Suðri - 04.11.1884, Síða 3

Suðri - 04.11.1884, Síða 3
107 y sökum. En hitt mun ástæðan, að «|>jóðólfur» undir ritstjórn Jóns Ólafs- sonar er orðið svo óvirðulegt blað, að pað hefur með öllu gert sig ómaklegt pess að flytja opinberar auglýsingar. |>egar svo par við hætist, að ritstjóri «]bjóðólfs er kominn í sakamál fyrir glæp, sem tugthúshegning er við lögð, og framtíð blaðsins og mannorð ritstjór- ans pannig í hinu hræðilegasta fári, pá er sannarlega ekki undarlegt, pó landsstjórninni pyki tími til kominn að taka auglýsingarnar frá «|>jóðólfi». Og hér við hætist að endingu pað, að auglýsingar voru orðnar svo dýrar í «J>jóðólfi» að fádæmum mátti pykja sæta, og pegar nú annað hlað með allmikilli útbreiðslu um allt land bauðst til að taka auglýsingarnar fyrir langtum minna verð, pá hlaut pað að vera ábyrgðarhluti fyrir stjórnina að sinna eigi pví boði. Eitt er ef til vill merkilegast 1 öllu pessu auglýsingamáli og pað er, að «J>jóðólfur» skuli pegar hann er búinn að hafa auglýsingarnar í 25 ár ekki vita hverjar auglýsingar skylt hefur verið að birta í blaðinu. Ef «I>jóðólfi» hefði verið kunnugt opið bréf 4. jan. 1861, 2. gr., sbr. skiptalög 12. apr. 1878, 22. gr., pá liefði hann vit- að, að hér er um allar skiptainnkall- anir að ræða, en ekki um «skipta- innkallanir í peim húum, sem við- skipti hafa haft 1 útlöndum en ekki aðrar». Að endingu skulum vér geta pess, að pað sem «Suðri» vinnur við pessar auglýsingar á eingöngu að koma kaup- endum blaðsins til góða. |>annig er til ætlazt, að «Suðri» verði næsta ár uni 40 númer (í stað 34) áu þess að verð blaðsins liækki um einu eyri. Ilitstjórinn. Dómur í íálsmálinu. Hinn 17. f. m. var í bæjarpingsrétti Eeykjavíkur kveðinn upp svo látandi dómur í málinu: «Réttvísin. gegn Jón ritstjóra Ólafssyni og cand. juris Ouðlaugi Guðmundssyni íitaj f'ölsun á dagsetningu á rétt- arskjölum. Tildrög pessa máls eru pau, að hinn 14. dag ágústmán. p. á. lagði með- ákærði cand. jur. Guðl. Guðmundsson sem umboðsmaður ákærða Jóns Ólafs- sonar, í 5 málum, er hann (o: Jón) hafði höfðað gegn Gesti ritstjóra Páls- syni, fram sáttakærur í pessum mál- um; tók stefndi' pá eptir pví pegar í réttinum, að dagsetningin á öllum 0 o: Gestur Pálsson. 5 sáttakærunum var breytt, eptir að kærurnar höfðu verið fyrir sáttanefnd- inni, par sem í öllum skjölunum var búið að breyta dagsetningu peirra úr 21. í 20. júlí og krafðist stefndi pá pegar, að hafin yrði af dómaranum opinber réttarrannsókn fyrir brot gegn § 276 sbr. § 271 í hinum almennu hegningarlögum. J>að er sannað með útskript úr sáttabók Reykjavíkur, að pegar kær- urnar komu par fram, hafi dagsetning peirra verið hinn 21, júlí, en ekki 20. enda hafa hinir ákærðu nú orðið að játa, eins og pað líka má álítast sann- að með skoðunargjörð peirri, er dóm- kvaddir menn hafa látið uppi, eptir að hafa skoðað greindar sáttakærur, að dagsetningunni á öllum sáttakærun- um hafi verið breitt, en hins vegar hafa hinir ákærðu, sem einir hafa haft sáttakærurnar í sínuin vörzlum milli pess að pær voru lagðar fram í sátta- nefndinni og til pess að pær hinn 14. ágúst p. á. voru lagðar frain á bæarpinginu —, feigi viljað játa, að peir hafi breytt sjálfir dagsetningunni né látið gjöra pað, né verið í vitorði með peim, er pað hafa gjört, og hafa peir stöðugt borið pað, að peir eigi viti neitt hvernig breitingin hafi orðið. ]>ar sem nú ekki er fram komin lögfulV sönnun fyrir pví, að hinir á- kærðu hafi falsað dagsetninguna á framangreindum skjölum, eða látið gjöra pað eða verið í vitorði með peim, er pað hafa gjört, og pað pó ekki er ómögulegt, að aðrir en peir hafi breytt dagsetningunni, án pess peir hafi vitað pað, eða verið í vitorði um pað, pótt pað á liinn bóginn sé næsta ólíklegt1 að svo hafi verið —, ber að sýkna hina ákærðu, sem komnir eru yfir lögaldur sakamanna og eigi áður hafa sætt hegningu eða dómi fyrir nokkurn opin- beran glæp —, fyrir ákæru sóknarans í pessu máli, en eptir öllum atvikum málsins geta peir ekld komist hjá að greiða allan af máli pessu löglega leið- andi kostnað, er peir borgi einn fyrir báða og báðir fyrir einn. í>ví dæmist rétt að vera: Hinir ákœrðu, Jón Ólafsson al• þingismaður og ritstjóri, og cand. jur. Quðlaugur Guðmundsson eiga fyrir ákæru sóknarans í þessu rnáli sýknix að vera.— Allan af máli pes.su lög- lega leiðandi kostnað borgi hinir á- kærðu báðir fyrir einn og einn fyrir báða. Dómi þessum ber að fullnœgja undir aðfór að lögum.“ Máli pessu er af réttvísinnar hálfu 1) Leturbreytinguna höfum vér gert. Ritstj. áfrýjað fyrir yfirdóminn og mun meiga telja víst að pað verði liæstaréttar- mál. N á 11 ú r a n. Eptir Iivan Turgenjew. Mig dreymdi að eg kæmi inn í stóra hvelfda höll niðri í jörðunni. Eitt- hvert jarðljós bar skæra, stillta birtu um höllina. I miðri höllinni sat kona tiguleg mjög, skrýdd grænum skrúða. Hún studdi hönd undir kinn og var sem liún væri sokkin niður í pungar áhyggjur. Eg póttist pegar vita að pessi kona væri náttúran sjálf og óviðjafnanleg lotning gagntók mig allan. Eg gekk nær konunni, heilsaði henni með hjartanlegri lotningu og sagði: «Ó móðir allra vor, hvað ertu að liugleiða. Ertu að íliuga ókomin forlög mannkynsins, eða ertu að hugsa um leið pá, sem pað enn á eptir til hinnar mestu fullkomnunar, til hinnar æðstu sælu?» Konan sneri sér hægt við og leit á mig dökkum ógnaraugum. Yarir hennar bærðust og nu ð drynjandi, járn- kaldri rödd sagði hún: «Eg er að hugsa um hvernig vöð- var flóarinnar megi fá meira afl, svo hún eigi liægra með að frelsast frá féndum sínum. Jafnvægið milli sókn- ar og varnar er úr lagi — pað verður að kippa pví við aptur. «Hvað er petta». stamaði eg út úr mér, «ertu að íhuga pað? Erum vér mennirnir pá ekki kærustu hörnin pín, sem pú metur öllu öðru meir?» I>að brá allra snöggvast hrukkum á enni konunnar og hún sagði: «Allar skepnur eru börn mín; eg ber jafna umhyggju fyrir peim öllum — og læt pau svo öll glatast; par er enginn munur á». En dyggð — skynsemi — réttlæti?», stamaði eg út úr mér aptur. «j>að eru tóm orð sem mennirnir liafa», svaraði hún aptur með drynj- andi járnröddinni sinni. „Eg pekki livorki gott né illt; skynsemin er ekkert lögmál fyrir mig og hvað er réttlæti? — eg gaf pér lífið — eg tek pað aptur frá pér og gef öðrum pað — ormar og menn eru alveg hið sama fyrir mér. En pú, ver pú pig svo lengi, sem pú getur og láttu mig í friði“. Eg ætlaði að svara aptur—pá drundi jörðin og skalf — og eg vaknaði. Hvað skyldi eg lnigsa nm ? ... Eptir Iwan Turgenjew. Hvað skyldi eg hugsa um pegar

x

Suðri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Suðri
https://timarit.is/publication/118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.