Suðri - 04.11.1884, Qupperneq 4

Suðri - 04.11.1884, Qupperneq 4
108 ílauðinn nálgast ? — pað er að segja ef eg get nokkuð hugsað pá. Skyldi eg hugsa um pað að eg heíi illa kunnað að verja lífi. mínu — að eg hafi sofið eða að mig hafi dreymt það allt á enda og eg hafi ekki notið pess, sem pað reitti. — Hvað er petta? Er potta dauð- inn? Svona fljótt? |>að er ómðgu- legt!.... Eg hefi enn ekki haft tíma til að gera neitt! Eg hafði eimitt nú einsett mér .... — Skyldi eg hugsa um pað, sem liðið er? Skyldi eg festa hugann á hinum fáu unaðsstundum, sem eg hef lifað? Á ástfólgnum svipum og hjartkærum mönnum? Skyldi hið illa, sem eg hef gert, allt í einu rifjast upp fyrir mér og skyldi sál mín kveljast í logapísl- um ofseinnar iðounar? Skyldi eg hugsa um pað, sem bíður mín hinu megin grafarinnar? ... Eða híður nokkuð mín pegar öllu er á hotninn hvolft ? Nei? . . . Eg lield egreyni að hugsa um öldungis ekki neitt, reyni að láta allar hugsanir mínar dvelja við eitt- hvað alveg ómerkilegt, eiuungis til pess að leiða athygi mitt burt f'rá liinu hræðilega myrkri, sem dregur upp allt í kringum mig. — Maður, sem var kominn í dauð- ann, kvartaði við mig um pað, að sér væri ekki leyft að hrjóta hnetur! .... en djúpt í auga hans, sem var nærri pví brostið, sá eg eitthvað titra og herjast, eins og vængur blakti á hel- særðum fugli. Reikningsgátui*. I. Bóndi nokkur missti allt sitt fé í sjóinn. J>egar hann var spurður að, hve margt f'éð haf'ði verið, sagði hann: «Já, eg veit pað nú ekki upp á víst; en pegar eg skipti fénu í tvo, prjá, fjóra, fimm eða sex hópa og hafðijafn- margt i hverjum, pá gekk allt af ein kind af; en pegar eg skipti pví í 7 hópa, pá var engin afgangs; en eg er viss um, að eg átti ekki 700 fjár».— Hvað margt var féð? II. Fimm menn reru til fiskjar á sama skipi og hétu: Árni, Bjarni, Páll, Jón og Ólafur. Ólafur dró mest, 30 fiskum fleiri en Árni. Bjarni og Jón drógu jafnmikið, en Jón og Ólafur drógu háðir helmingi meira en Árni og Bjarni til samans, og 2 fiskum fram yfir helming af öllu pví, sem á skip koin. Hvað dró hver? III. Ef eg tæki 8 hnappa úr buxnavasa mínum og léti á borðið, væru á borð- inu helmingi fleiri hnappar en í vest- isvasa mínum; ef eg tæki 5 hnappa úr vestisvasanum og léti í buxnavasann, pá væru í buxnavasanum helmingi fleiri en í frakkavasanum, en helming- urinn af hnöppuuum í vestisvasanum er tíundi parturinn af öllum mínum hnöppum? Hvað marga hnappa á eg? Hitt og J>etta. Hótel f'yrir sjálfsmorðíugja. Ame- ríkanskur maður einn hefur sett í blöðin í Ameríku, auglýsingu um, að hann ætli sér að reisa gistingastað fyrir pá, er ætla að ráða sér bana, bæði konur og karla. Kveðst hann svo sem auðið er ætla sér að létta undir fyrir- tæki peirra. í sérhverju herbergi á að vera sterkur krókur fyrir pá, sem hafa lyst til að hengja sig. Ef rnönn- um pykir viðkunnanlegra að skjóta sig, pá parf ekki annað en að ganga inn í stóran sal; par eru hlaðnar skamm- byssur, sem menn geta valið úr. Vilji menn aptur á móti sofna sætt og rótt í rúminu sínu, pá er ekki annað en að taka flösku með eitri (oyankalium), sem stendur á náttborðinu í hverju svefnherbergi. En pað segist veitinga- maður heimta, að menn borgi sér allan greiðann fyrir fram. Honum pykir náttúrlega ekki ráðlegt að eiga eptir- kaup við pess háttar fólk. Auglýsingar. Nauðsyillegt er fyrir alla pá, er ensku vilja nema, að kaupa: Lestrar- bók í ensku með málfræði og ensk- íslenzku orðasafni á 3,50; og orðasaf'n íslenzkt-enskt á 1,50, eptir J. A. Hjalta- lín. Bækurnar fást í Reykjavík hjá Sigurði prentara Kristjánssyni. Fundizt hefur iítill kassi með tóbaki í. Réttúr eigandi getur vitjað hans til L. A. Knudsen í Bvík. Hjá mér fæst allavega litur pappír og silkipappír, með mjög lágu verði. Bvík, 31. okt. 1884. Einar fiórðarson. iBókaverzlmi Kristjáns Ó. porgrímssonar hefur til sölu: *Helgi Thordersen: húspostilla, í kápu 6 kr. ínnb. 8kr. — *Jónas Guðmundsson: hugvek- jur frá veturnóttuni til langaföstu innb. 2 kr, 50 a. — P. Pétursson: vorhugvokjur, innb. 1 pr. _ p. pétursson: bænakver innb. 50 a. — Passíusálmar f skrautbandi 1 kr. 35 a. — Helgi Hálfdánarson: barnalærdómur, innb. öO a. — Helgi Hálfdánarson: Luthersminning bept 25 a. — *Bib!íusögur með myndum 1 kr. — *Jón Ólafsson: stafrofskver innl). 50 a. — *Hallgr, Sveinsson: Ræbu á 4. sd. e. Trt. 20 a. — *M. Andrésson: Ræða á gamlárkvöld, 25 a. — Jón Thoroddsen, Piltur og stúlka 1 kr. 70 a. — *p. J. Thoroddsen: Reiknings- bók, 2. útg. endurb. með svörum 85 a. — *Stgr. Thorsteinsson: Dönsk Lestrabók 2. útg. innb. 2 kr 50 a. — *Stgr. Thorsteinsson: ljóðmæli, í kápu, 2 kr. — Stgr. Thorsteinsson: Ijóðmæl i skrautbandi 3 kr, 50 a. — *Sak- úntala, þýdd af Stgr. Th. 70 a. — “Sawitri þýdd af Stgr. Th. 55 a. (báðar seldar f einu fyrir 80 aux-a). — *Lear konungur, þýddur af Stgr. Th. 1 kr. — *Svanhvít, kvæðasafn, þýtt af Stgr. Th. og M. J. 1 kr. — Banding- inn í Chillon þ. af Stgr. Th. 25 a. — Píla- grímur ástarinnar þ. af Stgr. Th. 20 a. — *B. Gröndal: forskriptabækur 50 a. — B. Gröndal: Ragnarökkur 40 a — *Ráðgjafa- sögur, þýddar af Stgr. Th. 70 a. — *M. Jochumsson: ljóðmæli 4 kr. (sú bók fyi'ir jólin 1 skrautbandi) M. Jochurasson: Friðþjófssaga 2 útg. 1 kr. 00 a. — *Macbeth þyddur af M. Joch. 1 kr. — *IIarnlet þýddr af M. Joch. 1 kr. — *þorl. (5. Johnson: Mínir vinir 25 a. — Jón Ólafsson: Söngvar og kvæði 2 kr. — Jón Olafsson: Enskunámsbók innb 1 kr. 50 a. — Iíátur piltur, þýddur af J. Ó. 1 kr. — ’Göngu- hrólfur, allur 1 kr. — *Jónas helgason: söng- var og kvæði V. 1 kr. — Vitnisburðarbækur fyrir latínuskólann 35. a. — Jóns lagabók innb. 3 kr. — Ljóðmæli Bólu-l-Ijálmars 1 ltr. — *Hálfdánarrímur innb. 1 kr. 80 a. — Gunnarsrímur eptir S Breiðfjörð 1 kr. — Páll Sigurðsson: Aðalsteinn,. skáldsaga, 3 kr. — G. Hjaltason: Jöktxlrós 60 a. — *Æfln- tyriskvæði 20 a. — Mjallhvít innb. 35 a. — •Gullþórissaga 70 a. — *GunnIaugssaga 70 a. — ‘Droplaugarsonasaga 50 a. (allar seldar í einu fyrir 1 kr. 50 a) — *Holtaþórissaga 25 a- — Finnbogasaga 65 a. — *ITjúkrunarfræði eptir Di'. Hjalta lin 1 kr. Öll önnur rit Dr Hjaltalíns fást og með niðursettu verðf. — Höldur1 búnaðarrit 1 kr. — Drykkurtakver Alex Bj. 50 a. — H. Briem: Kennslubók i ensku 3 kr. — Dr. Jónassen: læknignabók 3 kr. — Vasakver handa alþýðu 60 a. — Páll Jónsson, náttúrusaga 1 — 2 h. 1 kr. 10 a. Páll Jónsson: grasafræði 50 a. — Kon- ráðssaga 20 a. — Bindindisfræði 1—2 b. 3 kr. — *Önnur Jítil ferðasaga 1 kr. — Alma- nak fyrir hvern mann 1885 45 a. *lðunn mánaðarrit 1 bindi 20 arkir 2 kr. — Þ.jóð- ólfur, 33. og 34. árg. 3 kr. hvor, báðir í einu 4 kr. Verðandi, sögur og kvæði 1 kr- 50 a.— Sén keyptar í einu 4 bækur af þeim, sem merktar eru með stjörnu (*) fæst hin fimmta ókeypis Ennfremur allar bækur bókmenntafélags- ins, þær er eigi eru útseldar. Mjög mikið af allskonar útleiidum bókum ýmislegs efnis, skemmtibókum og fræðibók- um í ýmsum vísindagreinuni. Allskonar skrifbækur, kopíubækur og reikningsfærslubækur af ýmsum stærðum, frá 5 aurum til 14 kr. Allskonar ritfaung, þar á meðal: 6 sortir af bleki á smáum og stórum ílátum, svart blátt og rautt. 14 sortir af umslögum smáum og stórum. mai'gar sortir af pennasköptum og ágætir pennar. Allskonar pappír í stóru og smáu broti. Margar sortir af blýöntum, þar á meðal bláir og rauðir, ágætt lakk. rautt og svarf. Þerripappírsbækur og annar þerri- pappfr, Kalquerpappír, tvær tegundir, nótna- pappír, höfuðbókapappír, umbúðapappír. skrif- spjöld og griölar, skjalanælur og skjalaskrúf- ur, gummiglös, klístur á glösum, stroklcður, vasabækur (8 sortir). Pappír og umslög í öskjum, mjög ódýrt. Léreptsseðlar til að binda við sendingar og böggla ferðafólks, auk margs annars. Enn fremur: mynd af Jóni Sigurðssyní 1 kr,, mynd af Steingr. Thorsteinson 1 kr. og mjög mikið af ágætum útlendum myndum (fotografium) f folío, kvart og oktav. Kitstjóri og ábyrgðarmaður: Gestur Pálsson. lítgeíandi og prentari: E i n a r J>órðarson.

x

Suðri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Suðri
https://timarit.is/publication/118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.