Suðri - 23.09.1884, Blaðsíða 2

Suðri - 23.09.1884, Blaðsíða 2
596 á veg komnir, þegar peir kæmu í skólann; þó mætti gera ráð fyrir að námstíminn væri eigi styttri en 1 vet- ur og eigi lengri en 2 vetur. En leyfa mætti öðrum en þeim, er gengið hafa í skólana, að ganga þar undir hurtfararpróf. Burtfararpróf frá þess- um alþýðuskólum ætti að vera skil- yrði fyrir inntöku í Möðruvallaskólann og kvennaskólann 1 Beykjavík. En aptur ætti burtfararpróf frá Möðru- vallaskólanum að veita þeim, er þaðan útskrifast, rétt til forstöðu- og kenn- araembætta við alþýðuskólana fyrir pilta og burtfararpróf frá kvennaskól- anum í Keykjavík rétt til forstöðu- og kennaraembætta við alþýðuskólana fyr- ir stúlkur. Kennslu barna í lestri, kristnum fræðum, skript og algengasta reikningi ættu foreldrar eða vanda- menn barnanna að annast. Gott væri það, að sem fiest sveitarfélög gætu komið sér saman um og hefðu efni á að koma á fót hjá sér barnaskólum. Hvað nú snertir nieniituii í bú- l'ræði, þá hefur «ungur bóndi» (og búfræðingur má hæta við) ritað grein í þetta blað «um fyrirkomulag bú- fræðiskennslunnar hér á landi» (2. árg. Suðra, 8. bl., 29. marz þ. á.) og erum vér honum samdóma um, bæði að hér á landi ætti að vera einn búnaðarskóli fyrir land allt, sem nyti ríflegra til- laga af landsfé og nefna mætti lancls- húnaðarsJwla, og að auk þess væri að minnsta kosti einn jarðyrkjusJcóli í landsfjórðungi hverjum; þessir jarð- yrkjuskólar ættu að vera prívatskólar, en nauðsynlegt mundi, að minnsta lrosti fyrst um sinn, meðan þeir væru að komast á fót, að þeir nytu noklc- urs styrks af landsfé. Skilyrðið fyrir inntöku á landsbúnaðarskólann ætti svo að vera burtfararpróf frá jarð- yrkjuskólunum og burtfararpróf frá landsbúnaðarskólanum ætti svo aptur að veita rétt til forstöðu- og kennara- embætta við jarðyrkjuskólana. En nú sem stendur eru 4 búnaðarskólar komnir á fót að nafninu til, sinn í hverjum landsfjórðungi, og úr því að allmikill köstnaður þegar er lagður í það að koma þessum stofnunum á fót, þá sýnist ekki heppilegt að leggja þá þegar niður og stofna í þeirra stað einn landsbúnaðarskóla, þar sem þó nær því alla reynslu vantar fyrir því hér á landi, hvernig skipulag þessa landsbúnaðarskóla væri heppilegast í einu og öllu. Ráðlegast virðist því, að skjóta stofnun landsbúnaðarskólans á frest nokkur ár, þangað til þessir fjórð- ungsskólar væru búnir að gefa mönn- um fulla reynslu fyrir því, hvernig slíkum landsbúnaðarskóla yrði bezt fyrir komið. |>egar hann svo væri fenginn, gætu þessir fjórðungsbúnaðar- skólar orðið prívat-jarðyrkjuskólar þeir, er vér nefndum fyr. I>á er að minnast á menntuii í sjómannafræði. |>að hefur langan aldur verið oss meiri skömm og skaði en frá verði sagt, að vér skulum eng- an sjómannaskóla liafa. Eitt af því allra-bráðnauðsynlegasta hér á landi er að fá stofnaðan sjómannasJwh. Eyrst um sinn að minnsta kosti mundi einn nægja og væri hann sjálfsagt allra hluta vegna bezt settur í Beykjavík. Töluverðan undirhúning mundi þurfa undir þann skóla, ef námstíminn ætti ekki að vera því lengri, en nægilegt skilyrði í þeim efnum, fyrir inntöku í sjómannaskólann, mundi þó vera burt- fararpróf frá alþýðuskólunum fyrir pilta. |>á er nú eptir að tala um kostn- aðinn við alla þessa skóla og heppi- legasta fyrirkomulagið á stjórn þeirra, og það skulum vér gera næst. IJtlendar fréttir. Kaupmannahöfn 28 ágúst 1884. England. j>að var um tíina nokk- urt hlé á mannfundunum miklu, og deilunum um kosningafrelsið. En nú er þó aptur tekið til óspilltra málanna. Um tíma hefur mest borið á Tory- flokknum, því þeir sáu að þeir urðu einnig að aðhafast nokkuð. Innan skamms ætlar Glaðstone sjálfur að halda fund með kjósendum sínum, og fylgismenn hans bíða þess að heyra, hvert ráð hann vill upp taka. En eptir það á að ganga fram með oddi og egg, þangað til þingið kemur saman 15. sept. Glaðstone vill ekki að lávarða- deildin sje afnumin, en svæsni (radikali) flokkurinn, sem nú er orðinn mjög liðstyrkur, berst fyrir því af öllu afli. |>eim mönnuin, sem þann flokk fylla, er miklu meira um það gjöra, að lög- gjafarvaldið gangi ekki að erfðum, heldur en nokkurntíma að kosningar- lögin nái fram að ganga. — |>að ganga enn þá fregnir af óánægju manna í Alexandría með það hvað seint komi skaðabæturnar. J>ann 16. þ. m. voru þar 8 þúsund manna saman komnar á strætum úti, til þess að mótmæla aðferð stjórnarinnar við sig. jþað end- aði þó allt nokkurnveginn friðsamlega. Nú er 1 óða önn verið að búa út lið á Englandi, til þess að veita Gordon hjálp. — |>að er sjaldan að minnst sjc á Indland. Þessi mikli þjóðlík- ami liefur verið eins og dauður dep- ill í ógnarveldi Englandsdrottningar. Menn vila að Englendingar hafa þaðan ógrynni fjár árlega, en annars mjög lítið. Menn hafa þó heyrt alllengi, að ekki sé þar með öllu laust við um- brot fremur en annarstaðar. En þess- ar fregnir hafa menn að eins haft úr blöðum frá Englandi, og þó annars fréttir yfir liöfuð séu vanar að vaxa í meðferðinni, þá hafa þær ætíð rýrnað hjá Englendingum, að því er þetta mál snertir. J>ví blöð Englendinga hafa gjört sitt bezta til, að heimurinn fengi ekkert að vita um þá megnu óánægju, sem er á Indlandi, yfir því að lúta útlendu valdi. Smátt og srnátt hafa þó komið upp allmörg dagblöð 1 landinu sjálfu, og Englendingar hafa ekki getað bannað þeim bermælgi. Árið 1878 fékk Lytton lávarður því fram- gengt að Indverjum voru gefin mjög ófrjálsleg prentlög, svo þeir gátu lítið sagt að ósekju, en nú eru þau lög af- numin, og þó Indverjar eigi annars við mjög harða stjórnarkosti að húa, þá er þó þeim mun betur ástatt fyrir þeim en Rússum, að þeir mega nálega tala ög rita það sem þeir vilja. ]>að lítur líka út fyrir, að þeir noti sér þann rétt fyllilega um þessar mundir. J>að er sagt að mörgum Englendingum sé ekki um sel. Englendingar á Indlandi gjöra allt sitt til þess, að prentfrelsið sé af þeim tekið, en það lítur út fyrir að mörgum Englendingum rísi liugur við því ráði. Times hefur þó gjört til- raun nokkra og gjört uppástungu í þá átt, en margir halda að blaðið vinni þar fyrir gíg. J>ví það er risin upp í Englandi ný kynslóð, sem þykir það enginn þjóðarsómi fyrir Englendinga að drottna yfir 240 milíónum skyn- lausra skepna, heldur vilja gjöra sitt. bezta til, að hefja þær upp til jafn- mikils andlegs sjálfstæðis og hún hef- ur. Stjórn sú, sein nú er á Indlandi, er að mörgu leyti frjálslynd, fremtir en hitt, og varakontingurinn, Eipon lá- varður, hefur mátt sæta þungum á- kúrum fyrir réttarbætur þær, er hann hefur viljað fram koma á Indlandi, einkum þó af hendi Torymanna. En það er líka enginn hægðar- leikur að kippa þar í liðinn, og óæðri embættismenn eru þar mjög illa ræmdir og þjóðin þolir þeim miklu ver ó- jöfnuðinn en áður. FrakJiland. |>að fór út um þúfur með samningana inilli Frakka og Kín- verja. Kínverjar vildu eigi greiða skaðabæturnar og þá varð Eerry að. taka til sinna ráða. Erakkar liöfðu herskip allmörg þar eystra og láu þau flest fyrir framan Foutschou undir forustu inanns þess er Courbet nefn- ist. Foutschou er hjer um bil miðs- vegar á milli Honkong og Shanghai, og var þar eitt hið helzta hergagnabúr Kínverja. J>egar Kínverjar þversköll- uðust við að greiða skaðabæturnar vildi Ferry skjóta þeim skolk í bringu og bauð Courbet að skjóta á bæinn, og það gjörði liann þann 23. þ. m. »

x

Suðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðri
https://timarit.is/publication/118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.