Suðri - 06.09.1884, Blaðsíða 4

Suðri - 06.09.1884, Blaðsíða 4
94 Au.glýsiiigai\ Nýr bókasölumaður í Haínaríiroi. Hr. J>orlákur porláksson í Mýrar- húsum í Hafnaríirði hefur tekið að sér að hafa á hondi útsðlu á flestum forlagsbókum mínum og geta pví þeir þar í grennd, sem eignast vilja ein- hverjar af mínum eldri og nýrri for- lagsbókum, snúið sér til hans. Reykjavík 3. sept. 1884. JEinar pórðarson. Nýr bókasölumaður á Akranesi. Hr. Árni Magnússon í Sjóbúð á Akranesi hefur tekið að sér að hafa á hendi útsölu á flestum forlagsbókum mínum og geta því þeir þar í grennd, sem eignast vilja einhverjar af mínum eldri og nýrri forlagsbókum, snúið sér til hans. Reykjavík 3. sept. 1884. Einar pórðarson. Barnaskór og litarefni til sölu. Eg hef beðið herra prentara Arna Valdason í Oddshúsi í Reykjavík að selja fyrir mig barnaskótau og hin nýju litarefni. Reykjavík, 29. ágúst 1884. F. Finnsson. Sálmabókin er nú fullprentuð á vönduðum papp- ír og prýðilega úr garði gerð að öllu, í sarna broti og danska sálmabókin nýja, en þnð brot þgkir hentugast af öllum sálmabókarbrotum. Sálma- bókin er 36 arkir á stærð en kostar einungis 3 kr. í vönduðu og sterku bandi. Sálmábókin fœst hjá undir- skrifuðum og verður hún með nœsta strandferðaskipi send öllum bóka- sölumönnum á landinu. JReykjavík 1. sept. 1884. Eiuar þórðarsou. Nýkomin eru á prent á forlag Kristj- áns Ó. |>orgriinssonar Ljóðmæli Matthíasar Jochuinssonar með mynd skáldsins, 26 arkir að stærð, vandaðasta bók, að ytra frágangi, sem út hefur kom- ið á Islandi. Seljast við hinu afarlága verði í kápu 4 kr., talsvert ódýrar, en ákveðið var í boðsbréfinu. Ý t af aðvörun þeirri, sem oss fannst nauðsyn bera til, að senda almenningi ^ um að rugla ekki saman við vorn eina egta og verðlaunaða Brama-lífs- elíxír, þeim nýja bitter-tilbúningi, sem Nissen kaupmaður reynir að læða inn manna á milli á íslandi, í líkum glösum og elixír vor, og kallar Brama-lífs- essents, hefir hr. Nissen þótt viðþurfa, að sveigja að oss í 27. tölublaði af ísa- fold og ef til vill öðrum blöðum. J>að er eins og hr. Nissen kunni illa rétt- hermdum orðum vorum, þykir, ef til vill, fjárráð sín ofsúemma uppkomin, og hann reynir nú að klóra yíir það alltsaman með því, að segja blátt áfram, að allt sem vér höfum sagt, sé ekki satt. Yér nennum ekki að vera að eltast við hr. Nissen. Skyldi ekki einhverjir menn, er viðskipti eiga við menn í Kaupmanna- höfn, vilja spyrja sig fyrir um bitterbúðina lians Nissens ? Oss þætti gaman að því, ef þeir kynni að geta spurt hana uppi. Fyrir oss og öllum mönnum hér, hefir honum tekizt, að halda liuliðshjálmi yfir henni og »efnafræðislegu fabrikkunni» sinni hingað til. |>ar þykir oss hr. Nissen hafa orðið mislagðar hendur og slysalega tiltekizt, er hann hefir ldínt á þennan nýja tilbúning sinn læknisvottorði frá einhverjum homöopata Jenscn, sem 8. maí 1876 er gefið um Pa- rísarbitter hans, sem hann þá bjó til í JRanders, úr því að hann nú, 1884, stendur fast á því, að Brama-lífs-essents sinn með þessu Parísarbitter-vottorði ekki sé Parísarbitter. Oss finnst þetta benda á, að hr. Nissen sé ekki svo sýt- inn, þótt smávegis sé ekki sem nákvæmast orðað, ef lipurt er sagt frá. J>að væri annars eigi ófróðlegt að vita, livaða gaman hr. Nissen hefur af því, að vera að krota þessa 4 óegta heiðurspeninga á miðana sína. J>að fer fjarri oss að vilja vera að eltast eður eyða orðum við mann, sem svo opt þarf að bregða sér bæjarleið frá braut sannleikans. Yér höfum hingað til látið oss nægja, vegna almennings, að vara við, að rugla vorum egta Brama-lífs-elixír saman við hans nýju eptirlíkingu. Oss þykir liæfa, vegna hinna mörgu skiptavina vorra, að láta ekki sitja við orð vor ein, og höfum því selt tilbúning hr. Nissens í hendur reyndum og duglegum lækni, sem bitter vor er mjög kunnur, og dórn hans leyfum vér oss að prenta hér, sem þýðingarmest skýrteini fyrir álmenning: »J>ess hefir verið óskað, að eg segði álit mitt um »bitter-essents», sein lir. Nissen hefur búið til, og nýlega tekið að selja á íslandi og kallar Brama- lífs-essents. Eg liefi komizt yfir eitt glas af vökva þessum. Eg verð að segja, að nafnið Brama-lífs-essents, er mjög villandi, þar eð essents þessi er með öllu ólilcur hinum egta Brama-lífs-elixír frá hr. Mansfeld-Bállner & Lassen og því eigi getur haft þá eiginlegleika, sem ágæta hinn egta. J>ar eð eg uin mörg ár hefi haft tœkifæri til að sjá áhrif ýmsra bittera, en jafnan komizt að raun um, að Brama-lífs-eli xír frá Mansfeld-Bídlner & Lassen er kostabeztur, get eg ekki nógsamlega mælt fram með honum einum, umfram öll önnur bitterefni, sem ágætu meltingarlyíi. Kaupmannahöfn 30. júlí 1884. E. J. Melchior læknir«. Einkenni á vorum eina, egta Brama-lífs-elixír eru: Ijósgrænn miði, á honum skjöldur með bláu Ijóni og gull-hana, á tappanum í grænu lakki MB & L. og »firma«-nafn vort innbrennt í eptri hliðma á glasinu. Hverju glasi fylgir ókeypis ritlingur eptir Dr. med. Groyen um Brama-lífs-elixír. JVIansfeld-BiilbAer* <$£ Lassen. (Eigandi Mansfeld-Búllner). sem einir kunna að búa til lúnn verðlaunaða Brama-lífs-elixír. Vinnustofa: Nörregade Nr. 6. Kaupmannaliöfn. Leiðrcttingin við lagið „R0sin“ í 21. tölubl. Suðra er ekki alveg rétt prentuð, en á að vera þannig: I 1. rödd er 20. nótan prentuð cis en á að vera e. 1 4. rödd er 6. nótan prentuð d en á að vera H. í sömu rödd er 17. nótan prentuð e en á að vera cis. Vd ðingarfyllst. Björn Kristjánsson. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gestur Pálsson. Útgefandi og prentari: Einar Jmrðarsou.

x

Suðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðri
https://timarit.is/publication/118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.