Suðri - 28.06.1884, Blaðsíða 1

Suðri - 28.06.1884, Blaðsíða 1
Af Snðra koma 3 blöð íit á mánnði. Uppsögn með 3 mán. fyrirvara frá ára- mótiim. Suðri. Árgangurinn 34 blöð kostar 3 kr. (erlendis 4 kr.), sem borgist fyrir ágústlok ár bvert 2. Reykjavík 28. júní 1884. 16. Mað. Um ]mifainenn og öreigagiptingu eptir pórð Guðmundsson, hreppstjóra. — » «— Af því að eg í niðurlagi greinar peirrar um meðferð á skepnum o. fi., er stóð í 5. tbl. «Suðra», leiddist til að minnast á sveitarþyngslin bér á landi, og gat pess, að eg áliti fátækra- löggjöfina, eða galla á henni, vera eina af aðalorsökum til peirra, hefur nú — af merkum manni — verið skorað á mig að láta í Ijósi ítarlegri skoðun mína um petta atriði. |>að var að vísu ekki meining mín, pegar eg skrifaði áminnsta grein, að fara frekar út í fátækramálefni, heldur . minntist eg á pau í pví skyni, að það kynni að gefa öðrum — mér færari til þess — til- efni til að gera það, og þó það sé enn ekki fram komið, býst eg við, að menn fari innan skamms að taka þetta stóra vandamál til nákvæmlegrar íhugunar, svo nokkuð verði búið að ræða og rita um það fyrir næsta þing. En svo að eg láti í té það, sem af mér er heimt- andi, skal eg, vegna téðrar áskoruuar, minnast á nokkur þeirra atriða, er eg þykist sakna í fátækralöggjöfinni. £að er óneitanlega vandaverk að semja lög, því nálega öll lög eru tak- mörk milli réttinda mannfélagsins og persónulegs frelsis einstaklingsins; en þó eru lög um fátækramálefni það öðrum fremur, og pví er slíkt laga- smíði mörgu öðru vandasamara, enda hafa allar breytinga-tilraunir hingað til strandað á því, að mönnum hefur ekki komið saman um pessi takmörk, því mönnum hefur ávallt þótt öðrum- hvorum misboðið með peim: mannfe- laginu eða einstaklingnum, p. e. purfa- manninum, og má búast við að þau verði heldur ekki auðfundin framveg- is; en þó má ei svo búið standa. Sveitarþyngslin eru sú landplága, sem menn verða að gera sér far um að lina, en hún verður ekki linuð nema með lögum, lögum sem talsvert auka vald hreppsnefnda en prengja að þurfa- mönnum, svo sem mannúðin frekast leyfir. Fyrst verður þá fyrir mér það spursmál, hvort maður sá, sem skyldu- ómaga (barn eða foreldri) á, er upp- eldis nýtur af fátækra fé, skuli' öld- ungis óháður ráðstöfun hreppsnefndar peirrar, er sér um uppeldi ómagans. Mörgum mun virðast gengið nærri réttindum hans með pví að hrepps- nefndjn visti hann þar, sem henni sýnist, en þó frelsi hans væri nokkuð takmarkað væri varla hrópandi rang- læti, t. a. m. hann væri skyldur að eiga heima í hreppnum, ef neíhdin skipaði svo fyrir, pví það er næstum viðbjóðslegt, að margir þeirra, er þann- ig eru óbeinlínis þurfamenn, ílögta svallandi sveita og sýslna á milli, án þess að hafa nokkra staðfasta atvinnu, og álít eg því meiri harðýðgi sýnda bjargvættum sveitarfélaganna, með því að neyða þá til að ala slíka slæpinga eða skyldulið þeirra, heldur en hinum með því, þó þeir væru ekki látnir al- veg sjálfráðir, enda er háttalagi sumra þeirra svo varið, að þeir mættu álítast «óalandi, óferjandi og óráðandi öllum bjargráðum» hvar sem þeir færu í ó- leyii hlutaðeigandi hreppsnefndar. Líkt má segja um suma þeirra, sem sjálfir eru fóstraðir á fátækra fé eptir að peir eru komnir af ómagaaldri, en, sem undir eins og þeir þykjast geta haft ofanaf fyrir sér, láta sem peir séu of- góðir til að dvelja í pcim hreppi, er peir hafa þegið fósturaf, en leita lags með að ráða sig í fjarlæg héruð, og þá optar þangað, sem hægra er að út- vega sér staup. Að mönnum pessum detti í hug að endurgjalda inn þegna sveitarstyrk, komur víst aldrei fyrir, nema ef hann ætti að standa í vegi fyrir giptingu þcirra; er enda óvíst, að þeir, eptir núgildandi lögum, séu skyldir til pcss, og sé pað ckki, verður ný fátækralöggjöf að hafa pað nýmæli, að hver einn sé skyldur til, að endur- gjalda sveitarstyxk undir eins og hann getur og viðkomandi hreppsnefnd krefst þess. pá eru til purfamenn, sem eru heilir heilsu og gætu verið nýtir verk- menn, en nenna ekki neitt að vinna; hreppsnefndin og letin eru ósamþykk- ar um menn þessa, en, eins og nú stendur, verður nefndin að gefa hlut sinn, en letin situr að völdum; á þessu þarf þó sannarlega lagfæring, pví allir vita, að slíkum mönnum á að «þrýsta 63 til almennilegrar vinnu», og pað á hreppsnefndin að gera. (Niðurl. í næsta blaði). Lögreglustjömiu í Flateyjarhrepp í Barðastrandarsýslu. Semma í desemberraánuði í haust fór Ari nokkur Steinsson, sem hcr er hafnsögumaður, á sjó með öðrum manni í góðu veðri. Vissu menn ekki í fyrstu erindi hans, en nokkru síðar heyrðust byssuskot, sem virtust vera annaðhvort í eða mjög nálægt selalögnum Flateyj- ar (hér fást 60—80 vorkópar); fóru menn pví að hafa gætur á, hvenær hann mundi lenda, sem varð um kveld- ið, og fundust þá faldar eptir hann kápur af 2 selum (skrokkana hefur honum ekki póknast að hirða), sem hann viljugur gekkst við að hafa skot- ið. Ari beiddi oss að hylja pettabrot sitt, en það var hvorttveggja að vér fundum enga hvöt hjá oss til þess, enda þorðum ekki að eiga það á hættu, ef svo kynni að fara, að þetta bærist til sýslumannsins, sem þá kynni að sekta oss fyrir hylmingu á opinbem lagabroti. Var pá hreppstjóranum til- kynnt petta, og mun hann pá pegar hafa tilkynnt það herra Fischer sýslu- manni vorum. Nú líður veturinn og vorið, allt Hggur í dái og þagnargildi, og ekkert heyrist frá Fischer þessu máli viðvíkjandi. Loksins kemur hann hingað í þingferð 29. maí og þingaði eins og lög gera ráð fyrir, en minnt- ist alls ekkert á selamálið. Vér von- uðum staðfastlega, að hann mundi nú taka það fyrir og rannsaka, en það var öðru nær. J>egar vér, sem sitjum hér við fremur þungan leigumála, sá- um að ekki átti að hreifa málinu, spurðum vér sýslumanninn, hvort hann ekki að minnsta kosti vildi tala við Ara um þetta og kynna sér málavöxtu; tók hann það mjög óstinnt upp, og kvað pað lýsa ódrengskap vorum, að ganga svo hart að þessum manni, sem væri bláfátækur og hefði farið út á sjó að skjóta sel til að bjarga sér. Kvað hann Ara hafa boðizt til að borga 5 króna sekt til sveitarsjóðs, og það vœri i alla staði sómasamlega boðið af honum og yrði því þessu máli ekki frekar hreift.

x

Suðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðri
https://timarit.is/publication/118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.