Suðri - 06.08.1884, Blaðsíða 1

Suðri - 06.08.1884, Blaðsíða 1
Af Suðra koma 3 blöð út á mánuði. Uppsögn með 3 mán. fyrirvara frá ára- mótum. Suðri. Árgangurinn 34 blðð kostar 3 kr. (erlendis 4 kr.), sem borgist fyrir ágiistlok ár hvert. 2. árí Reykjavík 6. ágúst 1884. 20. l)lað. S ó 1 a r 1 a g. Með slegið gullhár gengur söl að gleðibeð með dag á armi, og dregur gljt'ipan gullinkjól af glœstum, hvelfdum mbðurbarmi, og breiðir hann við rekkjurönd og roðnar, er á beð hún stígur, og brosi kveður lopt og lönd, og Ijúft i Ægis faðm svo hnujur. En brosið liennar eptir er — og aftanblær um dal og strendur sem koss um vanga og varir Jer — menn vita' ei hvemigáþví stendur — en sveinar, meyjar, menn og fljóð þá mæðustriti dagsins gleyma; þau falla blítt í faðmlög hljóö og finna lífsins öldur streyma. Hannes Hafsteinn. Útlendar fréttir. Kaupmannahöfn, 19. júlí 1884. England. Gladstone veitir örðugt að koma fram kosninga-lögum sínum. Eins og kunnugt er, gerði Tory- fiokkurinn í neðri málstofunni allt sitt til pess að tefja fyrir málinu og eyða pví, jafnvel pó pað væri fullljóst, að tilraunir peirra yrðu árangurslausar. Að lyktum sampykkir neðri málstof- an lögin með miklum atkvæðamun. Toryar vita, hvernig fara muni og greiða ekki atkvæði. En pau áttu enn pá einn háan pröskuld að komast yfir og pað er lávarðadeildin. Jegar pau voru pangað komin, var illa tekið á móti peim. Lávarðarnir felldu pau pegar. 146 greiddu atkvæði með peim, en 209 á móti. ]?að er einkennilegt, að flestir biskuparnir greiddu atkvæði með lögunum. |>essum málalokum var ekki vel tekið af pjóðinni. Skömmu síðar var afarmikill fundur haldinn í Lundúnum, og stýrði Gladstone hon- um sjálfur. J>ar helt hann langa ræðu og merkilega, og dáðust menn að, hve stillilega og hóflega hann talaði. Meðal annars skýrði hann fundinum frá pví, að hann hefði ritað höfð- iugjum mótstöðumanna sinna í efri deildinni bréf og boðið peim, að hann skyldi leggja fyrir pingið í haust frum- varp til laga um nýja skiptingu á kjördæmunum, ef peir vildu sampykkja lögin. En peir stungu brefinu undir stól og sýndu ekki felögum sínum, pó peim væri boðið par mest allt pað, sem peir höfðu áðnr kraíizt. Nú frett- ist um fundi út um allt land og megn- ustu óánægju með aðgcrðir lávarðanna. pað var rætt og ritað um allt land um að afnema lávarðadeildina, svo hún stæði ekki lengur pjóðinni fyrir prif- um. A einum stað var mynd af Salisbury (foringja Torya í efri deild) brennd á hátíðlegan hátt. Um 20 púsundir manna voru viðstaddar og lustu upp gleðiópi miklu. Nú fór sumum ekki að lítast á blikuna. Lá- varður einn, er Wemyss heitir, varð pá til pess að bera fram pá uppá- stungu, að menn skyldu taka aptur upp umræður um lögin, en Salisbury stóð svo fast á móti, að pað var fellt. Fundirnir halda nú áfram um allt Stórbretaland, og er margt ófagurt talað um lávarðana. J>að er enginn efi á að málið nær fram að ganga um síðir. Gladstone leggur lögin aptur fyrir neðri deild í haust. Ef lávarð- arnir pverskallast pá enn aptur, telja menn víst, að Gladstone muni efna til nýrra kosninga, og hann verði enn pá liðfieiri, og að ef til vill verði pá komið með pá uppástungu á pinginu, að afnema sjálfa lávarðadeildina. En líklega sjá peir áður fótum sínum for- ráð. — Egyptaland hefur lengi verið vandræðagripur stórveldanna. J>að hef- ur legið við sjálft, að pað yrði prota- bú hjá stjórn Egypta og stórvelda- fundurinn í Lundúnum var kallaður saman, til pess að afstýra peim vand- ræðum. Hingað til hafa Erakkar og Englendingar tekið mestan pátt í fundinum og ekki komið vel saman, en nú er sagt, að hin stórveldin vilji einnig láta til sín taka. J>að er enn pá óvíst, hvort nokkurt gagn verður að samningum peirra, pví lítið vilja pau hliðra til hvort við annað. — Uppreisnin í Sudan fer vaxandi. Nú er pað talið fullsannað, að Karthum og Berber séu í höndum Mahdians. Um Gordon vita menn pað eitt, að hann er á lífi, en hverjum kostum hann má sæta er mönnum óljóst. Sagt er að jarlinn í Dongola hafi geng- ið í lið með Mahdianum og neytt 79 kristna menn í borginni til pess að taka Múhameds-trú. Enn pá vita menn ekki með vissu, hvort pað er satt. J>að er sagt að Arabar og Sýr- lendingar seu mjög glaðir yfir gengi Mahdians og árni honum allra heilla og blessunar. — í bæ einum á Irlandi heldu prótestantar hátíð til minningar um ósigur einn, er her Jakobs 2. beið 1691. En kathólskir menn gerðu peim aðsúg og hófst pegar bardagi meðal peirra. 1 maður var drepinn, en 50 særðust. Lögregluliðið varð að skakka leikinn. — Mál hefur verið höfðað gegn Bradlaugh fyrir að hann greiddi atkvæði í neðri málstofunni, en hon- um var gefinn kostur á að taka málið upp aptur. Frakkland. J>að stóð ekki lengi, friðurinn milli Frakka og Kínverja. Kínverjar reðust á sveit eina frakk- neska par austur og rufu með pví samninga sína. Ferry krefst nú 250 milljóna af peim í samningarof. |>eir hafa hingað til færzt undan svo mikl- um skaðabótum, en hafa óskað pess, að peir mættu sjálfir ákveða skaða- bæturnar. J>ví máli er enn ekki lok- ið, en líkur eru til að Ferry hafi sitt mál fram. — 14. d. júlímán. er pjóð- hátíð Frakka^ eins og kunnugt er. En pað lá pó við sjálft, að ekkert yrði af henni. J>eir höfðu annað að hugsa. Kóleran var komin, og hún var eng- inn hátíðisgestur. Flestir læknar í Parísarborg réðu frá pví, að hún væri haldin, stjórnin óskaði líka helzt, að pað yrði ekkert af henni, en bæjar- stjórnin porði pó ekki annað, en leyfa að halda hana vegna óánægju peirrar, sem af pví hefði leitt, einkum meðal fátækra kaupmanna, sem hafa mikinn hag afhenni. Mannfjöldinn, sem tók pátt í hátíðinni var í petta sinn ekki nærri pví eins mikill, eins og hann hefur verið vanalega áður. Ekki hef- ur frétzt að kóieran sé enn pá komin til Parísar, svo pað er vonandi að há- tíðin hafi ekki orðið að tjóni. Frá Toulon og Marseille eru hörm- uleg tíðindi. Sóttin heldur þar stöð- ugt áfram og virðist ekki pverra. Menn vita ekki með nokkurri vissu, hvað margir deyja daglega, pví menn hafa sterkan grun á pví, að ekki sé sagt satt til um töluna, til pess að óttinn verði

x

Suðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðri
https://timarit.is/publication/118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.