Fjallkonan


Fjallkonan - 28.02.1887, Síða 1

Fjallkonan - 28.02.1887, Síða 1
Kemr út þrisvar & mán- uði, 36 blöö um áriö. Árg. kostar 2 krönur. Borgist fyrir júlílok. FJALLKONAN. Vaidimar Asmunda rson ritstjóri þessa blaös býT i Þingholtsstrœti og er að hitta kl. 3—4 e. m. 6. BLAÐ. REYK.TAVÍK, 28. FEBRÚAR 1887. Samkvæmt sætt milli mín og Kr. Ó. Þorgrimssonar i dag lýsi ég hér með yfir, að vottorð mitt í Þjóðólfi Nr. 3 ]>. á. á ekki að skilja svo, að Kr. Ó. Þorgrímsson nokkru sinni liati verið hegningarfangi í hegningarhúsinu, heldr að eins gæzlufangi eina nótt. Reykjavik, 15. fehr. 1887. Sigurðr Jónsson, fangavörðr. Tíðarfar. Síðan snenima í þ. m. haldast hlákur alt af öðru hverju, og má telja víst, að hagar sé i upp komnir víðast um land. Aflabrögð. Við ísafjarðardjúp fiskilaust að kalla er siðast fréttist. Við Faxafióa fiskilítið; fyrir skömmu var róið af Akranesi og fengust 2—12 í hlut. 18. þ. m. var róið á Miðnesi og í Höfnum; fengust þar 10—16 í hlut. — S. d. var róið á Eyrarbakka og fengust 10—20 í hlut; nú fiskilaust þar. Bráðapest (miltisbruni) i kúm og hestum hefir komið upp í Skáney í Borgarfjarðarsýslu og drepið 3 1 hrossog 1 naut. Pestin hefir komið upp í nýbygðu húsi er bygt hefir verið á rústum af gömlu fjósi, sem var lagt niðr og rifið fyrir 8—9 árum, er nautgripir drápust þar úr miltisbruna. Þetta sýnir, hve sótt- kveikjuefnið hefir geymzt í rústunum. Slysfarir. 26. f. m. fórust 2 bátar úr Bolungar- vík með 8 mönnum. Formönnunum báðum var bjargað. í f. m. fórst maðr frá Hafrafelli í Skutilsfirði á Ieið til Bolungarvikr; er ætlað að liann hati lirapað. I f. m. drekti sér maðr í Vigr á ísafjarðardjúpi; stcypti sér fram af kletti. Hafa tveir menn áðr í manna minnum drekt sér á sama hátt af kletti þessum. 30. f. m. fórst maðr frá Hvítadal, er ísleifr hét; , hrapaði úr fjaili. 2. þ. m. varð úti Egill bóndi Benidiktsson frá Köldukinn í Haukadal, ötull bóndi og efnilcgr. 24. þ. m. fórst hátr af Eyrarbnkka við lendingu með 6 monn- um, einura skolaði á land með lífi. Þeir sem druknuðu vóru ; formaðrinn Bjarni Pálsson organisti og faðir hans, Guðm. og ! Sigurðr bræðr, Jónssynir frá Meðalholtum, Guðmundr Hreinsson frá Hjálmholtshjáleigu og Halldór frá Bár. Látinn er 18. jan. Jím Sigurðsson læknir í Þing- eyjarsýslu eftir 10 daga legu í taugaveiki, 33 ára. Er svo skýrt frá i bréfi úr Húsavík 2. þ. m.: „Taugaveikin liefir stungið sér hér niðr á stöku bæjum í nær- sveitunnm. Jóns læknis var vitjað af tveimr þeim bæjum skömmu j áðr enn liann lagðist. Hann kom hingað til læknisumdæmisins og settist að í Húsavík sumarið 1882. Þótt hann væri ekki , húinn að vera hér lengr enn þetta, hafði hann samt fengið á orð á sig sem heppinn handlæknir. Eg hefi ekki heyrt þess í getið, að nokkurt handtak hans að lækningum hafi heppnazt öðra vísi enn vel, og oft betr enn menn gerðu sér nokkra von um- Hann var líka skyldurækinn læknir og ávann sér hylli manna, jafnt fyrir það sem ljúfmensku sína og glaðlyndi. Hans er því að maklegleikum saknað. í ágúst i sumar er leið gift- ist hann Guðrúnu Birgittu Gísladóttur frá Loðkinnuhömrum við Arnarfjörð, sem orðin er sviplega ekkja á unga aldri og fj'arri ættmönnum sínum. Jarðarfórin fór fram í gær að viðstöddum fjölda manns“. Suðr-Þingeyjarsýslu, 29. janúar. „Nú eru komin bréf og reikniugar frá A. Zöllner & Co. i Nýjakastala, sem seldu sauði þá, er pöntunarfélag Þingeyinga sendi til Englands i haust á eigin ábyrgð. Sauðirnir vóru rúm 1800 að tölu fyrir utau það sem aðrir áttu, og enn um 180 ær geldar. Meðalverð á sauð- unum varð: 14,62 kr. og á geldum ám 10,14 kr. að frátöldum kostnaði. Sauðum félagsins var skift í 6 flokka eftir þyngd, og varð V, eyris munr á pundinu, þannig að pundið af vigt á fæti í þeim léttustu (minna en 100 pd.) varð 11„ aura, enn í þeim þyngstu, sem vógu 140 pd. eða meira, 14„ aura. Þetta er nokkuru meira en Coghill gaf fyrir og miklu meira enn hægt var að fá í kaupstað; eru menn þvi ánægðir með þessa sölu, eftir því sem um var að gera, og líka vel skiftin við Zöllner, það sem enn er komið. Þegar snemma i vetr, nokkuru áðr enn þessi úrslit sölunnar vóru orðin kunnug, vórn félagsmenn farnir að búa sig undir að halda áfram pöntuninni eftirleiðis, þvi að töluverðr hagr varð að lienni þetta ár. Enn við marga erfiðleika var að stríða, og voru því fáir svo birgir af kornmat, að þeir treystu sér til að bíða eftir venjulegum skipakomum i vor, svo að nú þurfti með einhverju móti að reyna að fá vörurnnr sem allra fyrst. Pönt- unarfélagið hélt því aðalfund sinn rétt eftir nýárið, og var ráð- ið að biðja um vörurnar svo fljótt sem unt væri, helzt fyrir lok marzmánaðar. Nú höfðu félagsmenn pantnð með mesta móti, því að ekki er gert ráð fyrir að fá vörur aftr fyrri enn að liausti um leið og sauðirnir verða sóttir. Það hefir mjög hert á pöntunarfélaginu, að með lakasta móti er að ná samkomulagi við verzlnn Örum & Wulfts á Húsa- vík, sem flestir hafa verzlað við úr hinum eystri sveitum sýslu þessarar. Það er liaft fyrir satt, að eigandi verzlunarinnar í Kaupmannahöfn hafi skipað verzlunarstjóra sínum liér svo fyrir, að hann megi ekki lána neinuin, nema liann skuldbindi sig skrifiega til Jiess að verzla hvergi nema við Örum & Wulff, meðan hann er í skuld við þá verzlun; samt sem áðr niá eng- inn fá meira lán, enn það sem sennilegt er að hann þurfi handa sjálfum sér; enginn sem er í annara brauði iná fá lánaðan kornmat; ekki má heldr selja kornmat fyrir peninga. Mælt er að verzlunarstjórinn á Húsavík hlýði trúlega reglum þessum. Þeir sem hafa þegar lofað nokkuru af vörum sinuin móti pöntuðum vörum útlendum, eiga ekki liægt með að skrifa undir þessa skihnála. Ef pöntuðu vörurnar konia eigi svo snemma, að þeir verði birgir þnngað til, }iá er í ráði að fara til Akreyrar, og vita ef betr blæs þar með bráðnbirgðalán eða kaup á matvöru, og það jafnvel úr þeitn sveitum, sem þurfa að kosta ferfalt meiru til að flytja heim til sín vörurnar af Akr- eyri enn Húsavík. Eftir því útliti sem nú er, eru líkur til að starf félagsins verði meira þetta ár enn að undantörnu. — Árið sem leið held ég að félagið hafi fengið útlendar vörur fyrir nál. 21,000 kr. Þær vörur hefðu líklega orðið 7—8 þús. kr. dýrari í húðum, og svo varð töluverðr beinn hagr að sauðasölunni, enda liafa skuldir félagsins minkað nm hér um bil lO.OtXJ kr. Félagið var riefnilega í 18000 kr. skuld ntanlands í fyrra um nýár, enn er nú skuldlaust þar, og fékk um 80 £ í peningum, sem vóru afgangs sauðaverðinu. Enn jiað er i skuld við bank- ann um 8000 kr. Auk þess hafa félagsmenn víst hlotið að minka eða heldr borga til fulls skuldir sínar við kaupmenn, sem sárnar öllum, hvernig félagsmenn “taka fram hjá“ þeim með pöntuninni“. Suðr-Þingeyjarsýslu, 2. febrúar. „Vetrartíðin hefir verið hvik- ul og fremr stormsamt. í sumnm sveitum hefir verið snjólétt, svo fullorðið fé og hestar hafa komizt af gjaflítið til jóla, enn útbeit hefir alstaðar notazt miðr sakir storma. 23. jan. gerði hlákublota og hætti haglendi þar sem snjólítið var. Hlar eru horfur á heybirgðum ef harðindin haldast“. Vestr-SkaJtafeUssýslu (Meðallandi), 3. febrúar. „Tíðin hefir

x

Fjallkonan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.