Fjallkonan


Fjallkonan - 08.03.1887, Page 1

Fjallkonan - 08.03.1887, Page 1
Kerar Ut þrisvar á máu- uði, 36 blöð um áriö. Árg. Kostar 2 króuur. Borgist fyrir jálílok. JALLKONAN. Vahtimar Attmutularson ritstjöri þossa blaös býr í ÞingholtHstræti og er aö hitta kl. 3—4 e. m. 7. BLAÐ. REYK.TAVÍK, 8. MARZ 1887. Tíðarfar. Með lilábu þeivri er gerði á þorranum heíir tekið upp snjð að miklu leyti víðsvegar um land, og haí'a þvi verið | nægir hagar víðast síðan. Aflabrögð. Eins og getið heiir verið nm í blaði þessu hefir verið talsverðr fiskaíli víða kring um land fram eftir vetrin- um. í janóar var þannig talsverðr afli á Eyjafirði og á Tjör- nesi og víðar nyrðra, þó norðlenzku blöðin geti ekki um það. — Hér við Faxaflða hefir nú i síðustu rððmm orðið fiskvart. Núna fyrir helgiua var róið af Akranesi og feugust hæst 27 í hlut af þorski. — 4. þ. m. var róið úr Garði vestr í Síiluál og feng- ust 12 í hlut. — Það hefir verið mesta n.ein, hve illa hefir gef- ið að stunda sjð í vetr sakir storma og umhleypinga. Landsyfirréttardómar. 28. febr. var dæmt í yfirdðmi mál um IjnstoUs-skyldu milli fjárhaldsmanns dðmkyrkjunnar og cand. juris Guðl. Guðmundssonar í Reykjavík, er bafði neitað að greiða ( ljðstoll fyrir fardagaárið 18s4/s6, með þvi bann hefði þá ekkert j tíundbært lausafé talið fram né átt, enn skyldan til að greiða , ljðstoll sé að lögum bundin við tiund, eigi minni enn 60 álnir; I og skirskotaði hann sérstaklega til Kristinnréttar Árna bisknps 15. kap. Talsmaðr dðmkyrkjunnar taldi þar á móti ljðstolls- skylduna ekki bundna við tíund, eftir reglugjörð 17. júlí 1782, j 13. gr. Dómkyrkjan tapaði málinu fyrir undirrétti, enn vann j það fyrir yfirrétti, eftir atkvæði meiri hlutans þar; — minni ] hlutinn, yfirdómari Kristján Jónsson, hafði komizt að sömu niðr- 1 stöðu sem undirdómarinn, i sérstöku ágreinÍMgsatkvæði. Ástæð- ur meiri lilutans í yfirdóminum eru bygðar á því, að sú venja 1 hafi komizt á í kaupstöðunum, að borgararnir þar og aðrir, er höfðu bú og héldu vinnuhjú, greiddu til kyrkjunnar lieilan ljós- toll, þótt þeir ekki ættu neitt til tíundar af munum þeim, er nefndir eru i reglugjörðinni frá 1782, sjálfsagt af þeirri ástæðu, að þeir hafi álitið sig eiga meira fé skuldlaust enn ’/a hndr., og því skylda til að greiða ljðstoll eftir Kristnarétti; og þessu j samkvæmt virðist hinn stefndi, sem enga skýrslu hefir gert fyr- * ir því, að hann ekki ætti skuldlaust >/2 bndr., hafa rettilega verið krafinn um ljðstollinn. í gær dæmdi landsyfirréttrinn í máli því, er Þðrðr Guð- mundsson bðndi í Görðunum við Reykjavik liafði höfðað gegn Ögmundi Sigurðssyni í Tjarnarkoti i Vatnsleysustrandarhreppi fyrir það, að Ögmundr sem tilsjónarmaðr netaveiða bafði tek- ið upp nokkur þorskanet, er Þðrðr Guðmundsson bafði lagt fyrir utau takmörk þau, er ákvörðuð eru í fiskiveiðasamþykt frá 9. júní 1885. Hafði Þórðr kratízt skaðabóta fyrir upptöku netanna og atvinnutjðn. Með dðmi undirréttar var liinn stefndi Ögnmndr Signrðsson sýknaðr sein hafandi fulla heimild til neta npptökunnar, og hefir nú landsyfirrettr staðfest þann dóm. Afnám Maríu- og Pétrslamba. Samkvæmt bréfi ráðgjaf- ans 14. jan. hefir konungr 8. s. m. synjað staðfestingar á lögum síðasta þings um afnám Maríu- og Pétrslamba af þeim ástæðum, að fóðrskylda téðra lamba sé „eigi allsendis óveruleg tekjugrein fyrir hlutaðeigandi prestaköllu, enda „eigi tilfinnanleg fyrir þá, sem liana eiga að bera“, og ef hún væri atnumin, ætti að bæta hlutaðeigaudi prestaköllum upp þann tekjumissi, sem afþvíleiddi. Lausn frá prestskap hefir landshöfðingi 2. þ. m. veitt frá næstu fardögum þeim séra Jðni Sveinssyni á Mælifelli (vígðr 1842) og séra Þorvaldi Ásgeirssyni i Steinnesi (vígðr 1862). Nýlosnuð prcstaköll (auglýst 3. þ. m.) eru því Mælifell, met- ið 1071 kr., og Þingeyrar, met. 1224 kr. Lfitin er nýlega frú Björg Pálsdóttir í Arnarholti, ekkja Guðmundar sýslumanns Pálssonar, dðttir Páls amtmanns Melsteðs, rúmlega sextug að aldri. Hráðdauðir hafa orðið nokkurir menn við Steingrímsfjörð og kenna menn um hákarlsáti. Hefir með vissu frézt um 5, enn og þó enn meiri er norðar dregr í Strandasýslu. Bendingar um trúarkenslu o. fl. I. „Niðrstaðan verðr: Sál mannsins er meira verð eun kyrkjan. Trúin, eins og skynsemin, er frá guði og á rót sína i honum einum. Hinar krist.nu kyrkjur. basði katðlska og prðtestantiska kyrkjan, eru af niönnuni og því hverfular. Segi þær jiað, sem þær hafa að segja, enn maðrinn er guðs barn og frjáls af yfirdrotnan þeirra. Hann á ekki að láta blekkjast af ófullkomleikum þeirra, né beygja kné fyrir valdi þeirra, heldr halda áfram sína dýrðlegu braut. Kyrkjurnar ern mannlegt málefni alveg eins og ríkið; jafnt kyrkjulegar sem pðlitískar stofnanir eru breytilegar og háðar geðþótta almenningsá- lits. Hinn guðlegi réttr konunganna til að ráða fyrir líkamlegum efnum og liinn guðlegi réttr kyrknanna til að drotna yfir mannlegri sál hvílir hvorttveggja á sama grundvelli — á lygiu. Theodore Parker. Eg þykist vita, herra ritstjóri, að yðr muni ber- ast leiðbeinandi ritgerðir um þetta efni, og vel met ég einnig þær bendingar, sem þér liafið sjálfr gefið í þessa átt; enn það dylst engum, að málið er vanda- samt. Enda skal ég ekki hreyfa við öðru enn því, sem reynslan liér á landi er margbúin að sýna. Enn ég mun tala frjálslega um málefnið, beint eftir því sem sannfæring býðr, og ekki láta mér annað til hugar koma, enn að fult málfrelsi í þeim efnum eigi sér stað hér á landi. Að ég snúi mér fyrst að barnalærdóminum, þá virð- ast stuttar og vel samdar biblíusögur einkar hent- ugar fyrir ungmenni innan fermingaraldrs. I>ar er efnið fram sett svo ljóst og í söguformi, sem börnin fella sig bezt við, og þar lcsa þau dæmisögur og aðrar kenningar Krists í samanhengi og hera meira af því enn af hinu, þótt þau finni orð og orð úr þeim á víð og dreif innan um eitthvert trúfræðis- iságrip, sem þeim er fyrir sett að þylja utanbókar. Vér megum vita, að guðdómleg speki Krists flutti eigi að eins kenningar að efninu sannnr, heldr var og kenn ingaraðferðin hin fullkomnasta, að- gengileg jafnt fyrir skynsemi mannsins og tilflnning- ar. Þvilík kensla á einföldum biblíusögum, ásamt kristilegum áminningum og viðræðum, mundi nœgja ungmennum á þeim aldri, og mundi vekja löngun þeirra fremr enn nú á sér stað til að kynna sér bibliuna sjálfa. Barnalærdómrinn sem nú er eða „kverið“ er að mörgu leyti óhagkvæmt, ef ekki ó- hæfilegt, og skal ég leiða nokkur rök að því. Það er of vísindalegt, ef svo mætti segja, eða réttara sagt: of guðfrœðislev/t. Guðfræði og trú ersitt hvað, og eru það tveir hlutir ólfkir. Það er sami munr á þeim að sínu leyti eins og t. d. á stjörnufræði og stjörnum. Guðfræðin er ekki annað enn skoðanir guðfræðinganna um trúarsannindin, og einmitt afþví

x

Fjallkonan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.