Suðri - 18.07.1884, Blaðsíða 1

Suðri - 18.07.1884, Blaðsíða 1
Af Suðra konia 3 blöð út á mánuði. Uppsögn með 3 mán. fyrirvara frá ára- mótum. Árgangurinn 34 blöð kostar 3 kr. (erlendis 4 kr.), sem borgist fyrir ágústlok ár hvert 2. árg. Reykjavík 18. jnlí 1884. 18. Mað. Forsetaskiptin i Reykjavíknr- deildinni. Á ársfundi Reykjavíkurdeildarmnar 8. þ. m. skýrði forseti, hr. assessor Magnús Stephensen frá því, eins og sagt verður síðar í blaðinu, að hann tæki eigi á móti forsetakosningu næsta ár. petta mun hafa komið mörgum ó- vart, því flestir munu vera á einu máli um það, að hann væri færasti maðurinn, semvölværi á, til að gegna þeim starfa og hefði sýnt það öll þau ár, sem hann hefur staðið fyrir felag- inu, enda hafa allir fúslega kannast við það bæði í tali og á prenti, að undanteknum einhverjum markleysu- og getsakar- hnútum í «þjóðólfi» iit af þýðingum Matthíasar Jokkums- sonar á Shakspeare. þegar litið er yíir þessu fáu ár, sem Magnús Stephensen hefur verið forseti deildarinnarinnar hér, þá dylst engum, hve rækilegahann hefur unnið að vexti og viðgangi þeirrar deildar og hve miklu hann hefur áorkað í því efni, þótt efni félagsdeildarinnar hafi ávallt verið lítil. það var hann, sem var hvatamaður þess, að deildin fór að gefa út alþýðuritin, sem hafa orðið til þess að afla henni mestu vinsælda hjá allri alþýðu manna her á landi, þó langtum minna hafi orðið úr því starfi félagsins en orðið muiidi, efefninhefðu eigi nær því öll verið í liöndum Hafn- ardeildarinnar. það var honum mest og bezt að þakka, að deildinni hér óx svo álit, að farið var að tala um að afnema Hafnardeildina og flytja hana íiingað. Og svo vann hann að því með röggsemi og skyldurækt, að því máli mætti verða framgengt, þegar hann sá ljós merki þess, að það var orðið almennt þjóðarálit og einhuga ósk félagsmanna hér á landi. Og að öll- um ólöstuðum, þá er það víst, að lítið hefði orðið iir fylgi í slíku atriði, ef allt hefði staðið við hið sama með stjórn fe- lagsdeildarinnar og var, áður en Magnús Stephensen tók við. þessu má ekki gleyma og þessu verður heldur ekkigleymt, þegar næst verður gefið út minningarrit felagsins, er það hæst heldur minningarhátið sína. Eins og áður er sagt, voru flestir vanbúnir undir forsetakosningu á fund- inum 8. júlí, því fæstum hafði komið til hugar að breyta þyrfti til með for- setann. |>að var því eðlilegt, að dr- Jón þorkelsson væri valinn; hannhafði áður verið forseti, var alkunnur að því að vera vandaður maður og hafði á sér vísindaálit. En dr. Jón vildi hvorki hafa veg né vanda af því starfi. Hann fann, að hann var farinn að eldast og að hann mundi betur geta varið lífi sínu til vísindaiðkana en til félagsstjórnar, enda mun honum ekki hafadulizt, að forsetastarfið í deildmni hér mundi hafa töluvert stímabrak í för með sér, svo öndverðar sem félags- deildirnar standa í aðaltriðinu, um heimfiutning Hafnardeildarinnar. |>á var nú að fá nýjan forseta. T?að var nú auðvitað ekki völá mörg- um, enda gáfu þeir fáu, sem völ var á, ekki kost á sér. það var ekki að undra, þó fáeinir menn, eins og þeir hafa gert að undanförnu þegar um kosningar hefur vcrið að ræða í felag- inu, gengu svcittir og másandi til að smala atkvæðum. |>að var heldur ekki að undra, þó þeim yrði nokkuð á- gengt, svo mikla alúð sem þeir lögðu á þetta, einkum þegar þeir báru þann mann fram á bænarörmunum, sem var inn eini, er gaf kost á sér. Hann mundi því sjálfsagt hafa hlotið at- kvæði flestra, Jpótt hann sé líttreynd- ur góður félags- eða fundarstjóri og þótt margir væru hræddir um, að haiui yrði eigi fremur en að undanförnu heppinn í ráðgjafavalinu, ef menn ekki hefðu haft von um neinn betri. En svo — sama daginn sem fundinn átti að halda, eða réttara sagt rett fyrir fundinn, lögðu svo margir góðir menn fast að Birni ritstjóra Jónssyni, að hann neitaði eigi beinlínis að taka móti kosningu og þó" þetta væri í raun- inni lítið loforð, þá gripu menn það feg- ins hendi, og það sem bezt var — hann varð kosinn og tók móti kosningu. Svona er nú þessi merkilega kosn- ingarsaga! Setjum vér hana hér, af því oss er eigi alls kostar grunlaust um, að hún kunni að koma annar- staðar á prent eigi sem réttast hermd. Vér getum eigi annað en verið Birni ritstjóra þakklátir fyrir, að hann tók móti kosningunni og eigi annað 71 en verið ánægðir með hana félagsins vegna, úr því Magnús Stephensen var með öllu ófáanlegur til að taka á móti kosningu. Björn Jónsson er eins og allir vita gáfumaður, stilltur og gætinn og manna margfróðastur á sínum aldri Hvort hann er eindreginn «heimflutn- ingsmaður* (o: það er yilji flytjaheim Hafnardeildina) eða ekki, vitum vér ekki. En vér höfum fyllstu ástæðu til að treysta svo drengskap hans, að hann í pví atriði fylgi áliti deildarinnar hér, og verði samvizkusamur og drjúgvirk- ur forvígismaður hennar í því atriði. Reykjavik 18. jiili 1884. Stúdentspróf við Reykjavíkurskóla tóku í byrjun þessa mánaðar þessir: 1. Sigurður Jónasson 1. eink. 95 2. Skúli Skúlason 1. — 93 3. Björn Ólafss. (utansk.) 1. — 92 4. Bjarni Pálsson 1. — 89 5. Björn Jónss. (utansk) 1. ¦— 84 6. porleifur Bjarnason 1. — 84 7. Jón Einnss. (utansk.) 1. — 84 8. Bjarni Thorsteinson 2. — 81 9. Einar Bened.ss. (ut.sk.) 2. — 81 10. Kristján Jónss. (ut.sk.) 2. — 81 11. H. Guðjónsson (ut.sk.) 2. — 80 12. Ólafur Magnússon 2. — 77 13. Axel Tulinius 2. — 75 14. Magnús Asgeirsson 2. — 75 15. Stefán Stefánss. (ut.sk.) 2. — 75 16. Tómas Helgason 2. — 73 17. Sigurður Sigurðarson 2. — 71 18. Kristján Riis 2. — 68 19. Lárus Arnason 2. — 63 20. Sveinbjörn Egilsson 2. — 63 21. Árni pórarinss. (ut.sk.) 3. —¦ 58 22. Páll Stephensen 3. — 57 23. Halld. Torfas. (ut.sk.) 3. — 45 24. Arnór Arnas. (ut.sk.) 3. — 42 25. Ólafur Stephensen 3. — 42 Bókmeniitaíelagsfundur var hald- inn í deildinni her eins og félagslögin gera ráð fyrir 8. þ. m. Forseti (Magn- ús Stephensen) skýrði frá starfi og efnahag fclagsins og sagði, að meðal fclagsmanna væri nú úthýtt Registri yfir sýslamannaœfir og 1—2. heptiaf Tímaritinu fyrir þ. á. Frá Kaup- mannahafnardeildinni væri einungis komið Skýrslur og reihningar, en síð- ar mundi von á Skírni, Kvœöum

x

Suðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðri
https://timarit.is/publication/118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.