Suðri - 31.12.1884, Side 1

Suðri - 31.12.1884, Side 1
Af Suðra koma 3 blöð út á mánuði. Uppsögn með 3 mán. fyrirvara frá ára- mótum. uori. Árgangurinn 34 blöb kostar 3 kr. (erlendis 4 kr.), sem borgist fyrir ágúsllok ár hvert. Reykjavík 31. desember 1884. 34. blaö. Bæjarfnlltrúakosning. Laugardaginn kemur 3. janúar nœstkomandi á að kjósa 5 menn í bcejarstjórnina af flokki lægri gjald- enda og 9. s. m. 1 af floklci hærri gjaldenda. Eptir að hafa ráðgast um við ýmsa málsmetandi menn af öllum stéttum og leitað upplýsinga i þessu efni, skulum ver leyfa oss að skora fastlega á kjósendúr bœjarins að velja 3. janúar eptirnefnda 5 menn: (ruðmund fórðarson, útvegsbónda á Hól; Jón Jeusson, landritara; Björn Jónsson, ritstjóra; Krisfján porgrímsson, bóksala; Stefán kórðarson, tómthúsmann á Hlíðarhúsastíg, og 9. jan. af flokki hærri gjaldenda Eixdk Briem, dósent. Hinn ýyrstnefndi háttvirti öldung- ur er að svo góðu kunnur um mörg ár í bœjarstjórninni, að þar þarf ekkert um að tala, og s'era Eiríkur Briem hefur þessa stuttu tíð, sem hann hefur setið í bæjarstjórninni, kynnt sig þar eins og alstaðar ann- arstaðar að ágætri skynsemi og sann- girni. Hinir 4 eru nýir menn í bœjarstjórn, ef þeir verða kosnir, en þar á er enginn efi, að þeir muni hver i sínu lagi og allir i sameiningu vinna þessurn bœ allt það gagn, er þeir kunna, og að þeir til þess hafi góða skynsemi og allmikla praktiska þekkingu. Að því er v'er frekast vitum, er þ&ð almennur ásetningur bæjarmanna að kjósa þessa menn, en allt um það er það alvarleg áskorun vor til allra kjósenda að fjölmenna mjög til kosn- ingarinnar, því kosningarrétturinn er dýrmœtasti félagsréttur borgarans og auk þess geta i siðasta augnabliki einhverjir „Skuggasveinar“ reynt að koma i veg fyrir það, sem þeir vita að mönnum er áhugamál. Bitstjórinn. Reykjavik 31. des. 1884. Staða piestsiiis í Hólmajtrestakalli. Báðherrann fyrir ísland hefur með bréíi 8. f. m. svarað ýmsum spurningum Daníels prófasts Halldórssonar á Hólm- urn um pað, hvernig hann eigi að haga sér gagnvart fríkirkjumönnunum, á pá leið, að hann megi færa inn í kirkjubækurnar skírn pá, sem prestur utanpjóðkirkjumanna hefur framkvæmt «með pví að pjóðkirkjan telur hina kristnu skírn gilda, pótt hún sé fram- kvæmd utan pjóðkirkjunnar», en par á móti hvorki fermingar né hjónavíg- slur utanpjóðkirkjuprestsins, með pví að pau verk hans eru pýðingarlaus. [>á, sem deyja úr frísöfnuðinum, skal grafa í kirkjugaiði sóknarinnar, en ekki mega utanpjóðkirkjumenn halda ræð- ur eða hafa nokkra helgisiði við slík- ar greptranir; sóknarpresturinn getur ef hann vill ausið hinn dauða moldu á venjulegan hátt. Innkomna og burt- vikna skal rita í kirkjubók, hvort sem peir eru innan kirkju eða utan. Eptir- lit sóknarprests með barnafræðslu nær til allra sóknarmanna, hvort sem peir eru í pjóðkirkjunni eða utan hennar; en með pví að «fermingin er par á móti fyrir, skipuð eingöngu fyrir menn í pjóð- kirkjunni getur ekki verið um neitt eptir- lit með henni að ræða hjá peim sem ekki eru í henni; og heldur ekkigetur nein skylda hvílt á sóknarprestinum að hafa eptirlit með breytni peirra, sem gengnir eru úr pjóðkirkjunnb. Bæði fríkirkjupresturinn og aðrir með- limir frísafnaðarins eru skyldir að greiða öll lögboðin gjöld til sóknarprests -og sóknarkirkju, par á móti gjöld til við- urhalds kirkjugarðinum; »en aptur á móti getur ekki verið umtalsmál, að sóknarprestinum beri borgun fyrir hin svonefndu aulcaverk, sem fríkirkjuprest- urinn framkvæmir, par sem pau eru ekki viðurkennd sem gild embættis- verk». Séu sóknarprestinum gerðar tálmanir í embættisverkum sínum, par á meðal húsvitjunum, er honum vísað til að höfða sakamál gegn hluaðeigend- um til hegningar eptir 99. gr. hegn- ingarlaganna. Epfirgjöf á þjóðjarðaafgjöldxim. Ráðherrann hefur með hréfi 8. f. m. staðfest tillögur landshöfðingjans um, að 12 leiguliðum i Arnarstapa- og 129 Skógarstrandarumboði veitist um stund- arsakir eptirgjöf á nokkru af jarðar- afgjöldum peirra sökum hins stórkost- lega tjóns, er leiguliðar pessir biðu í harðærinu 1882. póknun f'yrir hætur á skemmdum á þjóðjörðum. Með bréfi s. d. hefur ráðherrann fallist á uppástungur lands- höfðingjans um að einum leiguliðanum í Arnarstapa- og Skógarstrandarumhoði verði veitt póknun fyrir tilkostnað við að endurbæta skemmdir pær er orðið hafa af náttúrunnar völdum á ábýlisjöi'ð hans og tveimur heitið póknun fyrir að endurbæta slíkar skemmdir. Makaskipti á kirkjujörð. Eáð- herrann hefur með bréfi 8. f. m. skýrt landshöfðingjanum frá, að konungur hafi sampykkt, að Gunnar hreppstjóri Halldórsson í Skálavík megi fá Ttri- Skálavík, eign Vatnsfjarðarkyrkju, í ísafjarðarsýslu, fyrir hálfienduna J>ernu- vík í ögurhrepp í sömu sýslu. Sala ákirkjujörð. Konungur hef- ur einnig 5. okt. fallizt á að jörðin Hvanná í Jökuldals- og Hlíðarhreppi í Norður-Múlasýslu, sem Hofteigspresta- kall á, verði seld ábúandanum Kristjáni Kroyer fyrir 4500 kr. jþjóðjarðarsala. Ráðherrann hcfur veitt landshöfðingjanum vald til að selja jörðina Grund í Svínadal ábúandanum J>. [>orsteinssyni fyrir 4500 kr. sam- kvæmt lögum 8. nóv. 1883 um að stjórninni veitist heimild til að selja nokkrar pjóðjarðir. Eptirgjöf á leigum af liarðærislán- urn. Landshöfðinginn hefur eptir beiðni hlutaðeigandi sýslunefnda veitt Rangárvallasýslu og Dalsýslu eptirgjöf til ársloka 1885 á leigum af harðærislán- um, er þær hafa fengið 1882 og 1883, móti pví að frá peim tíma greiðist 4°/o í leigur og '/8 endurgreiðist síðan á ári hverju. Reikiiingsskil. Landshöfðinginn hefur með hréfi 9. p. m. lagt fyrir amtmennina að ganga ríkt eptir að sýslumenn og aðrir gjaldheimtumenn hlýði vandlega reglugjörðinni 13. febr. 1887 um gjaldheimtur og reikningskil og sérstaklega tekið fram, að hluteig- andi embættismenn skuli «minntir á þessar aðalákvarðanir: a. í 2. gr. um afgreiðslu reikninganna

x

Suðri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Suðri
https://timarit.is/publication/118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.