknu svæði sýslunnar. 2. Allir fjárflutningar eru bannaðir yfir Skjálfanda-fljót vestur á bóginn, og austur á við yfir línu frá Laxár- ósum upp hjá Laxamýri og par fram og austur á fjöll. 3. Ejárflutningar eru enn fremur bannaðir austur yfir Jökulsá í Axar- firði og vestur í Eyjafjarðarsýslu. 4. A peim 3 svæðum, sem pannig koma fram, sem sé milli Jökulsár og Laxárlínunnar, milli hennar og Skjálf- andafljóts, og milli pess og Eyjafjarð- arsýslu, skal halda uppi stöðugum fjárskoðunum með minnst 14 daga millibili af hreppstjórum og aðstoðar- 55 mönnum peirra. 5. Hverjum fjáreiganda innan nefndra takmarka er undir laga-ábyrgð bannað, að sleppa fé sínu úr vorhirðingu (kvía- ám) eða á fjall (sauðum, hrútum, geld- um ám, gemlingum og lömbum), nema hann hafi vottorð hreppstjóra eða aðstoð- armanna hans um, að hann hafi baðað fé sett undir umsjón peirra, og skal böðun fram fara, eptir pví sem pörf pykir á. Við pessar fyrirskipanir kveðst amt- maður hafa haft fyrir augum, að á meðan kláðinn væri eigi kominn fram í fleiri kindum, væri pað tilvinnandi, að upp ræta petta fár pegar í upptök- um sínum, en mjög lítið væri til af góðum kláðalyfjum, nema tóbaki. I annan stað hefði lögreglustjórinn og læknirinn í 12. læknishéraði talið lækningar að svo stöddu óframkvæm- andi, og yrði hann að vera á sama máli, með pví komið væri að sauðburði. Amtmaður telur pað liggja næst, að gjöra allt sitt til, að uppræta kláðann gjörsamlega, áður en fé sé rekið á fjall; en hann ætlast til, að skoðun fari fram í haust, er fé kemur af af- rétt, og skyldi pá reynast svo, að féð verði eigi kláðalaust, sé sjálfsagt, að láta aðalráðstöfunina vera fólgna í lækningum í sambandi við stranga gæzlu og aðskilnað á heilbrigðu og sjúku eða grunuðu fé. Að lokum skýrir amtmaður frá, að hann hafi haldið fund að Tjósavatni 7. dag maímánaðar, og hefði kvatt til pess fundar lögreglustjórann í |>ing- eyjarsýslu, báða alpingismenn sýslunn- ar og nokkra bændur úr peim sveit- um, par sem kláðinn hafði gjört vart við sig ; var á pessum fundi rætt um pær ráðstafanir, sem gjörðar höfðu verið, og enn fremur rætt um, hvað fram- vegis gjöra skyldi, einkum að pví er snerti niðurskurð. A fundi pessum komu fram pær skoðanir, einkum af hálfu pingmanns Norður-Jaingeyjarsýslu' og bænda í Helgastaðahrepp, að kláði pessi væri alls eigi hættulegur, og 1) Amtmaðurinn orDar það svona f bröfi sínu til landsböf'ðingjans, en önnur frett seg- ir, að pingmaður ISTorður-pingeyinga hafi ver- ið með niðurskurði, en þingmaður Suður-ping- eyinga hafi aptur á móti verið honum frá- hverfur.

x

Suðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðri
https://timarit.is/publication/118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.