Suðri - 31.12.1884, Blaðsíða 2

Suðri - 31.12.1884, Blaðsíða 2
130 \ innan loka febrúarmán. ár hvert fjrir hið næst umliðna ár; h. í 3. og 4. gr. um innheimtu gjald- anna pá er pau koma í gjalddaga, og greiðslu peirra í landssjóð, jafn- ótt og pau eru innheimt; c. í 5. gr. um sundurliðun pess, sem innborgað er í landssjóð, pannig að skýrt sé tekið fram í bréfum til landshöfðingjans eða landfóget- ans, pá er ávísanir eru sendar eða peningar greiddir, fyrir hvaða ár og upp í hverja tekjugrein hver upphæð eigi að koma; d. í 6. gr. um greiðslu pess, sem eptir kann að standa af gjöldunum um leið og reikningurinn er sendur; e. í 11. og 12. gr. um endurrit af hinum íyrirskipuðu gjaldabókum.» Skuli gjaldheimtumenn sæta á- byrgð fyrir afbrigði gegn ákvörðunum ofannefndrar reglugjörðar. J>ess skal getið, að í áislok 1882 átti landssjóður tæpar 100 púsund kr. útistandandi og í árslok 1883 rúmar 100 púsund kr. Útflutningur á sjúku fé til Eng- lands. Sendiherra Danakonungs í Lon- don hefur skrifað utanríkisráðherranum danska, að á Englandi sé mjög ná- kvæmt eptirlit haft með pví, hvort kláði finnist í fé pví, sein fiutt er frá Islandi til Englands til sölu og getið pess, að finnist kláðavottur á einni kind í heilum sauðfjárfarmi, pá sé hann pegar í stað allur skorinn niður, en ef petta kæmi opt fyrir, gæti pað staðið mjög fyrir prifum verzlun peirri á lifandi sauðpeningi, sem á er kom- in milli íslands og Englands. Lands- höfðinginn skorar pví í bréfi 9. p. in. á amtmennina að leggja fyrir lögreglu- stjórana að áminna bændur um að selja eigi til útflutnings nema full- lcomlega heilbrigt fé. Kennslutími yfirsetukvenna hjá landlækni. Með bréfi 15. p. m. hefur landshöfðinginn eptir að hafa leitað álits amtsráðanna og borið málið undir landlækni ákveðið að kennsla í yfir- setufræði hjá landlækni skuli liér eptir fara fram tvis\ar á ári og skal kenn- slutíminn byrja 1. apríl og 1. október ár hvert. Styrkur til prófs í sjómannafræði. Eáðlierrann hef'ur veitt Eriðgeir Hall- grímssyni 200 kr. styrk til að taka próf í sjómannafræði. Prófastur skipaður. Biskup skip- aði 28. f. m. síra Pál ólafsson á Prests- bakka prófast í Strandaprófastsdæmi. Látinn merkisbóndi. Eptir punga og langa legu andaðist 7. júlí p. á. Magnús Einarsson bóndi í Dagverðar- nesi í Dalasýslu. Hann giptist Jó- hönnu Kr. Jónasardóttur 1844 en lét ekkert barn eptir sig á lífi. Hann mátti telja gáfumann og var hinn frjálslyndasti maður í öllum greinum, einnig í trúarefnum. Svo mikið góð- menni var hann, að hann var almennt talinn með meiri bjargvættum í sínu héraði og ól upp 7 fátæk börn til fullorðins ára, sem honum fórst við eins og bezti faðir. Hann varð efna- maður 1 búskap sínum, pvíhannsýndi í öllu ráðdeild og útsjón og mátti sannarlega í mörgu heita fyrirmynd annara. Aflabrögð. í syðri veiðistöðunum hér sunnanlands hefur talsvert fiskast á jólaföstunni. Inn- nesjamenn brugðu sér pangað suður tveim sinnum «í túra» og fiskuðu vel frá 60—130 í hlut af stútung og ísu. Seinustu vik- urnar hefur verið með öllu gæftalaust. Fyrirlestur. Kétt fyrir jólin hélt Dr. með. Jónassen tvö kvöld alpýðleg- an og fróðlegan fyrirlestur um bygg- ingu og beinagrind mannsins. Fyrra kvöldið seldi hann innganginn fyrir 50 aura fyrir manninn og gaf ágoðann til að gleðja með fátæklinga hér 1 bænum um jólin. Síðara kvöldið gaf hann innganginn, til pess að fátækl- ingar, sem eigi hafa ráð á að sjá af skildingum, gætu heyrt fyrirlesturinn. J>etta er svo mannúðlegt og fagurt, að pví er vert að halda á lopti til verðugs heiðurs Dr. Jónassen, sem iðu- lega sýnir liver bjargvættur hann á ýmsan hátt er fátæku fólki. Yfirlýsiiig. í 50. bl. |>jóðólfs p. á. hefur fóto- graf Sigíús Eymundsson ritað meið- yrðagrein um mig, sjálfsagt í hefnda- skyni fyrir pað sem eg hef ritað um skuggamyndirnar. Eyrir dómstólunum skal fótografinn fá að standa fyrir máli sínu um pað, hvernig eg hafiverið «á mig kominn» og önnur meiðmæli í grein sinni, eg skal að eins taka pað fram í eitt skipti fyrir öll að Mormónabók Eiríks á Brúnum hef eg aldrei séð hvorki prentaða eða óprentaða, svo eg get af peirri ástæðu illa hafa «búið hana í hendur prentarans», eins og eg heldur aldrei hef átt neitt við Eirík pennan að sælda, hvorki smátt eða stórt, hvorki «sýningar» eða annað, pó eg sjálfsagt álíti hann í alla staði langtum heiðar- legri mann en Sigfús Eymundsson. Að endingu get eg pess, að s v o lítillátur er eg ekki að fara að slcatt- yrðast við — hann Sigfús Eymunds- son. Reykjavík 30. desbr. 1884. Gestur Pálsson. Til almennings. Læknisaðvörun. J>ess hefir verið óskað, að eg segði álit mitt um «bitter-essents», sem hr. C. A. Nissen hefur búið til, og ný- lega tekið að selja á Islandi og kall- ar Brama-lífs-essents. Eg hefi kom- ist yfir eitt glas af vökva pessum. Eg verð að segja, að nafnið Brama- lífs-essents er rajög villandi, par eð essents pessi er með öllu ólíkur liin- um egta Braraa-lífs-elixír frá hr. Mansfeld-Bulluer & Lassen, og pví eigi getur liaft pá eiginlegleika, sem ágæta hinn egta. J>ar eð eg um mörg ár hefi haft tækifæri til, að sjá áhrif ýmsra bittera, en jafnan komizt að raun um, að Braraa-lífs-elixír frá Mansfeld-Bullner & Lass«n er kosta- beztur, get eg ekki nógsamlega mælt fram með honum einnm um- fram öll önnur bitterefni, sem ágætu meltingarlyíi. Kaupmannahöfn 30. júlí 1884. E. J. M E L C I 0 R læknir. Einkenni hins óekta er uafnið C. A. NISSEN á glasinu og miðanum. Einkenni á vorura eina egta Brama-Iífs-elixír eru firmamerki vort á glasinu, og á merki-skildinum á miðanum sést blátt ljón og gullliani log innsigli vort MB & L í grænu lakki er á tapppanum. Mansíeld-Bullner & Lassen. sem einir búa tll hinn verðlaunaða Brama-lífs-elixír. Kaupmannahöfn. Fundizt hefur á öskjuhlíð í októ- bermánuði poki með ýmislegu fatadóti í, og getur réttur eigandi vitjað pess til mín undirskrifaðs mót pví að borga pessa auglýsingu. Digranesi, 8. .desember 1884. Magnús Guðmundsson. Hérmeð auglýsi cg, að eg frá nýj- ári 1885 sel ferðamönnum allan greiða, gistingu og beína og hey handa hest- um, án pess að skuldbinda mig til að veita gestum allt pað, sem peir kynnu að biðja um, eða veita annan greiða en pann, sem kringumstæður leyfa í pað og pað skipti. Klett í Kollafirði í Barðastrandarsýslu, 7. nóvembcr 1884. fórður Arason. peir sem enn þá skulda fyrir þennan árgang „Suðra“ eru vimam- lega heðnir að gjöra skil sem allra- fyrst til útgefandans. Kitstjóri og ábyrgðarmaður: Gestur Pálsson. Útgefandi og prentari: Einar pórðarson.

x

Suðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðri
https://timarit.is/publication/118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.