Fjallkonan


Fjallkonan - 06.01.1887, Qupperneq 1

Fjallkonan - 06.01.1887, Qupperneq 1
Kemr út þrisvar á mán- uði, 36 blöð um áriö. Árg. kostar 2 krónur. Borgist fyrir júlilok. FJALLKONAN. Valtlitna r Asmundarson ritstjóri býr í Þing- holtshtræti og er hann að hitta. kl. H—<4 e. m. 1. BLAÐ. REYK.TAVÍK, 6. .JANÚAR 1887. FJALLKONAN hefir átt þeirri hylli að fagna hjá alþýðu. að kaupendr hennar hafa fjölgað með ári hverju. Nú mun hún vera einna víðfórul- asta blaðið á landinu. Þessum vinsældum er það að þakka, að fært hefir þótt að stækka blaðið svo þetta ár (1887), að það verðr þriðjungi stærra enn áðr. Er þá Fjallkonan lang-ódýr- asta blaðið á landinu, ekki sízt þá er gætt er að letrmergðinni, er verðr aðjafnaði meiri á hverju blaði nú enn áðr. Verðið er aðeins tvær krónur, og skal það greitt fyrir júlímánaðarlok, enn þeir, sem eigi hafa greitt and- virðið fyrir lok októbermánaðar i haust er kemr, verða að borga blaðið með 2 kr. 50 au., nema sér- staklega sé um samið öðruvísi. Sölulaun eru x/«—Vs eftir því hvé mikið er selt og hvé fljótt er borgað, enn alls engin ef eigi er borgað fyrir árslok. Efni Fjallkonunnar verðr nú að því skapi fjölskrúðugra enn áðr sem hún er stærri. Hún mun flytja at- hugular og leiðhein- andi greinir um stjórn- mál og stjórnarat- hafnir, búnað, jarð- rækt, fjárrækt, fiski- veiðar, verzlun, lands- hætti og þjóðhætti; ýmsan fróðleik trá útlöndum, einkum um nýjungar og framt'ara- hreyfingar, bæði í vís- indalegum og verk- legum efnum. „ís- lenzkasögubálkinum" verðr haldið áfram. — í þessu tölublaði hefst „heilbrigðsþáttr", eða heilbrigðisreglur og læknisráð, er verðr haldið áfram. — Þar að auk verða í blað- inu ýms húsráð. — Enn má nefna ýmsa skemtun, svo sem smásögur og kvæði. Blaðið f;erir tnyndir af ýmsum merkum mönnum, frægum nýjum mannvirkjum o. s. frv. Fréttir mun blaðið flytja svo greinilegar, sem kostr er á, bæði innlendar og útiendar. ÆUintt prv photo. Embættispróf við prestaskólann. Friðrik Jóns- son (háyfirdómara Pétrssonar) tók 24. f. m. próf í guðfræði og hlaut 2. einkum (41 stig). Hann var sjúkr í sumar, er prófið fór fram á prestaskólanum. Málflutningsmaðr við yflrdóminn er settr af landshöfðingja kand. juris Hannes Hafsteinn, í stað Franz Siemsens. Tíðarfar hefir víðast um land verið allgott til nóvembermánaðarloka, enn þá hefir víða gert snjó og sumstaðar mikinn, einkum í Skaftafellssýslu. í des- ember hefir og verið nokkuð snjóasamt. f»ó er ekki enn mikill snjór á Suðrlandi. Aflahrögð. í Faxaflóa er nú sem stendr aflalaust. — Á Eyrarbakka hefir verið allgóðr afli þegar gefið hefir. Skiptapi. 27. des. fórst á uppsiglingu bátr frá Kalmanstjörn í Höfnum með 4 mönnum. Formaðr var Eleónórus Stefánsson frá Kalmanstjörn. Árið seni leið, 1886, hefir verið eitt hið bágasta ár. Árin undanfarin hafa verið gæðalítil til lands og sjávar; verzlunin hefir mjög krept að landsmönn- um; verzlunai'skuldirnar hafa vaxið yfir höfuð al- menningi, og þar á ofan hefir nú í ár lækkað stór- um verð á íslenzkum vörum. Hagr landsmanna hefir aldrei á þessari öld verið jafnbágr sem nú, þegar á alt er litið. Að vísu héldu menn fénaði víðast í vor sem leið, þótt vetrinn (1885—86) væri all-harðr, enn sumarið var í flestum héruðum landsins eitthið bág- asta er menn muna, bæði kall og óþurkasamt, og grasbrestr víða. Neyddist almenningr til að f'arga fénaðL meinlega frá búm sínum vegna fóðrskorts og til að grynna á verzlunarskuldunum, sem um mörg ár hefir verið ráðlauslega safnað. Að vísu var fiskiár í fullu meðallagi, þótt síldarafli brigðist að mestu eins og nokkur undanfarin ár, enn fiskifengrinn hefir orðið ódrjúgr í búi, þar sem verð á saltfiski er nú lægra enn nokkuru sinni áðr, enda hefir stjórnin ekki, þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir alþingis, gert neinar tilraunir til að fá afnuminn tollmun þann, er spillir sölu á íslenzkum fiski á Spáni. Lítr svo út, sem

x

Fjallkonan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.