Suðri - 06.09.1884, Blaðsíða 2

Suðri - 06.09.1884, Blaðsíða 2
92 ið á Frakklandi. Fyrri greinin takmarkar réttindi pjóðpingsms, með því að taka hið nú ver- andi stjórnarform undan endurskoð- unarrétti pess. Síðari greinin ákveð- ur, að engan megi kjósa til forseta pjóðveldisins, sem kominn sé af ættum þeim, er ríkt hafa á Frakk- landi. það er pannig loku fyrir skot- ið, að peir, er telja til konungs- eða keisaratignar á Frakklandi geti kom- izt til þeirrar upphefðar á sama hátt og Napoleon 3. Danmörk. Júngið kom saman í miðjum þessum mánuði til pess að at- huga kjörbréfin. Menn höfðu búizt við að spánski samningurinn mundi þegar verða lagður fyrir þingið í annað sinn, en ekkert varð þó af því. Nú eru Færeyjar líka búnar að slíta tryggð- um við stjórnina, svo hún hefur að eins 19 menn í fólksþinginu, en mótstöðu- menn hennar eru 83. það er í orði að Skeel innanríkisráðgjafi segi af sér, og Ingerslev, auðugur jarðeigandi,kom í stað hans. -- Sverdrup ráðgjafafprseti Norð- manna var hér á ferð í byrjun mánaðar- ins, og héldu vinstri menn liommi mikla veizlu. Til veizlunnar komu fulltrúar frá nálega öllum vinstrimannafélögum í landinu og auk þess allmargir Svíar. Veizlan var haldin í Skoðshorg, ekki langt frá Kaupmannahöfn. Meðal ann- ara heillaóska, er honum voru sendar, var ein frá íslenzkum siúdentum í Kaupmannahöfn, og ritaði hann þeim aptur mjög hlýlegt þakkarbréf. Síðastliðna viku hefur verið mikið urn dýrðir hér í borginni, því hér hef- ur staðið alsherjar-læknafundur, og er það sá 8. er haldinn hefur verið. J>að voru Frakkar, sem fyrst tóku upp þessa læknafundi og var sá fyrsti haldinn í París 1867. Síðan hafa þeir verið haldnir 1 ýmsum ríkjum álfunnar og hafa æ verið betur og betur sóttir, því menn hafa fundið til þess, að þeir hafa verið læknisvísundunum til mikilla heilla og flýtt fyrir útbreiðslu nýjustu rannsókna. J>eir er læknafund þennan sóttu voru 12 hundruð, og voru þar á meðal hinir frægustu læknar heimsins og skulum vér nefna Pasteur frá Frakk- landi, Lister frá Englandi og Vircliow frá pýzkalandi. Pasteur er reyndar eigi læknir, en hann hefur með rannsókn- um sínum unnið læknisfræðinni meira gagn en nokkur annar maður á þess- ari öld. Frægastur er hann af rann- sókn sinni um gerunina og sýndi hann að hún stafaði af smásvömpum, er eigi sjást nema í bezta sjónaukum. Hann sýndi og að silkiormssýkin og vínvið- arveikin væri af sömu rótum runnin. Piannsóknum sínum nm æði á hundum, sem er mjög algeng veiki og hættuleg í útlöndum, hefur hann lokið 1 ár, og hefur fundið ráð til að verja liunda veikinni með bólusetningu. Hann fær- ir sýkina frá veikum hundi yfir á ann- að dýr, og tekur síðan blóð úr því og setur í helbrigða hunda; fá þeir þá að sönnu sýkina en svo milda að hún verður eigi að skaða, en gjörir þá ómóttækilega fyrir hana á eptir. — Lister er frægur af rannsóknum sínum um «sárafeber». Hann færði sér í nyt kenningu Pasteurs um þessa lifandi smálíkami, sem úir og grúir af í loptinu og á jörðinni, í borðum og stólum og fötum manna o. s. frv. Datt honum í hug að þeir mundu valda veikinni, og fann ráð til að varna þessum smálíkömum að komast í sárið og spilla því. ]>etta nefna menn «Antiseptik». Virchow er fræg- ur fyrir nýja skoðun á sjúkdómunum. Aður héldu læknar að sjúkdómarnir ættu rót sína að rekja til hinna föstu eða fljótandi hluta líkamans, en Virchow hefur sannað, að allt lifandi er myndað af smáhvolfum einum, og í þeim leita menn því að uppruna sjúkdómanna. Annars hafa Danir haft mikinn heiður af þessum lækna- fundi. Keykjavík 6. sept. 1884. Embættisskipiui. Landsliöfðinginn yfir íslandi vék 25. f. m. Fensmark sýslumanni í Isafjarðarsýslu og bæjar- fógeta á ísafirði frá embætti um stundarsakir fyrir vanskil á gjöldum til landssjóðs og hirðuleysi í embættis- færslu. Fensmark varð sýslumaður í ísafjarðarsýslu 1879. S. d. setti Landshöfðinginn Cand. juris Skúla Thoroddsen til þess fyrst um sinn frá 1. þ. m. að gegna embætt- inu sem sýslumaður i Isafjarðarsýslu og bæjarfógeti á Isafirði. Málfærslumaönr. Landshöfðinginn hefur sett Cand. juris Franz Siemsen til þess f'yrst um sinn að vera mál- færslumaður við yfirréttinn. Straiulferðaskipiö Laura fór héðan norður og austur um land 29. f. m. Með því fór héðan fjöldi farþegja, þar á meðal Jóhannes Ólafsson, hinnnýi sýslumaður Skagfirðinga, til sýslu sinnar, og hinn setti sýslumaður Isfirð- inga, Skúli Thoroddsen, til ísafjarðar o. fl. Grænlandsferð. Herskipið «Fylla» kom hingað aptur úr Grænlandsferð sinni (sbr. 15. blað «Suðra» þ. á) 25. f. m. Höfðu ýmsir firðir á vestur- ströndinni verið kannaðir, en að aust- urströndinni komst «Fylla» ekki sök- um íss. «Fylla» fór héðan beina leið til Ivaupmannahafnar eptir 3 daga dvöl. Mannalát og tjóu. Miðvikudaginn 27. f. m. drukknaði porsteinn Guð- hrandsson bóndi á Kothúsum í Garði við 3. mann í fískiróðri. Kaupmaður H. P. Duus, eigandi verzlunar í Keflavík, vinsæll maður og vandaður, dó í Kaupmannahöfn 23. júlímán. Gísli Guðmundsson, stúdent í Kaup- mannahöfn, ættaður úr Húnavatns- sýslu, datt útbyrðis af gufuskipi á leið frá Jótlandi til Kaupmannahafnar og drukknaði. Hann var útskrifaður úr latínuskólanum hér með beztu einkunn 1882, stundaði síðan málfræði við há- skólann í Kaupmannahöfn og var ein- staklega efnilegur og reglusamur gáfu- og dugnaðarmaður. Heiðursgjaflr úr styrktarsjóði Christians konungs ,9. fyrir þetta ár hefur Landshöfðinginn 29. f. m. veitt Olafí Sigurðssyni, umboðsmanni í Asi, og Sæmundi Sæmundssyni, bónda á Elliðavatni 160 kr. hvorum, báðum fyrii' framúrskarandi dugnað í búnaði. Einbættispróf á prestaskólanum var haldið nú um mánaðamótin. j>essir tóku próf: Arni Jónsson fekk 1. eink. 50 stig Kristinn Daníelss. — 1. — 49 — Jón Sveinsson — 1. — 49 — Stefán Jónsson — 2. — 35 — Pétur M. porsteinss. — 2. — 31 — Jón Thorsteinsen — 2. — 27 — Halldór Bjarnarson — 2. — 23 — Einn kandídat náði ekki prófi. Veðurátt. Nú með mánaðamótun- um brá lieldur til batnaðar, svo að nú hefur verið þerrir að meiru eða minna leyti hina síðustu daga. Ný ey við Reykjanes. í hinni fróðlegu ritgjörð sinni, «Ferðir á Suð- urlandi», í þ. á. «Andvara», segir purvaldur Thoroddsen um sjóinn fyrir utan Keykjanes (bls. 41.): «Hér hafa inargopt orðið mikil gos á mararbotni og nokkrum sinnum er þess getið, að skotið hafi upp eyjum við gosin, en svo hafa þær horfið aptur, eins og náttúrlegt er. Eyjar, sem koma upp við gos á mararbotni, eru optast eigi annað en gjall og hraunhrúgur, sem hafa tyldrast svo liátt upp, að þær ná upp úr sjónum, en af því að pær eru svo lausar í sér, er brimið fljótt að brjóta þær og jafna yfir». Telur hr. J>orvaldur ýms gos, er þar hafi orðið og árið 1422 skaut þar upp ey, sem sást um tíma en hvarf síðan; árið 1783 urðu gos mikil fyrir Reykjanesi og kom þá upp ey fyrir utan Fugla- sker og var kölluð Nýey, en hún hvarf skömmu síðar. Nýey var eldgígur og gaus hrauni og vikri. Seinasta gos fyrir Keykjanesi telur hr. forvaldur það, er varð um vorið 1879 (30. maí). Hinn 1. þ. m. ritaði vitavörður á Reykjanesi, hr. Jón Gunnlaugsson, rit- stjóra ísafoldar 0g skýrði frá því, að

x

Suðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðri
https://timarit.is/publication/118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.