Suðri - 19.06.1884, Blaðsíða 1

Suðri - 19.06.1884, Blaðsíða 1
Af SuBra koma 3 blöð út á mánuði. (Jppsögn me5 3 mán. fyrirvara frá ára- mótum. Suðri. Argangurinn 34 blöð koatar 3 kr. (erlendis 4 kr.), sem borgist fyrir águstlok ár hvert. arg. Reykjavík 19. júní 1884. 15. blað. Ekkjur og l)örn sjómanna. Mikill var mannskaðinn á Suður- landi við skiptapana í vetur; margan nýtan son missir Island í sjóinn ár- lega; margar mega ekkjurnar gráta og börnin föðurlausu; en hvað er gjört til að koma í veg fyrir petta? Svo að segja ekkert. Hvað er gjört til pess, að hættuminna sé að fara á sjóinn, eða til að bæta kjör ekkna og barna, sem eptir lifa? |>egar einhver bátur ferst, pá er sagt: «Sár var pessi mannskaði; bágt eiga hinir nánustu, sem eptir lifa», og par við situr; um samskot einstöku sinnum tala eg ekki. J>eir staðir eru fáir á landinu, par sem menn gjðra ser far um að breyta laginu á bátum sínum eptir pví, sem bezt er í útlöndum, svo lífi manna sé minni hætta búin á peim í storm- um og stórsjóum. Um pilskip vil eg ekki tala á pessum stað, bæði af pví, að fjöldi manna hefur ekki efni á að eignast pilskip, og vcgna pess, að pótt pilskip fjölgi, sem mjög er óskandi, pá munu pó porskveiðar verða mest stundaðar með bátum, svo lengi sem landið stendur. |>að, sem næst liggur, er pví pað, að gjöra byttur og báta sem bezt sjóskip; í pví efni verður ekki fátækt við borið; hjer er aðalor- sökin, ef ekki verður að gjört, hirðu- leysi og gamall vani, að prauka við pessa gömlu manndrápsbolla, semvíða eru hjer á landi. Ekki er pað dýr- ara að smíða bát með traustu lagi, heldur en ljótu og hættulegu. í Noregi og á SkoQandi farast hngtum færri menn að tiltölu í sjó en á íslandi, og er par pó fiskiúthald með opnum bátum miklu meira en hér á landi. En par er líka meira gjört en hér til að vernda mannlífið. Bátar, sjómennska og björgunaráhöld ta>a árlega framförum; stórar sýning- ar eru haldnar og verðlaun veitt hverj- um poim, er koma með bezta báta, skip og björgunartól, og hver keppir við annan, að vera ekki eptirbátur hins. I>ar eru gjörðar bátahafnir og lending- ar m. fl. Hversu margir munu hafa skoðað sýnishorn pau af bátum, er keypt voru á sýningunm í Edinborg, og nú liggja í Reykjavík? eða peir, semhafa smíðað eptir peim? Eg held peir séu fáir; pau voru á sýningunni í Eeykja- vík síðasta sumar, en fáa sá eg veita peim eptirtekt. Hverjum pykir sinn fugl fagur og óparfi að breyta. A Seyðisfirði og Eskifirði hefur bátalag samt mikið lagazt, síðan Norð- menn fóru að fiykkjast pangað. Við Eaxaflóa er álitið allgott bátalag; vera má, að pað hafi talsvert skánað á síð- ari árum, en pó ætla margir, að mik- ið vanti til, að pað sé fullgott, enda eru skiptapar par að tiltölu flestir. |>ar sem eg pekki til annarstaðar á landinu, hefur bátalagi mjög lítið eða ekkert farið fram á síðustu árum. Að ryðja varir eða lendingar, svo að menn geti með minni hættu bjarg- að lífi sínu í land úr sjávarháska, er líka vanrækt á mörgum stöðum, par sem eg pekki til. Stðku sinnum hefur verið skýrt frá pví í blöðunum, að lýsi eða olía væri ágætt ráð, til að bjarga lífi manna í brimróti bæði á rúmsjó og við lend- ingar, en petta ódýra og einfalda ráð nota menn ekki; pað er ekki svo mik- ið, að menn vilji gjöra ser pá fyrir- höfn; að minnsta kosti hef eg aldrei séð skýrt frá pví í blöðunum, að sá eða sá hafi bjargað lífi sínu og skip- verja með pví, að hella lýsi í sjóinn; væri pað pó skylda hvers eins, að gjöra pað, pví að pess konar parf að endur- taka við menn aptur og aptur, til pess peim skiljist pað, eða peir fái'fram- kvæmd til að byrja á pví. í blöðum erlendis stendur práfaldlega skýrsla frá skipstjórum bæði á gufuskipum og seglskipum, að peir hafi bjargað skipi og skipshöfn með pví að hella olíu í sjóinn í hafróti. Á sumum stöðum eru járnpípur lagðar út í sjóinn, par sem grynningar eru fyrir utan hafnar- mynni, og olían svo leidd gegnum pípurnar frá landi út í brotsjóana, svo skipum og bátum sé par hættuminna að leita hafnar. Öllum pessum mörgu vottorðum frá reyndum og gömlum sjómönnum ber saman um, að olía og lýsi cr áD-3tastaráð í sjávarháska. Hví reyna menn ekki petta ráð á íslandi, sem öðrum pjóðum reynist svo vel, og er bæði svo einfalt og ódýrt, að hver for- maður geturhaft pað, hversu fátækur semhann er, ef hann að eins vill ? Hann parf að eins að gjöra sér að regln, að 59 hafa kút með lýsi í í bát sínum í hvert skipti, er hann fer á sjó, einkum á vetrardag eða á haustum, pegar allra veðra er von. Eg vil jafnvel segja, að formaðurinn er skyldur til að gjöra petta, ekki einungis til að bjarga lífi sínu, heldur vegna peirrar ábyrgðar, sem hann hefur gagnvart lífi háseta sinna, sem eru á skipinu, og vegna konu og barna, sem heima sitja. Eg held pessu máli væri borgið mun bet- ur, ef konurnar tækju petta í sína hönd, og leituðust við að fá bændur sína til að byrja á pessari nauðsynlegu reglu. Margir formenn kunna að vera svo hégómlcgir að hræðast gabb ann- ara, sem legðu petta út fyrir lífhræðslu; en eg ætla, að petta sé pvert í móti einmitt pakklætisvert, ef einhver vildí í hverri veiðistöð byrja, að ganga á undan öðrum með góðri fyrirmynd í pessu efni. Landsmenn ýfast við pað, ef sagt er, að Eæreyingar séu fremri peim í einhverju, og pykir mér reyndar slíkt vorkunn, en peir verða pó að sitja með pað, ef satt skal segja, og ef peir ekki vilja bráðlega taka sér fram eða gjöra rögg á sig til að komast fram fyrir pá í pví, sem peir nú standa aptar. Aust- anlands eru Eæreyingar taldir af mðrgum öllu betri fiskimenn, og bátar peirra betri en almennt gjörist par, pótt mikið vanti á, að peir séu jafngóðir sem í Norvegi og á Hjaltlandi. En pó er einkum eitt, sem eg vil taka hér fram og sem ekki verður borið á móti að peir hafa orðið fyrri með en vér, pótt vafi geti ef til vill leikið á hinu tvennu, og pað er pað, að peir eru orðnir á undan oss, að stofna félag og safna í sjóð, til pess að veita styrk ekkjum og börnum peirra, er f'arast á sjó. í Danmðrku var mikið skrifað í vetur um félagsskap meðal sjómanna, til að stofna sjóð með innbyrðis samskotum og árlegu tillagi, til pess að bæta fé- lagsmönnum skaða, pegar peir misstu báta, veiðaifæri eða pví um lík áhöld, sem væru dýrari en svo, að fátækir fiskimenn gætu keypt sér pau aptur. Margir töldu á pessu tormerki og á- litu, að eigi allfáir mundu verða skeyt- ingarminni að bjarga bátum sínum og veiðarfærum í illu sjóveðri, pegar peir ættu von á, að fá skaðann endurgoldinn.

x

Suðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðri
https://timarit.is/publication/118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.