Suðri - 18.07.1884, Blaðsíða 4

Suðri - 18.07.1884, Blaðsíða 4
74 17. júlí 1782, 12. gr. og kgsbr. 4. júni 1790 eiga pessir menn að greiða 4 mörk á hverri af þremur stórhátíðum ársins, jólum, páskum og hvítasunnu, eða alls á ári að minnsta kosti 4 kr., og auk pess er pað beinlínis tekið fram í tilsk. 27. janúar 1847, að konungur vænti þess, að «hinir trúlyndu þegnar» hans «á íslandi láti eigi lenda við það, sem lögin mæla beinlínis, að prestun- um skuli greiða fyrir hin svo neíndu aukaverk, eða við það, sem ákveðið er lægst offur af þeim, sem eiga tiltekna eign»; og ef konungur væntir þess af bændum, þá er auðvitað, að hins sama væntir hann og af embættismönnum og öðrum þeim, sem off'ur eiga að gjalda, þar sem offrið frá jarðeigend- um eptir kgsbr. 1790 var að eins 1 mark á hverri stórhátíð, eða '/•> á móts við embættismenn; en nú er minnst 8 álnir. |>á segir þessi sami J. 0. í þess- um gjaldaþætti, að fyrir öll aukaverk, «nema líksönginn» mega prestar meira þiggja en boðið er að gjalda að minnsta kosti fyrir þau, ef þeim sé gefið það. Eptir orðunum verður eigi öðruvísi á litið, en að prestar megi alls eigi þiggja meira fyrir líksöng, en hið minnsta gjald, eða 6 álnir. |>að væri gaman að vita, hvar prestum er það bannað; það er að minnsta kosti eigi gert í tilsk. 27. jan. 1847. J>á er enn, að eptir þessu »alman- aki fyrir hvern mann» eiga heilan ljóstoll að gjalda öll vinnuhjú, þarsem það þó er tekið fram með skýrum orðum í kgsbréfi 21. mai 1847, að »vinnuhjú og þeir húsmnnn, er eigi haldi vinnuhjú, skuli borga hálfan ljóstoll, ef þau tíunda hundrað«. Ljóstollsskyldan er eptir þessu kgsbr. og tíundarreglugjörðinni bundin við einhverja fjártíund; en skyldan að greiða heilan ljóstoll er bundin við, að sá, sem á tíundarbært fé, haldi hús eða bú og hafi vinnuhjú. J>ar sem J. Ó. segir, að venjan um fasteignartíund muni hafa verið sú, með- an konungs hélzt, að af 6 hundr. væri 9álnir, af 7 hundr. 10 áln., af 8 hndr. o. s. frv. eða 2 álnir af 6 hdr. til hvers af fjórum tíundatakendum, þá er það eigi rétt hermt, því að sú mun venjan hafa verið um langan tíma almennust, að láta tíundina aukast um 1 ’/ö álnar við hvert tíundarhundr- að, sem var yfir 5. / A þessu, sem þegar er talið, má sja, hversu áreiðanlegur og nákvæmur gjaldaþáttur þessi er í því, sem hann telur; en auk þess verður eigi annað séð, en J. Ó. þykist hafa talið öll gjöld almennings, en það vantar mikið á, að svo sé; því að þess er hvergi getið, að almenningur hafi nokkur gjöld að greiða til vegabóta, samkv. tilsk. 15. marz 1861, 16. gr. og 18. og 19. gr.; eigi er heldur þeirra getið að neinu, sem greiða ber samkvæmt tilsk. um sveitastjórn 4. maí 1872, svo sem refagjalds (17. gr.), sýslusjóðs- gjalds (40. gr.), jafnaðarsjóðsgjalds (53. gr.); né búnaðarskólagjalds, sam- kv, tilsk. 12. febr. 1872, 3 aurar af hverju jarðarhundraði. Yér skulum eigi orðlengja meira um gjaldaþátt J. Ó. Vér ætlum þetta nóg til þess, að Islendingar mættu sjá, að þeir ættu að íhuga það, hvort þeim sé ávallt óhætt að fylgja leið- beininguum þessa leiðtoga síns; því að ýmsar aðrar leiðbeiningar hans og fylgifiska hans munu hér um bil vega salt í áreiðanlegleikanum á móti gjaldaþættinum. x. 4- y. Hitt og þetta. Fasteignir uokkurra lávarða á Englaudi. Easteignir hertogans af Norfolk eru virtar á 157'/« milljón króna, markgreifans af Bute (sem hing- að kom um árið) á 135 millj. kr., hertogans af Buccleugh á 134'/2, her- togans af Northumberland á 103 millj. kr., Sir (baronet) I. W. Ramsden á 102 millj. kr., hertogans af Devon- shire á 100 millj. kr., greifans af Derby á 99'/» millj. kr., hertogans af Beðford á 83 millj. kr., hertogans af Hamil- ton (sem hingað kom í hitt eð fyrra) á 82 millj. kr., hertogans af Portland á 81 millj. kr., greifa Fitz William á 79 millj. kr., hertogans af Southerland á 76 millj., Freðegar lávarðar á 73 millj. kr., greifans af' Dudley á 72 millj. kr., Calthorpe lávarðar á 71 millj. kr., Haldon lávarðar á 64 millj. kr., markgreifans af Anglesey á 63 millj. kr. — J>essir 17 menn eiga þann- ig fasteignir, sem til samans eru virtar á 1575*/a millj. króna. Frá Japan. Fólksfjöldinn í Japan er 36 milljónir. Japan á 163 gufu- og 168 seglskip. ]>ar í landi eru 4819 póststofur og 195 hraðfréttastofur. Járnbrautabyggingar eru í byrjun. Um 30,000 skólar eru þar. í þeim eru 2 miljónir kennslupilta og meir en '/* milljón kennslumeyja. í Japan eru 7 vísindasöfn (musea) og 19 lánsbóka- söfn. Kolaviuna á Englandi. Irið 1882 voru unnar 165 '/2 miljónir smálesta (tons) af kolum í Englandi og var það 2'k milljón smálesta meira en árið áður. Árið 1882 unnu 503,987 menn í kolanámunum og voru 4652 af þeim stúlkur. Á því ári urðu 876 slys og létu þar 1126 menn lífið. Æuglýsin^ar. Hús í Keflavík til sölu. Fremur lítið en snoturt íveruhús er til sölu í Keflavík. Lysthafendur snúi sér til ritstjóra þessa blaðs. f sölubúð Símonar Johnsens verða móti borgun í peningum eða góðum íslenzkum vörum í lausalcaupum seld- ar með niðursettu verði allskonar manúfaktúr-koloníal-járn- og kramvör- ur. W. Tierney & Co. hefur talsverdar vörubirgðir, af karl- manns- og kvennfatnaði. Búð lians er opin hvern virkan dag, í húsi stein- höggvara Show (Merkisteini) við Hlíð- arhúsastíg. Karlmanns og drengjafót af mörgum tegundum. Jakkar. Vesti. Buxur. Hattar af mörgum tegundum. Húfur. Ullarmillumskyrtur af margskonar stærðum. Axlabönd. Ullarliálsklútar. Mannchetskyrtur hvítar. Do. mislitar. Kragar do. bæði fyrir yngri og eldri. Flippar af mörgum sortum. Stígvélaskór og stígvél. Yfirfrakkar. Vaterpróf. Olíukápur og buxur. Regnhlífar fyrir karla og konur. Kvennsjöl af mörgum tegundum. Kvenna nærfatnaður. Alinvaru. Millumskyrtutau. Cambrie. Muslín. Italínsklæði. Gardíntau. Sirz af mörgum sortum. Mindarammar. Skrifpúlt. Og margt fleira Gardínutau. Vasalinífar. Lífstykki. Vasaklútar. Ofanskrifaðar vörutegundir seljast með mjög lágu verði. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gestur Pálsson. Útgefandi og prentari: Einar fórðarson.

x

Suðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðri
https://timarit.is/publication/118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.