Suðri - 06.10.1884, Qupperneq 1

Suðri - 06.10.1884, Qupperneq 1
Af Suftra koma 3 blöð út á mánuði. Uppsögn mcð 3 mán. fyrirvara frá ára- mótum. Argangurinn 34 blöð kostar 3 kr. (erlentlis 4 kr.), sem borgist fyrir ágústlok ár hvert. 2. árg. Ýms laiidsmál. m. U m alþýftumeuutun, eptir ritstjörann. H. pá er nú að tala um það, hvernig öllum þessum skólum verði komið á fót. Ver töluðum síðast um 14 al- þýðuskóla. Hver af þeim þyrfti að geta tekið um 40 lærisveina aulc bú- staðar fyrir að minnsta kosti einn kenn- ara. Vðr höfum nú enga trú á, að mikið ynnist með prívat- samskotum, svo hezt mun vera að gera ekki ráð fyrir öðru en að landssjóður láti reisa allar þessar skólabyggingar. Gerum nú ráð fyrir að hver skólabygging kosti um 8 þúsund krónur, þá verður það 112 þús. kr.. í allt og þeg'ár þar við bætist nú sjómannaskóli og búnaðarskóli, þá verður allur kostnaðurinn við bygging- arnar um 130 þús. kr. Mörgum kann nú að virðast þetta mikið fe, en þeg- ar þess er gætt, að með því móti væri menntun alþýðu landsins vel borgið, þá vonum ver til, að gjöldin vaxi mönn- um ekki í augum. Auðvitað er, að við þessi byrjunarútgjöld bætast nú árleg litgjöld, laun kennara o. sv. frv. l'or- stöðumenn alþýðuskólarina finnst oss hæfilega launaðir með 800 kr. auk frí bústaðar. Annan kennara þyrfti líka, og mætti að líkindum fá hann fyrir 500 kr. Alls og alls yrðu árleg út- gjöld til hvers alþýðuskóla um 1800 kr., og útgjöldin til sjómannaskólans og búnaðarskólans nokkuð hærri, svo gera mætti ráð fyrir, að hin árlegu útgjöld í þessa stefnu mundu nema yfir 30 þúsund kr. J>að er nú auð- vitað, að sumir munu vera þeirrar skoðunar, að bezt færi á því, að sýslu- sjóðirnir bæru hin árlegu útgjöld til al- þýðuskólanna, en ætlun vor er, að eðlileg- ast og réttast væri, að landssjóður bæri öll útgjöldin. Sýslusjóðsgjaldið er ekki vinsælt gjald, hvernig sem á því stend- ur, og ver erum hræddir um, að alþýða manna mundi ekki taka því vel, að það gjald væri hækkað stórum, en þrif og gengi skólanna eru undir því komin, að þeir hafi hylli almennings, enda virðist oss, þogar á allt er litið, að rúmar 30 þúsund krónur sé ekki mikið gjald, þegar þess er gætt, hvort gagn aldir og óbornir gætu af því haft, að kom- ið væri reglulegu og góðu lagi á al- Reykjjvvík 6. okóber 1884. þýðumenntun landsins. Yíst er líka um það, að með góðum vilja rnætti spara dálítið af hinum árlegu útgjöld- um landsins. Hvað stjórn þessara skóla snertir, þá teljum vér það óheppilegt, að al- þýðuskólarnir séu nokkuð við sýslu- nefndirnar riðnir. Eina ráðið, til þess að stjórn þeirra verði eins, er það, að voru áliti, að skipaður verði umsjónar- maöur, sem standi landshöfðingjanum einum reikning ráðsmennsku sinnar og liafi alla umsjón skólanna. Svo ætti Möðruvallaskólinn, kvennaskólinn í Reykjavík, sjómannaskólinn og búnað- arskólinn fyrir landið að standa bein- línis undir landshöfðingjanum. Skóla- nefndir eru sjaldan til þess, eptir því sem reynzt hefur hér á landi að styrkja skólana. Fáeinar atliugasemdir við ritgjörð „óðalshóudans“ i Breiða- fjarðareyjum. Eptir Asgcir Einarsson, alpingismann. í 19. bl. «Suðra» 2. árg. stendur greinarkorn «um sel og fisk á Breiða- firði» eptir óðalsbónda nokkurn í Breiðafjarðareyjum. Af þvi að mér þykir sumt í grein þessari tortryggilegt og litlar áreiðanlegar sannanir færðar fyrir sumu, þá dirfist eg að gjöra nokkrar athugasemdir við hana. Höf. byrjar með því, að hann segir frá því, að selurinn sé hið mesta og versta rándýr við allar fiskitegundir. þetta getur höf. tæplega sannað, því að hann hefur varlasvo ljósa þekkingu á öllum rándýrum í sjónum t. d. hákarlinum, sem opt veiðist með troðfullan mag- ann af alls konar fiskitegundum, en þetta gjörir reyndar lítið til og sýnir að eins ritmáta höf. Enn fremur segir höf., að láturselur og vöðuselur rífi í sig fiskinn svo undrum sæti; látursel- urinn leiki sér opt með þyrskling og roskinn fisk í kjaptinum, og þessa að- ferð hans geti menn helzt séð í út- eyjum. Eg veit nú ekki, livaða eyjar hann kallar úteyjar, en þó ímynda eg mér að Bjarneyjar megi teljast ineðal þeirra því að aðrar eyjar liggja eigi utar í þeirri eyjaröð, sein þær eru í; ætla eg ekki að þræta neitt við höf. um þessa sögusögn hans, því að eg tel víst, að 93 25. blað. kunnugir menn sanni hana með hon- um eða beri hana til baka, en sögu get eg sagt honum: Eg réri út í Bjarneyjum 14 vetra gamall drengur; var opt róið út í hina svo nefndu ála, vestur af Bjarneyjum (þar fyrir vestan eru Álasker, sem selurvar þá við); sá eg aldrei nokkurn sel taka fisk eða heyrði þess getið, og var þó nægur fiskur þá á Bjarneyjarmiðum, því að eg fékk í minn hlut 3 hundruð stór. Árið eptir réri bróðir minn í sama skiprúmi og fékk hálfu minni hlut, en hvort það hafi verið seláti að kenna eða það gæti verið að fiskiganga væri misjöfn af öðrum orsökum í veiðistöð- um, læt jeg reynda og greinda menn dæma um. Höf. segir, að útselurinn rífi í sund- ur flyðruna, og éti úr henni það bezta; get eg vel trúað því (þótt höf. kunni nokkuð að ýkja það sem annað) því að áreiðanlegir menn hafa sagt mér að láturselur drepi flyðrur, þegar þær gangi mjög grunnt. En ef þetta flyðrudráp er eins rnikið, og höf. gerir orð á, er undarlegt að menn (einkum óðalsbændur) á eyjunum, sem eru utar, skuli ekki veiða mikið af flyðrum, þegar þær ganga svona í greipar selsins innar og nær landi'. J>essu næstkem- ur höf. með mikla röksemdagrein og segir: «Hér vestanlands vita menn það af reynzlunni, að fiskafli hefur aldrei verið stöðugur, nema þar, sem allur selur hefur verið eyðilagður eða fæld- ur í burt að mestu» og tekur hann dæmi af ísafirði, að aldrei hafi verið eins stöðugur afli á ísafjarðardjúpi eins og síðan selurinn var fældur þaðan burtu eða eyðilagður. Nú þykir mér fara vandast málið. Hvergetur sann- að það, að vöðuselurinn hafi verið fæld- ur eða eyðilagður frá ísafirði? Eg held að bæði ísfirðingum og öðrum hafi þótt vænna um liina arðsömu vöðuselaveiði en svo, að þeir hafi viljað fæla hann í burtu, en að eyðileggja vöðuselinn var þeim ómögulegt. Að sönnu hafa surnir haldið, að nótnaveiðin hafi fælt liann frá landinu, en fyrir því er engin sönnun, því að löngu áður var hún tíðkuð í |>ing- eyjarsýslu og víðar í norðurlandi, og 1) Ætli peir gætu eigi búið sér til flyðru- mið nálægt eyjunum með niðurburði líkt og Eggert sál í Hergilsey gjorði, og veiddi þar mikið af flyðrum.

x

Suðri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Suðri
https://timarit.is/publication/118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.