Fjallkonan


Fjallkonan - 06.01.1887, Blaðsíða 4

Fjallkonan - 06.01.1887, Blaðsíða 4
4 FJALLKONAN. ¥ fyrir konuna, að komast hjá spenningnum, sem að öðrum kosti í kemr í brjðstin. Það er vandi að gefa barninu fyrst sykrvatn; þetta er al- j veg þýðingarlaust og ætti alls ekki að gjöra; það ðværir að eins i barnið og það veldr því klýju. Öðru máli er að gegna standi svo á, að móðirin er eitthvað lasin eða með engu móti treystir j sér enn til að leggja barnið á brjóstið; þá má við og við vökva það á einni eða tveimr teskeiðum af sykrvatni, og skal láta nokkura dropa af kúamjólk saman við það. Hrað oft skal gefa barninu að sjúga á sólarhringnum ? Sérhver skynsöm móðir hlýtr að skilja, að meltingarfæri barns- eru veik fyrir og eigi má með neinu móti misbjóða þeim. Ung- ! barnið þarf oft að nærast, það þolir illa sult;sé melting barns- ins í góðu lagi, kennir það fljótt, svengdar, þótt stutt sé liðið frá því að því var gefið að sjúga; enn —eins ogauðvitað er — þá má eigi láta liða svo stuttan tima milli þess sem því er geflð að sjúga, að eigi hafl verið nægr tími til að barnið geti melt þá mjólk, sem það nærðist á. Sérhver kona, sem heflr barn á brjósti, ætti því að venja barnið á að fá brjóstið með reglulegu millibili. Fyrstu mánuðina skal gefa barninu að sjúga alt að 10 sinnum á sólarhringnum, svo sem 2. eða3. hvern tíma ádag- inn og tvisvar á nóttu. Úr þvi barnið er orðið 4 mánaða, má gefa því sjaldnar, og missirisgamalt barn þarf ekki að sjúga oft- ar enn 3. hvern tíma, enn auðvitað er, að það þarf þá í hvert skifti að sjúga lengr, svo það fái fylli sína. Seylcjavík 6. janúar. Atviunuleysi og bjargarskortr. Ástand almennings hér í bænuin hefir aldrei verið jafn ískyggilegt og nú. Aukaútsvör- in hafa í ár hækkað úr 17300 kr. upp í 20857, og eru hér um bil helmingi meiri enn þau vóru fyrir 10 árum. Þá vóru að visu gjaldendr 431 að tölu, enn nú 781, enn þeir sem hafa við bæzt, eru fæstir efnamenn. Aukaútsvörin lenda mest megnis á embættismönnum og kaupmönnum og öðrum kaupstaðar borgur- um. Hæsta aukaútsvar greiðir biskup (575 kr.) landshöfðingi (500 kr.) Brydes, Thomsens og Fischers verzlun (hver um 500 kr.). — Atvinnuskortr og bjargarleysi kreppir nú mjög að fólki hér. Templara-félagið hefir ákveðið að verja nokkurum hundr- uðum króna úr sjóði sínum til að fá fátækum mönnum, sem eru i félaginu, atvinnu, ef auðið yrði að fá jafnmikið fé með frjáls- um samskotum, og er vonandi að þvi verði framgengt. Sjónleikir. Félag það, sem leigir nokkurn hlut af húsinu „Glasgow" hér í bænum, heflr síðan í fyrra vetr haldið uppi sjónleiknm við og við. í vetr hafa þar verið leiknir „Vestrfar- arnir“ eftir Matth. Jochumsson og „Skuggasveinn“ eftir sama höfund, auk leika þeirra, er áðr hefir verið getið i blaði þessu. Flestum mun koma saman um, að allvel hafi verið leikið, eftir því sem von er til. — í latínuskólanum léku lærisveinar milli jólaognýárs fjóra leiki: „Andbýlingana" (eftir Hostrup), „Hann drekkr" (eftir Konradi), „Erasmus Montanus“ (eftir Holberg) og „Lækni gegn vilja sínum“ (eftir Moliére). Arnessýslu, í des. „Barnaskólarnir okkar„. að ég held, eftir vonum. Á Eyrarbakka ker urðsson realstúdent, á Stokkeeyri Bjarni orga .sti Pálsson og í Gaulveijabæ ung stúlka (19 ára), Jóhanna, dóttir sira Páls. Kennir hún auk hins lögboðna sumum börnunum (sem þess óska) dönsku, sögu, landafræði, reikning, og öllum stúlkubörnunnm veitir hún nokkura tilsögn til handanna“. AUGLÝSINGAR. M álfærslumaðr. Cand. jur. Hannes Hafstein, settr málfærslumaðr viðyfir- réttinn, tekr að sér flutning mála og annað þviumlíkt. Hittist hvern virkan dag kl. 12—2 í ibúðarhúsi frú Havstein i Þing- holtstræti. Svör til vestrfara. Spurningum þeim, er ýmsir vestrfarar hafa sent mér, skal ég hér með svara, að svo miklu leyti mér er unnt, enn sem komið er. Anchor-línan sendir skip beina leið frá ísl. til Ameríku, svo framarlega sem nógu margir áskrifa sig til vestrfarar á kom- andi vori. — Fargjald verðr svo lágt sem unnt er, enn lægst verðr það ef farið yrði beina leið. — Túlk fær línan sér nú hér frá landi. Fari vestrfararnir eigi beina leið, verða þeir fluttir fyrst til Skotlands með póstskipunum eða Slimons skipum. — Frek- ari upplýsingar eftir komu póstskips í þessum mánuði. B.eykjavík 3. jan. 1887. Sigm. Guðmundsson, aðalumboðsm. Anchor-línunnar. Eignaskjöl jarða. Þeir sem biðja mig um eftirrit af máld'ógum, landamerkjdbréfum, og öðrum eignaskjölum jarða, ættu að geta þess, hvaða jarðir liggja að þeim merkjum, sem um er að ræða, hvar ítök eru og hver, og hvort þeir hafa nokk- ur eignaskjöl við að styðast og hvé gömul. — Þeir sem hafa beðið mig um slík eftirrit og enga úrlausn hafa fengið, ættu að skýra mér frá, efþeir hafa síðan ráðið þeim málum til lykta.— Til hugnunar þeim, er lengir eftir svari, skal ég geta þess, að ég hefi nú til búinn fjölda af eftirritum jarðaskjala, enn það seinkar mest afgreiðslu þeirra að notarius publicus í Reykjavík á oft svo annríkt, að hann kemst ekki til að staðfesta þessi eft- rit, enn flestir óska, að þau sé notarial-staðfest. — Að endingu vil ég minna jarðeigendr á það, að frestr sá, sem veittr er í landatnerkjalögunum til að fullnægja þeim, er á enda vorið 1888 á manntalsþingum, og lengr má enginn að ósekju draga það að ráða merkjamálum til lykta, nema gildar ástæður séu til. Valdimar Asmundarson. Norörmúlasýslu, l.nóv. „Illa er nú komið hag prentfélags Austfirðinga; það er skuldunum vafið og lítr út fyrir, að ekki muni heppnast að sinni að halda uppi prentsmiðju hér eystra. — Verzlunin kreppir mjög að mönnum hér, sem víða annarstaðar. Kaupmenn höfðu úti sendisveina í sumar til að krefja skulda, og hafa sumir veðsett þeim fénað sinn. Jafnframt hafa kaup- menn hætt að lána út vörur, og er hætt við, að mörgum verði erfitt lífið, ef ekki batnar í ári. Gránufélag er nú farið að færa saman kvíarnar; það lítið sem það flutti af korni til Vestdals- eyrar í haust er skemt og maðkað. Lítr svo út, sem feigðar- mörk sé komin á þá verzlun, enda mun hún hafa verið arð- sömust riddaranum og gæðingum hans. — Héraðsmenn stofn- uðu vörupöntunarfélag í fyrra vetr og fengu í því flestar nauð- synjar sínar í sumar með talsvert betra verði enn hjá kaup- mönnum, og heíir það orðið mörgum að bezta liði í þessu harð- æri. Félagið sendi í haust um 2500 sauði til Englands til lúkningar skuld sinni við A. Zöllner, umboðsmann félagsins. — Slimon keypti tvo skipsfarma af sauðum hér eystra; hann gaf 11—16'/2 kr. fyrir sauðinn. Margir eru honum gramir fyrir það, að hann kom 6—10 dögum seinna enn hann hafði lofað, og sumstaðar brást koma hans alveg. Biðu menn hrakning og skaða af því, og hafa þetta gabb hans að mestu eða öllu bóta- laust. — Sumarið var hér kalt og þokusamt; grasvöxtr því lítill og heyföng víða eftir því. 27. sept. gekk í rigningar og snjóa til fjalla, er héldust til miðs októbers. Siðan heflr verið góð tið“. GOTHERSGADES MATERIALHANDEL, No. 8. í Kjöbenhavn, verzlun M. L. Möller & Meyer hefir að bjóða: allar þær vörur, sem hafðar eru til lieiniilisþarfa og sælgætisvörur; kryddvin (Hkörer), cognac og romm, og aðra áfengadrykki; óblandaðar apótekaravörur; farfavörur, svo sem „pakkfarfa" og „anilín-farfa“. Verðskrár eru sendar að kostnaðarlausu þeim sem óska. Seljendum veitist afsláttr. í júlímánuði á næstliðnu sumri hraktist ég frá Miðnesi í Gull- bringusýslu á 6-manna-fari við 3. mann yflr þveran Faxaflóa vestr að Staðarsveit i Snæfellsnessýslu. Þetta var í ofsaroki á landsunnan, og vórum við, þegar við loks náðum landi á Kross- um þar i sveitinni, orðnir mjög uppgefnir sem nærri má geta. Fengum við þar beztu viðtöknr hjá húsráðendum og eins hver- vetna á heimleið okkar meðfram Mýrunum, þar sem okkr var léð fylgd og annar beini ókeypis. Fyrir þessa mannúðlegu gestrisni og alla hjálp, sem okkr var veitt i þessari ferð votta ég hlutaðeigöndum mitt innilegt þakklæti. Þórðr Jónsson, frá Þóroddsstöðum á Miðnesi. Prentuft hjá Sigm. Guömundssyni.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.